Alþýðublaðið - 17.04.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.04.1942, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ PÖstudagur 17. april 1942. Iiel Kristjáns- son látinn. Hann er annar mað- nrinn er látizt hefir af vðldam flugslyssins. Hinir tveir ern nú taldir úr allri hættu. AXEL KRISTJÁNSSON, kaupmaður frá Akureyri, einn peirra, sem voru í flugvél- mni „Smyrill“, sem hrapaði um daginn, lézt í gærkveldi klukk- mn 7 af meiðslum sínum. Eru þá tveir látnir af farþeg- unum, sem voru í flugvélinni, hinn brezki höfuðsmaður og Axel. En Sigurður Jónsson flugmaður og Þjóðverjinn Ros- enthal munu vera taldir úr allri hættu. Er því við brugðið, hve vel læknar og hjúkrunar- fólk hafi gengið fram í því að reyna að bjarga hinum slösuðu. Axel heitinn var kunnur Ak- ureyringur, hafði verið kaup- maður þar lengi og var á yngri árum hinn mesti íþróttamaður. Hann var sonur Kristjáns Gíslasonar kaupmanns á Sauð- Loksins byrjað að framkvæma dýrtiðarlðgin frá í fyrravor! —.■■■■..— Tollur felldur niður á kornvöru, lækkaður á sykri um helrn- ing og hætt að taka toll af striðsfarmgjöldum á sykri. En iivers' vegna ®r heimildin nm átflufningsgjaM ekki notuð? Vfsitalao fyrir aprfl enn 183. KfUJPLAGSNEFND hefir nu reiknað út vísitöluna fyrir apríl. Hún er 183'stig, eins og í janúar, febrúar og marz. Kaup- gjald helzt því óbreytt í maí. Að sjálfsögðu hefir verð- hækkun sú á nauðsynjum, sem nýlega var úrskurðuð af gerðax- dóminum, ekki komið til greina j við útreikning aprílvísitölunnar. Það er fyrst í maí, sem hún verð- ur tekin með í vísitölureikning- inn. jánssonar kaupmanns á Akur- eyri og Björns Kristjánssonar kaupmanns í Hamborg á Þýzka- landi. árkróki, en bróðir Eiríks Krist- Aðbúnaður aðkonanna er gjðrsamlega óviðnnandi. Stérhætta á ferðum ef farsétt* ir kæmu upp í hæuum. Viðtal við Magnús Pétursson héraðsl. INS OG KUNNUGT ER dvelja nú hér í Reykja- vík þúsundir innlendra manna, sesm ekki eiga fast heimili. Enn fremur er það vitanlegt, að þó að hér væru að eins þeir, sem hér eiga heimili, þá myndi húsnæðis- kostur bæjarins ekki duga til þess, að allt fólk hér hefði þolanlegt húsnæði. Hvar eru þá aðkomumenn- imir? Hvar hafa þeir fengið inni? Hvernig er aðbúð þeirra? Alþýðublaðið snérl sér í gær- kyeldi til Magnúsar Pétursson- ar héraðslæknis og sþurði hann um þessi mál. Hann sagði að híbýli þessara aðkomumanna og öll aðbúð þeirra væri fyrir neðan allar hellur. „Ég hefi þráfaldlega rekizt á það í læknisferðum mín- um, að menn húa í íhúðum, ef íbúðir skyldi kalla, sem eru gersamlega ófærar og al- gerlega óviðunandi, þegar veikinöA ber að höndum. Menn húa í geymslukjöllur- um, útiskúrum, á geymslu- loftum og svo frámvegis. Landlæknir hefir nýlega skrífað heilbrigðisnefnd bæj- arins um þetta mál, en það i er ákaflega erfitt viðfangs. I Ég hefi í læknisferðum mm- um beðið nágranna manna, sem hafa legið veikir í þess- um grenjum, að hjálpa þeim um betra húsnæði, en fólk getur það ekki, bókstaflega allir hafa þrengt að sér sem framast má verða.