Alþýðublaðið - 14.04.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 14.04.1942, Blaðsíða 7
Þriðjudbagnr 14. apríl 1942. i rinn í dag. s Næturlæknix er tílfar Þórðar- son, Sólvallagötu 18, síini 4411, Næturvörður er í lyfjabúðinni Iðunni. ÚTVARPIÐ: 20,30 Erindi: Úr sögu læknisfræð- innar II: Landafundir í lík- ama mannsins (Þórarinn Guðnason læknir). 20,55 Tónleikar Tónlistarskólans (dr. Edelstein: celló og dr. Urbantschitsch: píanó): Són ata í g-moll fyrir celló og píanó eftir Chopin. 21,20 Hljómplötur: Symfónía í f- moll eftir Vaughan Willi- ams. Sýningn Jóns Þorleifssonar að Blátúni var lokið í fyrradag. Um 600 manns sóttu sýninguna og yfir tuttugu málverk seldust. Umferðaslys. Um hádegið í gær vildi það slys til, að 11 ára telpa, Ásthildur Guð- mundsdóttir, Hörpugötu 23, varð fyrir brezkri herbifreið og slasað- ist. Vildi það til með þeim hætti, að hún var að fara út úr strætis- vagni á Reykjavíkurvegi hjá Fossagötu. Hljóp hún þvert yfir götuna fyrir aftan strætisvagninn, en þá kom brezk herbifreið úr gagnstæðri átt og lenti telpan und•• ir henni og var tekin upp með- vitundarlaus fyrir aftan hana. Mun hún hafa lent milli hjólanna, en fékk þó heilahristing og áverka. Slökkviliðið var í fyrrakvöld kvatt að ben- sínstöð Shell við Vesturgötu. Höfðu menn verið þar að setja bensín á mótorhjól, en mótorinn Var svo heitur að kviknaði í ben- síninu. Búið var að slökkva þegar slökkviliðið kom. Ægir, 2.—3. bláð þessa árgangs er ný- komið út. Efni: Jöfnunarsjóður aflahluta, Rauðaskemmdir í salt- fiski, Þrjá menn tekur út, Matthías Ólafsson fyrrum alþingismaður, Farið sparlega með olíuna, Sigurð- ur Jónssón, Þórarinsstöðum, Slys- farir í Vestmannaeyjum, Griða- staðir sjómanna, Frá Fiskiþinginu, Sölumiðstoð hraðfrystihúsa o. fl. IWbiiattleibsinóti S.I.B.S. iokið. Menntashólinn sigraði i 1 íl. Handknattleiks- MÓTI Sambands bind- indisfélaga í skólum lauk á annan páskadag. Sex skólar tóku þátt í mótinu, og var það mjög f jörugt og skemmti- legt. Úrslit urðu sem hér segir: í A-flokki karla sigraði Mennta skólinn og hlaut 6 stig 2. Háskólinn 4 — 3. Verzlunarskólinn 2 — 4. Kennaráskólinn 0 — í B-fl. karla sigraði Verzlunar- skólinh og hlaut 6 stig 2. Menntaskólinn 4 — 3. Samvinnuskólinn 2 4.. Gagnfræðask. Reykv. 0 — í .B-fl. kvenna voru tveir þátttakendur. Gagnfræðaskóli Keykvíkinga og Verzlunarskól- inn, og sigraði sá fyrr nefndi, líka sig'raði hann í fyrra. Þetta er í fimmta' sinn, sem slíkt möt:ifer fram á vegum S.Í.B.S.. : Vann Háskólinn i fyrstu : fjögur skiptin og þar með fyrsta verðlaunagrip sam- bandsins. Engin óvenjuleg innkanp fóiks á nauðspinm. áskornn rikisstjórnarinn ar virðist ekki hafa borið árangur. i ALMENNINGUK virðist ekki ætla að fara eftir ráðleggingum og áskorunum ríkisstjómarinnar um að kaupa sem mest út á skömmt- unarseðla sína nú þegar. Rík- isstjórnin gaf þessar áskoran- ir sínar til almennings út fyr- ir tæpri viku, og enn hefir ekki orðið vart við það í mat- vöruverzlunum bæjarins, að fólk tæki út skömmtunarvör- ur frekar venju, rétt eftir að skömmtunarseðlum hefir verið úthlutað. Spurði Alþýðublaðið nokkrar matvöruverzlanir um það í gærkveldi, hvort fólk tæki ó- venjumikið út af skömmtunar- vörum og fékk alls staðar það svar, að svo væri ekki. Ýmsir bjuggust við því að til- kynningar ríkisstjórnarinnar til almennings um það, hvernig honum bæri að haga sér, ef til