Alþýðublaðið - 10.04.1942, Page 3

Alþýðublaðið - 10.04.1942, Page 3
Föstndagur 10. apríl 142. ALÞÝÐUBLAÐEÐ írshðtið Alþýðn- flokksfélagsus i Iðnó í kvðld. AESHÁTÍÐ Alþýðuflokks félags Reykjavíkur verður haldin í kvöld í Iðnó. Verður þetta hin ágætasta árshátíð, enda hefir vel verið vandað til hennar. Sigurður Einarsson dósent flytur ræðu, Söngfélagið Harpa syngur undir stjórn söngstjóra síns Roberts Abra- hams, þá verður upplestur, danssýning, leiksýning á ,Fyrirmyndinni“, sameigin- leg kaffidrykja og fjölda- söngur og loks dans. Aðgöngu miðar að árshátíðinni fást í dag í skrifstofu félagsins í Alþýðuhúsinu, í Alþýðubrauð gerðinni á Laugavegi 61 óg við innganginn í Iðnó frá kl. 6. Skorað er á félagsfólk að fjölmenna á árshátíðina. Mikið af aðgöngumiðum var þegar selt í gærkveldi. nnræða nin kúg- nnnarlögin á alpingi i gær fflðrð átðk milfti stjérnarliðsins og pingmanna Alftiýðufiokksins* Hver mundi verða DÓMUR almennings um mann, sem falið hefði verið op- inberlega að leysa af höndum eitthvert mikilsvarðandi hlut- verk í þágu alþjóðar, en hann hefði síðan algerlega vanrækt að gera það, sem honum bar? — Þetta hefir ríkisstjórnin gert í dýrtíðarmálimum, og það eigi aðeins einu sinni, heldur tvis- var.“ Þannig fórust Finni Jónssyni orð í ræðu við aðra umræðu gerðadómslaganna svokölluðu. Málið kom til 2. umr. í neðri deild i gær, eftir að allsherjar- nefnd hafði fjallað um það. Nefndin klofnaði, meiri hlutinn (Bergur J., Jóh. G. Möller, Garðar Þorst. og Gísli Guðm.) leggur til, að frv. verði sam- þykkt, en minni hlutinn (Finn- Happdrættið beftr grætt ■m 1,5 milljóBir krðna. Þar af hefir Háskólinn fengið um 1,380 þúsund kr. en Atvinnu- deild Háskólans um 153 þúsund. NÝLEGA er lokið við uppgjör í happdrætti Háskóla ís- lands fyrir síðastliðið ár. Kom í ljós, að hagnaður happdrættisins varð á árinu meiri en nokkuð annað ár á undan, eða um 300 þúsundir króna. Þetta stafar, bæði af jþvíað verð happdrættismiða var hækkað verulega í byrjun síðast liðins happdrættisárs, og því að sala happdrættismiða óx verulega frá því sem áður var. Eins og kunnugt er gengur j allur ágóði happdrættisins til að greiða byggingarkostnað Há- skólans. Háskólinn kostaði upp komirin, eins og kunnugt er, um 2 milljónir króna, eða tæplega það. Vitanlega koma vextir af lónum svo að upphæðin eykst nokkuð. Happdrætti Háskólans hafði um síðustu áramót starfað í 9 ár og hefir það fengið hagnað á þessum árum, sem nemur kr. 1 533 790,00, eða rumlega hálfri annarri milljón. Þetta fé renn- ur þó ekki allt til Háskólans, 10 af hundraði ganga til Atvinnu- deildarinnar, eða rúmlega 153v þúsundir króna. Nettóhagnaður happdrættis- ins, það er að segja: hagnaður þess eftir að búið er að draga frá framlagið til Atvinnudeild arinnar, hefir því á þessum 9 árum numið um kr. 1.380 þúsundum. Heildarhagnaðurinn hefir verið dálítið misjafn ár frá ári. 1934 kr. 116772,29 1935 — 210142,26 y 1936 — 158474,51 1937 1938 1939 1940 1941 ca. 141655,50 211638,00 186143,63 208963,13 300000.00 Eins og áður segir var sala happdrættismiða mest á s.l. ári. Þá seldust tæplega 85% allra happdrættismiða. En þeir eru eins og kunnugt er 25 þúsund að tölu. Það vantaði þ\ri 15% upp á að allir miðar seldust. Sala happdrættismiða er það sem af er mjög mikil í ár. Happdrætti Háskólans hefir þegar unnið mikið gagn. Það er ótrúlegt að vfð ættum nú svo glæsilegt menntasetur og Há- skólinn er, ef happdrættið hefði ekki verið. Eftir þessari útkomu hjá happdrættinu að dæma má vona, að eftir 3 ár verði búið að borga bygging- arkostnað háskólans. En