Alþýðublaðið - 16.04.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.04.1942, Blaðsíða 3
Fímmtmlagur 16. apríl 1942. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ,Fljúgandi virki4 gera loftárás á Filippseyjar frá Ástralfiu. ......■»——■—' Mikið tjón á mannvirkjum, skipum sokkt og flugvélar skotnar niður. Lengsta vegafiengd, sem flogin liefar verið f eínni loftárás. ameríksku flugvélarnar fóru, <er þær gerðu árásina á Filipps- eyjar. Er þetta lengsta leið, sem flogin hefir verið í nokkurri loftárás, sem gerð hefir verið. finnðstedt feði- inntilFrafeklands Þjððverjar ðttast inn rás ð i wor. H ' INN jrægi þýzki herjoringi von Rundstedt hefir nú teki& við herstj&rninni í Frakk- landi og er hann kominn til að- alstöðva hersins þar. Hinn frá- farandi yfirmaður, Witzleben, hefir haft stjómina á hendi síð- an í september 1940. Þar eð þessi frétt kémur á sama tíma' sem Þjóðverjar neyða Frakka til að gera Laval að stjórnarfor- séta í Vichy, er hun álitin sönn- 1tn þess, að þeir óttist innrás á meginlandið í vor. Enda þótt mikið af góðum og velæfðum hersveitum hafi verið flutt frá Frákklandi til Rússlands und- anfarið, er þar enn mikill og vel æfður her til varnar. Það er litlum vafa bundið, að það eru hinar miklu viðræður í London, sem válda þessum étta. Marshall, yfirmaður am- eríkska hersins, er á stöðugum fundum með hershöfðingjum Breta og herteknu þjóðanna. Þá hafa árásirnar á St. Nazaire og aðra staði á ströndinni og vafa- laust sín áhrif. Times í London sagði nýlega í ritstjórnargrein, að Þjóðverj- ar óttuðust nú meir en nokkru sinni að þurfa að berjast á tvennum vígstöðvum, en það hafa þeir alla tíð forðast eins og heitan eldinn. En, heldur Times áfram, Bretar munu gera það, sem í þeirra valdi stendur, til að veita þeim tvennar víg- stöðvar. AMERÍKSK „FLJÚGANDI VIRKI“ hafa gert loftárás á Filippseyjar frá stöðvum sínum í Ástralíu, og unnu þau mikið tjón á mannvirkjum, sökktu skipum og skutu niður flugvélar fyrir Japönum. Er þetta lengsta loftárás, sem nokkru sinni hefir verið gerð, ef fltigvélarnar hafa flogið báðar leiðir án viðkomu. Hins vegar er það mögu- legt, að Bandaríkjamenn hafi á sínu valdi flugvöll ein- hvers staðar á eyjunum, og hafj flugvélarnar komið þar við og tekið olíu. ! Árás þessi var gerð á mánudag og þriðjudag. Voru flugvélarnar 13 að tölu, og stjórnaði Royce, flugforingi, þeim. Er hann næstur Brett að tign í flugher Bandamanna í Ástralíu, og var honum veitt eitt hæsta heiðursmerki Ameríku, er hann kom úr árásinni. Er það athyglisvert, að margir af yfirforingjum ameríkska flughersins stjórna árásum sjálfir, enda eru flestir þeirra, t. d. Royce, sjálfir mjög góðir og þaulvanir flugmenn. Tveir aðrir flugmenn sem þátt tóku í árásinni á Filippseyjar, voru sæmdir heið- ursmerkjum, samkvæmt ákvörðun Roosevelts. Þessi mikla árás var gerð á þrjá staði aðallega. Lengst norð- ur var farið til Nickols flugvallárins, sem er skammt norðan við Manila á Luzon. Þar var sprengjum kastað á flugskýli og renni- brautir. Við Davau á suðurhluta Mindanau voru þrjú flutninga- skip löskuð og einu þeirra líklega sökkt, ein sjóflugvél skotin niður og tvær skemmdar, skotið á herflokka og sprengjum kastað á hafnarmannvirki. Við eyna Sebu, þar sem bardagar standa nú yfir, var þrem flutningaskipum sökkt og tvö önnur hitt, enn fremur þrjár flugvélar skotnar niður og margar eyðilagðar á jörðu niðri. Loks var fiugvélaskipi, sem talið var að væri lilaðið hergögnum, sökkt við suðurströnd Luzon. voru ógurlegar. Þetta var tilkynnt frá aðal- stöðvum MacArthurs í Mel- bourne í gær og þess jafnframt getið, að Bandaríkjamenn hafi aðeins misst eina flugvél, en á- höfn hennar hafi bjargazt. Þetta er eins og áður var get- ið, lengsta loftárás, sepi gerð hefir verið. Er vegalengdin, sem flogin var, 6000 km., eða fjórum sinnum milli Þrándheims og Reykjavíkur. Er því frekar ó- trúlegt, að flugvélarnar hafi ekki komið einhvers staðar við á leiðinni og tekið olíu, eins og minnst var á að ofan. Einn af flugmönnunum, sem þátt tók í árásinni, sagði, þegar hann kom aftur: Margir okkar áttu vini og félaga í orrustunum á Bataanskaga, og okkur er á- nægja að því, að ná okkur niðri á Japönunum. Sprengingarnar Kafbátafloti Banda- ríkjanna tvðfaldaðnr TILKYNNT var í Washing- ton í gær, að flotamála- nefnd öldungadeildarinnar hefði samþykkt frumvarp, þar sem ákveðið er