Alþýðublaðið - 10.04.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.04.1942, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Föstudagur 10. apríl 1942. íjkéWHð Útgeíandi: AJþýðuflokkurinii Eitstjóri: Stefán Fjeturssoa Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsimi við Hverfisgötu Símar ritstjómar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. AlþýSnprentsmiðjan h. f. Tilkpninpr ríkis- stjðrnarlnnar. RÍKISSTJÓRNIN hefir gefið út þrjár tilkynningar til almennings hér í höfuðstaðnum og birtust þær í blöðunum í gær. Hafa þessar tilkynningar inni að halda leiðarvísi og fyr- irmæli um það, hvernig mönn- um beri að haga sér, ef til hern- aðarlegra átaka skyldi kbma hér, svo og boðskap um það, hvaða ráðstafanir séu fyrirhug- aðar af hinu opinbera í slíku tilfelli. í sambandi við þessar- til kynningar ríkisstjórnarinnar lét annað aðalstuðningsblað hennar, Morgunblaðið, svo um mælt í gær, að hættan á því, að til hernaðarlegra átatoa kæmi hér á landi, hefði „ávallt vofað yfir, síðan annar hernaðaraðil- inn tók sér hér bólfestu, og er því ekki um neina nýja hættu að ræða." Alþýðublaðinu þykir rétt að undirstrika þessi ummæli Morgunblaðsins, því að ævin- lega, þegar slíkar tilkynningar eru gefnar út, er nokkur hætta á þyí, að þær verði af almenn- ingi teknar sem vísbending um einhverja nýja og alvarlegri hættu, en áður hafi verið vitað um. En þó að það sé ekki tilfellið, ber almenningi hér í Keýkjavík engu að síður að kynna sér til- kynningar ríkisstjórnarinnar vel og gæta allrar þeirrar var- úðar, sem þar er ráðið til. Því að hvað, sem öllum líkum um hernaðarleg átök hér á landi líð- ur, er eins og tekið var fram í blaðinu í gær, aldrei hægt að fortaka það, eins og nú er á- statt í heiminum umhverfis okkur, að ekki geti komið til á- taka eða árása einnig hér. Það er rétt og nauðsynlegt, að horf- ast í augu við þann möguleika og búa sig Undir að geta mætt honum, ef úr honum skyldi verða veruleiki. En tilkynning- ar ríkisstjórnarinnar f jalla ein- mitt um það, á hvern hátt al- mennihgi beri að búa sig undir það. • Það er augljóst, að það væri mjög takmarkað, sem hið opin- bera gæti gert almenningi til hjálpar, ef slíka hættu bæri að Jaöndum, þó að sjálfsögðu yrði reynt að aðstoða fólk við brott- flutning, fyrst og fremst barna, úr bænum og boðað sé meðal .annars, að allir bílar myndu verða teknir leigunámi í því skyni. En því meirá veltur á varúð og fyrirhyggju einstak- linganna sjalfra; og um undir- / Framtíðarmál atvinniiveg- anna til sjávar og sveita. Sampykktlr áftunda pings Mpýðii^ samb. VestQarða, sem nú er nýloUð A TTUNDA þing 'Alþýðu- -*"*¦ sambands Vestfjarða hófst á ísafirði þann 1. apríl s. 1., og sátu það um 20 full- trúar frá verkalýðsfélögun- um á Vestfjörðum. Þinginu sleit laugardaginn 4. ápríl. iÞetta voru helztu samþykktir þingsins: ASjávarútvegsmál. 1. Áttundá þing Alþýðusam- bands Vestfirðingafjórðungs lýsir mjög eindregið óánægju sinni yfir brezku samningunum, þar sem það telur hagsmuni bátasjómanna og vélbátaútgerð- arinnar hafa verið fyrir borð borna við þá samninga, til hags- bóta fyrir stórútgerðarmenn. Telur þingið nauðsynlegt, að þá er samið verður við Breta á nýj- an leik, hækki allt fiskverð um 75 % —¦ eins á hraðfrystum f iski og öðrum — og felur það þing- mönnum Alþýðuflokksins að vera á verði um hagsmuni báta- sjómanna, fiskiðhaðarins og smáútgerðarinnar í sambandi við væntanlega samninga. 2. Áttunda þing Alþýðusam- bands Vestfirðingafjórðungs lít- ur svo á, að starfsemi fiskimála- nefndar beri að efla, og að nauð- synlegt sé að veita áfram hag- kvæm lán til hraðfrystihúsa. Telur þingið, að samvinnufélög hinna vinnandi stétta um út- gerð, verkun sjávarafurða eða verzlun eigi að ganga fyrir öðr- um, á hverjum stað, um hag- kvæm lán til hraðfrystihúsa, en næst slíkum fyrirtækjum gangi félög, sem séu eign sem flestra útgerðarfélaga og einstakra út- gerðarmanna á staðnum. Þingið telur ehn -fremur, að nauðsyn- legt sé að koma.sem fyrst upp kæliskipum til útflutnings á ís- lénzkum afurðum. Þá telur þingið, að halda beri áfram með tilraunir til framleiðslu á niður soðnum sjávarafurðum, en læt- ur í ljós óánægju yfir hinum stórfelldu mistökum, sem orðið hafa á framleiðslu niðursuðu- verksmiðju S. í. F. í Reykjavík og þeirri leynd, sem verið hefir yfir rekstri þess hálfopinbera fyrirtækis. 