Alþýðublaðið - 17.04.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.04.1942, Blaðsíða 4
7 Stefán Jóh. Stefánsson: Stj6rnarskrárbreytlng —...♦.... Kjördæmaskípunin og áhrif kjósenda. 4 Útgefandi: Alþýðuflobknrinn Kitstjóri: Stefán Pjetursson Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýSuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. Aiþýðuprentsmiðjan h. í. Hðtnn forsætisrðð' herra. T ÍMINN staðfesti það í gær, sem Alþýðublaðið sagði í gærmorgun: að Hermann Jónas son forsætisráðherra hefði nú hótað því að segja af sér, ef foreytingartillögur Alþýðu- flokksins til leiðréttingar á mis- rétti núverandi kjördæmaskip- iunar og kosningarfyrirkomu- lags næðu fram að ganga. Frafmsóknarblaðið segir svo frá, að fulltrúar Framsóknar- flokksins í stjórnarskrárnefnd Jiafi lýst sig andvíga öllum foreytingum á stjómarskránni á þessum tímum, „þegar þjóðin þarfnast samstarfs og friðar“, eins og Frainsóknarblaðið kemst að orði, og að þeir hefðu lýst yfir því fyrir hönd flokks síns, „að hann. myndi ekki taka þátt í ríkisstjórn undlr slíkum kring- umstæðum“, þ. e. a. s. ef stjórn- arskrárbreytingin yrði sam- þykkt. I>að er alveg ástæðulaust, að taka þetta friðarhjal Framsókn- arflokksins í sambandi við kjör- ■dæmamálið alvarlega. Fram- sóknarflokkurinn hefir undan- farið ekki sýnt neinn þann frið- ar- og samstarfsvilja, að honum farizt að tala þannig. Flokkur, sém fitjaði upp á lögbindingu kaupgjaldsins í haust, enda þótt það væri fyrir íram augljóst, að hún myndi leiða til sam- vinnuslita milli þeirra flokka, sem að stjórn íandsins stóðu, er ekki að hugsa um friðinn Innanlands. Forsætisráðherra, sem lýsir yfir áfoyrgðarleysi sínu gagnvart þinginu, þegar það hefir fellt tillögur hans um lögbindinguna, sætir síðan lagi til þess að vekja þetta deilumál upp að nýju, gefur út bráðabirgðalög um lögbind- :ingu kaupgjaldsins þvert ofan I yfirlýstan þingvilja og rýfur jþar með hér um bil þriggja ára stjórnarsamvinnu, er held- ur ekki að hugsa um friðinn fnnanlands. Og flokkur,. sem ofan á allt hefir nýskeð lýst því yfir, að haim telji sjálfsagt, að láta kosningar til alþingis fara fram í vor, hefir einnig með því sýnt, að það er ekki friður og samstarf út af fyrir aíg, sem hann er áð hugsa um. Pví að öllum, einnig Framsókn- armönnum, er Ijóst, að til nokk- urra átaka hljóti að koma milli flokkanna í samfoandi við kosn- ingai*. Nei, ,það er ekki friður- ion, sem Framsóknarflokkurinn foer fyrir brjósti. íiÞað má eins og sýnt hefir verið, stofna til hvaða ófriðar í landinu, sem er: að- eins ekki um kjördæmaskipun- ina og kosningafyrirkomulagið. Því að á núverandi misrétti hvorstveggja byggistsérréttinda aðstaða Framsóknarflokksins til áhrifa og valda á þingi og í stjórn landsins, á kostnað allra annarra flokka. Þess vegna allt þetta hjal hans um frið og sam- starf í sambandi við kjör- dæmamálið! ^Það getur ekki verið neitt efa mál eftir hótun forsætisráð- herrans, að kjördæmamálið er komið á úrslitastig. Slík hótun er ekki .borin fram