Alþýðublaðið - 05.04.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 05.04.1942, Blaðsíða 7
Sunnudagur 5. apríl 1942. 7 jBærinn í dag. | Helgidagslæknir er Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturlæknir er Gísli Pálsson, Laugaveg 15, sími 2474. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. , ÚTYÁRPIÐ: 20,00 Fréttir. 20.20 Síra Sigurbjörn Elinarsson: Páskarnir. 20.50 Hljómplötur: a) Fiðlukorí- sert í Es-dur eftir Mozart. b) Symfonia nr. 6 í G-dúr eftir Haydn. 21.15 Fréttir. Dagskrárlok II. PÁSKADAGUR: Helgidagslæknir er Kristján Hannesson, Mímisvegi 6, sími 3836. Næturlæknir er Gunnar Cortes, Seljavegi 11, sími 5995. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. UTVARPID: 10,00 Morguntónleikar (plötur): Fiðlukonsert eftir Beet.- hoven. 12,15—13,00 Hádegisútvarp 15.30— 16,30 Miðdegistónleikar: Vinsæl klassisk lög. 18.30 Barnatími (Helgi Elíasson). 19,25 Hljómplötur: Prélude, Aria og' Finale eftir Césár Franck 20,00 Fréttir. 20.30 Um daginn og veginn (Magnús Jónsson prófessor). 21,00 Karlakór Reykjavíkur syng- úr (söngstj. Sigurður Þórð- arson). a) Wagner: Glaðir vér fögnum (úr „Tann- hauser“). b) Verdi: 1) Dán- arsöngurinn úr „Trouba- dour“. 2) Nautabanakór lir i „La Traviata“. c) Mascagni: Maríubæn (úr „Cavalleria Rusticana“). d) Verdi: Er daprir skuggar dotta (úr ,,Rigoletto“). e) Denza: Fu- niculi, Funicúla. f) Gounod: Ave María. g) Donizette: Ástarvínið yndislega (úr ,,Ástardrykknum“). h) Chi- appani: Ættarlandið. i) Do- nizetti: í félagsskap góðum (úr ,,Ástardrykknum“). 21,35 Hljómplötur: Norskir dans- ar eftir Grieg. 21.50 Fréttir. 22,00 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR: Næturlæknir er Jóhannes Bjöms son, Sólvallagötu 2, sími 5889. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. ÚTVARPIÐ: 12.15 Hádegisútvarp. 12,55 íslenzkukennsla, 3. flokkur. 15.30— 16 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 2. flokkur. 19,00 Enskukennsla, 1. flokkur. 19,25 Þingfréttir. 20,00 Fréttir. 20.30 Erindi: Siðskiptamenn og trúarstyrjaldir XI. Richelieu kardináli (Sverrir Krist- jánsson sagnfr.). 21,00 Tónleikar Tónlistarskólans (tríó): „Tónafórn", eftir Bach-Casella. 21.20 Hljómplötur: Symfónía í G- dúr eftir Haydn. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Páskamessur í Fríkirkjunni. Páskádagsmorgun kl. 8, sr. Árni Sigurðsson^páskadag kl, 2, sr. Árni Sigurðsson. Annan páskadag kl. 2, bamáguðsþjónusta, sr. Á. S. Sama dag kl. 4 Únglirigaféiagsfulndur á Vehjulegum stað./ (ýipislegt efni). sr, Árni Sigurðsson. Nessókn. Páskadagur: Messað i kapellu Háskólans :kl. 2 e. h„ me&sað í Mýr- arhúsaskóla kl. 5. Annar páskadag- rir: Bamáguðsþjónusta í barinaskól- anum á Grímsstáðaholti kl. 11 f. h. og messað á sama stað kl. 2% e. h. Langarnesprestakall: : Messa á þáákadag kl. 2. Baraa- '•■guðsþjónústa 2. páskadag kl. 10 f .h. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Tiðtal Viö Stefán Bjðrnsson nm nýja mjólknrstðð. Frh. af 2. síðu. götu. En þar eru nú hérmanna- skálar, og þrátt fyrir beiðni um að setuliðið víki af lóðinni, svo að hægt sé að hefja fram- kvæmdir þar, hafa engin svör borizt við því. Þá hefir skipu- lagsnefnd haft á móti því að stöðin yrði byggð innan bæjar. Það tel ég ákaflega óheppilega skoðun. Það er nauðsynlegt, hvernig sem á málið er litið, að stöðin verði innan bæjar. í byggingurini þurfa að vera, auk stöðvarinnar sjálfrar, skrifstof- ur, og það væri heppilegt að geta haft þar mjólkurbúð o. s. frv. Auk þess myndi það tor- velda mjög dréifihgu mjólkur- innar, einkum á vetrum. ef stöðin yrði utan bæjar.