Alþýðublaðið - 14.04.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.04.1942, Blaðsíða 4
fUfri|$nbUM5 Útsefaodi: Alþýfftxflokkuriun Bttstjóri: Sfefátt Pjetarsson Bitstjórn og afgreiðsla í Al- þýSuhúsinu vlð Hverfisgötu Slxnar ritstjórnar: 4901 og 4962 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Vei® f lausasölu 25 aura. Aiþýðnprentsmiðjan h. f. Insuœðiseklao og afnán tolls ð bygi- ingarefni. Ðraugur húsnæðis- EKÍLUNNAR hefir gengið svo nærri reykvíksku almúga- fólki undanfarin misseri, að óþarft mun að lýsa húsnæðis- vandræðum nánar fyrir því. Fjöldi fólks býr í óviðunandi þrengslum við margs konar ó- hagræði, og afarmargir eiga sér _enga von húsaskjóls fyrir sig og sína. Hirðuleysi og soíandaháttur hins opinbera um húsnæðis- mál almennings hefir verið og er óafsakanlegur. íhaldsmeiri- hlutinn í bæjarstjórn Reykja- víkur hefir aldrei fengizt til að hreyfa legg né lið til úrbóta í þessum málum, fyr en í ógöng- ur var komið, og þá á nánasar- legan og ófullnægjandi hátt. Þörfin fjrrir betra og meira hús- næði og auknar húsabyggingar befir aldrei verið meiri en nú. En örðugleikar við húsa- byggingar eru líka miklir. Efni til húsagerðar er afardýrt og byggingarkostnaður mjög mik- ill. Það eru því varla nema vel efnum búnir menn, sem lagt geta út í þau stórræði að reisa sér þak yfir höfuðið. En hinn bái byggingarkostnaður veldur því, * að í þeim húsum, sem reist eru, þrátt fyrir allt, er húsaleiga geysilega há. Þess er því brýn nauðsyn að dregið verði, svo sem verða má, úr byggingarkostnaði íbúðar- húsa. En á því háa alþingi virð- ist því miður ríkja sama skiln- ingsleysið á húsnæðisvandræð- um almennings og ríkt hefir í bæjarstjórn Reykavíkur. íhalas- flokkarnir, sem standa að ríkis- stjórninni, hafa öðrum hnöpp- um að hneppa, en að hugsa um það, hvort alþýðufólk stendur vegalaust á götunni eða ekki. Þeir eru önnum kafnir við að semja og samþykkja kúgunar- lög 4 þetta sama fólk, svo að það beri minna úr býtum fyrir vinnu sína en efni standa íil, og hafi því minna fé handa mílli til þess að geta búið í viðun- andi húsakynnum. Aðeins einn stjómmálaflokkur virðist muna kjör þessa fólks. Alþýðuflokksþmgmennirnir Erlendur Þorsteinsson og Sigur- jón Á. Ólafsson bera fram merkilegt frumvarp um tolla- lækkanir á ýmsurn vörutegund- um. Hefír frv. þessu verið lýst hér í blaðinu. Eitt veigamesta atriði í írumvarpinu er um af- nám tolla á byggingavörum, og ALÞVÐUBLAÐiÐ Þriðjudagur 14. apríl 1942. Jón Blöndal: Alþýðuflokkurinn og skatt- lagning striðsgróðans. EYSTEINN JÓNSSON við- skiptaráðherra hefir ný- lega ritað grein um skattamál- in, þar sem hann m. a. gerir nokkra grein fyrir hinum nýju skattafrumvörpum, sem hann og Ólafur Thors hafa komið sér saman um og nú loks hafa verið lögð fyrir þingið eftir 7 vikna biðtíma. Það er eins og ráð- herrann, sem eitt sinn var tal- inn með frjálslyndari mönnum Framéóknarflokksins, kunni ekki almennilega við sig í því sálufélagi, sem hann hefir verið í upp á síðkastið. Er eins og hon- um finnist þessi stefnubreyting frá frjálslyndi til afturhalds þurfa einhverra skýringa við. Eins og í umræðunum um gerð- ardómslögin er E. J. í grein þess- ari mjö úrillur í garð Alþýðu- flokksins. Þegar ráðherrann er að afsaka samvinnu við Sjálf- stæðisflokkinn í skattamálunum þá verða orð hans varla skilin á annan veg en þann, að þessi samvinna við Ólaf Thors hafi verið nauðsýnleg til þess að stríðsgróðinn yrði skattlagður svo um munaði, þar sem Al- þýðuflokknum hafi ekki verið treystandi til þess að skattleggja stríðsgróðann nægilega, ef hann hefði mátt ráða. M. ö. o. Al- þýðuflokkurinn á að vera orð- inn svo íhaldsamur í skattamál- unum að það sé nauðsynlegt fyrir Eystein Jónsson að leita samvinnu við Ólaf Thars til þess að tryggja róttæka skatt- lagningu stríðsgróðans! Trúi nú hver sem vill þessari skýr- ingu E. J.! En hún sýnir í hvaða dauðans vandræðum Eysteinn Jónsson er, þegar