óvæntra tíðinda drægi hér á landi, myndu skapa ótta og kvíða, en þetta virðist, því betur, heldur ekki hafa orðið tilfellið. Það er ákaflega lítið talað um áskoranir ríkisstjórn- arinnar. Það er ekki nema gott eitt um það að segja, að almenning- ur hefir tekið áskorunum og tilkynningum ríkisstjórnarinnar með mikilli ró, en hitt er annað mál, að það er fyrir allra hluta sakir æskilegt að fólk kaupi nú þegar út á skömmtunarseðla sína. Ef til átaka kæmi hér, sem virðist vera ótrúlegt, en enginn getur þó sagt um með nokkurri vissu, væri mjög gott ef heim- ilin væru birg um nokkurn tíma. Það er vitað, að matvæla- birgðir hlaðast nú nokkuð upp hér í bænum og að mikil vand- ræði eru nú að verða um geymslurúm.' Sagt er að mat- vælabirgðir séu nú í einu stór- hýsi hér í bænum fyrir margar milljónir króna. Það er því rétt'af fólki að draga að sér birgðir til að rýma húsnæði í vörugeymsluhúsun- um. Það er líka rétt fyrir fólk að fara eftir þeirri ráðleggingu ríkisstjórnarinnar, að hafa fatn- að til og nokkúrn fulllagaðan mat til að geta gripið til. Allur er varinn góður, þó að fæst af okkur trúum þvi að til nokk- urra stórra viðburða dragi hér. Undirritaður óskar að ger- ast áskrifandi að Helgafelli. Nafn: ................... . Heimili ..................... Sendum gegn ‘þóstlcröfu um állt land'. ALÞÝÐUBLAÐIÐ » fiarnalelkvelUniir. I Framhald af 2. síðu. máli. Það er líka vist að áhugi fyrir þessum málum hefir verið nauða lítill hjá stjómarvöldum bæjarins. Að sjálfsögðu hefir Sumargjöf ekki yfir fé að ráða til þess að útbúa leikvellina á sómasamlegan hátt eða að reka þá, enda er það hlutverk Reykjavíkurbæjar eins og ann- arra jafn stórra bæjarfélaga, að sjá um þessi mál. Það er því eðlilegt að Sumargjöf geri það að skilyrði sínu fyrir því að fé- lagið taki þettá starf að sér að bærinn greiði kostnaðinn. Hins vegar væri ekki nema eðlilegt að stjórnarvöld bæjarins vildu hafa éinhverja hönd í bagga með kostnaðinum og er þess að vænta, að samkomulag geti náðst um þetta atriði milli fé- lagsins og bæjaryfirvaldanna. En bæjarbúar munu allir óska þess eindregið, að Sumargjöf taki þetta í sínar hendur. Á aðalfundi Sumargjafar var lögð fram skýrsla stjórnarinnar og reikningar. Tveir menn áttu að ganga úr stjórninni: Arn- grímur Kristjánsson skólastjóri og Gísli, Jónasson yfirkennari. Arngrímur var endurkosinn, en Gísli baðst undan endurkosn- ingu. Var kosinn í hans stað Jónas Jósteinsson kennari. Stjórn félagsins skipa því nú: ísak Jónsson kennari, Árni Sig- urðsson prestur, Bjamdís Bjarnadóttir frú, Magnús Stef- ánsson umsjónarmaður, Arn- grímur Kristjánsson skóla- stjóri, Ragnheiður Pétursdóttir frú og Jónas Jósteinsson1 kenn- ari. Stjórnin hefir enn ekki skipt með sér verkum. MERKISMENN LÁTNIR (Frh. af 2. síðu.) fyrstu járnvöruverzlun, er Knud Zimsen stofnaði. Árið 1907 stofnaði Kjartan síðan verzlunina „Helgi Magnússon & Co.“ ásamt Knud Zimsen og Helga Magnússyni og var með- stjórnandi hennar til dauða- dags. Lögreglan leiðbeinir vegiarendnm. Manðsyilegt að pefr lærí amferðamenDingH. LÖGREGLAN er í herferð gegn gangandi vegfarend- um. Hún hefir stjórnað bílaum- ferðinni um langan tíma und- anfarið og orðið mikið ágengt. Hins vegar hafa gangandi veg- farendur reynzt ákaflega óþæg- ir. Þeir hafa ekki farið eftir neinum settum reglum, heldur vaðið beint af augum fyrir bíl- ana, yfir þverar göturnar og ekkert skeytt um það þó að af því hlytist hættuleg truflun. Lögreglan er nú að gera nýj- ar tilraunir til að kenna fólki götusiði. Það er gert því sjálfu Vinsamlegast frá höfundi \ og aðrar sögur, heitir nýútkom- in bók eftir Henrik Thorlacius. Höfundur þessi hefir áður gefið út skáldsöguna Kynslóðir koma. