Alþýðublaðið - 09.04.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.04.1942, Blaðsíða 5
Ftaaui'tttdagur 9. aprríl 1942, ALI>YmiBLAÐ!Ð Ástand og horfur: Eftir fimmta striðsmissirið. (Niðurlag.) INIR MIK'LU SIGRAR JAPANA hingað til hafa ekki aðeins verið hinni óvæntu, fyrirvaralausu árás að þakka, heldur og hinni ágætu samvinnu landhers, flota og flughers hjá þeim. Síðasta stríðsmissirið hef- ir, ekki síður en hin fyrri, sýnt, hve vaxandi þýðing flughersins er á sviði hernaðarins. í stríðinu á jörðu niðri er flugherinn hvort tveggja í senn riddaralið, til njósnastarfsemi, og stórskotalið, sem er bæði mikilvirkt og dreg- ur langt. En í sjóhernaðinum er þýðing flughersins jafnvel enn- þá meiri. Lofttundurskeytin eru nú orðin langhættulegasta vopn- ið fyrir hin stóru orrustuskip, ennþá hættulegri en sjálfir kaf- bátarnir. Og í kafbátahemaðin- um fer þýðing flugvélanna sí- vaxandi. Þær gera annars vegar kafbátunum auðveldara að hafa upp á skipum til að ráðast á. En hins vegar eiga þær líka léttara með að koma auga á ó- vinakafbáta og gera þá óskað- lega, en allra hraðskreiðustu hei-skip niðri á haffletinum. Njórnastarfsemin yfir höfunum er þannig orðin eitt af aðalhlut- verkum' flugvélanna. Og í því sambandi mætti líka minna á, að hægt er að stækka starfssvið þeirra stórkostlega með flug- vélamóðurskipum. Þ&ð voru t. d. flugvélamóðurskip, sem gerðu Japönum unnt að gera loftárás- ina miklu á Hawai. Aftur á móti hafa loftárásir á borgir og iðnaðarhéruð ekki reynzt eins áhrifamiklar og við var búizt. Þýzki loftflotinn, sem að vísu hefir verið bundinn að miklu leyti austur á Rússlandi upp á síðkastið, hefir síðasta missirið ekki gert nema örfáar árásir á England, og þær óveru- legar. Og brezki loftflotinn hef- ir ekki gert loftárásir nema á Norður- og Vestur-Þýzkaland, svo og á innrásarhafnimar svo- nefndu við Ermarsund. London og Berlín hafa í seinni tíð ekki orðið fyrir neinum loftárásum. Að endingu skal aðeins minnzt á þann möguleika, að flytja fjölrnenn lið og jafnvel léttar fallbyssur og skriðdreka með svifflugvélum og fallhlíf- um að baki óvinahevs. Það er vel hugsanlegt, að þessi nýjasta hernaðaraðferð eigi eftir að ráða úrslitum í stríðinu. Hún gerði Þjóðverjum það mögulegt að taka eyjuna Krít, enda þótt þeir væru ekki ráðandité sjónum. Og alveg nýskeð hafa Bretar gert að vísu litla en vel heppnaða til- raun til að setja fallhlífarher- menn á land á Norður-Frakk- landi. Lík tilraun var gerð fyrir ári síðan á Suður-Ítalíu. Öll ófrið&rlöndin sýna það með gífurlega aukinni flugvéla- smíði, að þeim er hin vaxandi þýðing flughersins mjög vel ljós. Einkum er flugvélasmíðinni nú hraðað í Bandaríkjunum. En Þýzkaland eykur líka flugflota sinn. Það Iætur meira að segja verksmiðjur í herteknu löndun- um, fyrst og fremet í Frakk- landi, smíða flugvélar fyrir sig, og samtímis lætur það, auk milljóna af stríðsföngum, hundr_ uð þúsunda af erlendum verka- mönnum vinna í þýzkum verk- smiðjum. Það virðist svo sem Þjóðverj&r séu ekki neitt sér- lega hræddir við skemmdarverk og njósnir af hálfu erlendra manna. Þeir vita sem er, frá öðr- um löndum, að hættulegustu njósnararnir og svikararnir (Quislingamir) eru alltaí heima- menn. & Við komum nú *ð þeirri spumingu, sem allt veltur á: Hvað ber vorið í skauti sínu? Verður frumkvæðið í vor, 1942, enn hjá Þýzkalandi og Japan? (Um þriðja eða réttara sagt ann- að öxulríkið, Ítalíu, er óþarfi að tala. Það er siðan fyrir löngu bæði hemaðarlega og pólitískt, ekkert annað en fylgihnöttur Þýzkalands.) Það lítur hér um bil út fyrir, að svo muni verða. Því að bæði af hálfu Bretlands og Bandaríkj anna hefir því verið lýst yfir, að úrslitasóknin af þeirra hálfu muni ekki hefjast fyrr en 1943. í seinni tíð virðast menn þar