Alþýðublaðið - 05.04.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.04.1942, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 'Sunnudagur 5. apríl 1942. KIRKJAN Séra Sigurbjörn Einarsson: Páskaboðskapurinn. PÁSKARNIR eru hátíð hinn- ar opnuðu grafar og hins sigraða dauða. Hvilíkt erindi á slíkur boðskaþur til vorra tíma! Dauðinn er stórvirkur nú um sinn. Þeir, sem eru ofurseldir mætti hans dags daglega, verða naumast tölum taldir, því síður hinir, sem hann vofir yfir eða komast í námunda við hann. Það væri ekki ólíklegt að þess- ar staðreyndir hefðu meir en lítil áhrif á hugsunarhátt manna, beindu hugsuninni í þá átt sem dauðinn er, að gáta hans væri nærgöngul og áleitin fram- ar venju. Auðvitað er það jafn- satt eins og alltaf, sem Tómas Guðmundsson segir: En þó vér sjáum til ferða dauðans hvern dag og Drottinn stuggi við okkur á ^ marga lundu, er þetta hið eina ævinnár ferðalag, sem aldrei er ráðið fyrr en á síðusái sturidu --------ekki einu sinni á stríðs- tímum. En þó fer ekki hjá því, að öll þau sár, sem fregnirnar af vígvöllum lands og sjávar og lofts valda, leiti ínn og verði að spumingum: Er öllu lokið, er dauðinn algjör, aðskilnaðurinn skilyrðislaus ? Þess yegna mætti ætla, að páskaboðskapurinn ætti hljómgrunn hjá þessari kynf slóð, að einmitt hann væri svar við þyngstu spurningunni, tor- ræðustu gátunni. Mannkynið hefir aldrei látið sér nægja að horfast í augu við staðreynd dauðans. Það hefir spurt, hvort ekki dyljist eitt- hvað meira handan við þéssa staðreynd, hin einfalda lausn grafarinnar hefir verið mikils til of einföld til þess að full- nægja hugsun og tilfinningum mannsins. „Hver veit nema lífið hér sé dauði og dauðinn hið sanna líf ?" sagði gríska skáldið Evripides. Hefir mannkynið komizt lengra í leit sinni að lausninni handan dauðans en þetta, en til þessarar spurning- ar: Hver veit? Þegar Sökrates, vitrastur alla vitringa, bjóst við dauða sínum, undruðust sámtíð- armenn hans, hversu óttalöus hann var gagnvart dauðanum. Það var vegna þess, að hann hafði leitað vizkunnar og fundið vizkuna, — en hvaða vizku? Jú, dauðinn hlaut að vera eitt af tvennu, annaðhvort svefn, djúp- ur, draumlaus, óendanlegur, og því var gott að taka, þvíjafnvel hinn sælasti maður væri þó ekki í annan tíma sælli en þeg- ar hann sefur draumlausum svefni, eða þá að, líf væri eftir dauðann í öðrum heimi, og þá gæfist manni að öllum líkindum kostur þess að kynriast hinum vitrustu og beztu mönnum lið- toma tíma og fræðast af þeim. Sókrates gat sáttur dáið hvort sem heldur var. En þetta nægði ekki öllum, það voru ekki állir gæddir ró- semi Sókratesar. Því fór fjarri. Þegar Platon, lærisveinn Sókra- tesar, er undan skilinn, þá er þvílík afstaða til dauðans nokk- urn veginn einstæð meðal kurinra manna grískrar f ornald- ar. „Betra ér vesælt líf en góð- ur dauði," segir Evripides við annað tækifæri, og Akkillevs vildi heldur vera vinnuþræll hjásnauðum bónda á jörðinni, sem ekki ætti málungi matar, en að vera konungur yfir skugg- um dauðra manna í Undirheim- um. Einn átakanlegasti dráttur- inn í sálarlífi Grikkja^ þessarar glæsilegu þjóðar, er óttinn við dauðann, vonleysið gagnvart dauðanum. Bókmenntir þeirra bera þess óræk vitni, legsteinar og grafaráletranir sömuleiðis. Hvergi hefir meir verið hugsað um