Alþýðublaðið - 19.04.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.04.1942, Blaðsíða 4
 ALÞVÐUBLAÐIÐ S'iumudagiir 19. apríl 1942. ^jpýímbUíHÍ) ÚtceCandi: Alþýdntlokkurten RJtsíJóri: Stefán Pjetnrssea Bitstjóm og afgreiösla í Al- þýöuhósinu viö Hveríisgötu Símar ritstjómar: 4901 og 4902 Simar afgreiBslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. AlþýBuprentsmiBJan h. í. Hemttaskólinn. UMRÆÐUiR þær, sem nú fara fram á þingi í blöð- um og manna á meðal um fram- tíðarskipulag menntaskólans, hljóta að draga að sér athygli snargra, sem um menntun og framhaldsnám hugsa. Það skal ekki dregið í efa hér, að rektor menntaskólans gangi gott eitt til um framtíð skólans, er hann leggur til, að skólinn verður fluttur héðan úr Reykja- vxk austur á Suðurlandsundir- lendi. En hér koma fleiri sjón- armið til greina. Margir eru þeirrar skoðunar, að höfuðborg íslands sé nú orðin það fjöl- menn, að ekki verði hjá því komizt, að hér sé menntaskóli, enda er það vafasöm stefna að draga sem flestar menntastofn- anir á burt héðan. Þá er það eklri lítið fjárhagsatriði fyrir ýmsa forelara, sem greiða vilja fyrir menntun bama sinna, að þeir geti komizt hjá því að borga húsnæði og fæði þeirra í fjarlægu héraði. Að vísu er þetta hinum efnameiri lítill þröskuldur, en sú meginregla á skilyrðislaust að gilda í afskipt- um þess opinbera af skólamál- um, að öllum sé gert jafnhátt undir höfði um að afla sér meimtunar. — Þeir ágætu ís- lendingar, Jón Sigurðsson og fleiri, sem á síðastliðimii öld beittust fyrir því, að skólinn yrði fluttur til Reykjavíkur, sáu ekki nauðsyn þess, að höfuð- ataður landsins væri mennta- skólalaus. Þá hefir enn slæðst inn í þessar bollaleggingar um framtíð menntaskólans sú þrá- láta hugmynd, að konur skuli ekki hafa sama áögang og karl- ar að framhaldsmentxm, og beri því að aðskilja nám pilta og stúlkna til stúdentsprófs. Hér er um að ræða spor aftur á bak. í öllum lýðfrjálsum menningar- löndum er nú svo komið, að konum hefir í lögum verið tryggður sami réttur og körl- um til almennrar menntunar og þar með líka embættum og stöðum í þjóðfélaginu. Hinsveg- ar hefir í öllum þeim löndum, sem afturhaldssamar stjóm- málastefnur hafa sigrað í, verið gengið allmjög á þennan rétt kvennanna og hann jafnvel afnuminn. Hér er um svo mikilsverð atriði í íslenzku menntalífi að ræða, að ástæða er til að hvetja til fyllstu varfæmi og athugun- ar, áður en stór spor eru stigin í breytingaátt. í síðara atrið- inu, sem hér var drepið á, er eigi hvað sízt ástæða til að hlýða Þriðja grein Stefáns Jóh. Stefánssonar: Stjórnarskrárbreytlng á striðstimnm. I' UPPLAUSNARGREIN sinni, telur J. J. það hina mestu fjarstæðu, að fást við stjómarskrárbreytingar á þeim stríðstímum, er nú standa yfir. Orðar hann það svo: Hvergi í frjálsum lýðstjórnar- löndum er vitað til, að nokkrum manni detti í hug að vinna að breytingum á kjördæmaskipu- lagi um þessar mundir.