Alþýðublaðið - 19.04.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.04.1942, Blaðsíða 8
t ALÞYÐUBLAÐIÐ Saiœudagttr 129. apríl 2942. ÓPUR MANNA, sem jékkst við að gera þýzk- ar sprengjur áskaðlegar. var að starfi í Londcm. Þeir komu að sprengju, sem lá ósprungin i gröf sinni. Maður einn fór ofan í holuna, setUst makindalega á sprengjuna og fór að dútla við hana. Allt í einu rak hann «pp skelfingaróþ: „Hjálpið mér upp! Dragið mig upp!‘! Félagar hans kipptu honum upp í ofboði og hlupu svo í Skjól. En sjálfur varð maður- inn eftir á gígb-rúninni, benti ofan í holuna og hrópaði ótta- t&leginn: ,?5ko, fjandans stóru rott- una þarna niðri!“ ERLÍNARBÚI var að ráða til sín vinnukonu. ,Já,“ sagði hann, „meðmæli yðar eru góð og ég vil ráða yður til mín. En svo eru það launin: Ég býð yður 40 mörk á mánuði.“ „Ég vil fá 70 mörk, sagði stúlkan. „Af því að mér lízt sérstak- lega vel á yður skuluð þér fá 50“ „Jæja þá, segjum 50. En svo fæ ég 10 mörk á mánuði fyrir að segja ekki Gestapo frá því, að þér aflið yður mat- fanga á ólöglegum markaði, og önnur 10 mörk fyrir að þegja yfir því, að þér hlustið á enska útvarpið.“ / „Hvernig vogið þér að móðga mig svona?“ hrópaði maðurinn. „Ég hefi aldrei á æfi minni verzlað ólöglega né hlustað á London.“ „Ekki það!“ sag&i stúlkan. „Svo að það er hvorki almenni- legur matur né fréttir til í húsi yðar. í slíka vist fer ég alls ekki. Verið þér sælir.“ O AFTURFÖR. ' (í jr AÐ er eins og annað Jh* núna,“' mælti karlinn, „að allir góðir siðir eru af- lagðir; nú ’ er aldrei rifizt við kirkju, ojQ\ var það öðruvísi í mínu ungdæmi, þá bar margur blátt áuga og brotið nef frá kirkju sinni.“ ljósker. — Halló, þér þarna, hrópaði Rashleigh til varðmannsins, en varðmaðurinn snéri sér skyndi- lega við og flýtti sér til þeirra. — Hafið þér séð pilt hlaupa þessa leið? spurði Rashleigh, en næturvörðurinn hristi höf- uðið. — Nei, ég hefi engan séð, en það er eitthvað að þama úti. Það lítur svo út sem skipið yð- ar hafi slitnað upp af legunni. — Hvað er að sjá þetta, sagði Rashleigh og flýtti sér fram á bryggjuna, en Godolphin hljóp á eftir honum. — Þá hefir strákurinn ekki logið, sagði Godolphin. Dona hnipraði sig saman í dyrunum. Nú voru þeir komnir fram hjá henni. Hún horfði á þá, en þeir snéru baki að henni og störðu út á höfnina, og varðmaðurinn stóð hjá þeim. Vindurinn blés í kampa Godolphins og regnið streymdi um þá. — Lítið á, herra, hrópaði næturvörðurinn. — Þeir setja upp segl. Skipstjórinn ætlar vafalaust með það upp í ána. — Maðurrnn er genginn a£ göflunum, hrópaðí Rashleigh -j- það eru ekki nema um tíu menn um borð, þrír fjórðu af skipshöfninni eru steinsofandi í landi. Þeir stranda skipinu áður en langt um líður. Farið og vekið þá, Joe, við verðum að fara allir. Hvern fjandann vill maðurinn vera að leysa skipið svona fámennur. Næturvörðurinn hljóp upp eftir bryggjunni og að skipa- bjöllunni. Hann