“ Þetta sagði héraðslæknirinn. Það var vitað, að ástandið var slæmt. Hér er að vísu næstum eingöngu um unga menn að ræða, en með þessari aðbúð geta þeir algerlega eýðilagt heilsu sína og getur það orðið dýrt fyrir þá sjálfa og þjóðina, en hér er atvinna og gott kaup, og þess vegna er sótt hingað. Það er alveg bersýnilegt, að þó að húsnæði hundraða bæjarbúa sé mjög slæmt, þá er húsnæði og öll aðbúð einhleypu mann- anna, sem hingað koma vega- lausir, og halda að þeir geti „einhvers staðar komizt inn“, eins og haft er að orðtaki, margfalt verri, og til bæjarfé- lagsins er ekki hægt að gera kröfur um húsnæði handa þeim. Það er vel, að landlæknir hefir hafizt handa og skrifað heilbrigðisnefnd um þetta mál. Það liggur í hlutarins eðli, að það heyrir fyrst og fremst und- ir heilbrigðisyfirvöldin.. Hvern- ig halda . menn, að ástandið myndi verða meðal þessara að- hlynningarlausu manna, ef hér brytizt út farsótt, og hvernig AÐ var opinberlega tilkynnt af ríkisstjóminni í gær- kveldi, að ákveðið hefði verið að fella niður toll af kornvörum, lækka sykurtollinn um helming og hætta að innheimta toll af stríðsfarmgjöldum á sykri, A þessi ákvörðun að gilda um alla vöruflutninga, hingað koma frá og með 16. apríl. sem Eins og menn sjá af þessari tilkynhingu hefir ríkisstjórnin nú loksins tekið á sig rögg og notað sér þær heimildir, sem henni voru veittar í dýrtíðar- lögunum frá alþingi í fyrravor — eftir að hér um bil ár er liðið frá útgáfu þeifra. I allt fyrrasumar og fram á haust var þess krafizt af full- trúa Alþýðuflokksins í þjóð- stjórninni, að þessar heimildir væru notaðar til þess að halda dýrtíðinni í skefjum. En ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins, sem málin heyrðu undir, svik- ust um að nota þær. Eina heim- ild laganna, sem notuð var, var sú, að innheimta tekjuskattinn með 10% álagi. Það gerði Jak- ob Möller, þó að féð væri hins vegar ekki notað til neinna dýr- tíðarráðstafana. Nú — þegar ár er liðið, er allt í einu farið að framkvæma dýrtíðarlögin og er sízt ástæða til að átelja það. En hvað halda menn að það sé búið að kosta þjóðina, að það hefir verið van- rækt svo lengi? Það vekur eftirtekt, að í til- kynningu ríkisstjórnarinnar er ekkert minnzt á það, að notuð verði heimild dýrtíðarlaganna til þess að innheimta útflutn- ingsgjald af ísfisksölum togar- anna, og er það stórfurðulegt, því að það getur ekki leikið á tveimur tungum, að sú braut, sem stjórnin er nú komin inn á, að leggja fram fé úr ríkis- sjóði til þess að halda niðri verðinu á erlendum vörum — nýlega keypti hún heilan kola- farm til að hindra 30 króna verðhækkun á kolatonnið — muni kosta landið stórkostlegar fjárupphæðir. Og því ekki að láta stríðsgróðann standa straum af þeim fjárframlögum með því að innheimta útflutn- ingsgjald af togarasölunum, eins og lög heimila? Það er nú upplýst, að meðalsala togaranna í hverri ferð nam á árinu 1941 einum fjórða milljón króna, eðá helmingi meira en árið; 1940, þegar útgerð.arfélögin græddu þó tugi milljóna. .Og1 vitað er að tógarasöluimar eru I hærri hú upp á síðkastið en: nokkru sinni áður. Hversu lengi á að hlífa slík-; um stríðsgróða meðan ríkis- sjóði og launastéttunum er lát- ið blæða til þess að hægt sé að; hafa hemil á dýrtíðinni? ; myndi aðstaða læknanna verða gagnvart því viðfangsefni? lannsvæðl ðtaf op Loðmnndarfirði. RÍKISSTJÓRNIN gaf í gær út tilkynningu um nýtt bannsvæði hér við land, út af Seyðisfirði og Loðmundarfirði. í tilkynningu ríkisstjórnarinn- ar segir meðal annars: „Brezka herstjórnin hefir talið nauðsynlegt