gátur tilverunnar en einmitt í Grikklandi. Það var að vísu almannarómur lengst af þar í landi, að eitthvert framhald væri lífsíns eftir dauðann, en allt var það þoku hulið, vafa og véfengingum, þegar bezt lét staðfestulítil samsinning hefð- bundinna skoðana eða völt og hvikul dulræn eftirgrennslan. En einn dag stóð ókunnur maðúr á Aresarhæð í Aþénu- borg, Sál frá Tarsus, öðru náfni P411 postuli, og talaði um upp- risu dauðra. Hann fékk ekki góða áheyrn í það sinn. Sumir gerðu gys að, en aðrirsögðu: Vér munum h^usta á þetta hjá þér í annað sinn. Og þeir hlust- uðu á það í annað sinn. Hér fundu þeir að lokum hið full- nægjandi svar, hina fullu lausn. Hafi maður kynnzt til nokk- urrar hlýtar hugmynda- og trú- arsögu Grikkja verður manni ljóst, hvílík bylting var í upp- siglingu í andlegum efnum, þeg- ar Páll, stóð á Aresarhæð. Af- staða kristindómsins til dauðans var hin róttækasta gjörbylting, sem fram hefir farið á Vestur- löndum. En í hverju var sú bylt- ing fólgin? Á hverju byggðist hún? Hún var ekki fólgin í nýj- um, máttugri boðskap um ó- dauðleika sálarinnar, því síður neinni reynslusönnun fyrir sjálfstæðri tilveru hennar. Hún var fólgin í boðskapnum um upprisinn drottin, sem hafði sigrað dauðann og leitt í Ijós líf og ódáuðleika. Hún var fólgin í upphafsorðum fyrra Péturs- bréfs: ,JLofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, sem eftir mikilli riiiskunn sinni hefir endurfætt oss til Iifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum." Trú og viissa þeirra byggöist á samfélagsvitund við hinn upprisna Drojttin, hans líf var gróðursett í þeim og það líf var dauðanum yfirsterkara. Þessi tru grundvallaðist á því, sem er öruggast af öllu, en það er almætti og kærleikur Guðs. Hin alínenna skpðun og sam- Verðlaunakettir. :¦ '¦:¦.".:.':: Þessir þrír kettir fengu fyrir nokkru verðlaun á mikilli kattasýningu í Bandaríkjunum. Þeir fengu, eins og myndin sýnir, fagra bikara að verðlaunum, en hefðú vafalaust fremur kosið að fá góðan mjólkursopa. Sennilega eru þó eigendur þeirra á öðru máli 'um það. sinning þess, að eitthvert fram- háld sé lífsins eftir að þessu líia er lokið, er e. t. v. á vorum dög- um og á voru landi ekki mjög miklu vissari né óruggari en á dögum Páls. „Ó, dauði, fyrir skugga þínum skelfur vor skynjun iíkt og svipult hrævarlog," segir skáidið. ' Skyldi hann túlka rétt, hina almennu afstöðu þessarar herj- uðu og dauðasærðú kynslóðar til dauðans? Þá'erumvér hrakt- ir langt af leið hinnar kristnu trúar, páskatrúarinnar. Þá. er- urh vér helzt til f jarlægir því að vera endurfæddir til þeirrar lif- andi vonar, sem segir: „Lífið er mér Kristur og dauðinn ávinn- ingur." Eitt af verkefnum nú- tímakirkjunnar er staðfastlegri bg vissari upprisuboðskapur, en það þýðir í reyndinni ekkert annaðten raunhæfari skilningur á boðskap Nýja testamentisins, meiri hollusta við upprisuboð- skap kristinnar trúar, nánara samfélag við hixm upprisna. Upprisan tii eilífs lífs er Guðs verk, ný sköpun, endursköpun. Vér munum allir umbreytast, segir Páll. Því að þetta hið for- gengilega á að íklæðast ófor- gengileikanum, þetta hið dauð- lega að íklæðast ódauðleikan- um. Þétta er ein af tilraunum postulans að koma orðum að því, sem hann þó veit að er fyrir handan möguleika mannlegra orða. Hann veit að