Alþýðublaðið - 08.04.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.04.1942, Blaðsíða 6
S&kuin fSntwiar á inn- heimtamðnnnna sjá kola~ verzlanirnar fi Reykjvfik sér ekki fært að selja kol ððru* vfisi en gegn staðgreiðslu. IColamagn undir 250 kg. verður ekki keyrt heim til kaupenda, nema greiðsla hafi farið fram áður. Kaupendur ad kolum yffir 250kg.eru vinsamlega beðn ir að hafa greiðslufé hand^ bært, svo tafir keyrslu^ manna verði sem minsfar. lotaverzlanirnar i Reybjavii Miðvikudagur 8. ajuríl 1042. Frumvðrpín um aðstoðarlækna HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Frh. af ‘±. síðu blaðið skrifar um. aðstandendur Nýs dagblaðs: „Svo halda þessir menn, að þeir geti komið sér í mjúkinn hjá þjóð- inni þessa stundina, af því að upp er risinn í heiminum annar kúgari og ofbeldismaður, sem tekur sjálf- um Stalin fram í yfirgangi og grimmdarseði. En munurinn á þessurn mönnum er í augum okkar íslendinga sá, að Hitler er sterk- ari í svipinn og því meira hataður mðal frjálshuga manna, af því að hann rétt þessa stundina er hættu- : legri frelsinu í heiminum en Rúss- inn. Svo gerast þessi viljalausu verk- færi rauða einræðisins svo frek- lega heimsk að halda, að þeir geti þvegið af sér landráðastimpilinn af því, að ýmsir líta svo á, að naz- istaharðstjómin sé nær bæjardyr- um, okkar í dag en einræði komm- únista.“ Þessu svarar Nýtt dagblað á eftirfarandi hátt: „Hver er sá, sem, ekki skilur, að þau vesælu þý, sem að baki Morg- unblaðsins standa, birtast sem auðvirðileg skriðkvikindi við fæt- ur hvers þess valds, sem sterkust hefir tökin á mörkuðum og fjár- málum á hverjum tíma, og þá er auðmýktin mest, þegar valdhaíinn er svívirðilegastur böðull og ein- ræðisherra. Þessir aumingjar skríða nú um stund fyrir auðdrottnum Bretlands og Bandaríkjanna, en með hálfu meiri auðmýkt og hálfu meiri á- nægju mundu þeir skríða að fótiun Hitlérs, ef hann hefði völdin hér ð landi.“ Þannig er nú orðbragðið á heimilinum þeim. Ekki er það lært í skóla lýðræðisins! Þeir, sem svo vel kunna að útmála undiriægj uskapinn og skrið- dýrsháttinn, hljóta að þekkja að minnsta kosti töluvert til hans sjálfir. HANNES Á HORNIN’ÍJ. (Frh. af 5. síðu.) „AMERÍKSKH varðmennimir hér eru líka aldir upp við þetta. Þeir búast við skemmdarverkum hér eins og heima fyrir. Það skipt: ir engu máli, þó að við heimamenn1 vitum að óttinn er algerlega á- stæðuiaus hér á íslandi. Við ís- lendingar verðum að skilja þessa aðstöðu hinna ameríksku her- manna. Það er fyrsta skilyrðið til að koma í veg fyrir slys.“ ÞETTA EKU OBÐ í tíma töluð. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að haga okkur samkvæmt þeim regl- um, sem settar eru — en þá verð- um við líka að þekkja þessar regl- ur. Þó að okkur finnist framkoma ,hinna ameríksku hermanna nokk- uð ströng, þá myndi það líka vekja ugg og kvíða, ef við sæjum, að engin regla væri á varðgæzlu hér og hirðuleysi um vamir landsins. Hannes á horninu. irshðtfð AlRýðn- fiokksfélags R&ykja- víbnr. Alþýðuflokksjélag Reykja- rnktur heldur árshátíð sína í Iðnó föstudaginn 10. apríl n.k. Til skemmtunar verða söng- ur, ræður, upplestur, dans- sýning, gamanleikur, sam- drykkja og að lokum verður dansað. Mjög vel hefir verið vandað til skemmtiatriðanna og ættu félagar að fjölménna á árshá- tíðina. 50 ára var í gær frú Halldóra Ólafs- dóttir, kona Sigurðar skólameist- ara Guðmundssonar á Akureyri. Frh. af 4. síðu meðal annars mega takast að tryggja æði mörgum héraðs- læknum lítils háttar orlof sér til hvíidár og hressingar sem svar- aði einu sinni á ári án verulegs tilkosthaðar þeirra, þeim, er nú eiga slíks frjálsræðis ýmist alls engan kost eða ekki nema með afarkjörum.