“ — Hvað gerir þið ráð fyrir að hin nýja stöð muni kosta? „Allt að 2 milljónum. Vitan- lega má gera ráð fyrir, að verð- ið vaxi með hverri viku. Við græðum ekki á seinlætinu á þessum tímum frekar eri aðrir.“ — Eru einhverjar vélar í mjólkurstöðinni alveg ónýtar? „Nei, ekki vil ég segja það, en þær eru fyrir löngu orðnar svikular og aldrei hægt að vita hvenær þær bila.“ — Neituðri Ameríkumenn að láta mjólkina ganga gegnum hreinsunarstöðina, áður en þeir tækju hana? „Þér hafið heyrt þá sögu! — Ameríkumenn hér báðu um mjólk. Þegar þeim var sagt, að þeir gætu fengið hana, vildu þeir fá að rannsaka fjósið og stöðina. Að þessari rannsókn lokinni vildu þeir taka mjólk- ina, þegar hún kom úr geril- sneyðingarvélinni. Og þeir fengu það vitanlega. En nú . . “ — Þeir vildi ekki láta hana ganga gegnum kælinn? „Ég ætlaði að fara að koma að því. Ameríkumenn taka nú mjólkina, þegar hún er búin að ganga gegnum kælinn. Við höf- um breytt mjólkurrásinni í kælivélinni svo að nú vinnur hún betur. Ég vil endurtaka það, að það verður að koma nýrri mjólkurstöð upp nú þegar, og ég skil ekki, að neinn maður geti lagt stein í götu þess nauð- synjaverks.“ Stefán Björnsson hefir verið ráðinn framkvæmdastjóri mjólk urbús Flóamanna, en það er stærsta mjólkurbú landsins, tek- ur á móti á 9. milljón lítra af mjólk á ári. Stefán Björnsson tekur við starfi sínu 1. maí næstkomandi. Stefán Björnssori ér eins og kunnugt er eiriri lærðasti mjóllc- urfræðingur laridsins. Íítskrif- aðist hann frá Lándbunaðarha- skólanum í Káupmannahöfn vorið 1940, en hann vann við ýmis mjólkurbú í Danmörku. í Danmörku er qll mjólkurvinnsla á mjög háu stigi.. Stefán Björnsson er éins og kunnugt er nýkoniinn frá Am- eríku, en þangað fór hann í er- indum mj ólkrirsöluriéfndar, að- allega til að léita tilboða í hina nýju mjólkurs$öð. ’ . nm Tilhiálm ðddsson VII.HJALMUR ODDSSON ‘ • \ LLUM er kært að ganga ,til hvílú eftir langan og erfiðan vinnudag. Sá, sem er þreyttur og, sjúkur, er fús til þess að kveðja vökuna og gefa sig svefninum á vald. Vilhjálmur Oddsson hafði mörg kvöld á æfi sinni lagzt. þreyttur til hvílu. Hann var þannig gerður, að hann gekk jafnan að störfum sínum með frábærri ósérhlífni og dugnaði. Það var órafjarri eðli hans a'ð láta aðra vinna það, sem hon- um bar að gera og honum var fsért að gera. Hann var trúr og svo starfsamur, að hann lét starfið ganga fyrir öllu. Þess vegna hefir það eflaust orðið honum einhver örðugasti hjall- inn á æfibrautinni, þegar sjúk- leiki sá, sem dró hann til dauða, gerði hoftum ómögulegt að vinna, síðustu missirin. Þess vegna varð hann vel á það sátt- ur að kveðja lífið og ganga til hinnstu hvíldar. Hann horfðist því með karlmennsku og rólyndi í augu við dauðann. Vilhjálmur fæddist 3. október 1885. Faðir hans var hinn þjóð- frægi prestur sr. Oddur Gísla- son að Stað í Grindavík, sem fyrstur lyfti merki slysavarn- anna hér á landi. Sex ára gam- all fór Vilhj. í.fóstur til frænku sinnar, Steinunnar Vilhjálms- dóttur í Kirkjuvogi og þar ólst hann upp. Hann reyndist þess- ari fóstru sinni mjög vel, starf- aði að búi hennar og annaðist hana umhyggjusamíega til dauðadags hennar. Árið 1924 fluttist Vilhjálmur heitinn bú- ferlum til Reykjavíkur og kvæntist sama ár . eftirlifandi konu sinni Sigríði Jónsdóttur, sem ættuö er úr Dalasýslu. Hér hafa þau hjónin búið síðan. Vil- hjálmur stundaði hér ýmsa al- menna vinnu og þótti jafnan ágætur starfsmaður. , Fyrir nokkrum árum kenndi hann sér sjúkleika, og varð brátt sýrit, áð það íriein mundi draga hánn til aauða. Síðustu vikurnar dvald- ist Vilhjálmur