að banna all- ar veiðar og akkerislegur skipa fyrir mynni Seyðisfjarðar, á svæði, sem takmarkast á eftir- farandi hátt: I. (Sjókort nr. 3330.) (a) Austurtakmörk: Bein lína, 7,25 sjómílur í 351° stefnu frá Dalatanga-vita, og þaðan bein lína í 270° stefnu í skerið við Álftanes. (b) Vesturtakmörk Tvær beinar línur, sem báðar eru dregnar í land frá stað, sem er 0,95 sjómílur í 112° stefnu frá Brimnes-vita. Önnur línan er dregin í 0111/2° stefnu, hin í 112° stefnu. (Sjókort nr. 2979.) Ofan- greind austurtakmörk bann- svæðisins skal draga á kortið, og orðin „Anchoring and fish- ing prohibited" skal marka á svæðið vestan þessarar línu og austan Brimnes-vita. Hallgrfmar fær skýll í skemmtigarðiDD. Hann taefir nil beðið eftir þri í mðrg ár. LOKSINS á að byggja skýli yfir varðmanninn i skemmtigarðinum við Lækjar- götu. Á fundi byggingarnefndar bæjarins 9. þessa mánaðar lá fyrir erindi frá bæjarverkfræð- ingi um leyfi til að byggja þetta skýli og var það samþykkt. Á fundi bæjarstjórnar í gær- kveldi var þetta enn samþykkt og má því gera ráð fyrir að ekki dragist enn lengi að þetta skýli komist upp. Um þetta mál hefir nokkrum sinnum verið rætt hér í blaðinu og á það bent hve óforsvaran- legt það væri, að varðmaðurinn í skemmtigarðinum hefði ekk- ert skýli til að skjótast inn í sér til skjóls, þegar eitthvað væri að veðri. Eins og kunnugt er hefir Hallgrímur Þorsteinsson verið vörður í garðinum í fjöldamörg ár, en hann hefir starfað í þjón- ustu bæjarins í áratugi og er- auk þess kunnur fyrir söng- mála- og músíkstarf sitt meðal bæjarbúa. Eitt sinn, meðan. Knud Zimsen var borgarstjóri, heimsótti hann Hallgrím í garð- inn og hafði borgarstjórinn orð á því að nauðsynlegt væri að fá skýli fyrir vörðinn. Lauk því samtali með því að Zimsen lof- aði Hallgrími skýlinu, en Zim- sen fór, Jón Þorláksson kom og fór, Pétur Halldórsson kom og fór og svo hófst stjórnartímabil Bjarna Ben. Og loks nú eftir mikil skrif og skammir á skýlið- loksins að koma. Það má segja í þessu tilefni: Betra er seint en aldrei. II. Á sjókort nr. 3330 og með- fylgjandi sérkort af Seyðisfirði skal fyrir norðan sæsímalínuna, milli ofangreinds bannsvæðis og bannsvæðisins við Vestdals- eyri, marka orðin „Anchoring and fishing prohibited north of cable“.“ Kvenréttindafélagíð og Kvenstdd' entaíélagið mótmæia útilokns stútkna frá menntaskóiannm. Rektor menntaskólans v aðskilja pilta og stúlkur við nám undir stúdentspróf STJÓRNIR Kvenréttindafé-1 lags íslands og Kvenstúd- entafélags íslands hafa sent al- þingi mótmælaskjal gegn fyrir- 'ætlunum þeim, sem fram koma í frumvarpi, fluttu af rektor Menntaskólans, um það að að- slúlja stúdentsmenntun karla og kvenna. Fara mótmæli þessi hér á eftir: „Rektor Hins almenna menntaskóla í Reykjavík hefir lagt fram á alþingi tillögu til þingsályktunar viðvíkjandi skóla sínum. Tillaga þessi er vafalaust byggð á samþykkL sem gerð var á aðalfundi mið- stjórnar Framsóknarflokksins £ vetur og hljóðar svo: „Hafinn verði skipulegur undirbúningur að endurreisn Skálholtsskóla, þar sem pilt- ar stundi menntaskólanám, og athugaðir möguleikar á því, að gera Kvennaskólann í Reykjavík svo úr. garði, að hann geti orðið menntaskóli og vönduð uppeldisstofnun fyrir stúlkur.“ Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.