að smíða fjölda- marga nýja kafbáta, eða alls 200 þús. smálestir. Er ekkert um það sagt, hversu stórir þeir eigi að verða, eða hversu marg- ir, en álitið er, að þeir verði um 150. Er því um að ræða aukn- Iingu, sem mun tvöfalda kaf- bátaflota Ameríkumanna. Brett, yfirforingi flughersins í Ástralíu, sagði eftir árásina, að hún sýndi enn betur, hversu mikilvægt það væri, að hafa yf- irráð í lofti. Hann kvaðst vera stoltur af þessari árás. Þá skýrði hann frá því, að Royce hefði boðizt til að stjóma árásinni, og honum hefði því verið falið það. Matvæla se ndiogar til Frakklands stððvaðar í Ameríkn. B ÚIZT er við, að gengið verði frá skipun hinnar nýju Vichystjórnar í dag. Hefir Lavál verið í París og setið á fundum með helztu quislingum Frakka. Þessar stjórnarbreyt- ingar hafa haft mikil áhrif úti um heim, m. a. í Ameríku. Þar hefir Sumner Wellslátið stöðva tvö skip, sem áttu að fara til frönsku Norður-Afríku hlaðin matvælum. Sagði Wells, að þeim yrði eklci leyft að fara fyrr en séð verði, hverjir fái sæti í hinni nýju stjórn og hverja stefnu hún tekur. Þegar Wells var spurður að því, hvort Lehy, sendiherra Bandaríkjanna, yrði kallaður heim til að gefa skýrslu, kvaðst hann engar upplýsingar um það gefa. vimr. Rúmenski landsstjórinn í borginni Tiraspol, sem tekin var af Rússum í haust, á þessar þrjár myndir. vÞær eru frá vinstri: Hitler, Michael, hinn ungi konungur Rúmena, og Antonescu, lorsætisráðherra þeirra. Njósnarar nazista. OKKUR FINNST alltaf eitthvað ævintýralegt við njósnara, en þó höfum við dálítinn grun um að það sé aðeins í skáld- sögum. Njósnarar í skáld- sögum eru alltaf ævintýra- menn og raunverulegir njósn arar eru það oft. í þessu stríði hefir verið alhnikið um njósnir, þótt ekki hafi verið haft hátt um það. Venjulega eru njósnararnir skotnir við- hafnarlaust, án þess að frá því sé sagt nánar. AMERÍKA VAR framan af þessu stríði paradís njósnar- anna, þar sem þeir gátu unn- ið ónæðislítið. En nú er þetta breytt. Rannsóknardeild stjórnarinnar, hersins og flot- ans eru á hælunum á liverjum þeim, sem er hið minnsta grunsamlegur, enda hafa mjög margir njósnarar verið dæmdir vestra undanfariðí SEBOLD HÉT MAÐUR. Hann var Þjóðverji, sem hafði barizt í síðustu heimsstyrjöld en síðan flutzt til Bandaríkj- anna og verið þar í alla staði hinn bezti borgari. Á önd- verðu árinu 1940 fór hann í heimsókn til ættingja sinna í Þýzkalandi og dvaldist þar um hríð. Þá stálu nazistar vegabréfi hans og gáfu hon- um í skyn, að hann fengi ekki að fara aftur úr landi, nema hann gengi í þjónustu Gesta- po, þýzku leynilögreglunnar. HANN ÁTTI EINSKJS úrkosta og neyddist til að ganga í þjónustu nazistanna. Var hann sendur í skóla lögregl- unnar við Berlín, þar sem hann hlaut nauðsynlegustu þjálfun. Eftir það sneri hann aftur til Bandaríkjanna og hóf starfsemina. Setti hann upp stuttbylgjustöð, sem var í stöðugu sambandi við Þýzkaland. EN SEBOLD VAR meiri Ame- ríkumaður en Þjóðverji og hann sagði G-mönnum frá starfsemi sinni og því, hver- nig nazistar hefðú neytt sig í þjónustuna. G-mennirnír stöðvuðu ekki útvarpssend- • ingarnar, heldur tóku við stöðinni og í heilt ár sögðu þeir þýzku herstjórninni alls konar vitleysu og rugl, en tókst á hinn bóginn að fá ýmsar upplýsingar um þýzka njósnara í Bandaríkjunum. SEBOLD HÉLT starfsemi sinni áfram, en teknar voru mynd- ir á Iaun af hverjum, sem kom í skrifstofu hans og öll samtöl, sem þar fóru fram, voru tekin á plötur. AHt var þetta gert með áhöldum G- mannanna. Þessu hélt áfram reglusjórnin áleit, að hún hefði sannanir gegn eins mörgum njósnurum nazista og hægt var að hafa hendur í .hári fyrir aðbeina Sebolds. EINN GÓÐAN veðurdag voru 33 þýzkir njósnairar teknir fastir, menn og konur. Var það kjarninn úr njósnaraliði nazista í Ameríku og mun hafa kveðið minna að slíku þar síðan. Normandie ðtti ekki að verða ílngvéla- mððnrskipi Atti að verða herflntn- inoaskip. NSFND sú, sem skipuð var til að rannsáka brunann í Normandie, hefir nú skilað á- liti. Segir í því, að bruninn hafi ekki stafað af skemmdarverk- um, heldur skeytingarleysi. Sldpið liggur enn á hliðinni í höfninni, þar sem það brann. Þá hefir það verið upplýst, að það hafi átt að notast sem her- flutningaskip og hafi verið nær tilbúið, enda átt að fara frá New York fimm dögum eftir að bruninn varð. t

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.