Alþýðublaðið - 10.04.1942, Síða 5

Alþýðublaðið - 10.04.1942, Síða 5
ALÞYÐUBLAÐIÐ 5 Föstudagur 10. apríl 142. i MAílGT getur skeð á langri leið, segi'r orðtækið, og á sextíu og fimm ára vegferð um Kaldadal lífsins er ekki ósenni- legt að ýmislegt beri. að hönd- um, sem efni sé í bók, ef því er gaumur gefinn. Nýlega hefir aldurhniginn alþýðumaður skil- að af höndum sér bók í tveim bindum, sem héfir að geyma flesta ,þá atburði, stóra og smáa, sem fyrir höfundinn hafa kom- ið á lífsleiðinni, en hann hefir ýmsu kynnzt um dagana, sem frásagnar er vert- Hann er fæddur í einhverri afskekkt- ustu útkjálkasveit á landinu, en hefir að lokum hafnað hér í höfuðstaðnum, eftir að hafa komið við í flestum verstöðv- um landsins og lifað þuri'abúð- arlífi í einhverjum fátæk,ustu þorpum þess. Lífið hefir ekki brosað við honum fremur en öðrum aiþýðumönn'um, og hin- um glæsilegri hliðum þess hefir hann ekki kynnzt nema þá af afspurn. -En forsjónin gæddi hann miklu þreki, sem hefir enzt honum til þessa, þrátt íyrir stinnan mótbyr um ævina og baming í margri lendingu. í æsku leit hann augvmi barna- legrar hjátrúar sjóskrímsl úti í Flatey á Skjálfanda, sá Þorgeirs/ bola í draumi, lagði af stað til Ameríku, en snéri aftur. Upp- kominn gerðist hann hinn rösk- asti hókarlamaður, hinn greið- asti beitingamaður, afburða flatningsmaður, göngugarpur hinn mesti, einkum í fjöllum, og fór yfir Einbúa á hjarni, sem fáir leika nú orðið, háði baráttu einyrkjans á niðurníddustu kot- um Skagaf jarðar, en þegar hríð- arbakki dapurra örlaga var sem svartastur lagði forsjónin hon- um líkn með þraut. Hann tók að rita smásögur og gat notið hvíldar frá áhyggjum daglegs lífs í skýjahöllum skáldskapar- ins stfihp og stund. Sá, sem línur þessar ritar, Siálfsævlsaga Theodór Friðriksson: í verwrn. Amór Sigur- jónsson gaf út. Víkings- útgáfan. minnist þess að hafa í barnæsku lesið smásagnasafn, sem hét ,,Utan frá sjó“ eftir Theódór Friðriksson, Sögur þessar voru fremur dapurlegar, ein þeirra greindi frá hjónum, sem fórust í lendingu við að bjarga bátn- um sínum í haugabrimi, önnur var um fátækan heimilisföður, sem skaut sel á jólanótt heimili sínu til bjargar. Sögur þessar munu sennilega ekki nú orðið þykja ýkja merkilegar frá bók- menntalegu sjónarmiði, en sannleikurinn er sá, að höfund- ur þeirra hefir öll sín mann- dómsár verið að berjast við að bjarga sér frá drukknun í flæð- armáli örbirgðarinnar og hefir orðið að leita heimili sínu bjarg- ar jafnt helgar nætur sem rúm- helga daga. Og einmitt um þessa baráttu er að lang mestu leyti bók hans, „í verum“, sem ný- lega er komin í bókabúðirnar. Ævisagnaritun er sérstök grein bókmennta, sem hefir fremur lítið verið iðkuð hér á landi í hlutfalli við aðrar teg- undir bókmennta, það er að segja sú ævisagnaiútun, að höf- undar hafi ritað sína eigin ævi- sögu. Einhver hin frægasta og jafnframt elzta slíkra rita hér á landi er ævisaga Jóns Indía- fara. Enn fremur má nefna ævi- sögu Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði, og ferðasaga Eiríks frá Brúnum er raunar ekki ann- að en kafli úr ævisögu. Þá hafa sum skáld vor skrifað æviminn- ingar sínar, svo sem Dægradvöl Gröndals og' Sögukaflar af sjálf- i 7 Peggy Diggins heitir hún og er leikkona frá Hollywood. Hatturinn hennar er í 'hrúrrum lit með fallega rós framaní. Slörið er aö ryðja sér til rúms aftur, eins og sést á myndinni. f VERIIM: Tbeaéérs Frlðrihssonar. um mér, eftir Matthías. Af dá- lítið öðrum toga eru spunnar ævisögur .Guðmundar