Alþýðublaðið - 08.04.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.04.1942, Blaðsíða 2
 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MiðviktKÍagiir 8. apríl IMZ, TBBdnrdnfl veldnr stórskemmd nm í Borgarfírði eystra. ' " LoVtprýstingurlnii, pegar dnflid jsprakb, var svo mikill, að 14 hús i porpinu nrðn fyrir meira eða minni skemmdnm. ' »------------- TUNDUEDUFL sprakk í Borgarfirði eystra síðastliðíð laugardagskvöld og olli sprengingin miklum skemmd- um, þó ekki manntjóni. Fjórtán hús skemmdust meira og minna. Txmdurdullið sprakk imdir kletti nokkrum, sem er ná- lægt miðju kauptúninu. I»ar rétt við stendur sláturhús og skemmdist það mjög, veggir sprungu og gluggar allir. Mörg íbúðarhús urðu og fyrir skemmdum, og mátti heita, að allt færi á ringulreið inni í þeim, gluggar brotnuðu og reykháfar sprungu. Varð fólkið að flýja úr nokkrum þeirra og eru þau ekki íbúðarhæf í bráðina. Kletturinn, sem duflið sprakk undir, slútir dálítið fram yfir sig, og köstuðust sprengjubrotin því flest á sjó fram. Skemmdimar í þorpinu stafa því allar af loftþrýstingi. Hverjir hafa tafið starf Sumardvalarnefndar ? ■ 4 Á HBorgun verðnr loksins opnuH skrifstofa fi Miðkælarskélanum. Menn hefir furðað Á ÞVÍ, hve seint hefir gehgið starf sumardvalar- rtefndar. Þegar Alþýðublað- ið hefir hringt til nefndar- manna og spurt um starf þeirra, hafa þeir varist allra frétta. Það er almenn skoðun manna að hraða beri því sem mest, að stofnsett séu bama- heimili' og að flytja börnin í sveit. Að vísu brá fólk ekki fljótt við um daginn, þegar nefndin auglýsti umsókna- tíma, en þar var vafalaust fremur um trassaskap fólks að ræða en að það væri frá- hverft því, að börn þess kæmust í sveit. f greinargerð, sem Alþýðu- blaðinu barst í gær frá sumar- dvaíarnefnd kemur í ljós, að það er bæði borgarstjórijnn í Reykjavík og ríkisstjórnin sem hafa með málastappi og ófýrir- gefanlegu seinlæti tafið störf nefndarinnar. Skíðamótið á Akureyri. Emfiá hefir aðeins verið keppt í gðngn. MJÖG hefir orðið tafsamt á íandsmóti skíðamanna á Akureyri salcir sífelldra stórhríða og hefir ékki enn þá verið keppt í öðru en kapp- göngu. Kappgönguna vann Guðm. Guðm. Skíðaf. Siglufj. Annar var Jónas Ásgeirsson, Skíða- borg, Siglufirði og 3. Ásgrím- ur Stefánsson, Skíðafél. Siglu- fjarðar. Flokkakeppnina í göngu vann Skíðafélág Siglufjarðar: Greinargerð sumardvalar- nefndar er svohljóðandi: Sumardvalamefnd var að þessu sinni fullskipuð í byrj- un marzmánaðar. Eiga þessir menn sæti í henni: Frá Rauðakrossi íslands: Þorst. Sch. Thorsteinsson, for- maður. Frá Bæjarstjórn Reykjavík- ur: Arngrímur KKÍstjánsson, Haraldur Ámason. Frá ríkisstjórninni: Kristjón Kristjónsson, ritari og Sigurður Sigurðsson. Nefndin ræddi þegar í upp- hafi við ráðamenn ríkis og bæjar um starfstilhögun. Varð um það samkomulag, að nefnd in skyldi í aðalatriðum starfa með svipuðum hætti og s.l. ár og miða að því, að brottflutn- ingur barna gæti hafizt og átt sér stað með eðlilegum hætti og á venjulegum tíma, eða að allega í maímánuði. Þó var jafnframt frá hærri stöðum lögð á það veruleg áherzla, að hafa þyrfti fyrir augum þann möguleika, að brottflutning- ur færi fram fyrr, yrði fram- kvæmdur á skömmum tíma og með stuttum fyrirvara. Nefndin gerði nú þrennt samtímis: leitaði fyrir sér um húsnæði fyrir starfsemina, rit aði tilmæli um að ríkisstjórnhi léti þá þegar loka heimayistar- skólum á Suður- og Vesturlandi — og undirbjó