hann ætlar sér að sanna lesendum Tímans að hahn sé enn hinn ,,róttæki“ mótstöðumaður auðvalds og stríðsgróðamanna, sem hann þóttist eitt sinn vera. Það var þó ekki tilætlunin að ræða snúning E. J. í þessum eða öðrum málum, en ásakanir hans í garð Alþýðuflokksins fyrir að vilja hlífa stríðsgróð- anum við skattlagningu og fyrir að hafa engar tillögur haft fram að leggja í skattamálunum, 'gefa tilefni til þess að stefna og tillögur Alþýðuflokksins í þess- um málum sé rifjuð upp í sam- hengi með nokkrum orðum. II. 1) Alþýðuflokkurinn hefir jafnan lagt á það mikla áherzlu að hindrað yrði að óhóflegur stríðsgróði myndaðist í höndum einstakra manna, m. a. vegna þess að ef stríðsgróðinn á ann- að borð væri til orðinn hlyti hann að verða valdandi verð- bólgu og fjárbralli, hvað sem liði tilraunum til þess að skatt- leggja hann eftir á. Þessari hlið málsins hafa núverandi stjóm- arflokkar aldrei fengizt til þess að gefa neinn gaum. Þegar sumarið og haustið 1940 birtust margár greinar í Alþýðublaðinu um nauðsyn þess að leggja hátt útflutnings- gjald á hina gífurlega háu ís- fisksselu. Á Alþýðusambands- þinginu 1940 var þessi krafa áréttuð, og hún hefir verið endurtekin í frumvörpum Al- þýðuflokksins um dýrtíðarráð- stafanir á þessu og síðasta þingi. Þrátt fyrir þá heimild sem loks fékkst tekin upp í lögin um dýr- tíðarráðstafanir, hefir enn ekk- ert útflutningsgjald verið inn- heimt. 2) í Alþýðublaðinu hefir altaf öðru hverju síðan haustið 1940, verið bent á nauðsyn þess að hækka gengi íslénzku krónunn- ar, þegar hægt væri vegna í- hlutunar Breta. Þetta kemur að vísu ekki beint við skattlagn- ingu stríðsgróðans, en óbeint mundi gengishækkun takmarka myndun stríðsgróðans mjög verulega og næði að því Ieyti sama marki og stríðsgróðaskatt- ur, en er auðvitað bæði örugg- ari og einfaldari aðferð. Enda þótt E. J. hafi áður talað um nauðsyn þess að hækka gengið, þá hefir það komið skýrt í ljós, eftir að hægt var að frarðkvæma það, að hann er gengishækkun t beinlínis fjandsamlegur eins og Ólafur Thors. 3) ísambandi við gengis- hækkunarfrumvarpið hefir Al- þýðuflokkurinn lagt fram til- lögur um sérstakau stríðsgróða- skatt af eignaaukningu stór- eignamanna, sem áætlað er áð myndi gefa ríkissjóði í tekjur ekki minna en 8—10 millj. kr. Til samanburðar má geta þess að í hinu nýja skattafrumvarpi stjórnarflokkanna, er gert ráð fyrir að eignaskatturinn á aðal- stríðsgróðamönnum, eigendum hlutabréfa í stríðsgróðafyrir- tækjunum, verði lækkaður mjög verulega. 4) Auk þessara tillagna, sem snerta stríðsgróðann, hefir Al- þýðuflokkurinn lagt fram til- lögur á alþingi um stórkostleg- ar tollalækkanir á nauðsynja- er það augljóst, að nái það að verða að lögum, er leiðin greið- ari til aukinna byggingafram- kvæmda. Margir einstaklingar hafa bætt fjárhag sinn allverulega á tmdanförmun veltiárum, og mun marga fýsa að tryggja framtíð sína með því að reisa sér hús eða leigja sér að minnsta vörum. Leggur hann til að toll- ar verði afnumdir á kornvöru, kaffi og sykri, skófatnaði, á- vöxtum, byggingarvörum og járni til iðnaðar, lyfjum og ýms- um öðrum vörum, auk þess sem lagt er til að hætt verði að krefja tolla af stríðsfarmgjöld- um. 5) Milliþinganefnd í skatta- og tollamálum samdi á sínum tíma frumvarp um innheimtu tekju og eignaskatts af vaxtafé. Rannsókn hafði sýnt að mjög miklum hluta verðbréfa og ann- ars vaxtafjár hefir verið skotið undan skatti. Nú hafa verið gef- ið út mjög mikið af innlendum verðbréfum og hefir talsverður hluti stríðsgróðans verið festur í þeim. Fymefnt frumvarp hefir verið borið fram nokkrum sinn- um á alþingi. Síðast báru þeir Haraldur Guðmundsson og Skúli Guðmundsson fram frv. í þeirri mynd, að það átti ein- ungis að ná til verðbréfanna, enda eru sparifjárvextir nú mjög lágir. Frumvarp þetta hef- ir ætíð notið óskipts stuðnings Alþýðuflokksins, en jafnan strandað á mótspymu þing- manna úr núverandi