á heimili systur sinnar, Steinunnar húsfreyjú á Óslandi í Höfnum og þar dó harin. Hann var borinn til graf- ar þár syðra 1. þ. m. , Öllum, sem þekktu Vilhjálm heitinn, ber sáman úíri, ;að þar hafi verið drenglundaður mann- kostamaður, sem ekki vildi vamm sitt vita í neinri. Það brást áldrei, að hánn gerði í Ihverju máíi það, sem hann vissi sannast og réttast. RJ Jóh. Jarðarför ODDNÝJAR ÞORLEÍFSDÖTTUK fer fram £rá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 7. apríi og hefst með húskveðju á Urðarstíg 1 kl. 1% e. h. F. h. vandamauna Hallgrímwr Jónsson. Hér með tilkyririist vinum og vandamönnum, að maðurinn minn elskulegur, JÓHANNES GUÐMUNDSSON frá Hlíð andaðist á sjúkrahúsi ísafjarðar 2. þessa mánaðar. Fyrir mina hönd og annarra vandamanna Málfríður Sigurðardóttir. Innilegt þakklætí til allra þeirra, sem .sýndu okkur samúð og hlúttekningu við andlát og járðarför mannsins míns og föður og tengdaföður okkar, 1 V . ÁRNA ÞÓRÐARSONAR, steinsmiðs. Anna Þórðardóttir. Sigríður og Einar Guðmundsson. Guðný og Kristján Guðmundsson. {sieadingnr fylkis- stjóraefni i Banda ríkjnnun. VALDIMAR BJÖRNSSON NÝKOMIN vestur-íslenzk hlöð skýra frá því, að líkur bendi til, að fslendingur verði í kjöri sem fylkisstjóri í Minne- sota-fylkinu í Bandaríkjunum. Þessi íslendingur er Valdimar Bjornsson, sonur Gunnars Bjömssons og bróðir þeirra Hjálmars, fulltrúa Bandaríkja- stjórnar ,hér, og Björns blaða- manns, sem hér dvelur. Valdimar Björnssori er korn- ungur maður, um þrítugt. Hann var um skeið blaðamaður, en síðustu árin hefir hann verið fréttastjóri við útvarp í Minnea- polis, og flytur hann þar daglega fréttajrfirlit í 15 mínútur. Aöaiínndnr Kron haítí inn ð skírdag. AÐALFUNDTJR Kaupfélags Reykjavíkur og nárgennis var haldirin í Iðnó s.l. fimmtu- dag og Jiófst kl. 8,30 árdegis. Xjörnir fulltrúar úr 16 deild- um félagsins voru samtals 195 t og mættu flestir þeirra á fund- inum. Enn frémur mætti þar HERMENN BERJA FÓLK Frh. af 2. síðu. hann varðmanninum frá þessu, en í sömu svifum réðist vafð- maðurinn og félagar hans á fólkið, börðu það og hröktu það upp á Tryggvagötu. Sjómaðurinn fór nú til ame- ríkskrar varðstöðvar og fékk þar fylgd um borð í skip sitt, en fólk það, sem með honum hafði verið, skýrði frá atburð- inum á lögreglustöðinni. Tveir íslenzkir lögregluþjón- ar og einn ameríkskur fóru strax vestur á Ægisgarð, og tal- aði ameríkski lögregluþjónninn við varðmánninn, en hann tók honum illa, og fór þá ameríkski lögregluþjónninn inn í búð yf- irmannsins og talaði við hann, en íslenzku lögregluþjónarnir biðu á meðan við bifreið sína og höfðust ekki að. Réðist þá varðmaðurinn að þeim með byssuna á lofti og hrakti annan lögregluþjóninn á undan sér fram fyrir bifreiðina. Bar þar þá að annan varðníann, og otaði hann byssusting sínum að lög- regluþjóninum. í sömu svifum korri þriðji hermaðuririn út úr búðinni, gekk að varðmannin- um og beindi byssu hans upp á við. í söxnu svifum kom ameríkski varðmaðurinn út úr búð sinni, og fór hama á brott ásamt ís- lenzku lögregluþjónunum. --- .----:— --------------r- félagsstjórn, framkvæmda- stjórn, endurskoðendur og nokkrir gestir. « Félagsstjóm og framkvæmda stjórn fluttu að venju skýrslur um rekstur félagsins á liðnu ári, en frá þeim hefir áður verið sagt hér í blaðinu. Úr félags?tjórn áttu að ganga Benedikt Stefánsson, Svein- bjöm Guðlaugsson og Theódór B. Líndal. Baðst hinn fyrst- nefndi uridan endurkosningu, en hinir voru endurkosnir og í stað Benedikts Stefánssonar var kos- inn Felix Guðmuridsson. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.