2. Áttunda þ'ing Alþýðusam- bands Vestfirðingafjórðungs vill beina því til útgerðarfyrir- tækjanna -ó ísafirði og í ná- grenninu, að nauðsynlegt er, að komið verði sém fyrst upp verk- smiðju á ísafirði, er vinni úr síld og blautum fiskúrgangi og sé um leið nýtízku lifrarbræðsla. 4. Áttunda þing Alþýðusam- bands Vestfirðingafjórðungs skorar á stjórn síldarverksmiðja ríkisins að láta fullkomna lönd- unartæki verksmiðjanna og enn fremur koma því svo fyrir í framtíðinni, að , öll síld, sem verksmiðjurnar veita móttöku, verði vegin, en ekki mæld. 5. Áttunda þing Alþýðusam- bands Vestfirðingafjórðungs leggur áherzlu á, að nú, þegar tekjumöguleikar ríkissjóðs af stríðsgróða á braski og fiskút- flutningi eru svo miklir, að ná má milljónatekjum í s,katt af slíkum gróða, án þess að gengið sé nærri skattgreiðendum, verði Fiskveiðasjóður íslands stórum efldur, svo að hann reynist fær um að inna af hendi það hlut- verk sitt, að endurnýja og auka fiskiflotann. Þingið lítur svo á, að utflutningur á hraðfrystum fiski, niðursoðnum sjávarafurð- um og ísuðum fiski í stórum skipsförmum hljóti að verða framtíðarmál, og því beri alveg sérstaklega að leggja áherzlu á að þæta og auka vélbátaflota landsmanna, þar sem sú aukn- ing hans, sem mundi fullnægja eðlilegri atvinnuþörf lands- manna eftir styrjöldina, mundi kosta margfalt minna fé en hliðstæð aukning togaraflotans. 6. Áttunda þing Alþýðusam- bands Vestfirðingafjórðungs skorar á alþingi að leggja fyrir ríkisstjórnina, að athuga, hvort ekki sé fáanlegt norskt selveiði- skip, svo og norskur skipstjóri og skyttur, og ef svo reynist, þá láti ríkið gera skipið út á sinn kostnað á selveiðar frá Vest- fjörðum, sem eru mjög nærri hinum veiðisælu selveiðasvæð- um Norðmanna í Grænlands- ísnum. Selveiðar hafa oft verið mjög arðvæn atvinnugrein hjá Norðrnönnum, og telur þingið ekki vanzalaust af hendi okkar 'íslendinga að láta þá bjargræð- ismöguleika, sem í selveiðunum felast, vera ónotaða í framtíð- inni, svo góð sem aðstaðan er til að stunda þær —- og þá einkum frá Vestf jörðum. B. Landbúnaöarmál. Áttunda þing Alþýðusam- bands • Vestfirðingafjórðungs lítur svo á, að hinum vinnandi- stéttum bæja og þorpa beri a8» láta sig varða hag fólksins £ sveitunum og telur það miður farið, að vakin verði úlfúð milli vinnustéttanna í landinu. Þing- ið gerir sér ljóst, að nauðsyn beri til sem heilbrigðastrar verkaskiptingar í þjóðfélaginu,.- og eins og hagur bænda er kom- inn undir kaupgetu vinnustétt- anna við sjóinn, eins er velmeg- un sveitafólksins skilyrðið fyrir því, að nægileg framleiðsla sé á landbúnaðarafurðum, og að fólkið úr sveitunum þyrpist ekki um of í þorp og bæi og or- saki þar óeðlilegt framboð á- yinnuafli. ( Þingið lítur svo á, að stefna beri að því með löggjöf, að vinnuhættir og búskaparlag bændanna breytist sem mest í það horf, sem telja megi hlið- stætt við þær framfarir í fram- leiðsluháttum, sem orðið hafa í bæjum og þorpum. Þingið vill því beina eftirfar- andi til þingmanna Alþýðu— flokksins: 1. Ræktunarstyrkir hafa yfir- léitt verið miðaðir . undanfarið við stækkun hins ræktaða lands„ en þingið telur, að í stað þess beri nú fyrst um sinn einkum að leggja áherzlu á tvennt við styrkveitingar til ræktunar- mála: Hvað hið ræktaða land gefur af sér. b. Hvort það er véltækt. 