G. Haga- líns, sem hann hefir ritað sam- kvæmt frásögn þeirra, sem bæk- urnar eru um, og eru jafnframt aldarfars- og þjóðháttalýsingar. Theódór skortir töluvert á frásagrtarsnilld Jóns Indíafara, ert hins vegar er frásögn hans miklu öfgalausari og trúrri. Ef til vill getur það komið fyrir hann eins og fleiri, að hann mikli atburðina fyrir sér í minn- ingunni, en hófsemin í orðalagi veldu því, að lesandinn trúir því, sem Theódór segir, enda er sannleikurinn ekki fólginn í stíl- brögðum og ritbrellum, heldur miklu fremur í einföldum og yfirlætislausum orðum. Það er þessi hófsemi í frásögn, þessi gullni meðalvegur, sem Theó- dór kann svo vel að þræða, að bók hans verður, er fram líða stundir, ágætt heimildarrit um líf og kjör íslenzkrar alþýðu við sjóinn á fyrstu áratugum þess- arar aldar. Hins vegar getur Theódór með örfáum, einföld- um pensildráttum dregið upp ljóslifandi myndir af mönnum og umhverfum, þannig að les- andanum finnist allt í einu vera orðið reimt í herberginu, eða að hann sé kominn á prammann með tröllinu Jóni Ósmann, í há- karlalegu með Sæmundi á ÍLátr- um, í fiskiróður austur á Núpa- grunn með Jóni Sörensyni, í hey vinnu frammi í afdölum Húna- vatnssýslu, feta í spor Jóns Hrólfs Bucks upp Einbúa, sé kominn í uppskipun hjá Jónasi Sveinssyni eða staddur í beit- ingakró suður í Vestmannaeyj- um og finnist nú heldur vera slæðingur í krónni. Það er nefni- lega auðfundið á frásögninni, að Theodór hefir lifað sjálfur þá atburði, er hann greinir frá', en hefir þá ekki eftir öðrum. Theo- dór hefir kynnzt fjöknörgum mönnum uro dagana, en ekki liggja honum illa orð til neins samferðamanna sinna. Það beizkasta, sem hann segir um harðdrægan kaupmann er, að hann hafi verið handfljótur að grípa hundrað krónurnar, sem Theodór greiddi honum upp í skuld sína. Theodór hefir jafnan verið gleyminn á mótgerðir, en hins vegar minnugur á allt það, sem honum var vel gert, og liggja honum vel orð til margra, einkum Sigurðar prófessors Nordals, sem studdi að því með ráðum og dáð, að höfundurinn fengi færi á að skrifa þessa bók. Þó að höfundi verði, svo sem skilj anlpgt er, tíðrætt um sam- ferðamenn sína á lífsleiðinni, gleymir hann því ekki, sem meira er um vert, en það er að lýsa lífinu. í verstöðvum þeim, sem hann hefir leitað sér vinnu í á vertíðum. Lesendunum verð- ur einna minnisstæðust lýsing hans á Iífinu í Keflavík, er hann var þar hjá Milljónafélaginu, og í Vestmannaeyjum. En auk þess var hann á vertíðum í Bolunga- vík, á Skaga, á Siglufirði, í Hrísey og víðar, svo að harm Theódór Friðriksson þekkir það, sem hann er að segja frá. Víða hefir verið ærið sukksamt í verstöðvunum, en fátt virðist hafa komið Theodóri á óvart, nema þegar hann slit- inn og gigtveikur, að því kom- inn að gefast upp í hinni hörðu baráttu fyrir lífinu, heyrði frá því sagt í útvarpinu, að hann hefði fengið fimmtán hundruð króna rithöfundarstyrk. Theo- dór setti hljóðan og hann var eitthvað undarlegur þetta kvöld. ❖ Afstaða þeirra, sem hafa haft ráð á úthlutun styrks til lista- manna og rithöfunda, til Theo- dórs, hefir verið dálítið ein- kennileg. Fimmtán hundruð króna styrkurinn þótti brátt of| rausn, og hann var fljótlega lækkaður niður í þúsund krón- ur. Það hefir því verið farið með Theodór líkt og Beintein í Króknum, að fóturinn hefir ým- ist verið skrúfaður undan hon- um eða undir hann aftur. Theo- dór hefir ritað nokkrar smá- sögur og skáldsögur um kjör þeirra, sem erfiðast eiga upp- dráttar, en slík iðja þykir ekki