Alþýðublaðið - 17.04.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.04.1942, Blaðsíða 3
Föstudagur 17. apríl 1942. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Iðnaður í Uralfjöllum. i * J>JÓÐVERJAR HAFA á sínu valdi Hvíta-Rússland, mik- inn hluta Ukrainu og þar að auki stór iðnhéruð á svæð- unum við Leningrad og Moskva. Við lásum í landa- jræðinni okkar, ^ að þetta væru helztu iðnhéruð Rúss- lands, en rússneski her- inn herst áfram og virðist ekki skorta neitt, þótt þessi héruð séu á valdi þýzka hersins. HVERNIG STENDUR á þessu? Því er auðsvarað. Þetta eru ekki lengur mikilvægustu iðnsvæði Rússaveldis, þau eru í Úralfjöllunum. Mörg ár hefir stjórnin í Moskva unnið að því að flytja iðn- aðinn þangað aústur og auka hann gífurlega. Ástæðan til þess, að hentugra þykir að hafa hann þar eystra, er sú, að þar eru minnstar líkur til þess, að óyinaflugvélar geti náð til hans. SUNNARLEGA í Úrálfjöllun- um er mikil iðnaðarborg, sem Segulborg (Magnito- gorsk) heitir. íbúar eru 250 þús. og þeir vinna 6000 smá- lestir af járni á hverjtim degi. Árið 1929 var þessi borg ekki til. Þar var lítið þorp, sem stóð í hlíðum Seg- ulfjallsins, sem var óhemju auðugt af málmi. DAG EINN komu verkfræð- ingar og tóku að gera upp- drætti af borginni. Þúsundir verkamanna komu á eftir og hófu verkið. Áttu þeir við geysilega erfiðleika að búa og sváfu í hörku frosti í tjöldum. Byggingarefni, vél- ar og verkfæri komu, eri stundum gleymdist fæða og annað, sem verkamennirnir þurfa á að halda/ Mörg hundruð þeirra dóu, frusu í hel eða af ýmsum pestum. BORGIN VAR BYGGÐ og á- standið þar batnaði. En hún var dýr. Kostnaðurinn var um 900 milljónir dollara og þriðjungur efnisins var keypt erlendis. Það varð þjóðin að greiða með afurð- um, sem hún þurfti sjálf á að halda, hveiti, smjöri og viði. Hver, sem mótmælti, var skotinn. 1>ETTA ER EKKI eina borgin, sem hefir slíka sögu að segja. Þær eru fjölmargar, Chelyabinsk, . . Sverdlovsk, Usolye, Berezniki o. fl. Jafn- vel ólía er nú unnin í stór- um stíl í Úrálfjðllunum. Síðan stríðið brauzt út, hef- ir flutningur iðnaðarins austur á bóginn aukizt gíf- urlega, og dæmi eru til þess, að næstum heilar verksmiðj- ur hafi verið fluttar til Úr- álfjallarma. S»ESSI NÝI iðnaður hefir vafa- laust komið Rússum í góðar parfir það sem af er þessu Brezk sprengjuflugvél. Vorsókn Breta í lofti virðist nú hafin af fullum krafti, og taka hundruð eða jafnvel þúsundir flugvéla af ýmsum gerðum þátt í henni. Hér er mynd af Bristol Blenheim, Jítilli sprengjuflugvél, sem að vísu virðist vera búin að sjá sitt fegursta, því að nýjar og betri tegundir eru komnar í hennar stað. Brezkar fflugvélar gera árás~ ir b»ðl daq Ofl nótt. Leynilegur flegvðllur 400 Spitfire - Hngvélar yf- ^ Filipseyjuu. ir Frakklaiaeli i gærdag. Árás á skipalest á Miðjarðarhafi. FJÖLDAMARGAR brezkar sprengjuflugvélar gerðu í nótt miklar árásir á Ruhrhéraðið, og áður en þær voru komnar til stöðva sinna í morgun. lögðu mörg hundruð orrustuflugvélar af stað til árása á ýmsa staði í Frakk- landi og Hollandi. í Ruhrhéraðinu komu upp margir eld- ar í verksmiðjum. * í árásum orrustuflugvélanna tóku þátt 400 Spitfire- flugvélar, og er það hæsta tala, sem nokkru sinni hefir verið nefnd í tilkynningum. Voru árásimar hinar mestu, sem gerðar hafa verið að degi til. Meðal þeirra staða, sem ráðist var á, voru Dunkirk, Cherbourg, Le Havre og St. Nazaire. Aðal- lega voru það hafnarmannvirki, sem sprengjum var kastað á, en flugvellir, aflstöðvar og margir fleiri staðir urðu einnig fyrir sprengjum. Það voru Boston- sprengjuflugvélar, byggðar í Améríku, sem köstuðu sprengj- um á aflstöðina, og hjttu fjórar þeirra. Þá tóku Hurricaneflug- vélar með sprengjum þátt