vit- anlega þarf að auka tæki Há- skólans, aðbúnað hans og út- bunað. Það virðist alveg sjálf- sagt, að Háskólinn hafi fram- vegis, eins og hingað til, ágóð- ann af happdrættinu. ur Jónsson), að það verði fellt. Finnur hefir lagt fram ýtar- legt nefndarálit* sem birt hefir verið hér í blaðinu. Framsögumaður meiri hlut- ans var Bergur Jónsson. Hann kvað meiri hlutann fylgjandi þeirri stefnu, sem lýsti sér í frv. þessu. — Tillögu Finns um það, að leita umsagnar Alþýðu- sambands íslands og Vinnu- veitendafélagsins taldi Bergur aðeins til þess fallna að tefja fyrir afgreiðslu málsins. Finnur Jónsson hóf ræðu sína með því, að benda á, að meiri hlutinn hefði valið sér að framsögumanni einn af snjöllustu málflytjendum þings- ins, en einhvern áheyrenda kynni ef til vill að furða á því, hve lélegar varnir þessi mál- flytjandi bæri nú fram í þessu máli. En þetta væri engin furða, þegar litið væri á innihald frv. og sögu þess. Slíku máli hæfði heldur ekki góð vörn. Finnur kvað það algengt, að nefndir Alþingis sendi mikils- varðandi frumvörp þeim aðil- um til umsagnar, sem mest eiga undir um úrslit þeirra. Nefndi hann ýmis dæmi þessu til sönn- unar. Það hefði því síður en svo verið óeðlileg tillaga, að frv. það, sem hér lægi fyrir hefði verið sent Vinnuveitendafé- laginu og Alþ.sambándinu til umsagnar, þar sem frv. snerti beinlínis alla launþega og vinnu veitendur í landinu. En senni- lega sæist það bezt á þessari meðferð frumvarpsins, að sam- kom,ulag væri um það milli stjórnarflokkanna, að málið yrði sem minnst rannsakað á þessu þingi, svo að breytingar yrðu ekki gerðar á því. Þá rakti ræðumaður ýtarlega sögu þessa máls og dýrtíðar- málanna yfirleitt. Hann sýndi ljóslega fram á það, hversu rikisstjórnin hefði frá því hún fékk dýrtíðarlagaheimildina fyrst í jtúlí 1941 gersamlega vanrækt að spoma gegn vax- andi dýrtíð, þrátt fyrir þessar víðtæku heimildir. Engri þeirri heimild hefði stjórnin fram- fylgt, nema þeirri að innheimta 10% viðauka á tekjuskatt. — Dýrtíðin hefði síðan viðstöðu- laust haldið áfram að hækka, án þess að grunnkaupshækk- anir hefðu orðið, og væri því ómögulegt að kenna þeim um að hafa ýtt undir. Á tímaibilinu frá 1. júlí s. 1. (eða um bil, sem ríkisstjómin fékk heimildarlogin frá Alþingi til að gera ráðstafanir gegn dýrtíðinni), til ársloka, hækkaði dýrtíðin úr 57% upp í 83%, eða um 46%, en á sama tíma urðu engar grunnkaupshækk- anir. \ Ræðumaður benti á það, að ríkisstjórnin hefði tvisvar sinn- um tekið á móti þessum heim- ildum, frá Alþingi, en hefði í Baoda- ríbjamanna i dag. AMERÍKSKA setuliðið ætlar að hafa her- æfingu hér í bænum í dag. Tekur deild (Batalion) úr hernum þátt í þessari her- æfingu og fer þún fram á íþróttavellinum. Hefst hún klukkan 16.45. Hefir her- stjórnim beðið blöðin að geta þess, áð íslendingum sé boðið að horfa á þessa hersýningu. bæði skipti álgerlega brugðizt trausti þingsins. Nú reyndi stjórnin að færa það fram sem afsökun fyrir framferði sínu, að heimildarlögin hefðu verið gagnslaus. Þetta hefðu þeir þó ekki alítaf sagt, og las FizmuZ’ upp ummæli Eysteins Jónsson- ar í þingræðu um, að fram- kvæmd heimildarlaganna gæti mikil áhrif haft á heftingu dýr- tíðarinnar. Ólafur Thors hafði tekið í sama streng á sínum tíma, og þó enn dýpra í árinni. „Mikið má gera, ef vill“, hafði ráðherrann sagt þá. Af þessu er bert, að ráðherrarnir breyttu ekki samkvæmt þeirri skoðun, sem þeir létu þá skýrt í ljós, og enn síður eftir þingviljanum. Og því til sönnunar minnti ræðumaður á, að Gísli Sveins- son hefði í þingræðu undir