Alþýðublaðið - 18.04.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.04.1942, Blaðsíða 7
M',. S\ iBærinn í dag.; Næturlæknir er Bjarni Jónsson, Vesturgötu 18. Næturvörður er í lyfjabúðinni Iðunn. ÚTVARPIÐ: 20,30 Leikrit: „Brúðkaupssjóð- urinn“ eftir Peter Egge. H. Hjv. þýddi. Leikstj. Brynj. Jóhanness. HANNES Á HORNINU (Frh. af 5. síðu.) blöðum um það að fletta, hvílik sjúkdómshætta er því samfara að ganga öma sinna út í fjós. Auk þess hvað þetta lýsir takmarka- lausri ómenningu og á ekkert skylt við neina menningu.“ „SÁ SEM ÞETTA ritar, spurði eirni alþingismann nýlega hvort hann vildi flytja frumvarp, á Al- þingi, sem skyldaði alla búend- ur til sjávar og sveita, að hafa vanhús eða vatnssalemi í húsum sírium eða við. Hann svaraði mér því að ekki væri þess nein þörf, þar sem slíkt væri fyrirskipað í eldri lögum. Nú vildi ég segja, að ef þetta er rétt, að skylda sé fyrir hendi til slíks, þá ætti landlæknir að beita sér fyrir því, að slíkum iögum væri hlýtt, en séu þau eigi til, þá má þetta ekki lengur svo til ganga. Það verður að setja lög um þetta og það hið allra fyrsta. t>ar með væri stórum áfanga náð í hreinlæti. Þyrfti þá og um leið að skylda alla hina stærri bæi að hafa nógu mörg og góð almenn- ings salerni, sem íbúar viðkom- andi bæjarfélags vissu að minnsta kosti hvar væm niður komin. — Það er nóg hér á landi af hvers konar ómenningu til sjávar og sveita, þó þessu sjálfsagða hrein- iætismáli sé gerð sæmileg skil.“ Bamastúkan UNNUR nr. 38. Fundur á morgun kl. 10 fyr- ir hádegi í Góðtemplarahús- inu. Kosning fulltrúa til um- dæmisstúku, stórstúku og unglingaregluþings. Félagar fjölmennið og mætið stund- víslega. Síðasti fundur vetr- arins. Bamastúkan ÆSKAN heldur skemmtifund (síðasti fundur á vetrinum) á morgun, sunnu dag, kl. 3V2 e. h. Fjölbreytt skemmtiskrá. Aðgangur ó- kéypis fyrir skuldlausa fé- lága, og 1 króna fyrir aðra félaga og gesti. Miðar afhent- ir á surtnudag frá kl. 10—12 í Góðtemplarahúsinu. Fermingar- gjafir , handa drengjum, sem þeir eiga alla æfi. „í veriini',* sága Theódórs j Friðríkssonar, merkásta j . bók ársins. — í fallegu ,,luxus“ skinnbandi, „Ljósið, sem hvarf“. Þydd af Árna frá Múla. . „Andvökur“, 6. bindi. Síð- ustu ljóð Stephans G. Spakmælabókin. ALÞYÐUBLAÐIÐ Beztu þakkír til allra, sem sýndu hluttekningu við fráfall og jarðarför ekkjunnar ODDNÝJAR ÞORLEIFSDÓTTUR ' •'•" •'•■ ■ ' . • • i1'! ' . b"'". "" •■■•' > "b-ó. ■•.'■.'; ■ • i , * -■, '\ v; Aðstandendur. Hjartans þakkir mínar og barna minna færi ,ég öllum þeim mörgu, fjær og nær, sem ógleymanlega sýndu hjálp í hinni iÖngu sjúkdómslegu okkar hjartkæra vinar ög föður, BJÖRGVINS PÁLSSONAR, Hörgslandi á Síðu, og nú síðast við andlát hahs og jarðarför. Biðjum við algóðan guð að launa ykkur af ríkdómi sínum. Guð blessi ykkur öll. Pála Katrín Einarsdóttir og böm, Hörgslandi. Ford fólksbifreið model 1936, sem orðið hefir fyrir skemmdum í árekstri, er