2. Styrkir til áburðarhirðing- ar verði hækkaðir, enda verði það gert að skilyrði fyrir styrk- Frh. á 7. síðu. búning þeirra f jalla tilkynning- ar ríkisstjórnarinnar fyrst og fremst. Eru þar fyrirmæli um það, hvernig börn þyrftu'' að vera útbúin, ef til skyndilegs brottflutnings þeirra skyldi koma, svp og hvernig hið full- orðna fólk þarf að vera viðbúið, hvort sem það nú kysi eða yrði að vera um kyrrt í bænum, eða óskaði að kómast burt úr hon- um. Aðalatriðið er að sjáKsögðu á þessu vori eins og síðustu und- anfarin vor, að koma sem flest- um börnum út úr bænum, og er í því sambandi rétt að undir- strika, að þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin hefir fyrirhugað til brottflutnings barnanna, ættu ekki á neinn hátt að draga úr því, að fólk snéri sér til sum- ardvalarnefndar í því skyhi að koma börnum sínum fyrir í sveit, en starf hennar er eftir sem áður alveg óháð fyrirætl- unum ríkisstjórnarinnar. Um hið fullorðna fólk er hins vegar það að segja, að fyrirsjáanlega gæti af atvinnuástæðum aldrei nema takmarkaður fjöldi af því farið úr bænum. En engu að'j síður ber því 'að athuga þær I varúðarráðstafanir, sem bent er á í tilkynningum ríkisstjórnar- innar einnig því til öryggis, hvort sem það yrði um kyrrt í bænum eða ekki. Því að allur er varinn beztur. * Að endingu skal það aðeins tekið fram, að það er engin á- stæða fyrir fólk til þess að verða forviða yfir þessum til- kynningum ríkisstjornarinnar. Slík varúð er nauðsynl4g eins og nú ér ástatt, enda þótt það sé viðurkennt, að það sé engin ný hætta, sem því veldur, að ríkisstjórnin snýr sér nú til al- mennings í þessu skyni. Það eina, sem ástæða til að undrast, er þetta og vafalaust rhunu menn leggja þá spurningu fyr- ir sig: Hvernig stendur á því, að ríkisstjórnin hefst handa í þessu máli einmitt nú, og ekki fyrr en nú, til dæmis fyrir ári síðan eða jafnvel fyrr, úr því að viðurkennt er, að hættan hafi'þá verið sú sama og að uin enga nýja hættu sé nú að ræða? AÐALUMRÆÐUEFNI BLAÐANNA í gær var að sjálfsögðu hinar nýju tilkynn- ingar ríkisstjórnárinnar, og fyrirmæli um varúðarráðs^af- anir til þess að alménningur hér í Reykjavík skuli vera við búinn, ef til hernaðarlegra á- taka skyldi koma hér. Morgunblaðið skrifar: „Almenningur verður loks að gera sér Ijóst, að hér er eingöngu um varúðarráSstafanir að ræða. Það liggja engar nýjar upplýsing- ar fyrir um að meiri hætta sé nú en áður. En reynslan hefir sýnt frá öðrum löndum, að hættuleg- ast er að hugsa sem svo: „slíkt getur aldrei hent hér." Vonandi kemur aldrei til hemaðarátaka hér á jlandi. En hins vegar væri heimska að loka augunum fyrir því, að hér gæti dregið til/hern- aðarátaka. ' Þessvegna er skylda yfirvaldanna að benda almennirigi á og leiðbeina eftir fönguin." " Nýtt dagblað skrifar: „Það er í alla staði rétt og sjálf- sagt að gera sér grein fyrir hvern ig álmenningi sé bezt að haga sér ef til árása kemur á land vort. í því felst engin spásögn um að til slíkra atburða muni draga en það eru flón ein, sem ekki vilja gera sér ljóst, að á hverri stundu get- ur komið nér til hernaðaraðgeröa, og það er með öllu ástæðulaust að láta slíka atburði koma sér aS óvörum, vér. höfum haft nægam tíma til undirbúnings, og ættunx því að geta mætt því, sem að- höndum kann að bera, á skynsam- legan hátt." ( Vísir skrifar: „Þegar þess er gætt, að ísland liggur miðja vega að leiðinni frá Ameríku til Murmansk, er auð- sætt, að hvorum hernaðaraðirja er að* því níikil stoð, að hafa hér bækistöð, og hvor þeirra^ sem það hefir, getur átt von á þyí að verða sóttur hér heim, og bitna slík átök engu síður á heima þjóðihni. Það sakar því ekki, að búast við hinu versta —- hið góða skaðar ekki." j y En um fyrirmæli ríkisstjórn- arinnar segir' Vísir s^ðan: „Þótt ekki kpmi hér til átaka. er þetta sjálfsögð öryggisráðstöf- stöfun, enda hætt við að mörgum, sem heima sitja, fyndist þröng; fyrir dyrum, ef brottflutningur fólks skyldi hefjast fyrirvara- laust, og því holað niður í nær- sveitum fyrir tilstuðlan hins op- inbera. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið, og ætti fólk því a'ð gera ráðstafanir í þessu efhi nú þeg- ar." Hér hafa menn ummæli þfiggja blaða í gær. Ög segi menn svo, að blöðin séu aldrei sammála!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.