Alþýðublaðið - 16.04.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.04.1942, Blaðsíða 6
ALPYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 16. apríl 1042. Skólasnndmót verður haldið í Sundhölliimi fimmtud. 16. apr. kl. 8 % e. h. TIL ÁGÓÐA FYRIR BARNAVINAFÉLAGIÐ SUMARGJÖF LEIKSKRÁ: * SUNDSÝNING: Böm úr skólum bæjarins. Bringusund, baksund, björgun, köfun. BOÐSUNDSKEPPNI: Barnaskólamir (20X.33M; m.). Þátttakendur frá Austurbæjar-, Laugarness- og Mið- bæjarskóla. STAKKASUND: Sýning nemenda Stýrimannaskólans. BOÐSUNDSKEPPNI: (Skriðsund 10X66% m.). Framhalds- skólamir. 10 manna flokkur frá hverjum skóla: Há- skólinn, Iðnskólinn, Menntaskólinn og Verzlunarskól- inn. — Keppt um bikar gefinn af rektor Háskólans. SKEMMTILEGAR SÝNINGAR. — Hvaða skólar sigra nú? Aðgöngumiðar í Bókav.- Sigf. Eymundssonar og Sundhöllinni. Orðsending. Verzlun Ben. S. Þórarinssonar á Laugavegi 7 sendir við- skiptavinum sínum kveðju guðs og sína, um leið og hún opnar aftur að lokinni viðgerð. Á boðstólum eru eins og endranær góðar vörur í miklu úrvali og með sanngjömu verði. Til dæmis mætti telja: Prjónaband í öllum regnbogans litum. Nærföt við allra hæfi á konur, karla og börn. HandJclæði, mislit, hvít, margar tegundir. Sokkar úr silki, baðmull og ísgarni á konur, karla og böm. Bamaföt, Smá-telpukjólar, Drengjablússur og Peys- ur, Mjaðmabelti, margar gerðir, Bamanáttföt, Kven- sloppar, Dúkar, Skriðföt, Bamasvuntur, Bandprjón- ar, Kvenundirföt úr silki, Kvenbuxúr og bolir, Háls- klútar, Vasaklútar og margt, margt fleira. * Munið: VERZLUN BEN. S. ÞÓRARINSSONAR, Laugav. 7. Snndkennarar bæjarins efna til mikils sundmóte. — » Meðal annars sýna 1©0 börn, 13 ára gömu! í einum hóp. SUNDKENNARAR hér í Reykjavík gangast fyrír miklu sundmóti í Sundhöll- inni í kvöld. Taka þátt í því nemendur úr mörgum skól- um bæjarins, og gengur allur ágóði af því til starfsemi Bamavinafélagsins Sumar- gjafar. Um 100 13 ára gömul börn sýna í einum hóp öll stmdprófs- atriðin: bringusund, baksund og björgunarsund og enn frem- ur köfun. Gefst með því góð hugmynd um það, hvemig sundkennslu bamaskólanna er hagað. Þá munu nemendur Stýri- mannaskólans sýna stakkasund. Framhaldsskólamir, eða rétt- ara sagt nemendur úr þeim sýna boðsundskeppni, og taka bæði stúlkur og piltar þátt í þessari keppni. í boðsund- keppni pilta taka þátt: Háskól- inn, Menntaskólinn, Iðnskólinn og Verzlunarskólinn. Tíu manna sveitir keppa og syndir hver einstaklingur 66% stikur. Alexander Jóhannesson rektor Háskólans gaf fagran bikar til að keppa um í þessu sundi. í boðsundkeppni stúlkna taka þátt Menntaskólinn, Gagn- fræðaskóli Reykjavíkur og Verzlunarskólinn. Það er sjálfsagt að sækja þessar glæsilegu nemendasund- sýningar. Það verður góð skemmtím og tilgangurinn með því er ágætur. HANNESÁ HORNINU Frh. af 5. síðu. Menn mega minnast þess, hvern- ig það var í fyrra heimsstríðinu, og það hér í hinni siðsömu Winnipeg. Ég hefi oft hugsað um það, hvað gat komið til, að allt snérist við hjá okkur í vettfangi. Stúlkur sem aldrei höfðu sést á götu með mönnum, voru í fylgd hermanna á hverju kvöldi, og það sitt með hverjum, og það sama mun eiga sér stað enn.