Alþýðublaðið - 14.04.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.04.1942, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ s Þriðjádagur 14. apríl 1942, % Churchill með loðhúfu Þessi myiid ér síðan Churchill var á ferðalagi sínu í Kanada um jólin. Þegar hann kom til Ottawa, setti hann upp loð- húfu, enda var mjög kalt þar í borginni. Aðstaða Sviss. i ♦ UM SVISS MÁ SEGJA að það sé milli steins og sleggju, norðan við það er Þýzka- land og sunnan Ítalía. Eina samband, sem það getur átt við lönd Bandamanna eða hlutlaus lönd, er um Vich-y- Frakkland. Mörgum verður því á að spyrja. hvort það land hljóti ekki að vera leppríki nazista vegna legu sinnar, og hvers vegna Þjóð- verjar eða Italir ekki her- taki landið. SVISS ER EKKI LEPPRÍKI. Það er að vísu all háð Þjóðverjum viðskiptalega, en Svisslendingar eru á- ákveðnir að verja land sitt, ef á það verður ráðizt. William Shirer segir í hinni frægu bók sinni, Berlin Di- ary, að ' Svisslendingar hafi haft tiltölulega flesta menn állra Evrópuþjóða undir vopnum, þegar stríðið brauzt út. Y firhershöfðingi sviss- neska hersins, Guisan, gaf eitt sinn út dagskipun til hersins, sem vel á við enn. Þar skipar hann, að herinn skuli óhlýðnast skipunum yfirvaldanna, ef þau á- kveði að verja ekki landið, og berjast eftir fyrirmælum frá herstjórninni. J>ÝZK BLÖÐ HAFA LÍKT Sviss við broddgölt. Alger- lega hlutlaust ríki, sem engum vill gera illt, en sýn- ir broddana, ef á það er ráð- izt. Svissneski herinn er um 250 þús. manns og hægt er að tvöfalda þá tölu, ef þörf krefur. Þar að auki er landið prýðilegt til vamar frá náttúrunnar hendi, há fjöll og þröng skörð. SVISSLENDINGAR hafa orð- ið að þrengja að sér mittis- ólina, síðan stríðið brauzt út. Bretar hleypa ekki í gegnum hafnbannið meiru en tveggja mánaða birgðum í einu og miklar vörur gef.a Svisslendingar alls ekki fengið. Þeir hafa því neyðzt til að gera verzlunarsamn- inga við Þjóðverja, sem þeir hefðu aldrei gert á friðar- tímum. Þá hefir ferða- mannastraumurinn til lands ins nær alveg stöðvast, og koma nú aðeins einstöku sinnum þýzkir embættis- menn í þeim erindagjörð- um að fá sér ærlega að borða, því að skömmtunin er ékki eins ströng í Sviss og í Þýzkalandi. ÞRÁTT FYRIR ALLT búast Svisslendingar ekki við því, að Þjóðverjar geri innrás í land þeirra. Það mundi vekja alheimsgremju og þar að auki sennilega ekki tak- ast hávaðalaust, því að Sviss- lendingar eru vel vígbúnir, eins og áður er sagt. A hinn bóginn er öxulríkjun- um hentugt, að Sviss sé frjálst, til að þau geti not- að Gotthard, Loetschberg og Simplon járnbrautirnar til ýmissa flutninga. Þær liggja um mestu neðanjarðargöng, sem til eru, og yrðu þau þegar í stað sprengd í lojt upp, ef ráðizt yrði inn í landið. Utnferðabann á Narvik. Djóðverjar hafa 150000 manna her í Noregi. ÆNSK blöð skýra frá því, að Þjóðverjar hafi nú lýst umferðábann á Narvik í Norð- ur-Noregi. Eru þeir nú að byggja þar mikla kafbáta- og tundurspilláhöfn, enda er lega Narvikur hentug til árása á siglingaleiðir Breta og Banda- ríkjamanna til Norður-Rúss- lands. Frá því hefir nú