út í bláinn. Hún er hugsuð sem síðasta til- raun til þess að hindra fram- gang kjördæmamálsins. Það á að hræða Sjálfstæðisflokkinn frá fylgi við það. Framsóknar- flokkurinn gerir sér vonir um það, að Sjálfstæðisflokkurinn eða að minnsta kosti einliverjir fulltrúa hans á þingi muni lypp- ast niður og fórna réttlætismál- inu fyrir áframhaldandi stjórn- arsamvinnu við Framsókn. Líklegt virðist það ekki ver'a, að Framsóknarhöfðingjunum verði að von sinni í þessu efni. Leiðrétting hiins hróplega mis- réttis á núverandi kjördæma- skipun og" kosningafyrirkomu- lagi landsins er engu síður yfir- lýst stefnumál Sjálfstæðisflokks ins, en Alþýðuflokksins. Við margar kosningar hefir útkoman orðið sú, að kjósendur Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins,og raimar allra flokka, sem fylgi sitt hafa fyrst og fremst í bæjunum, hafa ekki foaft nema foálfan rétt á við kjósendur Framsóknarflokksins. Það væri einkennilegt, ef Sjálf- stæðisflokkurinn eða einhver fulltrjúi hans á þingi, skyldi finna hvöt hjá sér til þess, að gerast verkfæri Framsóknar- flokksins til þess að viðhalda slíku ranglæti, á kostnað sinna eigin kjósenda! En það er augljóst, að afdrif kjördæmamálsins á þessu þingi, velta eftir þetta algerlega á af- stöðu Sjálfstæðisflokksins. — Allur sá mikli fjöldi kjósenda í landinu, sem nú bíður þess, að jafnréttinu verði fylgt fram til sigurs með samþykkt kjör- dæmaskipunarfrumvarpsins, mun hafa vakandi auga á af- stöðu Sjálfstæðisflokksins — hvers einasta þingmanns hans — því að enginn má skerast úr leik, ef þetta réttlætismál á nu loksins að ná fram að ganga. Sjálfstæðisflokkurinn verður gerður ábyrgur fyrir því af þjóðinni, ef nokk- r af þing- mönnum hans bregst skyldu sinni í því, greiðir atkvæði á móti kjördæmaskipunarfrum- varpinu, situr hjá eða lætur sig vanta við atkvæðagreiðslu. Því trúir enginn, að hann myndi gera það í slíku stórmáli upp á eigin spýtur. Menn bíða úrslitanna í kjör- dæmamálinu milli vonar og ótta. Spurningin, sem nú er á allra vörum, er þessi: Stendur Sjálfstæðisflokkurinn við yfir- lýsta stefnu sína í réttlætismál- inu? Eða lætur hann beygja sig af hótun forsætisráðherr- ans? ALÞYÐUBLAÐfÐ N5FNDARÁLIT Jóns Bald- vinssonar, um kjöi'dæma- málið, frá 22. marz 1932, byrj- ar þannig: „Allt frá því, að Alþýðu- flokkurinn var stofnaður, hefir það verið áhugamál flokksins að fá viðunandi breytingai* á kjördæmaskip- un landsins.“ Þetta er og mála sannast. Al- þýðuflokkurinn hefir í þessu máli barizt látlaust_ fyrir um- bótum. Fyrir áhrif þessarar baráttu fékkst nokkur leiðrétting kjör- dæmaskipunarinnar endanlega samþykkt á Alþingi 1934. Við alþingiskosningarnar þetta sama ár, kom það og í ljós, að mjög hafði færzt til réttara horfs um skipun alþingis, og til meira samræmis við kjósenda- styrk flokkanna í landinu. En æði mikið skorti þó á, að fullt réttlæti fengist. Þá um skeið varð þó ekki neinu um þokað. Við alþingiskosningarnar 1937, kom þó enn betur í ljós, að þörf var frekari umbóta. En ekki virtist