bréf til rúm- lega 140 hreppstjóra, þar sem farið var fram á það, að þeir ynnu að útvegun dvalarstaða fyrir böm, hver í sínuitt hreppi. Nokkru síðar, eða'' um 20. marz, fór íram í barnaskólum bæjarins skráning bama, ér óskað var aðstoðar nefndar- innar um ráðstöfun á. Bárust rúmlega 400 umsóknir. Sam- Frh. á 7. síðu. Ferðalðg tim hátiðina: ffðldl nngra inga fara á :fk r':a En allir hreppta mikla storma og feiðrka frost. MIKILL FJÖLDI ungra Reykvíkinga notaði bænadagana og páskana til þess að ganga á f jöll og jökla. Var og gengið á flésta jökla sem hægt er að komast á á tiltölulega skömmum tíma: Langjökul, Snæfellnesjökul, Mýrdalsjökul, Eyjafjalla- jökul o. s. frv. -— Þá tóku og margir þátt í skíðaforum hér í nágrenninu. Öll íþrótta- og ferðafélög bæjarins, svo og sumir skólanna efndu til þessara ferðalaga. Fjallamenn skiptu sér í margar sveitir, en flestir þeirra fóru á Fimmvörðuháls til skála síns. í þeirri för tóku þátt 41 maður, 32 piltar og ekki nema 9 stúlkur. Guðmundur Einars- son frá Miðdal var forystu- maður í þessum leiðangri. Al- þýðublaðið hefir haft tal af Guðmundi og sagðist honum svo frá förinni: ,,Þetta vár 9 sólarhringa ferðalag. Við fórum fvrst að Skógum og vorum þar í 2 daga. Notuðum við tímann til að sjá og kynnast Sólheimajökli og fara nokkuð um Síðan geng- um við til skála okkar á Fimm vörðuhálsi. Það var ljót að- koma. Skáiinn hafði verið brotinn upp og flestu stolið úr honum, meðal annars öllum kolunum. Þarna var og komin einhvers konar eldavél, sem greinilega gaf til kynna hverj- ir höfðu verið valdir að spjöll- unum. Við munum kæra þessi spjöll til lögreglunnar. En þó að þetta dragi skugga yfir hjá okkur, þá skemmtum við okk- ur ágætlega. Við hreinsuðum skálann og bjuggum um okk- ur eftir beztu föngum. Fólkið var ágætt og vant svona ferða lögum. Allir voru prýðilega búnir. Við vorum við skálann í þrjá daga, og höfðum við tjöld. Veður var yfirleitt á- gætt, en milrið frost, eða um 20 stig. Engan kól þó. En einn daginn gerði ofsa rok og yfir- leitt hið versta veður. Er það eitt versta veður, sem ég hefi lent í um þetta leyti árs á ís- lenzkum fjöllum. Tjöldin rifn- uðu og við gátum varla hamið okkur niður/, a. m. k. sum. — okkur niður a. m. k. sum. —■ Þetta var æfintýralegt. Ann- ars fórum við mjög víða um. Við gengum á Mýrdalsjökul, Eyjafjallajökul og Goðalands- jökul. Þetta varð þrátt fyrir allt ógleymanlegt ferðalag. Á Tindafjallajökul fóru um 17 skátar og var Litla skíðafélag- ið einhvers staðar þar í nánd við skátana. Hrepptu þeir og einnig grimdarfrost og versta veður á köflum, en án þess þó að slys hlytust af. Þá fóru og 8 menn vestur. á Snæfellsjökul, en fréttir af þeim hafa enn ekki borizt. Sjö menn fóru á Langjökul. Fjórir menn, undir forystu Kristjáns Skagfjörðs gengu á Heklu. Fórú þeir á Skírdag austur að Skarði í Landsveit. Þaðan voru þeir reiddir upp fyrir Hestsöldu og koinu þeir þangað á fimmtudagskvöld. Slógu þeir félagar þar upp tjöld- um. Á föstudagsmorguninn fóru tveir þeirra upp Sprengju- brekkú, en þá var ekki stætt þar. Voru þeir þennan dag á skíðum skammt frá tjöldunum. Á laugardag var komið gott veður og gengu þeir félagar þá á hæstu tinda Heklu, en stormur var mikill og kuldi afskaplegur. Ætíuðu þeir að setja ,,Tindabók“ Ferða- félagsins í einn tindinn, en tókst það ekki, því að hann var undir snjó. Tókst þeim það á öðrum stað. íþróttafélag kvenna gekkst fyrir för austur undir