um- ræðum málsins sagt eftirfar- andi orð: „Ég teT það líka heppilegast fyrir hæstv. ríkis- stjórn, að hún hafi í þessu máli ákveðinn þingvilja til að styðj- ast við; Ég tel einnig rétt, að stjórnin viti fullkomlega af því, að hún mun fá sinn dóm fyrir framkvæmd þessara mála“ Finnur Jónsson hafði ekki lokið nema nokkrum hluta af ræðu sinni þegar þingfundi var frestað. En gerðardómslögin eru aftur á dagskrá neðri deild- ar á morgun. Mngsðlybtnnartii- laga nm ioknn ðfengisgerziananna Lðgð áberzla á, að engar untí- anþágur séu veittar. |7 JÓRIR þingmenn, Pétur Ottesen, lngvar Pálmason, Sigurjón Á. Ólafsson og Þor- steinn Bnem flytja tillögu til þingsályktunar um áfengismál. t þingsályktunartillögu þessari er skorað á rílússtjórnina að hvika x engu frá lokun áfengis- verzlananna. Enn fremur 'skora þeir á stjórnina að láta niður falla allar tilslakanir í þessu efni, og verði iþeirri framkvæmd eigi breytt án samþykkis alþingis, meðan erlent herlið dvelst í landiriú. Þá skuli stjórnin og vinna að því við stjórnir þeirra ríkja, sem herlið hafa hér, að komið verði í veg fyrir öll vínútlát til íslendinga frá herliðinu. í greinargerðinni segir svo: „Því var mjög fagnað af öll- Frh. á 7. síðu. Téuleikar Norrœna fél. ð snnnndag. NORRÆNA FÉLAGIÐ hér í Reykjavík efnir til mik- illa tónleika fyrir félaga sína og gesti þeirra í Gamla Bíó n.k. sunnudag og hefjast þeír klukkan 1.30. Eru þetta fyrstu tónleikar sem félagið efnir til og hefir mjög verið vandað til þeirra. Fá allir félagsmenn aðgöngu- miðana ókeypis og er það mik- ill kostur að vera í Norræna félaginu. Meðlimir þess íá ó- keypis aðgang að slíkum tón- leikum og árbók félagsins fyrir árgjaldið eitt, sem nú er 10 kr. En nú eru félagar Norræna fé- lagsins um 1000 að tölu og er það meira en á öðrum Norður- urlandanna að tiltölu við fólks fjölda. Efnisskrá tónleikanna er eins og hér segir: , 1) Árni Kristjánsson og Björn Ólafsson: Samleikur á píanó og fiðlu, Grieg: Sónata í c-moll op. 45. 2) Þorsteinn H. Hannesson: Einsöngur. Frk. Guðríður Guð mundsdóttir leikur undir á pí- anó. P. E. Lange-Muller: Ser- enade. A. F. Lindblad: Far- vál. Sv. Sveinbjörnsson: Sverr- ir konungur. 3) Karlakór Reykjavíkur. Stjórnandí: Sig. Þórðarson. Kuhlau:> Yfir öllum fjöllum er ró. Riccius: De muntra musik- anter. Bj. Þorsteinsson: Kirkju hvoll. Reissiger: Ól. Tryggva- son. Wennerberg: Hör oss Svea. Fjðgnr tnndnrdnfl springa cnn að Borgarfirði eysíra. < * FJ Ö G U R tundurdufl sprungu í fyrradag í Borgarfirði, eystra, og í grend við þorpið. Ekkert slys var við þessar sprengingar, en allmiklar skemmdir urðu á húsum, bæði íbúðarhúsum og gripahúsum. Fólk er ekki í húsum nærri ströndinni í Borgarfirði eystra. Aðalfundur Norræna félagsins verður haldinn * í Oddfellow þriðjudaginn 21. apríl kl. 8,30. — Verða þar venjuleg aðalfundar- störf og dans á eftir. Félagsmenn mega taka með sér gesti. Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Hafnarfirði gengst fyrir því að námskeið verði haldið fyrir hafnfirzkar konur í hjálp í viðlögum og hefst það í kvöld kl. 9. Enn þá geta nokferar konur komizt að á nám- skeiðinu og eru þær beðnar að snúa sér til frú Jóhönnu Símon- ardóttur. Kennari námskeiðsins verður Jón Oddgeir Jónsson, full- trúi. Nýlega hafa eftirtalin félög gengið í Í.S.Í.: Leikfimifélag Mývetninga. Félagatala 30, form. Þorgrímur Starri Björgvinsson, Garði Mý- vatnssveit. XJ.M.F. Staðarhrepps. Félagatala 51, form. Jóhann Ell- ertsson, Holtsmúla. Sambandsfé- lög Í.S.Í. eru nú 121 að tölu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.