“ Hitt frv. er svohljóðandi: „Raðherra er heimilt að gera það að skilyrði fyrir ótakmörk- uðu lækningaleyfi, að umsækj- endur hafi gegnt læknishéraði eða aðstoðarlæknisstörfum hjá héraðslækni allt s.ð 6 mánuði að ’ Ipknu námi.“ Hðtmæli íæknaoema. Fjölmennur fundur iæknastú- denta var haldinn í Háskólanum 27. marz s. 1. til þess að ræða frumvörp þessi. í lok fundarins var eftirfar- andi ályktun samþykkt ein- róma: „Fundur í félagi læknanema haldinn 27/3 1942 lýsir óánægju sinni yfir frumvarpi til laga nr. 92 um breytingu á lögum nr. 47 frá 23. janúar 1932, þar sem gert er að skilyrði fyrir ótak- mörkuðu lækningaleyfi, að læknakandídatar hafi gegnt læknishéraði, eða aðstoðarlækn- isstörfum hjá héraðslæknum allt að 6 mánuði að loknu námi. Frumvarp þetta mun fram komið til þess að bæta úr þeirri vöntun, sem undanfarið hefir verið á læknum í sum héruð landsins. Fundinum er fullljóst, að héraðslæknar eiga eliki heimangengt og fá oft enga hvíld frá störfum svo árum skiptir, né heldur eiga þeir þess 'kost, að kyrrna sér nýjungar í fræðum sínum af eigin sjón. Fundurinn veit einnig fullvel, að erfitt er að fá lækna í sum héruð landsins, svo töturleg sem aðbúð læknanna er og við- urgj örningur allur í fámennum útkjálkum. Fundurinn er því samþykkur tilgangi frumvarps til laga nr. 80, um breyting á lögum nr. 44, 23. júní 1932, sem sé: 1. Að héraðslæknar séu léttir ofstriti, 2. að þeir geti fengið samfellda frítíma, sem aðrir vinnandi menn, og geti notað sér hann til uppbyggingar og aukinnar fræðslu, 3. að ungum læknum sé gefinn kostur á að starfa í héraði' nokkurn tíma og sé þeim að því þroskaauki og menntun. Hins vegar telur fundurinn launakjör þaú, sem frv. nr. 80 gerir ráð fyrir, algerlega óviðunandi, með tilliti til hins mikla námskostnaðar lækna og launa annarra stétta þjóðfélagsins. Má í því sambandi minna á, að nýlega auglýsti ein af stofnunum ríkisins eftir sendisveinum, og skyldi grunnkaup þeirra vera kr. 300,00 á mánuði, þ. e. a. s. hið sama og áður- nefnt frumvarp gerir ráð fyrir. Til þess að ná tilgangi þeim, er í frumvarpinu felst, er um tvær leiðir að rseða. í fyrsta lagi, áð bæta kjör héraðslækn- anna svo að þau séu sæmilegá viðunandi, og í öðru iagi leið sú, er frumv. hr.' 92 heridir á, það er að skylda læknakandidata með yaldboði til þess að gegna héruðum. Þéssa aðferð telur fundurinn með öllu óviðunandi, enda óþarfa. Læknum er einum allra há- skólaborgara skylt að vinna heilt ár að afloknu bóknámí, áð- ur en þeir öðlast vinnuréttindi. Auk þess er nám þeirra lengra, dýrara og erfiðara en allía ann- arra stétta. Vilji þeir síðan hljóta sérþekkingu tekur það langan tíma, og verður ekki gert nema érlendis, með ærnum kostnaði, sem stendur ekki í neinu hlutfalli við það, er þeir geta borið úr býtum á eftir. Læknar einir verða alltaf að gegna kalli, hvemig sem á stendur fyrir þeim, hafi þeir ferlivist. Það er því furðu hart, að leggja á þessa stétt þegn- skylduvinnu umfram aðra þegna þjóðfélagsins' Þegar svo tilgangurinn virðist einungis sá, að spara ríkinu nokkurra króna útgjöld, er ekki hægt að láta slíku ómótmælt. Fundurinn álítur hins vegar, að sú leið sé greiðfær og sjálf- sögð, til lausnar þessu máli, að gera svo vel við héraðslækna og væntanlega aðstoðarlækna, að embætti þeírra verði ekkert neyðarbraUð, sem menn einung- is taki fremur en að fara á hreppinn. Störf héraðslækna eru einatt vandásöm, ætíð erfið og ábyrgð- armikil, og