Alþýðublaðið - 09.04.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.04.1942, Blaðsíða 3
flBuntsdagur 9. ajnríl 1942. 4 SSTRÍÐIÐ HEFIR NÚ brotizt til undraeyjarinnar Ceylon, þar sem álitið var, að Para- dísargarðurinn hejði verið og Adam og Eva hefðu lifað. Hitt er víst, að úti er um Paradísarsæluna þar, ef Ja- ■panír halda loftárásum á eyna áfram og virðist skratt ínn nú koma í flugvélalíki, en áður fyrr var hann þar í gervi höggormsins. FYRSTA ÁRÁS JAPaNA var gerð á höfuðborgina Colom- ho, sem er á vesturströnd eyjarinnar. Búa þar úm 300 þús. manns af ýmsum þjóð- flokhum, enda er borgin orð in ein mesta hafnarborg við Indlandshafið. Mestur hluti hennar, eða hverfi inn- fæddra manna, er dreifður yfir gróðursælt landssvæði, og vex þar ógrynni pálma- trjáa á milli húsanna. A AUSTURSTRÖND Ceylon er bærinn Trincomálee, sem er við eina beztu höfn í Suður-Asíu. Var hún fyrr á tímum rammlega víggirt, en hefir nú um langt skeið ver- ið lítt varin,- Anriar merki- legur bær á Ceylon er Kan- dy, sem er um það bil í miðju landinu. Þar er must- eri eitt mikið, sem frægt er um allan heim, vegna þess að þar er sagt, að tönn úr Buddha sé geymd. Að vísu ■er þar nú aðeins eftirlíking af tönninni, því að erkibisk- up Portúgala, sem um lang- an aldur áttu eyna, lét þrenna ósviknu tönnina með mikilli viðhöfn. PORTÚGALIR hófu landnám á Ceylon skömmu eftir 1500, en það varð þó aldrei í stór- um stíl, því að Hollendingar náðu yfirráðum þar 150 ár- um síðar. Árið 1796 náðu Bretar völd,unum og hafa haldið þeim síðan. ÍBÚAR CEYLON munu vera rösklega 5 milljónir, flestir þeirra innfluttir frá Ind- landi. Þó lifa þar nokkrir innfæddir þjóðflokkar og er það mjög einkennilegt, að einn þeirra hefir til skamms tíma verið hataður og fyrir- litinn af öllum öðrum íbú- um eyjarinnar. Hefir reynzt erfitt að finna ástæðuna til þessa haturs, en gömul saga á Ceylon segir, að eitt sinn hafi menn af þessum þjóð- flokki fært konunginum í Kandy mannakjöt, sem hann hefði borðað í þeirri sælu trú, að það væri af villidýr- um. Þegar það komst upp, hvað konungwrinn hefði borðað, varð hann ofsareið- ur, og lét drepa nær allan þjóðflokkinn. Þeir, sem eftir lifa, búa í þorpum til fjalla. Bretar hafa nú algerlega upprætt þetta þjóðflokka- hatur. ALÞYÐUBLAÐIÐ ' Aífar ð Fyrir nokkrum dög- UM gerðu Þjóðverjar mikla skriðdrekaárás á borgina Kerch á Krímskaga. BjUggust þeir við að þar yrði lítið nm rússneska skriðdreka og orr- ustan yrði þeim auðunnin. En það fór á annan veg, því að Rússar voru við öllu búnir og höfðu f jölda skriðdreka til varn- ar. Tókst þeim að hrekja Þjóð- verja til baka og vinna þeim mikið tjón.< Muhu 32 þýzkir skriðdrekar hafa verið eyðilagð- ir, en hinir lögðu á flótta. ísa er nú tekið að leysa á Volgu og auðveldar það olíu- flutninga frá Kaukasus til muna Er nú haégt að sigla yfir Kaspía hafið frá Baku og upp, í ósa ár- innar. Verður ekki lengi að bíða, þar til hægt mun að sigla langt upp eftir ánni. larsiiall og Hopkins í Lonðoo. Þ EIR MARSHALL, vfir- hershöfðingi Bandaríkja- hersins og Harry Hopkins, full- trúi Rossevelts, komu flugleið- is til London í gærdag. Gengu þeir þegar í stað á fuhd Chur- chills og ræddu við hann í eina klukkustund. Á eftir sagði Marshall við blaðamenn: „Þegar stríðið brauzt út, voru í Bandaríkjahernum Í800000 manns, en nú fjölgar þeim um 150000 á viku hverri. Bandarík- in senda hergögn til allra landa Bandamanna og yfirleitt allra landa, þar sem von er um að drepa Japani eða 3>jóðverja.“ Hopkins sagði: „Þetta stríð verður ekki unnið með fram- leiðslunni einni. Bandamenn verða að berjast til sigurs og Ameríka mun ekki aðeins fram- leiða fallbyssur, heldur mun hún senda syni sína með þeim.“ u'v; !V; Tundurskeytabátur. Tundurskeytabátar hafa allmikið komið við sögu í þessu stríði, enda eru þeir hin hættu- legustu vopn, þar sern þeir ná til. Þessi mynd sýnir ameríkskan bát. Á honum miðjum eru vélbyssurnar til löftvarna, svipað og má sjá á mörgum flugvélum. Hersveitlr Wainwrights hðrfa á Bataanskaga. ...-.—o-.'.