heppileg meðál þeirra, sem hin fjárhagslega forsjón er falin á hendur, og má nú bú- ast \ýð, eftir útkomu þeirrar bókar, sem hér hefir verið gerð að umtalsefni, að fóturinn verði skrúfaður undan Beinteini i Króknum í ói'tt skipti fyrir öll. Svo sem sjá má á ævisögu Theodórs, hefir ekki verið hlað- ið undir hann um dagana, og hefir jafnvel gengið svo langt, að klakahögg hér í höfuðstaðn- um hefir þótt honum of gott. Mesta vegtylla, sem honum hefir hlotnast, var pallgæzla á alþingi, og þó að honum hafi sem kaupamanni á Þingvöllmn hlotnast sá heiður, að fá að slá í kringum grafreit helztu merk- ismanna þjóðarinnar, er ekki talið líklegt, að hann hljóti þar legstað sjálfur. En þó að ævi Theodórs hafi verið nær óslit- inn þrældómur, virðist það næsta ósennilegt í augum þeirra sem sjá hér á götunum rúmlega hálfsjötugan mann, vasklegan á velli, þybbinn undir hönd, þreklegan um herðar, kvikan á fæti og hvassan undir brún. Karl ísfeld. Verum viðbúin því slæma, því að það góða skaðar ekkí Láfum ekki tilefnislítinn ótta skapa ringuireið. Göng- um róleg til undirbunings. Hvort er betra að vera uppi á heiðum eða heima hjá sér? EINU SINNI í FYRRA var mikið talað am það, að vel gæti komið til þess að fólk yrði að flýja úr Reykjavík. Yitanlega var ástæðunnar getið. Var þá talað um vissar Ieiðir, sem hægt væri að fara úr bænum, og voru það ekki hinar venjulegu Ieiðir. Var mikið látið út af þessu og málið rætt frá fjölda mörgum hliðum. TJm líkt leyti harst sú frétt skyndilega út um bæinn, að það hefði verið til- kynnt í Rerlín, að 30 sprengjuflug- vélar yrðu sendar til að gera loft- árás á Reykjavík. DÁLÍTIÐ AF FÓLKI var svo auðtrúa og einfalt að trúa þessari lygasögu og sama kvöldið, sem fréttin barst út, þusti margt manna úr bænum. Vai- ekki friður alla nóttina á nálægum sveitabæjum og vöktu konur með smábörn á handleggjunum fólk upp og báð- ust ásjár. Sem betur fór reyndist allt vitleysa og fólk fór næsta dag snemma heim til sín. ÞEGAR RÆTT VAR um þessi mál, skrifaði ég nokkur orð um það og sagði, að ekki myndum við vera betur komin á þjóðvegunum utan Reykjavíkur eða á heiðum uppi, húsaskjólslaus og án allrar að- hlynningar, en heima í steinhúsun- um okkar, ef til hernaðaraðgerða kæmi. NtJ VIRÐIST MÉR að verið sé að ráðslaga um þetta aftur, og ef ég þekki fólk rétt, þá mun mikið verða rætt um þetta. En ég end- urtek það, sem sagt var í fyrra: Við verðum hvergi betur komin en heima hjá okkur, jafnvel hvað sem á dynur. Reynsian um flótta- i fólkið í Frakklandi, Hollandi og Belgíu ætti að kenna okkur. Straumur fólks eftir vegunum er gott skotmark. Þúsundir manna samanþjappaðar á einum eða fleiri stöðum er tilvalið m'ark fyrir sprengjuvélar og skyttur. Húsin okkar eru góð og rammger, betri en hús í flestum öðrum löndum, að tiltölu. Vitanlega er þó lítið skjól í timburhúsunum. ÉG ER AÐEINS að segja mína meiningu. Ég læt alla aðra sjálf- ráða. En mér finnst þetta .réttasta skoðunin á málunum. Það er nú svo undarlegt, að tjón á mðnnum, sem ekki berjast, er ótrúlega lítið. Eins mun raunin verðá hér, ef barizt verður hér, sem ég tel ótrú- legt, en sem enginn getur þó sagt um með neinni vissu. Allt óðagot er mjög hættulegt, og af hálfu hins opinbera má ekkert gera til að skapa ótta. Hins vegar er rétt að vera við öllu búinn, og þáð er ekki eingöngu af hernaðarástæðum, sem ég tel nauðsynlegt að koma börmmum í sveit sem allra fyrst. Við höfum alltaf barizt fyrir því Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.