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför GUÐFINNU ÞORVARÐARDÓTTUR frá Hækingsdal. ASstandendur. nir hr. Valdimars Þorvarðssonar, Hnifsdal, eru til sölu. — Það, sem selja á, er:Fremri-Hnífsdalur með húsum. Heimabær með húsum. Fiskhús, þurkhús, sölubúð, reykhús, fiskhjallar, lóðir, fiskverkunaráhöld m. m.—Tilboð í eignimar sendist hrm. Garðari Þorsteinssyni, Vonarstræti 10, fyrir 20. þ. m. —Réttur er áskilinn til að hafna öllum tilboðum. SIGLINGAR milli Bretlands og íslands halda áfram eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynn- ingar um vörusendingar sendist CulUford & Clark Ltd. BKADLEYS CHAMBERS, LONDON STKEET, FLEETWOOD. FÆREYJAR Frh. af 2. síðu. skip, hafnarmannvirki og olíu- geymslur. En komið hefir fyrir að sprengjum hefir verið varp- að að sveitabæjum, og jafnvel skotið á fólk af vélbyssum. En nú virðist, eins og ég sagði áð- an, hafa dregið úr þessari loft- árásahættu.“ — Hefir manntjón orðið í þessum loftárásum? „Nei, svo lánlega hefir alltaf til tekizt, að skeytin hafa aldrei orðið fólki að bana. Tjón á í- búðarhúsum hefir líka orðið furðulítið, nema hvað gluggar hafa brotnað o. s. frv. Miklu meiri hætta virðist stafa af tundurduflunum, sem rekur að .landi og springa hvarvetna á ströndum eyjanna. Einkenni- legt er það, að einstöku sinnum hefir það komið fyrir, að spréngjur, sem fallið hafa úr þýzkum flugvélum, hafa ekki sprungið. Ég vissi til þess, að sprengja hæfði skip og fór í gegnum þilfarið, en hún sprakk ekki. Ég skal ekkert segja um', hvert innihald er í slíkum sprengjum.“ 1 Skipstjórinn segir, að sam- komulag Færeyinga og brezka setpliðsins sé gott. Én mestar áhyggjur hafa Færeýíngar út af útgerð sinni og atvinnumálum. til leiðbeiningar og verndar og þess vegna verður að vænta þess að fólk fari eftir umferð- arreglunum og ekki aðeins meðan lögreglan er á homun- mn, heldur einnig eftir að hún er hætt því. Götuumferðin þarf að komast í svo gott hori að ekki þurfi að stjóma henni. Verzlnnarjöfnnðnr- inn óhagstæðnr nm eina miUjðn feróna. EltZLU N AR J ÖFNUÐUR- .INN það sem af er þessn ári, hefir verið óhagstæður um 1 milljón króna. ,Útflutninguriim þrjá fyrstu mánuði ársins nam 48,7 millj- ónum króna, en innflutningur- inh 49,7 miUjónum króna. . Verzlunarjöfnuðurinn í marz mánuði var þó hagstæður um rúmlega 1,5 milljónir króna. Framvarpi em sfeipa- eftirlitvísaðtilpriðjn nmræðu. EINS og mörgum mun kimn- ugt hafa Alþýðuflokks- þingmennirnir í efri deild, þeir Sigurjón Á. Ólafsson og Erlend- ur Þorsteinsson, borið fram frv. um breytingar á lögum um eft- irlit með skipum. Er hér um að ræða mikið ör- yggismál sjómanna. FrUmvarpinu var á fundi I efri deild í gær vísað til 3. um- ræðu með samhljóða atkvæðum. Nokkrar breytingar höfðu orðið á því í nefnd. íþróttáfélagið „Völsungar“ á Húsavík var 15 ára í fyrradag. Stófnendur þess voru 23 ungling- ar á aldrinum 10—13 ára. Hátíða- höld í. tilefni af afmælinu munu fara fram síðár, þar eð margir fé- lagsmenn eru fjarverandi í skólum og á vertíð. '

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.