fenginn sá jarðveg- ur, er líklegur væri til breyt- inga í réttara horf, enda er það alltaf örðugt í upphafi kjörtíma- bils', að fá samþykkta stjórnar- skrárbreytingu. Þegar kom fram á yfirstand- andi vetur, mátti telja það ákveðið, að kosningar yrðu í vor. Ákvað Alþýðuflokkurinn þá, með .hliðsjón af því, að bera fram breytingar á stjórnar- skránni, sem líklegar þættu, samkvæmt yfirlýsingu Sjálf- stæðisflokksins, að' hafa fylgi meira hluta þings. Alþýðuflokk- urinn greip því fyrsta tækifæri sem gafst, eftir að sýnt var, að kjördæmabreytingin frá 1934, var mjög ófullnægjandi, til þess að reyna að fá íögfestar frekari réttarbætur og leiðréttingar. Er það því víðsfjarri, sem haft er eftir Jakob Möller fjármálaráð- herra, við fyrstu umræðu stjórn arskrármálsins, að undanlegt væri að Alþýðuflokkurinn hefði ekki fyrr sætt færi til þess að koma. fram með þessar tillögur. Áður sýndist það vera miklum örðugleikum háð að komá þeim fram. — Sjálfstæðisflokkurinn hafði og ekki, frá því að breyt- ingin. frá 1934 var gerð, komið fram með auknar tillögur á alþingi til umbóta í þessu máli, og sýnist því næsta ólíklegt að hann myndi í upphafi eða á miðju kjörtímabili, vera líkleg- ur til samstarfs í þessu efni. Frumvarp það, til breytinga á kjördæmaskipun landsins, er Alþýðufl. hefir lagt fram á al- þingi, hefir að geyma þessar höfuð breytingar 1. Hlutfallskosnmgar í tví- menningsk j ördæmum. 2. Fjölgun þingmanna í Reykja vík um 2, eða úr 6 í 8. 3. Kaupstaðirnir Akranes, Nes- kaupstaður og Siglufjörður verði ný kjördæmi, er velji ■ ■ » sinn þingmanninn hvert. 4. Uppbótaþingsæti verði eins og áður 11, en landslisti all- ur raðaður. Gætu þingmenn þannig orðið 54, en samt óvíst að svo yrði fyrst um sinn. Færa má skýr rök að* því, að þessar breytingar myndu, að minnsta kosti fyrst um sinn, koma á réttlátu hlutfalli á milli kiósendafjölda flokkanna og fulltrúa þeirra á Alþingi. Og það er að sjálfsögðu höfuðatrið- ið, svo að saman fari þjóðræði og þingræði, en á því er nú verulegur misbrestur. Á það skal hér aðeins drepið, að Alþýðufl. hefir áður fyr flutt aðrar tillögur, að landið væri allt eitt kjördæmi, eða því skipt í nokkur, 6—8, stór kjördæmi, og allir þingmenn kosnir hlut- bundnum kosningum. Ekki þótti fært að hreiía þeim til- lögum að þessu sinni, svo mjög sem andstaða gegn þeim var rík meðal /fjölda þingmanna, sem annars voru hlynntir breyting- um til réttlátara horfs. Má og Föstudagur 17. apríl 1942. með nokkrum sanni segja, að hin fornu kjördæmi séu bundin sögulegum rökum og erfðavenj- um, og hafi einnig nokkuð til síns ágætis, 'þó óneitanlega fylgi þeim margir gallar og mis- fellur. Hneig Alþýðufl. að því ráði, að flytja frumvarp það, sem fyrir liggur. Og það var af þessum tveim höfuðástæðum: 1. Það bætir úr mestu ágöll- um þess skipulags, sem nú er. 2. Það er, líklegt til þess að hafa fylgi meiri hluta al- þingis. Eins og vænta mátti, hefir frumvarp þetta sætt harðri andstöðu af hálfu Framsóknar- flokksins. Hefir hún komið greinilega