Eyja- fjöll. Tóku 20 þátt í þessari för. Var lagt af stað á mið- vikudagskvöld og haldið aust- ur að Hrútafelli. Var dvalið í samkomuhúsinu um nóttina, en á skírdag var haldið upp að jökli. Skiptist flokkurinn þar í tvo hópa, fór annar upp á jökul, en hinra var við jökul- röndina. Klukkan 8 um kvöld- ið kom hópurinn ofan af jökl- inum og hafði ferðin gengið mjög vel, þrátt fyrir mikið frost og storm. Á föstudag var •V fr.fi Mpiitfli i g gf : SkattafruDivörpnn- uui vísaðjíl 2. umri Framhald var á 1. umræðn um skattafrumvörpin í neðri deild í gáer. Umræður urðu ekki langar að þessu sinni. Tóku þeir til máls Héðinn Valdimarsson,. Einar Olgeirsson, Jakób' Möller og Haraldur Guðmúndsson. Að umræðunni lokinni var málinu vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar með 17 sam- •hlj. atkv. í efri deild var m. a. til 1. um- ræðu frv. þeirra Erlends Þor- steinssonar og Sigurjóns Á Ólafssonar um breytingar á tollskránni. Verðúr skýrt nán- ar frá því frv. hér í blaðinu einhvern næstu daga. Þá var og til umr. í efri deild frumvörpin um störf lækna, sem lýst er nánar hér í blaðinu í dag. Urðu allmiklar umræður. Bjarni Snæbjörnsson bar fram brtt. um, að laun aðstoðar- lækna yrðu ákveðin kr. 500 f stað 300, ennfr. að nauðsynleg lyf og verfæri skuli vera fyrir- liggjandi í héruðum. En þar sem tillögur Bjarna voru of seint fram komnar út- skurðaði forseti (EÁ) þær frá atkvæðagreiðslu. Voru frv. síðan samþ., anna® með 8:2 atkv., hitt með 10:2. hvassviðri og héldu menn sig innan dyra að mestu leyti. — Var þó gengið til strandar, sem er þó langt burtu og skoðað tundurdufl, sem þar lá. Á laug ardag fóru allir upp að jökul- Frh. á 7. síðu. Natvælabirgðnm safnað fyr ir Norðurland og Aastnrland Beinar ferðir frá Ameríku til Akur~ eyrar og vörurnar lagðar upp par. RÍKISSTJÓRNIN mun hafa ákveðið nýlega í samráði við Eimskipafélag íslands, að flytja allmikið af matvælum til Akureyrar. Er gert ráð fyrir að þannig verði safnað matvælabirgð- um, sem ætlaðar eru Norð- urlandi og jafnvel Austúr- landi. Jafnframt mun í ráði að svo að segja beinar skipa- fex-ðir hefjist milli Ameríku og Akureyrar. Eins og, kunnugt erj eru nú meiri erfiðleikar um alla flutn- inga hér með ströndum fram en verið hefir síðan samgöngúr komust í sæmilegt horf. Hafa Norðlendingar og ekki síður Austfirðingar kvartað mjog undari þéssu og hvað éftir ann- að snúið sér til ríkisstjórnar- innar af þessu tilefni. Þæ.r •V ráðstafanir, sem getið er hér að. fram, mun einmitt vera gerðar með það fyrir aug- um .að bæts. úr þessu, þó að svo kunni að vera, að 'jafn framt sé haft í huga, að það geti komið fyrir, að samgöngur teppist al- veg um tíma af hernaðarráð- stöfunúm. Og menn munU ekki telja það iorsvaranlégt að láta allt reka á reiðanum í góðri trú og standa svo uppi í vand- ræðum, ef óvænta fetbúrðí ber að höndum. ; 1 • Alþýðublaðið'h‘efir féngið það upplýst í stjórnárfáðinu, að að gert er ráð 'fýrif, ;að skipin, sem flytja matvörurnar til Ak- ureyrar vestan fra Bandaríkj- unufn, k'omi fyrst hingað til ' Reykjávíkur, eri fárÞsíðán nórð- ur, án þess að vöfúnúm sé um- skiþað 'hér. Það mún verá gert ráð fyrir, að tvéir skipsfarmar 'af matvörum vérði flúttir norð- ur til að byrja með. Norðlendingár telja, að með þeirri skipun, sem her hefir ver- ið skýrt frá, yrði komizt hjá ýmsum aukakostnaði, sem kom- 'ið hefir á vörurnar hér í Reýkja vík. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.