greip í streng- inn og hringdi sem ákafast. — Klukknahljómurinn væri nægi lega mikill til þess að vekja alla, sem sofandi voru í Fow- ey. Nærri því strax var gluggi opnaður á litlu húsi ofarlega við götuna, maður stakk höfð- inu út og sagði: — Hvað geng- ur nú á, Joe, er eitthvað að? Rashleigh æddi fram og aftur um bryggjuna og æpti: — Far- /ið í búxurnar og rekið bróður yðar á fætur líka. „Merry Fortuna" er á reki hérna úti á i höfninni. Maður skreiddist út úr dyr- unum á öðrum kofa og klæddi sig í treyjuna meðan hann nálgaðist mennina, sem stóðu á bryggjunni. Annar maður kom hlaupandi ofan götuna, og alltaf var bjöllunni hringt og Rashleigh æddi fram og aftur um bryggjuna, regnið streymdi um haxm og storm- urinn lék sér að frakkalöfun- um hans og sveiflaði ljósker- inu, sem hann hafði í hendinni. Nú sáust ljós í gluggum kof- anna niðri við höfnina, alls- staðar heyrðust hróp og köll og menn komu á harða hlaup- um niður bryggjuna. — Náið í bát, getið þið það ekki? — hrópaði Rashleigh. Róið með mig um borð einhver ykkar, róið með mig um borð, segi ég. Einhver hreyfing varð nú í húsinu, sem Dona stóð í dyr- unum á. Hún heyrði fótatak í stiganum og flýtti sér frá dyrunum og fram á bryggjuna. Enginn veitti henni sérstaka athygli í myrkrinu, rigning- unni og síorminum. Hún var aðeins éin í hópnum og horfði út á höfnina eins og hinir. — Skipið vai' nú komið alla leið út að hafnarmynninu og var statt á miðju sundinu. — Sjáið til, skipið er stjórn- laust, hrópaði einhver. Straum- urinn kastar því upp að klett- unum og allir drukkna. Sumir mannanna voru nú farnir að bisa við bátana. Hún heyrði þá blóta hræðilega og Ra^hleigh cg Godolphin for- mæltu þeim hræðiléga fyrir silakeppsháttinn. — Það hefir einhver gengið hér heldur þokkalega um garða, sögðu mennirnir. Öll bönd hafa ver- ið skorin sundur með hnífi og bátarnir horfnir. Og allt í einu fannst Donu hún sjá glottið á smettinu á Pierre Blanc í myrkrinu, meðan bjöllurnar klingdu. — Syndið út, einhver ykkar, syndið út og náið mér í bát. Ég læt hengja náungann, sem hefir skorið á böndin. > Nú var skipið komið svo ná- lægt, að hægt var að sjá menn- ina um borð. Dona sá mann standa í lyftingu, horfa á segl- in og hrópa skipunarorð til mm nyja Bio ■ í jarðlífsíjðtram. 1 Bgamu Btoa Uagi lávarðaríDO. (Earthbound) (Young Man’s Faney). Áhrifamikil og sérkenni- leg kvikmynd. Ensk gamanmynd me Aalhlutverkin leika: ANNA LEE og WARNEE BAXTER GRIFFITH JONES ANDREA LEEDS Aukamynd: Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. STYRJÖLÐIN í KÍNA Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Aðgöngumiðar að öllum sýningum frá kl. 11 f. h. Aðgöngum. seldir frá kl. 1. manna sinna. — Halló! Halló! hrópaði Rashleigh. — Snúið skipinu við áður en það er orðið um seinan. En ei að síður hélt Merry Fortuna sömu stefnu og áður. Skipið kom beint niður sund- ið undan straumnum. — Skip- stjórinn