þó vera komnir á þá skoðun, að nauðsynlegt sé orðið að létta meira undir með Rúss- landi en gert hefir verið. Her- flutningar Bandaríkjamanna til Norður-írlands benda, meðal annars, í þá átt. Ef til vill er Norður-írland hugsað sem bæki- stöð fyrir síðari sókn. (í síðustu styrjöld var það Frakldand.) En hugsanlegt er þó, að her- flutningarnir þangað séu ekkert annað en öryggisráðstöfun með tilliti til þess möguleika, að Þjóðverjar reyndu að gera inn- rás é írland. Það er því ómögulegt að segja hvar vorsókn Þjóðverja kann að byrja. Svo mikið er víst, að hún kemur — þó aldrei væri nema af innanlandsástæðum. Hitler verður að reyna að rétta við álit sitt. Og það getur hann aðeins með því að vinna nýja stórsigra út á við. Það sennileg- asta er vitanlega, að sóknin, sem stöðva varð í Rússlandi í vetur, verði hafin á ný. Að þýzki her- inn sé fær um það er ekkert efamál. Her, sem haldið hefir út veturinn þar eystra, við verstu veðurskilyrði, er ekki farinn að bila, hvað þá heldur í upplausn. Tjón hans í varnarstríðinu í vet- ur kann að hafa orðið mjög mik- ið — sennilega meira en í nokk- urri sókn hans hingað til. En það hefir varla nein úrslitaáhrif. Þvert á móti er það mjög líklegt, að nú þegar sé búið sð fylla bau skörð, sem skapazt hafa við manntjónið og hergagnatjónið í vetur. Og ný sókn í Rússlandi í vor myndi byrja bæði fyrr og miklu austar, en árásin í júní í fyrrasumar. Það ætti öllum að vera ljóst af því, að Rússum hefir ekki tekizt að ná Ukrine og Krím aftur á sitt vald. Sennilega verður vorsókn Þjóðverja að miilu leyti eða al- veg takmörkuð við Suður-Rúae- land, með þsð fyrir augum að komast til olíulindanna í Káka- sus og Iran. Ef til vill vakir það líka fyrir fory-stumönnum Þýzkal., að geta tekið hönd- um saman við hina japönsku bandamenn sína, sem þá mun vera ráð fyrir gert að sæki fram á móti Þjóðverjum að austan. En ef til vill er ekki gert ráð fyrir svo langri herferð og svo stórkostlegum sigrum. Vel get- ur verið, að Þjóðverjar hugsi sér, að láta sér nægja með að taka Suezskurðinn og Egipta- land með tangarsókn frá Libyu að vestan og Vestur-Asíu að austan, hvort heldur sem þá yrði nú ráðizt á T’yrkland eða ekki. Allt er þetta meira eða minna sennilegt. En í þessu stríði hafa menn oftar en einu sinni rekið sig á, að það sennilega er ekki álltaf öruggt. T. d. er það ekki útilokað, að innrás verði reynd á England. Þeð hefir að minnsta kosti verið frá því skýrt í frétt- um, að verið væri að framleiða íeiknin öll af svifílugvélum og fallhlífum á Þýzkalandi. Það gæti varla verið gert með annað fyrir augum en slíka innrásar- tilraun. Og þessi stööuga inn- rásarhætta neyðir England nú eins og áður til þess að halda mestum hluta hers síns og her- gagna heima, hvex-su mikil þöi'f, sem kann að vera fyrir hvort- tveggja annars staðar. Þessa erfiðleika Englands geta Bandaríkin heldur ekki vegið upp. Nú, eftir að Japan er komið í stríðið, geta þau ekki teflt Amerxku í hættu með því að senda allan her sinn þaðan. Þau verða líka að hugsa um eð hjálpa Ástralíu. Og það, sem mestu máli skiptir: Þaö er ekki eins auðvelt nú að flytja millj- ónaher frá Ameríku til Evrópu, og' það var á 'árunum 1917-1918. Og þó höfðu Ameríkumenn þá í stríðslok — þ. e. hálfu öðru ári eftir að þeir fóru í stríðið — enn ekki tekið að sér nema lít- inn hluta herMnunnar í Frakk- landi. Hemaðarleg hjálp Ame- ríku hefði þá ekki farið að gera verulega vart við sig fyrr en árið 1919. Um nokkra hjálp fá Rúss- lands hálfu í Austur-Asíu, þann- ig, að það segði Japan stríð á hendur, verður varla að ræða. Rússland virðist hafa nóg að gera á vesturvígstöðvum sínum, og mun áreiðanlega ekki verða fyrra til að hefja stríð á nýjum vígstöðvum í austri. Og Japan virðist hafa enn þá minni