“ ÞETTA SEGIR Sóffónías. Með síðustu línunum er hann að af- saka okkur og segja við heima- menn sína: ,Þið ’skuluð svo sem ekki vera að áfellast íslendinga heima, því að þið eruð ekki betri sjálfir." En verður dómurinn í okkar eigin augum einmitt ekki enn þyngri fyrir þessi síðustu orð þessa manns, sem trúir á ís- land og tilbiður það? Ivarp til OLLUM HUGSANDI IS- LENDINGUM er það ljóst að á þeim alvörutímum, sem nú eru í heiminum, er þjóð vorri mikill háski búinn og margvís- leg hætta vofir yfir þeim verð- mætum, sem hún á dýrmæt- ust. Sjálfstæði vort, sem kostað hefir starfsorku og jafnvel líf ýmsra beztu manna vorra, er í hættu. En vér vitum af dýr- keyptri reynslu, að sjálfstæðir erum vér hamingjusamastir, efnaðastir og færastir til góðra verka, auk þess sem vér höfum þann metnað, að vilja sjálfir ráða eigin málum. Tungu vorri eru skemmdir búnar, en hún geymir þann menningararf, að engin smáþjóð á slíkan, hún er minni vort frá liðnum öldum, spegill hugsana vorra og band það, er tengir oss alla Íslendinga saman í eina þjóð. Þjóðháttum vorum og þjóðmenningu er hætt, metnaði vorum og sæmd. Flestu því, sem þjóð vorri er dýrmætast og hún má sízt án vera. Því, sem gerir harta að þjóð, veitir henni virðingu ann- arra þjóða og sjálfsvirðingu og dirfsku til að bera höfuð hátt og lifa menningarlífi. Smáþjóð vor verður ,að vísu í ýmsu að lúta nauðug valdboði stærri'þjóða, ef þær vilja beita hana ofríki. En það, sem vér eigum merkast og dýrmætast og kærast í þjóðareign vorri og þjóðarsál, verður aldrei frá oss tekið, meðan lífi er lifað, ef það er varið samhuga og sanitaka vilja sjálfra vor. Það er margt að v*ísu, sem sundrar oss íslend- ingum og dreifir kröftum vor- um. En viljinn til að vera ís- lendingar og verhda tungu vora og þjóðerni hefir oft reynzt því öllu sterkari. Nú um sinn ríður á að hefja hann yfir stjómmála- ríg og hagsmunastreitu. íslandi hefix aldrei riðið á því eins og nú, að börn þess vinni einhuga og samtaka að verndun og efl- ingu sjálfstæðis þess og þjóð- menningar, hvað sem líður skoð- anamun um önnur mál. Með samtökum margra manna má vinna stórvirki, sem eru dreifð- um fjölda ofvaxin. i Ungmennafélag íslends (U. M. F. í.) eru samtök frjálslyndra og þjóðrækinna íslendinga. Þau vilja vemda og efla ís- lenzkt sjálfstæði, íslenzka tungu og íslenzka menningu — vinna að bótum landsins og auknum þroska barna þess. Þeim hefir tekizt það meira en þrjá tugi ára, að vera hafin yfir stjórn- málaerjur og flokkadrátt, — að vinna að málum og taka af- stöðu til mála, án tillits til neins annars en þjóðarhags. Menn af öllum stjómmálaflokkum vinna saman í Umf., án þess að spyrja né hugsa hver umannars stjórn- málaskoðanir. Umf., starfa um allar byggðir landsins, eru fjöl- menn og stórum vaxandi hin síðustu ár. Nú kalla Umf. á alla þjóð- holla og frjálslynda íbúa höfuð- staðarins, unga í anda og unga að árum, til baráttu og varnar gegn þeirri hættu, sem að fram- an er nefnd. Vér köllum á þig, ungi maður----á þig, unga mær — til að vinna með oss að heill þjóðar vorrar, og framtíðar- gæfu, til að afstýra þeirri hættu sem þjóð vorri — í hernumdu landi á styrjaldartíma — má