er brjálaður, hrópaði einhver. — Sjáið til, hann ætlar að sigla út í gegnum hafnarmynn- ið. Núna, meðan skipið var í kallfæri, sá Dona, að þrír bát- ar voru til hliðar við skipið og var band úr þeim fest í skipið og mennirnir lögðust á árarn- ar af öllum kröftum og reyndu að færa það á rétta leið. — Hann ætlar með skipið út á haf, hrópaði Rashleigh. — Drottinn minn dýri! Haxm ætlar með skipið úí á haf. Allt í einu snéri Godolphin sér við og kom auga á Donu á bryggj- um var alvara. „Góði herra,“ sagði hann — „verið miskunnarsamur við mig og leyfið mér að leysa asn- ana mína frá vagninum, því að ef ljónin eta þá, á ég ekkert eftir til að lifa á!“ „Heldurðu að ég láti Ijón- in eta asnana þína?“ svaraði Doninn gramur; „treystirðu ekki á vígfimi mína betur en svo. Jæja, flýttu þér þá að leysa asnaófétin, en síðar muntu sjá, að þetta var alger óþarfi.“ Meðan vagnstjórinn flýtti sér að leysa asnana frá reyndi félagi hans, ljónahifðirinn að mótmæla enn einu sinni. „Ég kveð ykkur alla til vitnis um það,“ hrópaði hann, „að þessi maður neyðir mig til að sleppa ljónunum út. Hon- um ber að kenna allt tjón, sem þau kunna að vinna og hann á að borga þá peninga, sem ég verð að borga kónginum fyrir ljónin. Og nú skuluð þið hafa ykkur á öruggan stað. Ljónin þekkja mig og gera mér ekk- ert.“ Sanlfó reyndi enn einu sinni að hafa hemil á húsbónda sín- um. „Góði húsbóndi, að þessu sinni átt þú ekki í hpggi við vindmyllur eða þófaramyllur. Ég gægðist inn í búrið og sá ljónshramm, alveg ægilegan útlits og geysistóran.“ „Sankó minn, Þér vex nú ullt í augum, af því að þú ert hræddur. Farðu nú með Bon Diegó á öruggan stað, og ef ég skyldi falla, bið ég þig að flytja jómfrú Dúlsíneu kveðju mína.“ Þeir félagar sáu nú, að þeir gátu engin áhrff haft á ridd- arann, svo að þeir hröðuðu sér í burtu. Don Q. hélt að Rósinanta mundi fælast ljónin, svo að hann fór af baki. Hann kastaði frá sér lens- unni, en brá sverði og setti sig í stellingar framan við dyrn- .MSRSp A NA’rtE... V$C0HCnYjrbtAT^ PERNANOO Y gA&A!JA FAA!Oi:í ?uEMS ----1!—"—ueu/ELzy r M I Houee/ could ir) \ SE PöSMÆ) ÆSúfh, V 7FAT...? J 'IHAT'THc PúAMc WA-5 PuWWci.yC&A5r£P FOR ROæECy? ANyTHSNc'í FQgSIBlE.UEE—" 9UT THAT'5 JUWRHö TCO FAET.' PON'T FORöET OUR FLANE WA5 '9R00SHT DOWN,TOO.ANDgig| . WE ARSN'f CARRYÍIS6 ANY VALUABL6E/ Mg. ’-THEXEE ncTA > SIGN OF WHAT WAE IfiM IN iTf/ •masr' J WA K E'XcfyT.CN. Lillí: Er ómögulegt að sjá, hvað er í töskunni? Örn: Nei, það er ómögulegt. Öm: Iíér er nafn: Femando y Barra! Lillí: Það er frægur gim- steinakaupmaður í Buenos Air- es. Getur verið, að .... örn: .... flugvélinai hafí verið steypt til að ræna gim- steinum. Það getur verið, en ekki vorum við með gimsteina, og hröpuðum þó! . Öm: Það er líklegra, að innfæddir menn hafi komið og látið greipar sópa. Lillí: Við skulum koma héð- an burtu, örn!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.