Alþýðublaðið - 17.04.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.04.1942, Blaðsíða 8
ALÞYÐUBLAÐIÐ Fös.tudagur 17. april 1042. SÍMON GAMLl mætti manni a fömum vegi og gaf honum að súpa á brenni- vínskútnum, . sem hann var með. Símon þótti maðurinn súpa fullmikið og sagði: „Þú gerir svo vel að skirpa út úr þér gjörðunum, því að ekki rennirðu þeim þó niður, þótt þér 'þyki það gott, sem á kútnum er.“ * KOLLÓTT AFTANFYRIR. EINU SINNI sem ofiar var sr. Hallgrímur Thorlaci- us í Miklagarði að spyrja börn á kárkjugólfi og spyr: „Nær verður dómsdagur?“ Börnin svöruðu ekki, sem ekki var von. Þá segir prestur: „Það er ekki von, að þið vitið það, börn, það veit enginn maður og ekki ég sjálfur né englar guðs á himnum, og varla guð sjálfur.“ Aðrir segja, að hann hafi sagt: „Það er ekki von, að þið vitið það, börn, það vita ekki engl- ar guðs og varla ég sjálfur.“ Öðru sinni var sr. Hallgrím- ur að spyrja börn og spurði þau hvernig hásæti Salómons hefði litið út, en börnin vissu það ekki. Þá fór prestur að lýsa því fyrir þeim, og lauk lýsingunni svona: „Það er koll ótt aftun fyrir, sem merkir þá eilífu hvíld.“ * EVRÓPUKORTIÐ hefir breytzt oft síðustu árin. Það er því skiljanlegt, að úi- lendingaeftirlitið í Ameríku léti prenta eftirfarandi skipun á eyðublöð sín: „Sé maðurinn fæddur erlend- is, skrifi hann hér nafn lands- ins, sem fæðingarsta&ur hans var í 1. janúar 1937.“ MEÐAN á grísk-ítalska stríðinu stóð gengu marg ar sögur um það á Italíu, hve Grikkirnir væru þolgóðir og hugrakkir. Til dæmis gelck gekk saga um það, áð einn Grikki hefði handtekið hundr- að ítali. Þegar Mussolini heyrði þessa sögu, varð hann bálreið- ur. „Þetta er haugalýgi,“ æpti hann. „Mínir menn eru hug- rakkir. Þessu hefir auðvitað verið snúið við. Það hafa verið hundrað ítalir, sem liandtóku | einn Grikkja.“ J voru allir treyjulausir og hatt- lausir. Nú fóru þeir úr skón- um og bundu þá með reimun- um um hálsinn á sér. Hún horfði út að skipinu og sá, hvernig það togaði í festarnar og ljósið í siglutoppinum sveifl aðist fram og aftur, eftir því sem öldumar vögguðu skip- inu, en mennirnir, sem voru um borð, sváfu svefni hinna réttlátu. En nú myndi verða læðst að þeim í myrkri nætur- innar. Ekkert áraglamur myndi.heyrast og hvergi myndi sjást bátur, en blautir menn myndu læðast upp skipshlið- ina, stökkva inn fyrir borð- stokkinn, hvíslast á og grípa að lokum um hálsinn á fórnardýr- um sínum. Það fór hryllingur um hana, en hann snéri sér við og sagði: — Farið nú. Hún hlýddi honurn og fór aftur yfir klett- ana, en Piferre Blane trítláði á eftir henni. Hún leit ekki um öxl, en hún vissi, a'o þeir voru að synda út í skipið. Enn var að hvessa og það var hellirign- ing- XIII. kafli. Dona hnipraði sig saman í stefninu á bátnum og regnið steymdi um hana alla. Piérre Blanc þreifaði fyrir sér í myrkr- inu eftir árunum. Það var mikill öldugangur og hvítfyss- andi öldurnar flæddu langt upp i fjöruna og brotnuðu þar. Ekki varð vart við neina hreyfingu í kofunum á