Alþýðublaðið - 17.04.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.04.1942, Blaðsíða 7
Bfeataáagux 17. apríl 1942. ALÞYBUBLAÐIÐ j jBærinn í dag. i Næturlæknir er Þórarinn Sveinsson, Ásvallagötu 5, sími 3714. Næturvörður er í lyfjabúðinni Iðuinni. ÚTVARPIÐ: 12,15—13,00 Hádegisútvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp, 16.30 íslenzkukennsla, 1. fl. 19,00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19,25 Þingfréttir. 20,00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka Breiðfirðingafé- .lagsins; a) Þorst. Þorsteins- son sýslinnaður: Ræða. b) Breiðfirðingakórinn syngur. . c) Andrés J. Straumland: Ræða. d) Kristín Einars- ' dóttir: Einsöngur. e) Síra Jón Thorarensen: Upplest- ur. f) Jóhann Garðar: Kvæðalög. g) Jóhannes úr Kötlinn: Upplestur. h) Breiðfirðingakórinn syngur. i). Helgi Hjörvar: Upplest- ur. j) Jón í Ljárskógum: Einsöngur. k) Kveðjuorð og söngur. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Leiðrétting. Það ranghermi var í frásögn A1 þýðublaðsins af atkvæðagreiðsl • unni í neðri deild alþingis um gerðardómslögin eftir aðra um- ræðu, að sagt var að Jón Pálma- son og Sigurður Kristjánsson hefðu einnig greitt atkvæði með lögunum til þriðju umræðu. Hið rétta er, a£> Jón Pálmason greiddi ekki atkvæði og Sigurður Krist- jánsson var fjarverandi. Reykjavíkurannáll h.f. sýnir revyuna Halló, Ameríka! i kvöld kl. 8. Ríkisstjómin hefir nú auglýst, að umferða- bann það, sem verið hefir á Eiðis- vík, sé upphafið. Athygli foreldra skal vakin á auglýs- ingu frá barnaskólunum í blaðinu í dag. Bridgefélag Reykjavíkur heldur dansleik að Hótel Borg í kvöld kl. 714 og hefst hann með sameiginlegu borðhaldi. Undir borðum verða afhent verðlaun til sigurvegara í tveim síðustu bridge- keppnum. Heimilisblaðið Vikan, sem kom út í gær, flytur m. a. þetta efni: Sundskilyrði Reykvík- inga fyrr og nú, grein um Matthías Sigfússon listmálara og verk hans, Fyrsta skrefið, smásaga eftir Dor- othy Curnon Handley o. m. fl. Klæðskerasveinafélagið Skjaldborg heldur árshátíð sína í kvöld í Alþýðuhúsinu við Hverf- isgötu. Verða þar ræðuhöld, söng- ur, upplestur, gamanvísur, leik- þáttur og dans. Slys í Völundi. f fyrrakvöld vildi það slys til inni 1 Völundi, að timburhlaði féll ofan á Jósep Húnfjörð og meiddist hann. Var hann fluttur á spítala og kom í ljós við læknisskoðun, að hann hafði marizt töluvert, en ekki hættulega. Umferðarbann. Bæjarráð hefir samþykkt að leggja til að umferð ökutækja verði bönnuð um nyrzta hluta Bjarkargötu, frá Skothúsvegi norður að Tjarnargötu. Frú Fríða Einarsson heldur píanóhljómleika í Gamla Bíó á sunnudaginn og mun Her- mann Guðmundsson aðstoða hana. ’ Á dagskránni verða einkum léttir valsar og vinsæl smálög. Frú Fríða . er mörgum að góðu kunn fyrir pí- anóleik sinn, Hún hefir nokkrum sinnum leikið í útvarpið, og hlotið vinsældir fyrir. Konungur. EejflJasíl. ferkalfiir Vest- mannaejrja mótmæl- ir kópnarlöganmn. VEtRKÁiLÝÍ)SíFÉL. Vestm,- eyja gerði eftirfarandi sam- þykkt á ftmdi sínum 11. ,þ. m.: „Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, haldinn 11. apr. s. 1., skorar á alþingi það, er nú áitur, að staðfesta ekki bráða- birgðalög um gerðardóm í kaup- gjalds- og verðlagsmálum og tel- ur úrskurð gerðardóms 23. marz s. 1. um kaupgjald'í Vestmanna- | eyjum ósanngjarnan, þar sem fullt samkomulag var komið á | milli verkalýðsfélagsins og at- vinnurekenda. Tímakaup verkakvenna er hæst hér á landinu. Kaup iðn- aðarmanna er jafnhátt hér og í Reykjavík. Kaup verkamanna er lægst hér af kaupstöðunum. Gerðardómurinn hefir því geng- ið fram hjá að samræma kaup- ið, eins og bráðabirgðalögin gera þó ráð fyrir. Enn fremur telur fundurinn hættulegt ósam- ræmi í verkkaupsgjaldi kaup- staðanna, sem hlýtur að leiða af sér að verkamenn 'safnast um of til Reykjavíkur.“ | Þessi 16 ára piltur, Ananda ! Mahidol, er konungur í Thailandi, eða var það, þeg ar Japanir réðust inn í land | ið. Ekki er kunnugt, hvort ! hann hefir orðið að víkja j fyrir syni sólarinnar, sem situr í Tokio, eða ríkir enn. Ný sóbn Japana á Burma. JAPANIR hafa nú hafið nýja sókn í Burma með það fyr- ir augum að rjúfa járnbrautina milli Mandalay og Lassio. Segir frá þessu í tilkynningu frá Chungking, en kínverskar her- sveitir eru til vamar á þeim slóðum. Bæði á Irrawady óg Sittang vígstöðvunum sækja Japanir fram. Á þeim fyrri leitast þeir við að umkringja hersveitir Breta, sem eru til vamar, en það virðist enn ekki hafa tekizt. 