til sölu. Þeir, sem gera vildu tilboð í bifreiðina, geta kynnt sér ásand hennar, þar sem hún stendur fyrir utan bifreiðaverkstæði Sveins Egilssonar. Væntanleg tilboð sendist Bifreiðadeild Sjóvátryggingarfélags íslands h.f. fyrir n. k. þriðjudag. Réttur er áskilinn til þess að taka hvaða tilboði, sem er, eða hafna öllum. NB. Nokkuð af þeim hlutum, sem vantar í bifreið- ina, eru fyrir hendi, og fást upplýsirígar um það í skrifstofu félagsins. PUDLO- þéttíefnið. BINDILYKK JUR á steypnjám. Nýjar birgðir komnar. Sðgln b.f. Sími 5652. EINHOLT 2. Sannleikurinn er sagnabeztur ;<h .. - -M •" ... , y (Frh. af 6. síðu.) mér, myndi ég vilja samþykkja að láta Sambandinu hlutabréfin í té fyrir nefnda upphæð 300%, Samsvaraði það verð nokkurn veginn eftir atvikum þeim verðmismun, sem til var orðinn vegna verðbólgunnar, og vegna þess að ég hafði í sama augna- miði árið áður afhent helming- inn af hlutabréfum mínum fyr- ir nafnverð. Það fór svo fjarri því að hlutabréfin þættu of hátt seld af minni hálfu, að ég held að engum hafi dottið það í hug, nema þá ef til vill Jónasi Jóns- syni, að bera slíkt fram. Miðað við síðasta tilboðið, sem kom fram í hlutabréfin, mætti jafn- vel segja, að ég hafi gefið Sam- bandi íslenzkra samvinnufé- laga, og þá væntanlega Fram- sóknarflokknum, 50—60 þús- und krónur, sem var mismun- urinn á því verði, sem ég seldi Sambandinu bréfin á, og því verði, sem boðið var í þau af öðrum. Ég vil þá bæta því við, að eini maðurinn í Framsóknar- flokknum, sem verulega- hefir skaðað fyrirtækið prentsmiðj- una Eddu, er sjálfur Jónas Jónsson, sem stóð fyrir því, að tímaritið Vaka yrði prentað þar og lét svo hlaupa frá um 5000 króna skuld við prentsmiðjuna. Þá varð að gefa Sambandi ungra Framsóknarmanna eftir rúmlega 3000 krónur fyrir prentun á ritum Jónasar, vegna þess að S.U.F. mun ekki hafa hagnazt sérlega á þeim útgáf- um. Hér hefi ég skýrt frá sann- leikanum um viðskipti mín við prentsmiðjuna Eddu og Fram- sóknarflokkinn í því sambandi og geta menn þá séð hve að- dróttanir J. J. í minn garð um þau mál eru óhæfilegar og ó- sæmilegar, enda vita allir ráða- menn í Framsóknarflokknum, hvers konar sannindi J. j;. fer með í þessu máli. Ég ætla ekki í bili að svara meiru í grein J. J. um mig. Ég læt mér aðeins nægja að sýna fram á, að maðurinn hefir farið með fullkomin ósannindi og að ályktanir hans eru þar eftir. En ég vil beina því til þingmanna og miðstjórnar Framsóknar- flokksins, hvort þeir geti og ætli sér í framtíðinni að bera ábyrgð á slíkum ósanninda- skrifum, eða hvort þeim finnist ekki kominn tími til að setja „nýtt andlit“ á Tímann. Sigurður Jónasson. Fengum í dag smekklegí úrval af krystalvörum. F. 26. nóv. ’17. D. 30. marz ’42. „Yndi þinna þú varst alla stund þín hin hreina, fagra barnalund átti hér ei heima hélt til fegri geima reynslu þruman þegar nísti grund. Þú ert dáin — dauðans brúðar- lín dregið yfir fögru ljósin