ströndinni, og þau höfðu tekið fyrsta bátinn, sem þau fundu og var hæfilega lítill handa þeim tii þess að ráða við. Pierre Blanc réri út í mitt sund- ið, en þegar þangað kom, voru þau fyrir opnu hafi og storm- urinn næddi um þau af öllu afli, og öldurnar brotnuðu á bátnum. Regnið streymdi úr loftinu og Dona hríðskalf í þunnri skyrtunni og vonleysið gegntók hana. Henni datt í hug, að ef til vill væri það sér að kenna, að óheppnin elti þau þetta kvöld, og ef til vill yrði þetta síðasta ránsferð Máfsins, en hann hafði aldrei fyrr siglt með konu innan borðs. Hún horfði á Pierre Blanc, sem lagðist nú á árarnar af öllu afli. Hann var nú hættur að brosa og horfði um öxl út í mynni hafnarinnar, þar sem brimið æddi og sjóarnir risu himinháir. Þau voru nú beint fram undan Foweyþorpi og hún gat nú séð húsaþyrpinguna, en yfir hana gnæfði tuminn á kirkjunni. Allt þetta ævintýri var í vit- und hennar eins og vondur draumur, sem hún myndi aldrei vakna af og Pierre litli Blanc með apaandlitið var þátttakandi í ævintýrinu. Hún laut fram í áttina til hans og hann hvíldi sig á árun- um ofurlitla stund og bátur- inn hossaðist á öldutoppunum. — Ég mun finna húsið ein, sagði hún — og þér bíðið hér í bátnum við bryggjuna. Hann horfði á hana efasam- ur á svip, en hún var ákveðin og lagði hönd sína á hné hans. Það er eina leiðin, sagði hún. — Og ef ég verð ekki komin eftir hálftíma, verðið þér að fara strax út í skipið. Hann virtist hugsa sig um og svo kinkaði hann kolli til samþykkis, en hann brosti ekki núna. Veslings Pierre Blanc, sem aldrei hafði verið alvar- legur áður, skildi nú, að allt var þetta vonlaus barátta. — Þau fóru nú alveg að bryggj- unni, og ljóskerið á bryggj- unni varpaði daufum bjarma framan í þau. Sjórinn gjálfraði við bryggjuna og skolaðist langt í bryggjustigann. Dona stóð upp í bátnum og seildist upp á bryggjubrúnina. — Gleymdu ekki, sagði hún — ’að þú átt ekki að bíða eftir mér. Vertu hér aðeins í hálftíma og farðu svo, ef ég verð ekki kom- in. Hún snéri sér undan og fór svo að hann sæi ekki áhyggju- svipinn á andliti hennar. Hún fór fram hjá kofunum niðri við ströndina og stefndi í átt- ina til kirkjunnar og stað- næmdist loks hjá húsinu, sem henni hafði verið bent á. Það voru ljós á neðri hæð- inni, hún sá það gegnum gluggatjöldin, en það voru eng- ir á götunni. Hún stóð við hús- ið, stundarkorn, óviss í því — hvað gera skyldi og blés á hann, því að henni var orðið kalt, og nú fyrst varð henni NYJA bio ■ í jarðlífsfjðtram. (Earthbound) Áhrifamikil og sérkenni- leg kvikmynd. Aalhlutverkin leika: WARNER BAXTER ANDREA LEEDS Sýnd kl. 5, 7 og 9. Born innan 12 ára fá ekki aðgang. það ljóst, hversu djarft fyrir- tæki það var að ætla sér að reyna að lokka Philip Rash- leigh um borð í skip sitt. Því að brátt myndi hann verða háttaður og sofnaður, og þau þyrftu ekki að hafa neinar á- hyggjur út af honum fyrr en á morgun, þegar þau væru á bak og burt. Regnið streymdi enn út loftinu, og hún var mjög einmana og fannst hún aldrei hafa verið