5 trésmiðir ðg 6 márarar. jC> FTIRTÖLDUM mönnum hefir verið veitt viðurkenn- ing til að standa fyrir húsasmíði í Reykjavík. Var samþykkt gerð um það á fundi byggingarnefnd- ar fyrir nokkru: Trésmiðir: Runólfur Eiríks- son, Grundarstíg 4, Þórður Jas- onarson, Sóleyjargötu 23, Sig- fús Ó. Sigurðsson, Höfðaborg 12, Björn Ketilsson, Grettisgötu 7, Tyrfingur Þórarinsson, Sóleyj- argötu 15. Múrsmiðir: Gunnl. Kristins- son, Nýlendugötu 20, Sigurjón Pálsson, Þórsgötu 27, Páll Ein- arsson, Þórsgötu 15, Vilberg S. Hermannsson, Hávallagötu 7, Eyjólfur Runólfsson, Nýlendu- götu 17, Páll Melsted Ólafsson, Freyjugötu 6. Ameríksku flugmennirnir eru nú aftur farnir að gera árásir á herstöðvar Japana, en ekki er það í stórum stíl. Hringlð í síma 490® og gerist áskrifendur að Mpýðublaðinn. Innilegt þakklæti til allra hinna mörgu, sem minntust mín á fimmtugsafmæli mínu. , Tryggvi Jónatansson, Akureyri. Alúðarþakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur vináttu og samúð við fráfall og jarðarför föður okkar og tengdaföður, HANNESAR JÓHANNSSONAR, verkstjóra, Sérstaklega þökkum við fjölskyldu Einars Þorgilssonar fyrir trygglyndi þeirra og drengskap'’ við hann bæði fyrr og síðar. Anna Hannesdóttir. Gísli Guðmimdsson. Kristjana Hannesdóttir. Sigurður Guðmundsson. Jarðarför dóttur okkar og systur, HELGU JÓNÍNU, fer fram laugardaginn 18. apríl frá dómkirkjunni og hefst með bæn á heimili okkar, Brávallagötu 8, kl. 1 e. h. Guðlaug Jónsdóttir. Gísli Magnússon og systkini. Smásölnverð á viodll&gum. Verð á eftirtöldum tegundum af enskum VIRGINIA vindlingum má eigi vera hærra en hér segir: Commander í 20 : stk. pk. Kr. 1,70 pakkinn — 50 — ks. — 4,25 kassinn Elephant 10 — pk. — 0,85 pakkinn De Reszke 20 :— — — 1,80 — May Blossom 20 — — — 2,00 — Craven A 10 — — — 1,10 — Players N/C med.- 10 — — — 1,15 — — — — _ 20 — — — 2,20 — Capstan — 10 — — — 1,15 — Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera 3% hærra en að ofan greinir, vegna flutningskostnaðar. Tóbakseinkasala ríkisins. Menntasbólinn og stólburnar. ! (Frh. af 2. síðu.) í skólasetningarræðu sinni í haust hefir rektorinn enn frem- ur látið þessa sömu skoðun í ljós með eftirfarandi orðum: „Tillögur mípar um skól- ann eru þá þessar: Þegar til þess kemur að honum verði reist hús, er rétt að flytja hann burt úr bænum og gera hann að heimavistarskóla fyrir pilta eingöngu. . . Jafn- framt verði kvennaskólinn gerður að stúdentaskóla fyr- ir stúlkur og sniðinn við þeirra hæfi.“ Þar eð augljóst má vera af frámanrituðum tilvitnunum, að hér er verið að gera tilraun til þess að aðgreina almennt nám og skólagöngu karla og kvenna og skapa sérskóla fyrir stúd-' entamenntun hvors kynsins um sig, vilja stjórnir Kvenréttinda- félags íslands og Kvenstúdenta- félags íslands leggja fram við haestvirt alþingi ákveðin mót- mæli gegn því að nokkuð það sé gert, er skerði þann rétt, er konum var veittur með lögum nr. 37 frá 11. júlí 1911, sem veita konum sama rétt og körl- um til að njóta kennslu og ljúka fuHnaðarprófum í öllum menntastofnunum landsins, syo pg. sama rétt til styrktarfjár námsmanna og að lokum emb- ættisgengi til jafns við karl- menn sbr. 1., 2. og 3. gr. nefndra laga.“ Undir skjalið skrifa: í stjóm Kvenréttindafél. íslands. Laufey Váldimarsdóttir, Aðal- björg Sigurðardóttir, María Knudsen, Guðrún Stefánsdóttir, Þóra Vigfúsdóttir. 1 stjórn Kvenstúdentafél. íslands. Katrín Thoroddsen, Auður Auðuns, Theresía Guðmunds- son, Svanhildur Ólafsdóttir, Drífa Viðar, Helga Valfells, Þórunn Hafstein. Stafford firipps í Kairo. S IR STAFFORD CRIPPS er nú í Kairo og hefir hann átt viðræður við Nahid Pasha, iorsætisráðherra landsins. Þá hefir hann einnig rætt við her- foringja Breta í Egyptalandi. Hann hefir átt tal við blaða- menn og sagði hann þeim, að hann hefði þegar sent stríðs- stjórninni skýrslu sína, . óg rnundi hann enn fremur gefa munnlega skýrslu í neðri deild- inni, þegar hann kæmi til Eng- lands. Hann sagði, að ástandið í Indlandi væri nú skýrt og af- staða aðila greinileg, svo að góður grundvöllur væri fyrir framtíðar umræður. Hann sagði, að viðræður sín- ai’ við hina indversku leiðtoga hefðu verið mjög vingjarnleg- ar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.