stafa af erlendri ásælni og að- komnum áhrifum. Vér viljum vinna á þami hátt, sem vér vit- um drengilegastan og vænleg- astan til árangurs: að efla þjóð- ina, með því að mennta einstak- lingana, sjálfa oss og aðra lands- merm, andlega og líkmalega, en leggja sérstaka áherzlu á þek'kingu og skilning á íslenzkri hugsun, íslenzkri tungu og ís- lenzkri menningu. Þetta vilj- um vér gera í fullri virðingu fyrir rétti, þjóðerni og menn- ingu annarra þjóða og án and- úðar á nokkurri erlendri þjóð. Vér köllum á þig til starfs að þessu sérstaka verkefm í nýju ungmennafélagi í Reykja- vík, og auk þess til þess að vinna að öðru leyti samkvæmt eftirfarandi stefnuskrá U. M. F. í., í samvinnu við þúsundir ann- arra áhugasamra íslendinga. Stofnfundur U. M. F. Reykja- víkur verður í Kaupþingsaln- um sunnudag 19. apríl kl. 14. Stefnúskrá U. M. F. í. Samband U. M. F. í. og deild- ir þess skulu hafa bindindi um nautn áfengra drykkja, og vinna samkvæmt eftirfarandi stéfnuskrá: 1. Að vernda og efla stjórnar- farslegt, menningarlegt og fjárhagslegt sjálfstæði ís- lendinga og vekja virðingu þeirra fyrir þjóðemislegum verðmætum sínum og ann- arra. 2. Að hjálpa félagsmönnum oj/ öðrum æskulýð til aukins menningarþroska, með fræðslu og líkamsþjálfun, og til að rökhugsa þjóðnytja- mál og vinna að framgangi þeirra. 3. Að vemda æskulýð landsins gegn neyzlu áfengra drykkja og vinna að útrýmingu skaðnautna úr landinu. 4. Að vinna að því, að næg og lífvænleg atvinna bíði allra unglinga, er vaxa upp í land inu, iþegar þeir hafa náð starfsaldri eða lokið námi. 5. Að beita sér fyrir heimilis- iðnaði, verndun skógarleifa og .skógrækt, og þjóðlegum skemmtunum. 6. Að vinna að því, að skapa í hvívetna heilbrigðan hugs- unarhátt meðal æskulýðsins, í meðferð fjármuna sinna, verndun heilsunnar og fegr- un og hreinsun móðurmáls- ins. Kjörorð U. M. F. í. er: ísland allt. Sundmær. Hún er með stóran og fallegan hatt, þessi sundmær, en vafa- samt er, að hún syndi með hann. Aéalfandir Alpýéa- búss Beykjavíhar. AÐALFUNDUR í Alþýðu- húsi Reykjavíkur h.f. var haldinn síðastliðinn 31. dag marzmánaðar í Alþúðuhúsimi Iðnó. Lagðir voru fram endurskoð- aðir reikningar félagsins og þeir samþykktir í einu hljóði. Þá var flutt á fundinum ýtar- leg greinargerð um notkun og starfrækslu húsanna á árinu. Hluthafar fá engan arð greiddan af hlutafjárframlög- um sínum, samkvæmt sam- þykktum félagsins. Fundurinn samþykkti hins vegar að styrkja „Vinnuhælissjóð Sam- bands íslenzkra berklasjúk- linga“, að gefa í „Hvíldarheim- ilissjóð uppgjafa sjómanna“, „til sumardvalar barna úr Reykjavík“ og til Hallgríms- kirkju, hverjum kr. 1000,00. Stjórn félagsins var einróma endurkosin, en hana skipa og hafa skipað frá stofndegi fé- lagsins, 10. júlí 1934, þeir Jón Axel Pétursson, Ingimar Jóns- son og Oddur Ólafsson. Almenn ánægja var ríkjandi á fundinum og samhugur, og stjóm félagsins þökkuð vel unnin störf við þá örðugu að- stöðu, sem yfirstandandi ástand og tímar hafa skapað. Forseti fundarins var hmflm. Guðm. f. GuðmiÉbdSBon, en rit- ari Guðjón B. Baldvinsson. Sambandsstjórn U. M. F. í. J Utbreiðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.