á- stæðu til þess að ráðast á Rúss- land og bæta þar með einum vígstöðvunum enn við þær mörgu, sem það berst nú þeg- ar á. * Ætti nú, eins og reynt var hér fyrir hálfu ári, að gera upp reikning ófriðarins, þá yxði út- koman nánast þessi: Fyrir hálfu ári voru sigurmöguleikar ófrið- araðilaima 1:1. í vetur hafa þeir vaxið að inokkru fyrix Banda- menn við gagnaóka Rúmk. Æ, hvað lífið er leiðinlegt! við sigra Japana hafa horfurn- ar fyrir þá versnað á ný veru- lega. Við, slíkt mat verður að taka fleira með í reikninginn en hernaðaraðstöðuna eina. Því að þetta stríð er einnig háð á fram- iBiöblfisvlóinu og stjórnmála- sviðinu. Og loks er það ekki hvað sízt taugastríð. En einmitt í því sambandi er þess að gæta, að í Þýzkalandi hafa sigrar Japana vissulega hresst töluvert upp á bardagahuginn, sem vel má vera, að eitthvað hafi verið farið að draga úr, og eins hitt, Frh. á 6. síðu. Kvikmyndahúsin og aðgöngumiðasalan. — Brottflutn- ingur barnanna og aðbúnaður að þeim í sveitunum. — Hvað líður sannari vísitölu. Nokkur orð um tekjur lauxiþeganna. AÐ ER MJÖG KVARTAÐ yfir því um þessar mundir, að erfitt sé að fá aðgöngumiða a® kvikmynðahúsunum, og enn kem- ur það sama upp og í fyrra sumar: Íslenðíng&r þykjast ekki geta feng- ið aðgöngumiða á sama tíma og Englendingar eða Ameríkumenn fái nóga miða. Þetta er mjög þrá- látur orðrómur, sem vonandi hefir ekki við neitt að styðjast. Þá kvarta menn yfir því, að þeir geti txl dæmis ekki fengið fjóra • miða keypta í einu ! kvikmynda- húsunnm. Ég hefi spnrzt fyrir nm þetta og því er mjög mótmaelt að fullorðnum mönnum sé neitað um fjóra miða. Hina vegar hafa kvik- myndahúsin orðiff að neita strák- nm nm marga miða,en ástæðan er sú, að strákar okra síðan á mið- unnm. „ARGUS skrifar: „Nú er mikið rætt og ritað úm nauðsyn þess að koma kaupstaðabörnum í sveit, einkum vegna hættunnar, sem yfir vofir í bæjunum. En fáir minnast á þörf á því, að rækilegt eftirlit sé með því haft að börnin fái nægan og reglubundinn svefn tíma í sveitinni og að vinnutími sé hæfilega langur. Ég veit nokkur dæmi til að börnin eru látin vinna jafnlengi og fullorðna fólkið, og nær slíkt vitanlega ekki neinni átt, og sízt þegar rnn er að ræða kaup staðabörn óvön erfiðisvinnu.“ „FORGÖNGUMENN brottflutn- ings barna þurfa að taka þessa hlið Imálsins til athugunar og gera tryggilegar ráðstafanir til þess að bOrnte Mfc Hiuoig uargan gt ef» og hvíld, en gera má ráð fyrir að mat- arhæfi og annar aðbúnaður sé víð- ast hvar viðunandi. Um þetta allt þarf vitanlega að semja fyrirfram, og hafa eftirlit með að staðið sé við samningana.“ ^ ÞETTA ER ORÐ í tíma talað, En það er eklci aðeins um svefn- tímann og vinnuna, sem þarf að tala. Það er fleira. Fæðið er mjög misjafnt. Það er til dæmis hart að þurfa að senda böm sín í sveit fyrir meðgjöf, sem húsbóndinn á- kveður sjálfur, og að bömin smakki svo ekki annað en marg- aríni allt sumarið. LAUNÞEGI slcrifar: „Fyrir kosningamar til bæjarstjórnaf og um það leyti, sem útvarpsumræð- umar vom um gerðardómslögin, þá var mikið rætt um og geíin loforð um, að láta rannsaka hvort vísitalan væri rétt fundin og hvort hún bætti dýrtíðina að fullu, en nú er allt slíkt tal hætt og ekkert á vísitöluna minnzt, nema til- kynna, að hún skuli vera óbreytt frá mánuði til mánaðar. Það þarf líklega nýjar kosningar til að end- urvekja ný loforð í þesu efni. Þeir eru ósparir á loforðin fyrir kosn- ingar þessir atkvæðaveiðarar, ea efndimar eru litlar. „ENN FREMUR skrifar laun- þegi: „í þessu sambandi langar mig til að minnast lítillega á at- riði, sem oft sést talað um í blöð- unum, eihkum „Mogganum". Það eru þessar miklu tekjur, sem allur almenningur hafi og oft er minnst Frh. á 6. síð*.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.