Alþýðublaðið - 21.04.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.04.1942, Blaðsíða 5
Þriðjudagm’ 21, apríl 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ Leikendurnir í .,Spanskflugunni“, talið frá vinstri: Hallgrímur Sigurðsson, Björn Th. Björnsson, Ragnhildur Ingibergsdóttir, Björn Tryggvason, Stefán Haraldsson, Hólntfríöur Pálsdóttir, Kristín Helgadóttir, Einar Kvaran, Sigríður Sigurjónsdóttir, Ölafur Stefánsson, Helga Möller og Sigurður Baldursscn. Leikkvold Me nta*k61»«s: Spanskflugan fær hinar ágætustu viðtökur. Leiklist íslendinga er upprunnin í skólunum ©g þaðan hefir hún breiðzt út um landið og þróazt. Margir ágætustu leikarar landsins hafa kynnrt leiklistinni í skólaleikj- uín, þar sem þeir hafa komið í fyrsta sinn á leiksvið. Fyrr á tímum voru leikkvöld Menntaskólans merkisviðburðir á sviði leiklistarinnar hér í bæ, en hin síðari ár hefir borið nokkuð minna á þeim. Það er þó ekki vegna þess, að þeim hafi hrakað eða kraftar séú lélegri en áður var, heldur hins, að hin frjálsa starfsemi hefir vaxið j skólaleiklistinni yfír höfuð, j enda eru aðstæður ekki saman berandi. Menntaskólinn hefir átt við mikla erfiðleika að stríða, síð- an setuliðið tók skólahús hans til afnota. Mikið los komst við það á skólalífið og afleið- ing þess varð sú, að nemendur treystu sér ekki til þess að æfa leikrit síðastliðið ár, eins og venja er. í ár var þó hafizt handa og ákveðið að sýna leik, og varð hinn alkunni gaman- leikur „Spanskflugan“ eftir Amold og Back fyrir valinu. Bjarni heitinn Björnsson tók, eins og oft áður, að sér leik- stjórn, en aðeins æfingu fyrsta þáttar var lokið, þegar hið svip- lega fráfall hans bar að. Þá tók FriðfinHur Guðjónsson við starf inu. Það er mikið verk og erf- itt, sem þessir menn hafa leyst af hendi, því að flestir eru leik- endur byrjendur og þurfa margt að læra. Um efni ,,Spanskflugunnar“ eða höfunda er óþarft að fjöl- yrða, það er mönnuxn vel kunn- ugt, enda hefir leikurinn verið sýndur hér oft áður. Leikendur fóru allir vel og látlaust með hiutverk sín og voru flestir furðanlega örugg- ir á sviðinu. Þau Hólmfríður Pálsdóttir (gystir Lárusar Páls- sonar) og Stefán Haraldsson (sonur Haraldar Björnssonar) fóru með aðallUutverkin, siitn- epsverksmiðjueigendann og frú hans. Hólmfríður hefir ágæta rödd og hinir frúarlegu tilhurð ir hennar á sviðinu hæfðu hlut- verkinu prýðilega. Stefán haíði gott vald á hlutverki sínu og gerði því hin beztu skil. KslkDundaleikkoDDrnar i Holljr ern ekki ifndsveriar. Hólmfríður- Pálsdóttir í hlut- verki Emmu Klinhe og Stefán Haraldsson í hlutverki Ludwig Klinhe, sinnepsverksmiðju- eiganda. Ólafur Stefánsson leikur HinriJí Meiser og gerði hann það mjög vel, en hættir þó ein- stöku sinnum til að ýkja hlut- verkið. Þær Kristín Helgadótt- ir og Sigríður Sigurjónsdóttir leika tvær blómarósir, og Einar Kvaran leikur lögfræðinginn Gerlach. Fara þau öll mjög þokkalega með hlutverk sín. Önnui' hlutverk í leiknum eru: Maria, ráðskona, leikin af Hagnhildi Ingibergsdóttur, Wimmer leikinn af Birni Björns syni, Burwing, þingmaður, leik- inn af Birni Tryggvasyni, Meis- er leikinn af Sigurði Baldurs- syni, Matthildur kona hans, leikin af Helgu Möller og Tied- meyer leikinn af Hallgrími Sig- urðs-syni. Öll þessi hlutverk eru smekklega og vel af hendi leyst. 