“ En mig minnir ekki betur, en að sjálfur vildi J. J. á reglu- legu alþingi 1941 gera miklu •umfangsmeiri og örlagaríkari breytingar á stjómarskipun landsins. En nú á það að leiða til upplausnar og allsherjar hrims. Ég skil ekki samræmið. En hafa þá stjómarskrár- og kjördæmabreytingar yfirleitt ekki verið gerðar á stríðstím- um? Því fer harla fjarri. Skal nú að því vikið. Einhver mikilvægasta- breyt- ing, sem gerð hefir verið hér á landi á stjómarskrá og kosn- ingafyrirkomulagi, var gerð ár- ið 1915. Þá stóð yfir Evrópu- styrjöld. Þá fengu konur kosn- ingarétt. Þá voru konungkjörn- ir þingmenn afnumdir. Og þá var komið á fyrstu hlutfalls- kosningunmn til Alþingis. Ekki varð þess vart, að þessar að- gerðir „leystu upp“ íslenzka þjóðfélagið, eða sköpuðu sér- stök vandræði./- íslenzka ríkið varð ekki eitt til þess að koma á slíkum breyt- ingum á heimstyrjaldarárunum 1914—1918. .Það var víða gert, og án þess að af því leiddu nokkur vandræði. Ðanir samþykktu stórkostleg- ar breytingar á grundvallarlög- um sínum og kjördæmaskipun vorið 1915. Þar í landi hafði ein- menningskjördæmaskipulagið leitt til grátbroslegs misréttis og vanskapnaðar á öllu þing- ræði og lýðréttindum, svo að frjálslyndir menn gátu ekki lengur við unað. Að vísu barð- ist Vinstri flokkurinn (bænda- flokkurinn) mjög hart gegn um- bótunum, enda átti sá flokkur þingmannatölu sína fyrst og fremst að þakka úreltri kjör- dæmaskipun. Það gefur ágæta hugmynd um, hvernig málum þessum var komið í Danmörku, áður en leiðrétting fékkst, hver var niðurstaðan af kosningun- um þar í landi árið 1913, hvað snerti kjördæmafylgi og þing- mannatölu. Úrslitin í þeim kosningum urðu þannig: Jafnaðarmenn 107000 atkv. og 32 þingm. Vinstrimenn 106000 atkv. og 44 þingm. Hægrimenn 81000 atkv. og 7 þingm. Róttækir 68000 atkv. og 31 þingm. Á stríðstímanum yfirgáfu með athygli og alvöru á það, sem íslenzkar konur leggja sjálfar til þessara mála. Danir einmenningskjördæmin og komu á hlutfallskosningum. Það lánaðist vel, og varð þeim til sóma og farsældar. Holland vár mjög aðkreppt á styrjaldartímunum 1914—1918. Óvinirnir voru við borgarhliðin. En ekki hfikaði þjóðin samt við að koma á víðtækum stjómar- skrár- og kosningalagabreyting- um árið 1917. Þær urðu grund- völlurinn undir miklum endur- bótum og auknu lýðfrelsi í land inu. Á órunum 1916—1918 stóð hörð deila í Svíþjóð um kjör- dæmaskipun og kosningaréttar- ákvæði landsins, sem beinlínis voru í stjórnarskránni. Jafnað- aðarmenn og fjálslyndi flokk- urinn heimtuðu endurbætur. Árið 1917 var í neðri deild þingisins samþykkt breyting á stjórnskipunarlögum landsins í áttina til meira réttlætis, en íhaldsmenn í efri deildinni gátu grandað málinu. Þingkosningar fóru þá fram í september. íhalds menn töpuðu fylgi. Jafnaðar- menu og frjálslyndir, er unnið höfðu á í kosningunum, mynd- uðu þá nýja stjórn, sem hafði efst á stefnuskrá sinni endur- bætur á kjördæmaskipun og kosningaréttarákvæðunum. Og loks í þann mund, er stríðinu ilauk, tókst að kojma málinu heilu í höfn. Hafði ágreiningur og barátta um