hjálparlausari en Kgamla bmi Ubsí lávarðorion. ÍYoung Man’s Fancy). Ensk gamanmynd me ANNA LEE og GRIFFITH JONES Aukamynd: STYRJÖLDIN í KÍNA Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning kl. og 6úá. PÓSTÞ J ÓFARNIR Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. núna. Skyndilega heyrði hún' glugga opnaðan á þæðinni fyrir ofan hana. Hún var skelfingu lostin og þrýsti sér upp að veggnum. Hún heyrði að ein- hver hallaði sér á olnbogana fram í gluggakarminn, hristi öskuna úr pípu sinni og geisp- aði. Hún heyrði, að stóli var ýtt til hliðar í herberginu og einhver ávarpaði þann, sem úti í glugganum lá, og hann svar- CniDCOT Skömmu síðar riðu þeir Sankó á þjóðveginum ásamt manni nokkrum, Don Diegó að nafni, sem þeir höfðu hitt stuttu áður. Sankó reiddi stál- hjálm húsbónda síns, því að heitt var í veðri. Allt í einu snérist Don Q. af- ar snögglega að fylgdarsveini sínum: „Fáðu mér hjálminn minn strax,“ æpti hann. „Ég verð að vígbúast í hvelli, því að mín bíður hættuleg viðureign.“ Don Diegó leit allt í kring um sig og sá ekkert nema stór- an vagn, sem kom á móti þeim á veginum. Vagninn drógu múlasnar, sem skreyttir voru litlum flöggum. „Ég sé ekkert athugavert,“. sagði Don Diegó. „Herra minn,“ sagði Don Q. „Það er alltaf vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig. Ég á marga fjandmenn, bæði sýni- lega og ósýnilega, og ég get bú- izt við að rekast á þá á hverri stundu.“ Hann hagræddi hertygjum sínum og vopnum og setti sig í stellingar. „Nú er ég við öllu búinn,‘* sagði hann. Ökumennirnir neyddust til að stöðva vagninn, þegar þeir komu þangað, sem riddarinn og hestur hans stóðu vígalegir á miðjum veginum. Á fremsta múlasnanum sat maður og ann- ar framan til á vagninum. „Hver á þennan vagn, og hvað er í honum?“ spurði riddarinn hvatskeytlega, „og hví eru þessi flögg á honum?“ „Ég á þennan vagn,“ sagði maðurinn á asnanum. ,,í vagn- inum eru tvö grimm ljón, sem Óran hershöfðingi sendir kóng- inum okkar. Flöggin bera liti konungsins, til þess að allir viti,. að þetta er hans eign.“ „Eru þetta stór ljón?“ spurði Don Q. „Ægilega stór,“ svaraði mað- urinn, sem á vagninum sat. — „Þetta eru stærstu ljónin, sem farið hafa frá Afríku til Spán- AWIÍRlOUS FORCE 44VS CAUSEP ÍCCKGHY'5 PlANE, ANO'WE WSSENffEg UINER HE WAS FOlLOWlNG.TD CgASR RARACMUriNG TO SAFETy SCORCHY ANP LEE HAVE MAXC THEJR WAVTOTúEWREOC 0F THE LINER... THSRE'S NOrA CHANCE THAÍ ANY OFTHEM ‘SURVIVED/ guT THERE A\AY EE SOVÆTWINS OOWN THbRE TO EXPLAIN WHY -THEY CRASHEO / m GOINO TO me. A L00K ' AROUND/ & llSglNK MYND4SAG4 Örn og Lillí eru að kanna flakið af farþegaflugvélinni og komast að raun um, að enginn farþeganna er á lífi. Öm: Ég ætla að athuga þarna niðri. Þar er ef til vill eitt- hvað, sem getur skýrt hrapið. Lillí: Finnurðu nokkuð? Öm: Ekki nokkurn hlut. Hér er allt mölbrotið! Örn: Það bezta, sem við get- um gert, er að segja frá þessu. .... Bíddu augnablik, hér er eitthvað! ^ .. ...... / /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.