stjómar- flokkum. HI. E. J. minnir á það að Al- þýðuflokkurinn hafi staðið að lausn skattamálanna í fyrra og gefur í skyn að Framsóknar- flokkurinn hafi þá viljað ganga lengra í þá átt að skattleggja stíðsgróðann heldur en Alþýðu- flokkurinn, m. a. með því að taka upp þá reglu að hætta að draga frá skatta og útsvör. Nú er sannleikurinn sá, að ef þessi regla hefði verið tekin upp í fyrra og tillögur Fram- sóknar samþykktar þá, hefði stríðsgróðanum verið hlíft stór- kostlega miðað við það, sem ofan á varð. Ástæðan er sú að stríðsgróðafyrirtækin voru skatt- og útsvarsfrjáls árið 1939 og fengu því engan frádrátt fyrir árið 1940. í öðru lagí gleymir E. J. að geta þess að allt samningaþófið um skatta- málin í fyrra, sem stóð mánuð- um saman, stafaði af því að Alþýðuflokkurii^n vildi skatt- leggja stríðsgróðaim mun meira en hinir flokkarnir. Alþýðu- flokkurinn greiddi og atkvæði gegn hinmn svokallaða tapsfrá- drætti, sem hinir flokkarnir samþykktu. En auk þess sömdu. núverandi stjórnarflokkar um að hlífa stórútgerðinni í Reykja- vík við útsvarsálagninguna,. eins og menn kannast við. (Frh. á 6. síðu.) Jtfföo kosti viðunandi íbúð. Það er ó- víst, að miklu greiðara verði um aðdrætti byggingarefnis eftir stríðið en nú er. Umhyggju þingmanna fyrir almenningshag má vel marka á því, hversu þeir taka þessum tillögum Alþýðuflokksþing- mannanna tveggja í efri deild. TÍMINN slær því föstu enn . einu sinni í ritstjórnar- grein s.l. sunnudag, að frá sjónarmiði Framsóknarflokks- ins sé það orðið óhjákvæmi- legt, að kosningar til alþingis fari fram í vor. Tíminn skrifar meðal annars: „Nú er þessum málum .... þannig komið, að Alþýðuflokkur- inn krefst eindregið þingkosninga og hyggst að nota það sem helzta áróðursefnið gegn núverandi stjómarflokkum, ef þeir láta kosningafresti^nina vara áfram. Kosningafrestunin væri þá orðin eitt helzta ófriðarefnið í landinu í stað þess, að henni var ætlað að skapa frið og samheldni .... Ein aðalstoð kosningafrestunar- innar er því úr sögunni. Þess vegna telur Framsóknarflokkux- inn ekki fært að fresta kosning- um lengur, þrátt fyrir þá ann- marka, sem eru á kosningum nú.“ Þannig farast Tímanum orð á sunnudaginn. Það er einn Jobspósturinn enn fyrir þá, sem hafa gert sér von um það, að geta lafað áfram við völd — lifað áfram í paradís stríðs- gróðans á kostnað launastétt- anna, sem bannað er að berj- ast fyrir því að bæta kjör sín, og haldið niðri öllum kröfum þjóðarinnar um fjárhagslegt og stjómarfarslegt réttlæti, í skjóli áframhaldandi frestun- ar á kosningum til alþingis. % En þó að Tíminn hafi þann- ig að því er virðist tekið af öll tvímæli um afstöðu Fram- sóknarflokksins til áframhald- andi kosningafrestunar, heldur formaður Framsóknarflokksins — Jónas frá Hriflu — áfram harmagráti sínum yfir þeirri vendingu, sem rás viðburð- anna hefir nú tekið, og má hjá honum ekki í milli sjá, hvort. meira er harmað, að til kosn- inga shuli nú draga, eða að samfara þeim skuli mjög senní lega fara fram breyting á stjórnarskrá landsins, 'sem tryggir kjósendum nokkurn- veginn jafnrétti til áhrifa á þing og stjórn. Jónas skrifar í Tímann (einnig á sunnudag- inn!): „Ábyrgðarlausir menn í á- byrgðarlausum flokk bafa borið fram frumvarp um nýja stjóm- arskrá. .... Þeir hafa . . hugsað sér að gerá fleyg milli núverandi. stjómarflokka í því skyni að geta komið á stjórnleysi í land- inu. Sjálfstæðismenn eiga völina og kvölina. Þeim er boðin tálbeita og tálgröf. Ef kommúnistar, Alþýðuflokk- urinn og Sjálfstæðismenn halda saman um að gera stjómarskrár- breytingu, með tvennum kosning- um í tvíhersettu landi, virðist röð atburðanna verða á þessa leið: 1. Núverandi stjóm fellur, og með henni allar skynsamlegar til- raunir tii að standa á móti dýr- tíðinni og verðfalli peningamia. 2. Sjálfstæðismenn reyna að mynda þingræðisstjórn en geta það ekki, því að hinir nýju banda (Frh. á 6. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.