verið skýrt í London, að andstaða Norð- manna hafi haft þau áhrif, að Þjóðverjar hafi neyðzt til að hafa þar 150 000 manna her. Þrjú Japonsk ormstuskip og fimni flufjvélamóðurskip eru á Bengalfléa. Yfirlýsing, sem Churchill í gaf í neðri málstofunni i gærdag. CHURCHILL svaraði í gær spurningum í neðri málstofu brezka þingsins og gaf ýmsar upplýs- ingar um sjóhernaðinn á Bengalflóa. Skýrði hann frá því, að flotadeild Japana á flóanum væri mun stærri en almennt væri álitið, og væru í henni 3 orrustuskip, 5 flugvélamóðurskip, fjöldi beitiskipa og margir tund- urspillar. Þá skýrði hann enn fremur frá því, að Som- merville áðmíráll hefði verið skipaður yfirmaður land- hers, flughers og flota Breta á eynni Ceylon. Var hann áður flotaforingi í vestanverðu Miðjarðarhafi og gat sér þá frægð fyrir mörg afrek, m. a. árásina á Genova og eyðileggingu Bismarks, sem hann átti mikinn þátt í. . Churchill kvaðst ekki geta sagt um það enn, hvort gefin yrði út hvít bók um Indlandsmálin, en e. t. v. mundi Sir Stafford Cripps gefa yfirlýsingu á lokuðum þingfundi, þegar hann kemur til Englands. Þá talaði hann allýtarlega um orrusturnar á Bengalflóa. Það var 7. apríl, að sást til jap- önsku flotadeildarinnar og voru þau skip í henni, sem áður gat um. Gerðu flugvélar síðan miklar árásir á Ceylon, eins og kunnugt er orðið, og gerðu mikinn skaða á skipum og mannvirkjum. Næstum allar flugvélar Japana voru skotnar niður, en Bretar misstu einnig nokkrar vélar. Þegar hin mikla árás var gerð á Trincomalee, gerðu brezkar tundurskeyta- flugvélar árás á japanska flot- ann. Japanskar orrustuflugvél- ar hófu sig til flugs og lögðu til orrustu, sem endaði með því að allar brezku flugvélarnar voru annaðhvort skotnar niður eða alvarlega skemmdar. Ekki er vitað um, hvert tjón varð á japönsku skipunum í árás þess- ari. Churchill kvaðst engar upp- lýsingar gefa um herstyrk þann, sem Bretar hafa nú á Ceylon, en hann kvaðst bera hið mesta traust til hins nýja yfirforingja á eynni, enda hefði hann mikla reynslu frá Mið- jarðarhafinu. Um flugvélavernd fyrir kaupskip sagði Churchill, að hana hefði ekki verið hægt að veita næga alls staðar, en á mörgum stöðum hefði verið þörf. T. d. hefði ekki verið hægt að draga úr flugvélavernd skipalestanna. Að lokum skýrði Churchill frá því, að Louis Mountblatten lávarður hefði um alllangt skeið verið yfirmaður állra sameigin- legra aðgerða landhersins, flug- hersins og flotans og hefði hann haft yfirstjóm árásanna á Nor- eg og St. Nazaire. í samræmi við þessa stöðu sína hefir Mountblatten verið fengin tign flotaforingja, herforingja og flugforingja. Moyntblatten lávarður er náfrændi Georgs Bretakonungs og hefir hann getið sér mikla frægð í brezka flotanum. Var hann fyrst skipstjóri á tundur- spillum, m. a. Kelly, sem sökkt var við Krit. Mðrg gísl sfcotin i Frabklandi. FIMM GÍSL hafa verið skot- in í París fyrir árásir, sem gerðar voru á þýzkan varðmann. Hefir foringi þýzka setuliðsins í borginni hótað að láta skjóta fleiri, ef slíkar árásir komi fyrir aftur. Þá hafa nokkur gísl ver- ið skotin í Belgíu, og var það