ábyrgðarmeiri en stéttarbræðra þeirra; í bæjun- úm, því aS þeir hafa oft ónóg hjálpártæki og engan að ráðg- ast við í erfiðum tilfellum. Fólic- inu er því nauðsynlegt að fá sem bezt mennta lækna til þess- ara starfa. Eins og lauriakjörum héraðs- lækna er nú háttað, leggur eng- inn maður, á sig erfiði og^kostn- að til þess að keppa að lélegu héraði. Dugíegur maður mundi á þessum tíma heldur leggja fyrir sig brask og græða fé. Ráðið til þess að fá góða lækna út í byggðir landsins verður þvi að gera svo vel við héraðslæknana, að starf þeirra verði eftirsóknarvert.“ Eftir fimmta striðsmisserið. Frh. af 5. síðu. áðar og var samtímis ráðist á bækistöðvar Bandaríkjanna og Bretl. þar eystra. Engin stríðs- yfirlýsing var komin á undan. Bæði í því og öðru hafa Japanir reynzt duglegir lærisv. hins stóra öxulbróður síns hér í Ev- rópu; þeir hafa beitt nákvæm- lega sö’mu leifurstríðsbrögðim- um. Hin óvænta árás þeirra kostaði Bandaríkin og Bretland hvort um sig tvö af stærstu og beztu orustuskipum þeirra. Það, sem síðan hefir gerzt, er enn í fersku xninni. Á östuttum tíma iögðu Japanir undir sig mestan hlutann af Filippseyjum og Austur-Indíum, svo og Hong- kong. Uppgjöf Thailands gerði þeim einnig unnt, að ráðest á Bunria ög leggja uridir sig Mal- akkaskaga ásamt Singapore. Þannig hafa Bandamenn misst héruð, sem eru auðug áð álls konar hráéfnum, ekki hvað sízt steinolíu, togleðri og tini. En það er ekki þar með nóg: Ástra- lia og Indland eru nú í yfirvof- andi hættu; sömuleiðis . flutn- ingaleiðir Bandamanna til Iran og Rússlands áð sunnan, en flutningar til Vladivostock eru yfirleitt fyrir löngu hættir. Hin vaxandi hætta í Austur-Asíu neyðir Bandamerm líka til að senda þangað meirá 'og meira af skipum, sem þeir Vérða að vera án annars staðar. En Japanir þurfa lfka á vaxandi skipastól að halda til að halde uppi sam- bandinu við hiriar dreifðu víg- stöðvar, og þegar til lengdar lætur getur það orðið, erfitt fyr- ir þá, að viðhald«>skipastóli sín- um, ef skipatjón 'þe&ra heldur áfram í svipuðum stíl og hingað til, svo að ekki sé talað um hitt, ef það færi vaxandi. En sem stendur hlýtur skipaskorturinn að vera Bandamönnum alvar- legt áhyggjuefni, ekki sízt vegna þess, að skipatjónið af völdum hinna þýzku kafbáta hefir tvo síðustu mánuðina aft- ur farið vaxandi, einkum fyrir árásir þeirra úti fyrir austur- strönd Ameríku og i Vestur- Indíum. (Niðurlag á morgun). Lftið nm skfðaferðir á skíðaTíknnni Testra. •Eu miklar skemmtanir og ágætar mótíölmr. AANNAÐ HUNDRAÐ manna fór héðttn á skíðavikuna á ísafirði og vom af þeim um 50 Ármenningar. Var lagt af stað héðan s.l. þriðjudagskvöld með Esju. — Komu skíðagestimir vestur á fimmtudagskvöld, en 38 klst. viðdvöl varð á Patreksfirði vegna þess, að vír fór í skrúf- una á Esju. Þegar til ísafjarðar kom, var farið að skyggja og fóru þá um 30 Ármenningar strax inn í Birkihlíð í Tungudal og dvöldust þeir þar, meðan skíða- vikan stóð yfir. Móftöku Ár- menninganna annaðist Guð- mundur Hallgrímsson skíða- kennari. Veður var vont, rok og skaf- renningur, og síðasta daginn var stórhríð. Þó var verið á skíðum alla dagana og skemmtu skíðagestirnir sér ágætlega. Á kvöldin voru skemmtanir bæði „niðri“ á ísafirði og uppi í Skíðaskála. Á föstudagskv. t. d. var kvöldvaka í Skíða- skálanum og var þar söngur, upplestur og dans á eftir. Lagt var af stað frá ísafirði að morgni annars páskadags og komið hingað í bæinn kl. 3 í fyrrinótt. Láta skíðagestirnir hið bezta af förinni og mót- tökunum á ísafirði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.