í ljós á alþingi og í. Tímanum. Sérstaklega hefir formaður flokksins, Jónas Jóns- son, í grein í Tímanum 28. marz s. 1., er hann nefnir „Stjórnar- skrá upplausnarinnar,“ ráðizt harkalega að tillögum Alþýðu- flokksins í kjördæmamálinu. Má ætla að í þessari grein for- Frh. á 6. síðu. TP ÍMINN ræddi í aðalrit- stjórnargrein sinni í gær um möguleikana á stjórnar- skiptum í sambandi við kjör- dæmamálið og. myndun Al- þýðuflokks- og Sjálfstæðis- flokksstjórnar til þess að fylgja málinu fram til sigurs við kosningar í vor. Tíminn skrifar: „Það er Sjálfstæðisflokkurinn, sem ræður úrslitum í þessum efn- um. Hann geíur valið ófriðarleið Alþýðuflokksins, sem þýðir að- gerðarleysi í dýrtíðarmálinu og verkafólksmálunum, vaxandi átök og yfirboð í stjórnmálabaráttunni og enga varanlega lausn í kjör- dæmamálinu. Hann getur valið friðárleið Framsóknarflokksins, sem þýðir auknar aðgerðir í dýr- tíðarmiálunum og verkafólksmál- unum, mildari átök milli aðal- flokkanma og góða von um að sam- komulag náist um varanlega lausn stjórnarskrármálsins.“ Jú, það má nú segja: Það er lagleg „von“, eða hitt þó held- ur,.til þess, að samkomulag ná-\ izt um varanlega lausn kjör- dæmamálsins — við Framsókn- arflokkinn! Eða halda menn það ekki? Og enn skrifar Tíminn: „Alþýðuflokkurinn hefir bundið sig svo fast við hina ábyrgðarlausu ófriðarleið, að hann getur ekki sagt skilið við hana að svo stöddu. Sjálfstæðisflokkurinn hefir hins vegar ekki ráðið sig til fulls. Vafa- laust býður Alþýðuflokkurinn honum mörg freistandi boð, ef hann vill koma með í hrunadans- inn. Kannske finnst Sjálfstæðis- flokknum þau svo freistandi, að tilvinnamdi sé að fórna þjóðarhags- mununum vegna þeirra. Þjóðar- hollusta, ábyrgðartilfinning og drengskapur Sjálfstæðisflokks- foringjanna gengur þessa dagana undir próf, sem skiptir miklu fyrir þjóðina.“ Já, vissulega skiptir það ekki litlu fyrir þjóðina, hvaða af- stöðu Sjálfstæðisflokkurinn af- ræður að taka til kjördæma- skipunarfrumvarpsins. En er það ekki helzt til hátíðlegt, að kalla samvinnu Kveldúlfsklík- unnar við Framsóknarhöfðingj- ana „þjóðarhagsmuni“? Þeirri samvinnu verður Sjálfstæðis- flokkurinn að vísu að „fóma“, ef hann vill fylgja réttlætis- málinu fram til sigurs! ' * * * Vísir gerði í fyrradag spurn- inguna um alþingiskosningar í vor að umtalsefni og tekur nú loksins ákveðna afstöðu með því, að þeim verði ekki lengur frestað. Vísir skrifar: „Það, sem allt veltur á nú, er að skapa öryggi í þjóðmálunum. Til þess liggja tvær leiðir. Önnur er sú, að fresta kosningum fram yfir stríð — hin að láta kosningar fara fram svo fljótt, sem því verð- ur við komið. Úr því, sem komið er, er ekki nema um eina leið að ræða. Hún er sú, að efna til kosn- inga, — láta slag standa, — og skapa þannig öruggan grundvöll fyrir þjóðnýtu starfi ríkisstjórnar og alþingis. Óttinn við kjósend- urna á engan rétt á sér á slíkum tímum sem þessum.“ Seint koma sumir og koma Þó. ..........^............ *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.