fyrir skemmdarverk á járn- brautarlínum. — Þrír franskir verkamenn hafa og verið skotn- ir fyrir „léleg vinnubrögð“, þ. e. þeir þóttu ekki nógu viljugir við vinnuna fyrir nazistana. Ritstjóri einn í París, sem er einn af Quislingum Frakka, skrifaði nýlega í blað sitt, að það verði að stöðva verk svik- ara og illræðismanna, sem gerðu árásir á þýzka hermenn! Þá sagði hann, að Frakkland ætti þann eina kost, að hefja samvinnu við Þjóðverja, því að ella neyddust þeir til að beita valdi. \ Lottárásir allt írá Ruhr til NorAur-Ítalíu. BREZKl loftherinn hefir undanfarin dægur haft sig mjög í frammi og gert loftárásir á iðnhéruð Þýzkálands, flug- velli og hafnir Frakklands og Belgíu og borgir á Norður-ítál- íu. Þá fóru orrustuflugvélar í gærdag yfir sundið og háðu þar bardaga við þýzkar orrustuflug vélar, sem láta nú æ meir á sér bera yfir Vestur-Evrópu. Það voru Whitley sprengju- flugvélar, sem gerðu árásimar á borgir á Norður-Ítalíu. Hrepptu þær frekar óhagstætt veður, en komust þó á ákvörð- unarstaðinn og köstuðu sprengj um sínum. Þær komu allar aft- ur. Síðast voru gerðar loftárásir á þessar slóðir í september og varð þá Genova fyrir þeim. vildi allt eða efckert Stafford Gripps áleið til finglands. SIR STAFFORD CRIPPS er nú á leiðinni til Eng- lands frá Indlandi. Talaði hann við blaðamenn í gær, sagði m. a. að hann hefði alls ekki misst tróna á því, að Indverjar mundu sameinast um sjálfsstjóm. Sagði hann, að Kongressflokk urinn hefði viljað allt eða ekk- ert. Hann hefði allt og því ekki fengið neitt! Þegar Sir Stafford var spurð- ur að því, hvort það væri mögu- legt, að indversku leiðtogamir stæðu í sambandi við Japani, svaraði hann: „Slík fjarstæða hefir mér aldrei komið til hug- ar. Indversku leiðtogamir standa í engu sambandi við á- rásamennina." Kanadamenn nota þýzkan kafbát. INN af kafbátum þeim, sem Bandamenn hafa náð óskemmdum á sitt vald, er nú kominn út á hafið aftur, en að þessu sinni er hann ekki að leita að skipum Bandamanna, heldur skipum öxulríkjanna. Kanadisk áhöfn hefir tekið við kafbátnum og er þegar farin í víking. Kafbátur þessi gafst upp fyrir Bandamönnum, en ekki hefir verið sagt frá þvx, hvar eða hvenær það var. Yæri gaman að vita, hvort það er sá sami, sem gafst upp fyrir flug- vél skammt frá ströndum ís- Iands. Norðmenn fluttir i fangelsi í Dýzkaiandi EÐAL þeirra 50 Norð- manna, sem hafa verið fluttir úr fangelsum í Noregi til Þýzkalands, eru margir víð- frægir mermtamenn og verka- lýðsleiðtogar. Má þar á meðal nefna þá Seip prófessor, sem var rektor háskólans í Oslo, Einar Gíerhardsson, sem var rit- ari Alþýðuflokksins norska, og Arnulf Överland, skáld. Öll fangelsi í Noregi eru nú yfirfull og er aðbúnaður í þeim hirrn hörmulegasti. Er Norð- mönnunum troðið í litla klefa mörgum saman og þar að auki gæta þeirra fangaverðir, sem beita þá margs konar pynding- um. Þórarúra Guðnason læknir flytur erindi í kvöld í út- varpið og er það annað erindi hana í erindaflokkinum: Úr sögu lækn- isfræðinnar. Nefnir hann það: Landafundir í likama mannsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.