Alþýðublaðið - 14.04.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.04.1942, Blaðsíða 8
8 AL»ÝÐUBLAÐID Þriójudagtir 14. apríl 1942, INN 5ÍRA Háílgrímur Thorlacius í Miklagarði veitti sr. Jóni Jónssyni í Öxnafelli kaffi. Þeir drukku báðir prestarnir og töl- u&u saman á meðan. Heyrði sr. Hallgrímur, að sr. Jón tuggði sykurinn. Þá sagði sr. Hallgrímur: „Aldrei verður þú ríícur mað- ur, þú tyggur sykurinn. Svonu hefi ég það, ég læt sykurinn út úr mér á skelðina, meðan ég er að tala, en hefi hann uppi í mér meðan ég drekk.“ >Jí i'fi i'fi MIKILL ALDURSMUNUR /KIRKJUGARÐINUM í Winchelsea á Englandi hvíla tveir bræður hlið við hlið. Á legsteinunum má sjá, að ann- ar bróðirinn hefir dáið 111 — eitt hundrað og ellefu — árum síðar en hinn. Daníel Davies fæddist 1755 og dó 1760, fimm ára gamall. Thomas bróðir hans fæddist 1773, en varð mun langlífari en i bróðir hans, því að hann varð I níutíu og átta ára gamall, dó árið 1871. * * ' í QUISLING ER RÁÐUGUR. ERBOVEN, Himmler og Quisling voru á ferðalagi um Noreg, í bifreið. Bílstjór- inn varð að nema staðar, vegna þess að kýr stóð á miðjum veginum og fékkst ekki úr sporunum. Himmler er vanur að vera snar í snúningum og snaraðist út úr vagninum og reyndi að reka kúna burtu, en kýrin glápti bara á hann og hreyfði sig ekki. Terboven > beitti bæði hótunum og kjass- mælum, en árangurslaust. Þá gekk Quisling að kúnni, hvísl- aði einhverju í eyrað á henni, og brá þá svo við, að kýrin stökk út af veginum og hljóp burtu1 eins og eldibrandur. Himmler vildi endilega fá að heyra, hvaða töfraorð það hefði verið, sem hafði svo skjót og góð áhrif á kúna, en Quisling var tregur til og fór sjá sér. Loks hafðist það upp úr honum: „Ég spurði hana, hvort hún vildi ekki ganga í Nasjonal Samling.“ hafði, þegar allt kom til alls, aðeins verið afleiðing hungurs og fótakulda, og þetta hafði verið honum ljóst strax. Hún greiddi hárið frá enn- inu, og hann snéri sér brosandi við, og hún brosti líka og roðn- aði eins og krakki, sem hefir verið staðinn að einhverju lít- ils háttar prakkarastriki. — Nú líður yður betur, er ekki svo? — Jú, svaraði hún. — Hvern- ig vissuð þér það? — Vegna þess, að skipstjóri verður að kunna ýmislegt fleira en siglingafræðina, sagði hann. — Og það verður að sýna ká- etnþjóninum meira umburðar- lyndi en hinum skipverjunum. En nú skulum við víkja að efn- inu. Hann tók upp kort af Fawey Haven og lagði það fyr- ir framan hana á borðið. — Þarna er aðalskipalægið, beint á móti borginni ,sagði hann og studdi fingri á kortið, og skip Rashleig1 mun liggja einhversstaðaT -im slóð- um, þar se ans liggja jafnan v- mynni víkur- innar. Það vai rauður kross á kort inu, þar sem duflið átti að vera. — Ég ætla að skilja suma af skipsböfninni eftir um borð á Máfinum, sagði hann — og ef þér óskið þess, þá getið þér Verið hér eftir hjá þeim. —7 Nei, sagði hún. — Áðan hefði ég þegið boðið, en nú geri ég það ekki lengur. — Hafið þér skoðað huga yðar vel um það? — Ég hefi aldrei á ævi minni verið jafn ákveðinn. Hann horfði á hana í bjarma kertaljósanna, og allt í einu varð hún kát og glöð í lundu, eins og ekkert væri um að vera, og jafnvel þótt þau væru tekin og hengd á hæsta tréð í garði Godolphins, þá borgaði sig að leggja út í ævintýrið. — Þér hafið tekið eftir því, sagði hann — að það er vígi í mynni hafnarinnar og kastalar sinn hvorum megin og þar er setulið. Enda þótt nóttin sé dimm, væri mjög óhyggilegt að fara á báti inn um mynni hafnarinrjá’r, því að þótt Corn- wallbúar séu svefnþungir menn, get ég varla búizt við því, að allir þeir, sem í virkinu eru, séu sofandi, aðeins til þess að gera mér greiða. Það er því ekki um annað að ræða en ganga á land. Hann þagnaði og fór að blístra lágt og athugaði kortið um leið. — Hérna liggur skip- ið, sagði hann, og benti á litla vík um mílu vegar austan við höfnina — og ég er að hugsa um að ganga hér á land, héma á ströndinni. Hér er einstigi upp klettana og við förum yfir ofurlítið eiði og komum þá að annarri vík, sem er lík voginum okkar við Helford, og við mynni þess finnum við skip Rasleigh’s. — Þér eruð mjög öruggur, sagði hún. — Ég gæti ekki verið sjó- ræningi, ef ég væri ekki