í á- rásunum. Allan tímann voru Spitfireflugvélarnar á sveimi eins og varðhundar kringum sprengjuflugvélamar. Kom til margra loftorrusta, og voru skotnar niður fímm þýzkar flugvélar, en Bretar misstu tvær. Brezkar tundurskeytaflugvél- ar í Miðjarðarhafi hafa gert á- rás á ítalska skipalest, sem var í fylgd beitiskipa og tundurspilla. Voru einnig þýzkar orrustu- og sprengjuflugvélar á sveimi yfir lestinni, henni til vemdar. stríði, og er tálið víst, að verr hefði farið fyrir Rúss- um, ef þeir hefðu aðeins haft iðnaðinn í Ukrainu og við Leningrad. Brezku flugvélarnar köstuðu tundurskeytnm, og sá flugmenn- irnir miklar sprengingar. Tvær af þýzku orrustuflugvélunum, sem báðar voru af Messersmidt 110 gerðinni, voru skotnar niður. þjóðarinnar. • Bandaríkjastjóm hefir ráð- lagt öllum Bandarikjaþegnum, sem eru í Víchy-Frakklandi, að hverfa þaðan á brott hið fyrsta. ROYCE, flugforinginn, sem stjórnaði árásunum á Fil- ippseyjar á mánudag og þriðju- Jag, sagði í gær nokkru nánar frá árásunum. Staðfesti hann, að flugvélarnar hefðu lent á leynilegum flugvelli á einni af eyjunum, og þaðan hefðu árás- irnar verið gerðar. Sagði hann, að Bandaríkjamenn hefðu þama orrustuflugvélar, sem skotið hefðu nokkrar japanskar flug- vélar niður. Enn fremur skýrði hann frá því, að 110 smálestum af sprengjum hefði verið varp- að á flugvelli, hafnarmannvirki og skip Japana. Royce sagði frá því, að all- margir ameríkskir foringjar, sem farið hefðu frá Corregidor til þessa leynilega flugvallar, hefðu komið til Ástralíu með flugvélunum, þegar þær fóru þangað aftur. Þá eru taldar auknar líkur á því, að sendiherra Bandaríkj- anna í Vichy verði kvaddur heim til að gefa skýrslu. Japanir á laisn kafbáta- stoð í Brasilíu. Brasilska Iðgreglan hand tekur 20 Japani. FYRIR NOKKRU tók lög- reglan í Brafeilíuj 20 Japani fasta í borginni Juquita, sem er á strönd Atlantshafsins. Höfðu þeir á stað einum á ströndinni, langt frá maxmabyggðum byggt litla höfn, þar sem kafbátar Þjóðverja gátu lagzt inn og fengið olíu. Lögreglan tilkynnti, að í námunda við stað þennan hefði hún fundið miklar birgðir af olíu. í borg einni á ströndinni fann lögreglan um 400 þúsund riffilskot og marga riffla. í borginni San Paolo hefir japanskur herforingi, Tonogawa að nafni, verið handtekiim. Var hann dulklæddur sem bóndi. Margir fleiri Japanir hafa verið teknir höndum og þöfðu sumir þeirra stuttbylgjusenditæki í fórum sínum og aðrir nákvæm kort af landinu. Er talið, að 5. herdeildarmenn Japana séu þúsundum saman í Brazilíu. Það er líklegt, að kafbátar þeir, sem gert hafa árásir á Vestur-Indlandseyjar undanfar- ið, hafi fengið olíu á einhverri slíkri stöð. Var mikið um það Italað, hvar bækistöðvar þeirra væru, því að ótrúlegt þótti, að þeir kæmu alla leið frá Frakk- landi. Töldu margir, að hún væri á Azoreyjum. Sykarskömmtan í Baodarfkjunom. Skömmtun á sykri verður tekin upp í Bandaríkjunum á næstunni. Verður skammturinn Vz pund á viku, en búizt var við, þegar tilkynnt var að hann væri væntanlegur, að hann yrði í það minnsta % úr pundi. Ráðherralisti Lavals verðor sennilega birtur i dag. -----—...... Að pví loknu munu hann og Pétain ávarpa frönsku þjóðina. LAVAL virðist nú hafa tekið við stjórnartaumunum í Frakk- landi og er það kunnugt, að það er hann, en ekki Pétain, sem myndar hina nýju stjóm og er enginn vafi talinn á því, að hann verði forseti hennar og nær einváldur í landinu. Hann kom til Vichy í gærmorgun frá París, og var búizt við, að hann mundi birta ráðherralistann í gær, en eklá varð úr því, og er hann væntanlegur í dag. Þegar hann hefir verið birtur, eiga þeir Laval og Pétain að flytja útvarpsávörp til frönslcu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.