þín — Já —• en eitt sinn aftur eilífur talar kraftur verði ljós og vaki börnin mín“. Þannig kvað Matt. Jochums- son um látna meyju, en sú lýs- ing, sem í þeim ljóðum felst, má einnig gera að minningar- orðum um hina látnu meyju, sem borin er til grafar í dag. Helga Jónína var einkadóttir hjónanna Guðlaugar Jónsdótt- ur og Gísla Magnússonar á Brá- vallagötu 8. Fullra 17 ára kenndi hún fyrst þess sjúkdóms er varð henni banamein. í 7 ár lifði hún milli vonar og ótt um hvort lífsfjör og æskuþróttur yrði sjúkdómn- um sterkari. Um skeið virtist svo sem lífsþráin mundi sigra, en svo fór að lokum að hún vissi hvert stefndi og tók þeim örlög- um með barnslégri gleði að hverfa héðan á braut og vista- skiptunum fagnaði hún með trú og traust á fegurra framhalds- líf. Frá æskucjögum var hún blómið á heimilinu, sem for- eldrarnir hlúðu að og unnu mest og bundu vonir sínar við á marga lund. Vinir og venzla- menn dáðu hina ungu mey, æskublóma hennar , lífsgleði, hreinleik og göfugt hjartalag, sem kom æ betur í Ijós er and- legur þroski hennar óx. í sjúk- dómslegunni komu fram þeir eiginleikar, sem beztir verða taldir hjá hreinni og óspilltri mannssál. Um hana mátti segja hið sama og eitt af þjóðskáldum vorum kvað við dánarbeð ungr- ■ar stúlku. ,Jiún var svo ljúf og allra sinna yndi i allra munni var og hét hún rós en eins og fljótast fýkur strá í * vindi sú fríða liljan hvarf í dauðans ós“ Helga sál. var góðum gáfum gædd. Listhneigð var henni í blóð borin, enda lagði hún hönd á að mála og teikna meðan þrekið leyfði. Lestur góðra bóka voru henni unaðsstundir og einkum þær, erlutu að fagur fræðilegum efnur. Lífsferill henn var með óvenjulegum hreinleik og sambandið milli móður og dóttur var svo full- komið að vart mun innilegra eða ástúðlegra finnast. Hér er lokið fögru og stuttu lífsskeiði, lífsferli sem gæti ver- ið mörgum ungum stúlkum til fyrirmyndar á ýmsa lund. Vinir og venzlamenn kveðja hina látnu mey með þökk fyrir bjart- ar og hugljúfar minningar am kærar samverustundir og fag- urt líf. Hinum öldruðu foreldrum bioja þeir huggunar og bless- unar í hinni djúpu sorg og söknuði. Að lokum sé hún kvödd með þessum ljóðlínum Matthíasar: , „Sof ljúfa meyja, heli fylgir hlýja ; og hverju myrkri vor og sumar ljós og dreymi þig um dýrðarskautið nýja sem drottinn geymir hverri lífs- ins rós.“ Vinur.. Gefíð fermingargjafir sem unglingar eiga alla ævi. „í verum“, sögu Theódórs Friðrikssonar í vönduðu skinnbandi. „Ljósvíkinginn“ eftir Lax- ness, komplet í „luxus“- skinnbandi. „Á hverfanda hveli“, — mestu skáldsögxma, sem þýdd hefir veri á ís- lenzka tungu. „Dramnur um Ljósaland“ rómantíska skáldsögu eftir Þórunni Magnús*- dóttur. v ;-■ Spakmælabókina. Á f jóríðá þúsund spakmæli. Fjár- sjóður fyrir unglinga. „Ljósið, sem hvarf“, þýdd . af Árna frá Múla. „Þuxíði formann£í, klass- I iskt ,verk eftir Brynjúlf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.