9 Það má segja um leikendur í heild, að þeir eru jafnir og margir góð leikefni. , Þó Frh. á 6. síðu. * .. EGAR við lesum um það í blöðunumí, að einhver kvikmyndaleikkonan hafi und- irritað nýjan kvikmyndasamn- ing fyrir svo og svo margar þúsundir dollara á viku, munum við ef til vill segja: En hve það væri gaman. að eiga alla þessa peninga og geta gert það, sem manni sýnist. Já, þaö getur verið gaman að eiga nóga peninga, en það er fjarri því, að kvikmyndaleik- konurnar megi gera það, sem þær langar til, Kvikmyndafram- leiðendurnir líta á hin frægu nöfn þeirra sem verðmæta eign, og hin föðurlega íorsjón þeirra og vernd nær til einkalífs film- dísanna. Allt er þetta tekið fram í samningnum, og menn myndu verða undrandi, ef þeir vissu, hversu mörgum þeirra er synj- að um hinar venjulegustu skemmtanir. Við skulum taka til dæmis kvikmyndaleikkonuna Deanna Durbin. Hana myndi langa til þess að eyða öllum sínum leyfis- tíma við ströndina, en það gerði hún áður en hún varð fræg. En nú má hún það ekki lengur. Hið raka sjávarloft er ekki talið heilsúsamlegt fyrir söngrödd hennar. Það stendur því í samn- ingnum, að meðan hún sé að leika í kvikmynd og þrem vik- um áður en hún byrji, verði hún að halda sig fjarri sjó. Vera Zoi'ina, hin léttstíga dansmær, má ekki leika tennis, golf, kúluleik eða þess háttar. Tærnar á henni eru svo dýr- mætar, að þær mega ekki verða fyrir neinu hnjaski. Hins vegar má hún tefla skák. Penny Singleton, hin ljós- hærða, má ekki láta gera að hári sínu annars staðar en á greiöslu- stofum kvikmyndaverkbólsins. Tyrone Power hefir mjög gaman af því að renna sér á skíð um á vetrum, en húsbændur hans segja, að Tyrone Power fótbrotinn geti vafalaust unnið sér hylli fólksins, en hins vegar gefi það ekkert í aðra hönd. í samningnum er honum því harðbannað að renna sér á skíð- um. Alice Faye og Ann Sothern hafa mjög fína og hvíta húð, og þannig vilja húsbændur þeirrá að þær séu. Þeim er því harð- bannað að fara í sólbað, því að þá verða þær brúnar. Lupe Velez og Katherine Hepburn hafa mjög gaman af því að aka hratt. Húsbændur þeirra létu því gera aðgerðir á bílunxxm þeirra, sem komu í veg fyrir, að þær gætu ekið hraðar en 40 enskar mílur á klukku- tíma. .Jafnvel svo einfaldur leikur sem að klifra upp í tré getur verið bannaður í kvikmynda- samningi. Priscilla Lane lét einu sinni orð falla u’m það, að sér þætti gaman að klifra upp í tré. Hún var fljótlega látin vita, að í næsta samningi yrði klausa, sem barrnaði henni að klifra í tré Þannig er það í kvikmyndun- um. Þvi hærri sem launin eru, þvi meiri frelsisskerðing. Lester Allan hefir ritað grein í blaðið The Boston Sunday Post um ,,aðdáendafélögin“, sem fylgjast með framgangi eftir- lætisleikara síns af mikilli at- hygli- Enginn kvikmyndaframleið- andi með fullu viti myndi taka nokkra mikils verða ákvörðun I sambandi við leikara sína, án þess að hlera eftir áliti aðdá- endafélaganna. Það var ekkert smáræðis umhugsunarefni, hvern Deanna Durbin ætti að kyssa í fyrstu myndinni sixxni. Það var ekki afráðið fyrr en að- dáendahópurinn hafði kinkað kolli til samþykkis. Aðdáendaíélög geta sprottið upp á einni nóttu. Stirling Hayden, var naumast kominn á framfæri í fyrstu myndinni sinni, þegar hann vaknaði við það, að hann stóð í broddi fvlk- t*ær eru undir stoðugu eftirliti kvikmyndafél- aganna, einnig i einkalífi sinu. ingar aðdáendafélags. Fáein kvikmyndablöð höfðu birt greinar um hann og myndir af hopum —- og aðdáendunum geðjaðist að því, hve hárið á honum liðaðisí fallega, og þeir mynduðu strax með sér félag til þess að vernda hetju sína fyrir hættum Hollywoodborgar. —- ’ Kvikmyndablað eitt gat þess, að herra Hayden hefði stundum sézt á götum úti ásamt systur James Cagny’s. Hann fékk mörg bréf, þar sem honum