leyndardóm- ur hins eilífa lífs verður ekki afhjúpaður fyrr éri í eilífðinni, þrátt fyrir hina öruggu vissu sjáum vér þó aðeins í skuggsjá og í óljósri mynd, en einhvern tímá munum vér sjá augliti til auglitis. En dauðinn er „upp- svelgdur í sigur". Og 16 öldum eftir daga Páls játar Hallgrím- ur Pétursson: Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt. f Kristí krafti ég segi: Korii þú sæll, þegar þú vilt. Þetta er upprisúvissa, páska- trú. Mættiíþetta vera vor vissa, vor trú. Sigurbjörn Einarsson. Mnoi Alpfðusam- ba&ds VestQarða er lokið. Frá fréttaritara Alþýfíubladsins. ÍSAFIRÐI í gærkveldi. I N GI Alþýðusambands Þ' Vestfjarða var lokið í dag. Þingið sátu 18 fulltrúar. Margar samþykktir voru gerð- ,ar í atvinnu-, verkalýðs- og^lýr- tíðarmálum. Eorseti samb. var kosinn Hannibal Valdimarsson, vara- forseti Guðm. Bkgalín, ritari Helgi Hannesson og gjaldkeri Ragnar Guðjónsson og með- stjórnandi Finnur Jónsson. Nýjung i ívændum Járogrisiðisr siseðr frangBánkástrætt neðst. UMFERÐIN er að verða æ meira áhyggjuefni þeim, sem hafa umferðamálin með höndiun. Fer hún og vaxandi og vandamálin, sem hún skapar. Lögreglustjóri hefir nú skrif- að bæjarráði um að setja upp jámgrindur við götuhorn Bankastrætis, Austurstrætis og Lækjargötu. Er gert ráð fyrir, að þessar járngrindur nái að gang- brautunum, sem fólki er ætlað að fara, en grindurnar eiga að vera götu megin við gangstétt- irnar. Slíkar járngrindur eru víða erlendis á götuhornum, þar sem umferð er mest. Hallgxnmsókn. A páskadag rnessaö kl. 2 í Aust- urbæjarskólanum, síra Sigurbjörn Einarsson, annan páskadag kl. 11 bamaguðsþjonusta, síra Sigurbjörn Einarsson. Kl. 2 messa, «íra Jakob Jónsson. 1 BÖRN í SVEIT Frh. af 4. síðu læti, verða þeir, sem fyrir fram- kvæmdum standa, ekki sakaðir, hvernig sem til tekst. Greinarstúfur þessi er ekki skrifaður sem ádeila. Ég viður- kenni, að örðugleikarnir á fram- kvænídum slíkra málá séu erfið- ir og kemur þar margt til greina, en ég vil minná á, að slík mál sem þessi þarf að taka 'föstum tökum, svo að eigi verði um deilt á eftir, að'hér hafi verið viðhöfð vettlingatök. T. HITLER Frh. af 5. síðu. um og skotfærum, en Ameríku- menn sendu þeim þúsund fall- byssur, margar vélbyssur og 750000 rifla og flugflotinn efld- ist. Sagnfræðingar komandi kyn- slóða munu s^nnilega Undrast það, hvers vegna Hitler réðist ekki fyrr á England. Skoðun mín er sú," að hann hafði ofmetið franska herinn, en vanmetið kjark Breta. Fall Frakklands svona skyndi- lega, kom honum^alveg á óvart og ferðin var svo mikil é stríðs- vagni hans, að hann gat ekki stöðvað henn strax. Hann missti því tækifærið að gera árás á England, þegar það var veikast. HVAÐ SEGJA HIN BLÖDIN 1 Frh. af 4. síðu setuliðið) greiddi opinþerri vinnu- miðlun sama gjald og það greiðir „agentum" sínum nú." Eins og menn sjá, fullyrðir Morgunblaðið, að Búnaðarþing- ið háfi ekki ætlast til áð um- rædd 15% af launum verka- manna í setuliðsvinnunni yrðu tekiri sem skattur af þeim, held- ur yrSi setuliðið látið greiða þáu! Finnst monnum það ekki trúleg skýring, nú eftir dúk og disk, að Bunaðairþingið hafi verið svo vitlawrt, a9 ætlast til, að alþingi færi að samþykkja löfií ttm að skattíeggja brezka setuliðið?! Trúi þvi hver, sem vill!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.