Alþýðublaðið - 10.04.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.04.1942, Blaðsíða 2
 MJÞÝ0UBLAÐIÐ ,i>/ ,í- J Faetnáagur 10 aprí! 1942. Japanskar flugvélar sokksa tveim Vð \ ■ 't • brezkum beitiskipm á Bengalfióa á 1 Mörgum kaupskip" um eionig sökkt. FLOTASTJÓRNIN í Lon- don tilkynnti í gær, að Ja- panskar flugvélar hefðu sökkt tveimur beitiskipum í Beng- alflóa. Voru það skipin Corn- wall og Dorsetshire, sem bæði eru um 10 þús. smál. að stærð, og voru smíðuð á árunum 1928 —1930. Hafa 1Í00 menn af 6 skápunum verið settir á land einhvers staðar á Indlandi, og eru þar á meðal skipstjórar þeirra beggja. Engar nánari fregnir hafa borizt af þessnm. viðburði Það var tilkynnt í New Delhi í gær, að 4—500 skip- brotsmenn hefðu verið undan- farið settir á land í héraðinu Orissa, sem er milli Madras og Bengal. Eru þeir af mörgum kaupskipum, sem Japanir hafa sökkt í Bengalflóa. Um þetta tilkynna Japanir, að þeir hafi sökkt 21 flutninga- skipi Bandamanna á flóanum, og hafi þau verið samtals um 140 þús. smál. Þá segjast þeir hafa laskað meira eða minna önnur 23 skip, sem væru sam- tals 102 þús. smál. Fregnir, sem bárust seint í gærkveldi hermdu, að Bretar og JapajSír byggju sig nú af ákafa undir mikla sjóorustu í Beng- alflóa og er búizt við að hún verði enn meiri en orustan í Javasjó. Fljúgandi virki úr ame- ríkska flughernum í Indlandi eru nú að leita að japönsku flotadeildinni á Bengalflóa. arnar eftir. Loftárás hefir nú verið gerð á Tincomalee, flotastöðina á norðurströnd Ceylon. Hafa engar fregnir borizt af árásinni — nema þær, að engir, menn hafi látið lífið. Þá hafa tvær japanskar flugvélar verið yfir Colombo, en þær köstuðu eng- um sprengjum. 12000 skriðdrekar tii Rnssiands? ÞAÐ hefir komið mönnum á óvart u mallan heirn, hversu geysimiklum fjölda skriðdreka Russar hafa, á að skipa. Er enginn vafi á því, að þeir hafa átt miklar varabirgð ir, en hjálpin frá Bandamönn- um mun einnig vera afar mikil. Er jafnvel álitið meðal kunn- ugra manrta í Englandi, að Bretar og Bahdaríkjamenn hafi sent Rússum um 12 þus.' skrið- dreka. Bendir margt til þess, cð þetta sé Þjóðverjum hið mesta áhyggjuefni, enda hafa Rússar enn hrundið öllum skriðdrekaárásum þyzka hers- ins. Hefja þeir sókn? George Brett, yfirforingi flugh. í Ástralíu. Dcuglas Mac Arthur yfirhershöfðingi í Ástralíu. í nótt bárust fréttir um það, að Roosevelt hefði sent mikilsverð skilaboð til Mac Arthurs. Er ekki vitað um inni- hald orðsendingarinnar, en í A-neríku er það talið vel mögu- legt, að herir Bandaríkjamanna og Ástralíumanna í Ástra- líu hefji sókn á hendur Japön ;m. Varnir landsins voru frá upphafi skipulagðar með tilliti til gagnsóknar og þar að auki virðast Japanir nú hafa ákveðið að stefna fyrst um sinn til Indlands og er því mikils um vert, að þeir hafi nóg að gera á öðrum vígstöðvum. iBdland og Indverjar. INDLANDSMÁLIN erU nú á álíra vörum og fylgjast menn hvarvetna af hinni mestu at- hygli með tilraunum Breta til að leysa þau. Sir Stafford Cripps á við margvíslega erf- iðleika að etja og mun hin mikla