var ráðlagt að gefa sig meira að Ma- daleine Carroll, því að ,,þau í væru svo fallegt par“. * Frh. á 6. síðu. Fyrir hvaða fé eiga gamalmenni og öryrkjar að kaupa matarbirgðiiíxar? — Nokkur orð urn tekjur þeirra, sem aldrei sigla, en fá þó fé fyrir að sigla. BÍRKI skrifar mér á þessa leið: „Fyrir nokkru gaf ríkis- stjórnin út tilkynningar miklar til almennings um það, hvernig hon- um bæri að haga sér, ef loftárásir beeri að hönduin. Var meðal ann- ars skorað á aimenning að hafa xnat tilbúinn fyrir tvo daga og var eitthvað talað um kex og nlður- suðuvörur í því sambandi". „NÚ ER ÞA» ALMENNINGI kminugt að niðursuðuvörur eru dýrastar allra neyzluvara. Nú vil ég spyrja; Hvernig eigum við, sem lifum á eliilaunum eða örorkubót- um að kaupa svona vöi*ur? Það er útilokað að þeir herrar, sem samið hafa þessar tillögur og gef- ið þær út haíi yfirl. reiknað með okkui’ í áætlunum sínum. Ég skal að vísu játa að farið hefir fé betra, en við þó að við hrykkjum upp af í loftárásum, en það gæti ver- 'ið óhagkvæmt fyrir hið opinbera, ef svo illa tækist til að við fær- umst ekki alveg, heldur misstum að eins löþp, handlegg, augun eða eitthvað svoleiðis smávegis". KWaiáiiii r iT. -rirnm $ MARGIR ÖRYRKJAR eru beisk ir í orði og er það ekki að ástæðu lausu — ef til vill. Karlmarmlegra sýnist mér þó að bera kvöl sína og berjast jafnframt fyrir meiri nærgætni, bjartari skilningi á kjörum gamalla og sjúkra, en að vola að eins — og styðja svo böðla sína. — Vitanlega á bæjar- sjóður að sjá svo um að það sem ríkisstjórnin ólítur xxauðsynlegt að hver einstaklingur hafi við hend ina, ef til óvæntra atburða kem- ur, sé ehxnig til á heimilum þeirra, sem haldið er líftórunni í af hálfu hins opinbera. „HRJEGGVIÐUR frá Kaldrana“, Cþetta er kuldalegt nafci) ritar á þessa leið: Ég hefi heyrt þess getið, að nú sé verið að breyta skattalögunum, en breyting á þeim virðist nú vera orðin fastur dag- skrárliður á hverju reglulegu Al- þingi. Gagnsemi skattlagabreyt- inganna skal ekki í efa dregin. Hinu furðar mig á, að elcki skuli enn þá bóla á þeirri breytingu á lögum þessum, sem frá mínu sjón- armiði er eins sjálfsögð og nokk- ur breyting getur verið. Á ÉG MEÐ því við það, að það skuli látið viðgangast ór eftir ár að skipstjórar og e. t. v. fleiri yfir menn ó skipum skuli fá skatt- frjálst kaup, svokallaða „áhættu- þóknun,“ á þurru landi, — og er mér tjáð, að upphæð þessi nemi mörgum tugum þúsunda króna á ári í ýmsum tilfellum. Það skal sízt eftir talið, þótt skipstjórar og aðrir sjómenn, sem sigla um hættu svæði, fái skattfrjálsajn helming þeirrar upphæðar, sem greidd er sem áhættuþóknun og mætti skatt- frelsi þeirra gjaman vera í-ýmra. HITT NÆR ENGRI ÁTT, og er spilling í okkar þjóðfélagi, sem ber að útrýma, að yfirmenn á skipum, sem ýmist aldrei hafa siglt milli landa eftir að stríðið hófst, eða að eins örsjaldan, skuli árlega fá „á- hættuþóknun“, sem nemur tugum þúsunda króna og er skattfrjálst að hálfu leyti, — enda þótt fjár þessa sé aflað meðan skip þeirra sigla til útlanda með farm, en sjálf ir dvelja þeir á heimilum sínum á meðan. LÍNUR ÞESSAR eru ekki ski'if- aðar af öfund í garð okkar ágætu skipstjóra, og er ég sannfærður um að þeh' sjálfir, sem hér kunna að eiga hlut að máli, muni hiklaust fallast á, að öimur eins löggjöf og þetta megi ekki eiga sér stað í siðuðu landi. Ég beini því hér með til alþingismanna þeirra, sem kunna að lesa línur þessar, hvort þeir telji ekki ómaksins vert að leiðrétta misfellu þessa“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.