— Japanir sækjafá, og hugsa hvorki um mannfall né tjón. Japanir einráðlr f loffi. SÓKN JAPANA á Bataanskaga virðist nú vera að ná há- marki sínn og mim það ætlun þeirra að ná skaganum á sitt vald, áður en regntíminn hefst, hvað sem það kost- ar og er ógrynni liðs stöðugt sent til vígstöðvanna. í fyrra- dag tókst Japonum að brjótast í gegn um víglínu Banda- ríkjamanna á mörgmn stöðum og neyddust því ameríksku hersveitirnar til að hörfa til nýrra vamarstöðVa. Ógurlegir bardagar eru háðir og er talið, að yfir 100000 manns taki þátt í þeim af hálfu Japana, en lið Wainwrights er mun minna. Þá hafa Japanir alger yfirráð í lofti og gera morg hundruð steypiflugvélar stanzlausar árásir á stöðvar Ameríkumanna og Filippseyinga. Japanir hafa gert ítrekaðar tilraunir til að koma liði á land á ströndum Bataanskaga, en Tw® ár sftiiBsi iffiii* rásiníNoreg og Dan m^rka v«r ger®. i DAG eru 2 Danmörk árásin á Noreg i ár liðin síðan var hertekin, var gerð. Að- faranótt 9. apríl 1940 óðu her- skarar nazista yfir Danmörku, sem ekki megnaði að verja sig gegn ofríki stórveldisins, og hertóku landið. Sömu nótt réð- ust þýzk herskip ittn á firði Noregs og settu hermenn á land, en upp úr lestum flutningaskipa sem þóttust hafa komið í frið- samlegum tilgangi komu altygj- aðir hermenn, sem svikust aft- an að Norðmönnum. Sprengju- flugvélar flugu yfir borgir landsins og köstuðu niður hundruðum tundursprengja og eldsprengja, sem lögðu hús frið- samra borgara í rústir og myrtu mörg hundruð þeirra. En Norð- menn vörðust vasklega gegn of- ureflinu og þeir berjast áfram, þótt þeir væru hraktir úr föð- urlandi sínu. í dag fara fram minningar- guðsþjónustur víðsvegar um lieim, þar sem Norðmenn eru, í Englandi, á íslandi, í Kanada og í höfnum hvarvetna, þar sem skip þeirra er að finna. Þulurinn í norska útvarpinu frá London lauk máli sínu í gærkvöldi á þessa leið: „f dag vottum við öliiun þeim Norðmönnum, sem barizt hafa og þjáðst fyrir Noreg, þakk- læti og aðdáun okkar. Við von- um, að sú stund komi brátt, að frelsi sigri og leysi þjóð okk- ar úr þrældómnum. Lifi kon- imgurinn, guð blessi föður- Iandið.“ þeim hefir öllum verið hrundið og ekki ein einasta Japöns her- deild hefir náð fótfestu á skag- anum. Þessi mikla sókn hefir nú staðið í fimm daga nær látlaust. Er svo að sjá, sem Japanir séu fúsir til að eyða ógrynnum manna og hergagna, ef þeim aðeins tekst að ná takmarkinu. Rigningatímar hefjast á Filipps- eyjum eftir rúman hálfan mán- uð og þá er mikils um vert, að mótstaðan sé brotin á bak aftur, því að eí'tir að rigningarnar hefjast verður erfitt um sókn í stórum stíl, enda verður landið þá illt yfirferðar. 10 norsb sfeip frá fiantaborg til Englands. Sumum var sSkkt á leiðinni, en hin kom» nst alla leið. EINS OG KUNNUGT er lágu 10 norsk flutninga- skip í Gautaborg, þegar Þjóð- verjar réðust á Noreg. Sófen Rommels V l SÍÐASTLIÐNA TVO DAGA hafa brezkar flugvélar tekið eftir allmikilli hreyfingu á hersveitum Rommels í Libyu og í gær kom til orrustu milli framvarðasveita súnna við Gaz- ala, það er þó aðeins í smáum stíl, en viðurkennt er, að hér geti verið um byrjunina á sókn af hendi Þjóðverja að ræða. Þýzki flugherinn hefir lítið sem ekkert látið á sér bera yfir víg- stöðvunum en hafa aftur á móti gert árásir á Alexandríu tvær nætur í röð. Tjón verð ekki al- varlegt í borginni. í fyrradag og í gær var loft- árásum haldið áfram á Malta og var þeim bæði beint gegn höfuðborginni, Valetta og flug- vÖllum á eynni. Nokkrar flug- vélar voru skotnar niður. Eftir að stoíðinu í Noregi var hætt gerði Quislingsstjórn- in kröfu til Svía um að henni yrðu afhent þessi skip. En dóm- stóll, sem Svíar settu upp til að gera út um þetta mál. neitaði að verða við kröfu Quislings. Fyrir nokkru síðan lögðu svo skipin úr höfn í Gautaborg til að sigla til London og var á- kveðið, að þau yrðu afhent norsku stjórninni þar. Var þetta hið mesta glæfraverk, því að Þjóðverjar eru í fyrsta lagi ein!- ráðir í Skagerak og mjög mikl- um hættum bundið að sigla -um Norðursjóinn með vitund Þjóð- verja. Meðan skipin voru á siglingu sinni tilkynntu Þjóðverjar, hváð eftir annað, að þeir hefðu sökkt skipum úr hópnum. En um páskana tilkynnti norska stjórnin í London, að nokbur skipanna væru komin heilu og höldnu til brezkrar hafnar. Nokkrum þeirra var sökkt. En þvi er haldið leyndu af hernaðarlegum ástæðum, hve mörg sluppu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.