flokkaskipting Ind- verja vera þar mestur þránd- ur í götu. Við skulum nú at- huga þessa skiptingu dálítið nánar. ALLS MUNU Indverjar hera um 389 000 000 og er það önnur fjölmennasta þjóð heimsins. Eins . og menn munu kannast við af fréttum, er Kongressfl. stærsti fl. landsins og telur hann mest- an hluta Hindúanna, en þeir eru um 239 milljónir. Næst kemur Moslemflokkurinn, sem hefir á að skipa flestum Múhameðstrúarmönnum í landinu. Eru þeir um 77 millj. , : MISMUNURINN milli ’ Hindú-1 anna og Múhamedstrúar- manna er mjög mikill.. Þeir fyrri trúa á marga guði, þeir síðari á einn. Hjá þeim fyrri ríkir ströng og mikil stétta- skipting, en hjá þeim síðari er slíkt ékki til. Hindúar telja kúna heilagt dýr, Múhameds- trúarmenn fara eftir dauð- ann upp í hinn sjöunda him- in, þar sem dásamlegt er að vera. Samtals eru þessir tveir ólíku flokkar níu tíundu hlut- ar allrar þjóðarinnar. Á INDLANDI eru talaðar 225 mállýzkur og þótt reynt hafi verið að viðurkenna eitt mál fyrir alla þjóðina, geta aðeins örfáir talað það. Var árið 1930 talið, að það værtu 7 af hundraði, en sú tala eykst hröðum skrefum og var 1941 álitin vera komin upp í 12 af hundraði, sem gætu talað þetta sameiginlega mál. KONGRESSFLOKKURINN var stofnaður af Englend- ingnum A. O. Hume árið 1885. Var tilgangur flokksins þessi: 1) Að berjast fyrir pólitísku sjálfstæði Indverjá, 2) Að vernda indverska menningu, 3) Að vinna áð einingu Indverja. INDVERJAR hafa um langan aldur háð baráttuna við Breta af miklu kappi og beitt þar ýmsum aðferðum, en frægastar eru hinar „óvirku“m mótmselaaðgerðir þeirfa. Hafa þeir þá þúsundum safn- an setzt á torg og stræti óg teppt alla umferð. Stundum . hafá þeir mótmælt með því að kaupa ekki brezkar vörur. • ÞÓTT INDVERJAR beiti sltk- um aðferðum ög Bretar hafi oft á tíðum tekið á þeim ó- vægum höndum, er ekki svo að skilja, að illindi ein sé að finna þáma eystra. Geysilegt . menningar- og framfarastárf hefir v.erið unnið hin síðustu ár, og eiga Bretar þar ótví- ræðan hlut í máli. nna anskaga er lokift Corregidor mun verj ast áfram. Miklar tilraunir voru gerðar til að koma þangað liðstyrk* en árangurslaust. 1 '------- ITINNI HETJULEGU VÖRN Ameríkumanna og Filipps- eyinga á Bataanskaga er nú lokið. Með geysilegu ofur- efli liðs og ógrynni steypiflugvéla, skriðdreka og stórskota- liðs hefir Japönum tekizt að brjóta viðnámsþrótt þeirra á bak aftur og neyða þá, örmagna eftir stöðugar orrustur og lélegan matarkost, til að hætta vörninni. Wainwright, hershöfðingi, gaf út tilkynningu frá Fort Mills á eyvirkinu Corregidor, þar sem hann skýrði frá því, að bardögunum væri nú um það bil lokið. Sagði hann, að eftir ógurleg áhlaup hefði Japönum tekizt að brjótast í gegnum eystri hluta víglínunnar, og hefði 'þá þegar í stað verið send herdeild, sem gera skyldi gagnáhlaup, en her- mennirnir hefðu þá verið orðnir svo örmagna, að það hefði. ekki tekizt. Búizt var við, að örfáir hermenn hefðu kom- izt yfir til Corregidoreyju. , ., . Stimson, hermálaráSherra Bandaríkjanna, sagði í gær í Washington, að