málið staðið um tveggja stríðsára skeið íSvíþjóð. En ekki grandaði það sænsku þjóðinni. Þvert á móti færði það þjóðinni aukið frelsi og fram- farir. Þessi dæmi ættu að nægja, þau sýna það greinilega, að á stríðstímum er ekki síður hægt en endranær að koma á endur- bótum á kjördæmaskipun og kosningarétti. Hvorki stríðstíma né aðra erfiða tíma má nota sem skálkaskjól til þess að við- halda ranglæti og misrétti. fllatfallskosnibgar og npplansn. Hlutbundnar kosningar virð ast sérstaklega vera eitur í bein- um Framsóknarfl. Formaður flokksins komst svo að orði í Tímanum 28. marz s. I: „En þess eru engin dæmi, að þjóð, sem Iögleiðir hlutfalls- kosningar í stjómarlög sín, lifi frjálsu lífi nema stutta stund.“ Alvarleg er aðvörunin. Ekki vantar það. En íslenzka þjóðin hefir lifað tiltölulega frjálsu lífi, með hlutfallskosningar- ákvæðum í stjórnarskránni í rúman aldarfjórðung. Með stjórnskipunarlögunum frá 1915, var lögleidd hlutfalls- kosning á 6 landskjömum þing- mönnum. Og í stjórnarskránni frá 1920 var heimilað að kjósa þingmenn Reykjavíkur með hlutbundnum kosningum, og var sú heimild notuð á sama þingi, þegar. ákveðið var að að fjölga þingmönnum í Reykja- vík úr 2 í 4. Síðan hafa þing- menn í Reykjavík verið kosnir hlutfallskosningum og land- kjörið var við líði fram til ársins 1934. Ýmsir mættu ætla, að það sæti sízt á Framsóknarfl. að telja hlutfallskosningar hættulegar og leiða til ófrelsis og þjóðar- ógæfu. Fyrsti ráðherra Fram- sóknarfl., hinn þekkti samvinnu- frömuður, Sigurður Jónsson í Yztafelli, náði kosningu við landskjör 1916, einungis vegna þess, að hlutfallskosningar voru lög leiddar. Annars myndu heimastjómarmennirnir gömlu vafalítið hafa náð öllum lands- kjömu þingmönnunum, ef þessar kosningar hefðu verið ólilutbundnar. Allar líkur benda til þess, að Jónas Jónsson hefði fallið við landskjörskosningarn- ar bæði 1922 og 1930, ef ó- hlutbundnar kosningar hefðu verið hafðar í stað hlutbund- inna. Þannig hefir J. J. setið á þingi frá 1922—1934, vegna þess, að hlutfallskosningar voru viðhafðar. Það hefði vissulega orðið skarð fyrir skildi, ef hlut- fallskosningat hefðu ekki bein- línis orðið til þess, að æðimargir skörungar og forystumenö. vinstri aflanna í landinu, voru valdir inn á Alþingi. Þurfa ís- lendingar því sízt að kvarta yfir reynslu þeirri, er fengizt hefir af hlutfallskosnmgum. En ef til vill hafa þá aðrar þjóðir misst frelsi sitt, vegna þess að þær hafa lögleitt hlut- fallskosningar, þó að viðnáms- þróttur íslenzku þjóðarinnar hafi reynzt svo mikill, að hún þyldi þessa þrekraun. Og J. J. er ekki í vandræðum með dæm- in. Hann nefnir Þýzkaland, Frakkland, og Ítalíu. Hvað Ítalíu áhrærir, þá voru þar í landi allt fram til ársins 1919, hlutbundnar kosningar. Konur höfðu t. d. engan kosn- ingarrétt, og fengu hann aldrei. En 1919 vom lögleiddar hlut- fallskosningar í Ítalíu. En þær stóðu aðeins 3 ár. Þá tók við einræði Mussolíni. Og það mun vera nokkuð nýstárleg sagn- fræðileg skýring, að