ör- uggur. Getið þér klifrað kletta? — Ef þér vilduð lána mér buxur, gengi mér betur að klifra, sagði hún. — Ég var nú einmitt að hugsa um það. Þarna eru bux- ur af Pierra Blanc í fatahrúg- unni. Hann gengur ekki í þeim nema á helgum dögum, svo að þær ættu að vera sæmilega hreinar. Þér getið reynt, hvort þær eru ekki mátu legar. Hann getur lika lánað yður skyrtu, sokka og skó. — spurði hún. — Á ég að klippa af mér hárið með skærunum þarna’ — Þér væruð þá ef til vill líkari káetuþjóni, en ég vildi heldur eiga það á hættu að vera tekinn fastur en að þér gerðuð þáð, sagði hann. Hann þagði stundarkorn, en tók svo til máls: — Hverrdg eigum við að komast út í skipið, þegar við komum að voginum? — Ég skal segja yður það, þegar við komum að vogin- um. Hann laut yfir kortið og braut það saman, og hún sá, að hann brosti í laumi. — Hversu lengi verðið þér að hafa fataskipti? spurði hann. — Að minnsta kosti fimm mínútur. SSBGAMLA BIO BB Nanette. I (No, No, Nanette.) ANNA NEAGLE. Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning 3Vz—6V> PÓSTÞJÓFARNIR Cowboymynd með George O’Brein. Börn innan 12 ára fá ekki . aðgang. nvja bio aa Á suðrænum slóðum (Down Argentine Way.) Fögur og skemmtileg stór- mynd tekin í eðlilegum litum. Aðalhlutverk leika DON AMECHE og BETTY GRABLE. Sýnd kl. 5, 7 og 9. — Þá ætla ég að skilja yð- ur eftir hér. Komið upp á þil- far, þegar þér eruð tilbúin. Því næst fór hann út úr ká- etunni og skildi hana eftir og lokaði hurðinni. Þegar hún kom upp á þilfar fáeinum mín- útum seinna, stóð hann við stigann, sem rennt hafði verið niður með skipshliðinni. Fyrri hópurinn var þegar kominn upp á ströndina, en hinir voru komnir ofan í bátinn. Hún gekk til hans og var ofurlítið taugaóstyrk, því að buxur Pierres voru henni fullstórar og skórnir voru líka of stórir, en hún var að reyna að leyna því. Hann leit á hana snöggv- ast og kinkaði því næst kolli. Þetta er ágætt, sagði hann — þér lítið prýðilega út, en í tunglsljósi myndi fljótlega sjást, að þér eruð kona. Hún hló að orðum hans og klifraði ofan í bátinn. Pierre Blanc heitstrengt að ná sér í nýjan við fyrsta tækifæri, sem byðist honum í orrustu. En Sankó var efagjarn. „Blessaður farðu varlega, húsbóndi. Ég vil ekki lenda í sömu vitleysunni og með þóf- aramyllurnar.“ „Iivaða bull! Hér er um gull- hjálm að ræða, en ekki þófara- myllu.“ „En ef ég segi eins og mér býr í brjósti, eins og ég gerði áður en þú bannaðir mér það, þá er ég hræddur um að þér skjátlist enn.“ „í hverju skjátlast mér?“ spurði doninn hvatskeytslega. „Sérðu ekki riddarann, sem kemur þarna ríðandi á steingrá- um gæðingi, með gullinn hjálm á höfði?“ „Ég sé bara mann á gráum asna, svipuðum þeirn, sem ég ríð,“ sagði Sankó. „Og það glampar á eitthvað á hausnum á honum.“ „Þetta er gullhjálmur Mágus- ar, skal ég segja þér. Láttu mig fást við pilt. Þennan hjálm skal ég eignast, eins og ég hefi heit- strengt.“ „Ég mun með ánægju halda mér utan við,“ sagði Sankó. „Ég vona bara, að engin meiðsli hljótist af þessu, né neitt svipað og þetta með þófaramyllurnar.“ „Ég hefi áður sagt þér að minnast ekki einu orði á þófara- myllurnar," öskraði riddarinn. „Þú skalt fá að kenna á lens- unni, ef þú minnist á þær fram- ar.“ Sankó taldi því ráðlegast að halda sér saman. En Sankó hafði rétt fyrir sér í því, að draga^ skoðun húsbónda síns í efa. Því að maðurirm, sem kom þarna á móti þeim, var rak- ari úr stóru þorpi þarna í nánd, og hann var vanur að fara einu sinni í viku til lítils þorps í ná- grenninu, þar sem enginn rak- ari var. Hann var nú í einum sh'kum leiðangri og hafði með sér stóra látúnsskál, sem hann notaði þegar hann var að taka mönninn blóð, en það var auka- starf rakara í þá daga. Skömmu eftir að hann hafði AP Feature* /GOOP GlRLlHANG - \ ON rOR JU5TANOTVRR 5£CQNP ANP WE'LL... J OHHHH' there weareí A CLQSÉ CALL, 3ÚT irs OVER / V 7 NOW/ 5y\\ yoo A\EAN. X OAN LET 7 co? rN ' 5UR£ IblNG. öm: Svona, góða mín, haltu þér augnablik enn. Það líður yfir Lillí og hún fellur í föng Arnar. Öm: Þar skall hurð nærri hælum, en nú ertu úr hættu. Lilli: Má ég sleppa Örn: Auðvitað. MVNDASSGft

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.