miklar tilraunir hefðu verið gerðar til að koma birgðum til Bataanskaga, en þær hefðu ekki tekizt vel. Sagði hann, að fyrir hvert eitt skip, sem komizt hefði þangað frá Ástralíu, hefðu tvö farizt. Skotfæri skorti aldrei á skaganum, eil nokkur matarskortur var vegna hins mikla mannfjölda, sem þangað hefði safnazt saman. Þá skýrði Stimson frá því, að hersveitir Bandaríkjanna og Filippseyinga hefðu verið um 37 þúsund, en Japanir hefðú haft að minnsta kosti 135 þúsund. Þá hefðu auk hermannanna verið á Bataanskaga 5—6 þús. iðnverkamenn frá Luzon og um 20 þús. flóttamenn. Var því ekki að furða, þótt matarskammtur væri Iítill. Auk skorts hefðu svo ýmsir sjúkdómar gert ástand- ið enn verra. n Corregidoreyja mun verjast áfram. Hafa virkin þar og menn irnir, sem í þeim eru, þegar staðist mjög harðar árásir bæði úr lofti og af ströndum Manila- flóa. H'efur þessi eyja alger- lega hindrað það, að Japanir gætu haft hin minnstu not af höfninni í Manila, sem er ein stærsta og bezta höfn þarna eystra. Bardagarnir á Bataanskaga stóðu rúma þrjá mánuði. Hörf- aði.: MacArthur út á skagann eftir að Manila féll í janúar bjó hann þar rammlega um, sig. Hann hafði aðeins örfáar flug- vélar til umráða og voru það Tomahawk orrustuflugvélar. Það var hins vegar bersýnilegt, að þær svo fáar mundu litlu fá áorkað gegn ofurefli þeirra japönsku flugvéla, sem árásir gerðu á stoðvar Ameríkumanna Var því gripið til þess að útbúa flugvélarnar svo að þær gætu borið sprengjur. Gerðu þær síðan rásir á japönsk herflutn- ingaskip og sökktu mörgum þpirra og drekktu þar: þúsund-; ,um' hermanna. Er talið, að þar háfi lokasókn Japan táfizt um laiiga- ’hríð. ... Samgönguleið sú, sem birgja játti Filippseyjar, var um eyj- arnar Midway, Wake og Guam. Fyrstu daga stríðsins tóku Jap- anir þéssar eyjar og stór lösk- uðii fjölda herskipa í Pearl Harbor. Þannig atvikaðist það, að állar fyrri áætlanir um hjálp til Filippseýja fóru út um þúf- ur. Daoir gefa stðrfé til fiugvélakaupa. NEFND frjálsra Dana gekk í gær á fund Churchills og færði honum 38 þúsund sterlingspund, sem verja á til kaupa á flugvélum fyrir þá dönsku flugmenn, sem berjast með brezka flughernum. Sagði Churchill, að sú stund, er Dan- ir skipuðu aftur sess sinn með- al hinna frjálsu þjóða Evrópu, mundi ef til vill koma fyrr en skynsamlegt væri að ætla. Þá, sagði hann, að Bandamenn, mundu aldrei hætta við þetta. stríð eða stöðva það, fyrr eni sigur væri unninn. Þegar nefndin kom af fundi Churchills, voru Danir í Lon- don komnir saman í einu af stærstu samkomuhúsum borg- arinnar. Færði formaður nefnd arinnar fundinum boðskap Churchills og var honum tek- ið af miklum fögnuði. Sagði formaðurinn, að frjálsir Danir í dönskum flugvélum væru svarið við 9. ’apríL ítölsku beitiskipi sökkt BREZKA flotamálaráðu- neytið hefir tilkynnt, að fyrir nokkru hafi ítölsku 10 þús. smál. beitiskipi verið. sökt á Miðjarðarhafi. Var það kaf- bátur, sem hitti skipið með túndurskeyti og varð rétt á eft- ir mikil sprenging í því.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.