þriggja ára tímabil hlutfallskosning- anna í Ítalíu hafi svipt þjóðina frelsinu. Og hið sama má í raun og veru segja um hið stutta tímabil Weimar-stjórnanskrár— innar í Þýzkalandi. Rætur facistayfirráðanna er áreiðan- Frh. á 6. síðu. i i„x • í VIÐTALI, sem birtist í Tímanum í gær, gerir Her- mann Jónasson forsæíisráðherra kjördæmaskipunarfrumvarp Al- þýðuflokksins að umtalsefni á eftirfarandi vísdómslegan og frumlegan hátt: „Frumvarpmu er varpað fram í þinginu gersamlega undirbúnings- laust. Það ber með sér öll einkenni handahófsverks — á sjáanlega að vera „kosningaflesk“ og ekkert annað. Það er tálbeita, sem borin er að vitum Sjálfstæðisflokksins og ætlazt er til, að hann gíni við, til þess að núverandi stjórnarsam- vinna spillist. Ef þetta frtnnvarp á eftir að verða stjómarskipunar- lög fyrir landið, mun skapast full- komið öngþveiti í stjórnmálun- um.“ Það er enginn munur á þessu og því, sem Jónas frá Hriílu sagði í grein sinni „Stjórnarskrá upplausnarinnar“ á dögunum, annar en sá, að Jónas segir „upp- lausn“, en Hermann segir „öng- þveiti“. 3n sem sagt: Ef það verður samþykkt, að aðrir flokkar skuli njóta nokkum- veginn jafnréttis við Framsókn til áhrifa á stjórn landsins, þá telja forsprakkar hennar upp- lausn þjóðféiagsins alveg fyrir- sjáanlega og yfirvofandi. Frum- legir eru þeir ekki Framsóknar- höfðingjarnir. Þennan söng hafa allar sérréttindaklíkur í heimin- um sungiö, þegar veríð var að taka af þeim sérréttindin. Einnig í Tímanum í gær gerði Jónas frá Hriflu, formaður menntamálaráðs, ákæruskjal listamannanna á hendur honum að umtalsefni. Talið er, að Sig- urður Nordal prófessor hafi skrifað skjalið. í öllu falli stend- ur Jónas frá Hriflu í þeirri meiningu, því að hann snýr sér alveg að honum. Jónas skrifar: „Nordal er vel ritfær maður, þegar hann fæst við þau efni, sem hann ber kennsl á. En hann hefir ekki sýnt neinn þroska í þjóðmál- um. Og eftir að hann gerðist fast- ur griðmaður hjá_ útgáfufyrirtæki kommúnista, hafa tiilögur hans um þau efni, er þeir láta sig málí skipta, mótast í öllum aðalatriðum af vilja þessara samstarfsmanna. Það þarf ekki að fjölyrða um það, að allir menn, sem hugsa sér að íslenzka þjóðin eigi að lifa frjáls í sínu landi, eru ekki aðeins á móti pólitík kommúnista í lands- málum, heldur og öllu bakferli þeirra og leyniáróðri, hvar sem hann kemur fram. Sigurður Nor- dal er nú orðinn útbreiðslustjóri hinnar erlendu stefnu á vissu sviði. - • Er í ritgerð hans sá undir- straumur frá áróðri bolsévíka, sem værita mátti úr þeirri átt. En að öðru leyti er greinin svo þunn, sem þynnkan úr þrem tylftum andlegra öreiga væri þar saman komin. Sem betur fer kemur það aldrei fyrir, að íslendingar gefizt upp fyrir bolsévismanum í nokkurri mynd.“ Eins og menn sjá er meira en helmingur listamannanna 66, sem skrifuðu undir ákæruskjal- ið, nú orðnir að „andlegum ör- eigum“, og Sig. Nordal bolsje- erlendu stefnu“! Þannig stækk- (Frh. á 6. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.