Alþýðublaðið - 23.04.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.04.1942, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. apríl 1942«. GLEÐILEGT SUMAR! Bifreiðastjórafélagið Hreyfill. GLEÐILEGT SUMAR! LRKK-OGMRLNINGRR IIA tnriá H' VERKSMIÐJRN mnm \ GLEÐILEGT SUMARI Þökk fyrir veturinn. S! H. Gömlu dansamir. GLEÐILEGT SUMAR! óskum við öllum félagsmönnum og aðstandendum þeirra. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur. GLEÐILEGT SUMAR! Brjóstsykursverksmiðjan NÓI h.f. H.F. HREINN. Súkkulaðiverksmiðjan SIRIUS. Óskum öllum viðskiptavinum okkar GLEÐILEGS SUMARS Ásgeir G. Gunnlaugsson & Co. GLEÐILEGT SUMAR! t LANDSMIÐJAN. GLEÐðLEGT S UIAR ! SmjörÍikisgerðin Ásgarður h.f. TUlaga komin fram um áfram haldandi frestun kosninga! — ...».... Flutt af Gísla Sveinssyni í sameinuðu þingi. SÁ ATBURÐUR gerðist á alþingi í gær, að útbýtt var* tillögu til þingsályktunar um áframhaldandi frestun kosninga til alþingis um óálcveðinn tíma. Tillagan nefnist: Tillaga til þingsályktunar um staðfesting á þingsályktun frá 15. maí 1941 um frestun almennra alþingis- I kosninga,“ og hljóðar þannig: „Alþingi ályktar að lýsa yfir því ,að ástæður þær, sem greind- ar eru í þingsályktun frá 15. maí 1941 um frestun almennra alþingiskosninga, hafi í engu breytzt til batnaðar, og stendur ályktunin því enn í fullu gildi.“ í greinargerð fyrir þingsálykt* unartillögu þessari, er því haldið fram, að „öllum beri nú saman um, að horfurnar séu nú mun miklu hættulegri fyrir þetta land“, en þær hafi verið í fyrra vor. Því næst er fullyrt, að „gætnir menn“ muni á einu máli um það, að kosningax til alþingis eigi ekki að fara fram á þessum tímum; af þeim stafi úlfúð og illindi, enda sé þeim ekki saman jafnandi við kosn- ingar til hreppsnefnda og bæj- arstjórna, þar sem að eins sé um að ræða „afgerð staðbund- inna málefna en eigi þjóðmála“. Loks er það fært fram þingsá- lyktunartillögunni til stuðnings að „þegar öllu kosningatali sé lokið sé miklu auðveldara fyrir stjórnmálaflokkana að tala saman og hefja samvinnu að nýju, enda sé þess aðkallandi þörf.“ Og að endingu er bein- línis mælt með því, að kjör- dæmamálinu verði frestað í 'þessu skyni, með eftirfarandi orðum: „Jafnvel „kjördæmamálið“, sem hefir verið og er deilumál innan þings og utan, en nú er fram komið sem skilgetið af- kvæmi kosningahugans, gæti fengið sína eðlilegu athug- un og lausn með undirbún- ingi hinnar nýju stjórnarskrár, ef kosningar til alþingis væru ekki um sinn á dagskrá“. Ekkert er vitað um það, hvort Sjálfstæðisflokkurinn, eða ein- stakir þingmenn hans standa að þessari þingsályktunartillögu með flutningsm/anní. Líklegt þykir þó, að hún hafi a. m. k. samúð Ólafs Thors. En fróðlegt verður cfó sjá hvaða afstöðu Framsóknarflokkurinn tekur til hennar, eftir að hann er marg- búinn að lýsa yfir því að hanp telji að það geti ekki komið til mála að fresta kosningum til alþingis lengur en til vors. Áfengissala á að fara fram lögum samkv. segir J. Möller. Þýðingarlítið að tala við setaliðim. TILLAGA fjögurra þing- manna til þingsályktun- ar um áfengismál var til um- ræðu í sameinuðu alþingi í gær. Framsögmnaður var Pétur Otte- sen og deildi hann fast á ríkis- stjórniná fyrir að hafa linað á lokun áfengisbúðanna. Krafðist hann þess, að stjórn- in léti þegar taka fyrir 511 vín- veitingaleyfi og undanþágur. Enn fremur, að stjórnin reyndi að fá stjórnir setuliðanna til að stöðva áfengisveitingar hjá sér. Taldi hann almennt öryggi landsmanna miklu varða, hversu það mætti takast. Jakob Möller varð fyrir svör- um af hálfu stjórnarinnar. Hann kvað stjórnina hafa framkvæmt lokunina upp á eindæmi af löggæzluástæðum, en í rauninni væri það svo, að stjórnin ætti, lögum samkvæmt, að láta á- fengissölu fara fram. Ráðherrann kvað stjórnina líta svo á, að um undanþágurn- ar gegndi öðru máli en um lok- un vínbúðanna. Það væri um að ræða vínútlát á lokuðum samkvæmum og í heimahúsum við sérstök tækifæri. Annars kvaðst hann fús til að taka fyrir þetta líka, ef alþingi vildi svo vera láta. Möller taldi það þýðingar- lítið að tala við herstjórnirnar um þessi mál, þar ríkti allt annar hugsunarháttur en hér. GLEÐILEGT SUMAR! Belgjagerðin VíðaFangshlaopið fer fran i dag. 'l T ÍÐAVANGSHLAUPIÐ fer V fram í dag eins og venjn- lega. Hlaupið hefst í Kirkju- stræti klukkan 2, stundvíslega og lýkur við Búnaðarbankann. Hlaupið verður 4,4 km. leið. Þáttakendur eru 12, 6 frá KR og 6 frá Ármanni. Meðal þáttak- endanna eru, frá Ármanni: Sigurgeir Ásælsson, Haraldur Þórðarson og Árni Kjartanssonj. sá hinn sami sem vann drengja- hlaupið síðast. Frá KR keppa: Óskar Sigurðsson, sem var fyrstur í þessu hlaupi í fyrra og; Indriði Jónsson. Keppt verður um „Egils- flöskuna“, sem Ölgerðin Egill Skallagrímsson gaf. KR hefir unnið þennan grip tvisvar í röð, ef það vinnur hann nú fær það hann til fullrar eignar. Víðavangshlaupið hefir löng- um verið einn aðalviðburður fyxsta sumardags hér í Reykja- vík — og svo mun enn verða. Dansýning Sif Þórs. UMGFRÚ SIF ÞÓRS og brezki dansarinn Teddy Hascall sýndu dans í Iðnó s.l. þriðjudagskvöld fyrir troð- fullu húsi og hinum ágætustu viðtökum áhorfenda. Á milli dansanna lék trío undir stjárn. Þóris Jónssonar. Dansarnir voru allmargir og dönsuðu þau ýmist saman eða sitt í hvoru lagi. Fyrst sýndi ungfrúin ein kínverskan dans, síðan dönsuðu þau steppdans saman. Þá dansaði hún ágæt- an ungverskan dans við undir- leik tríósins. Teddy sýndi bæði steppdans og rússneskan dans einn. Einn- ig dönsuðu þau saman dansa, sem þau kölluðu “Ghopin”, — „Exhibition Blues” og ballet- dans. Sá dansinn, sem bar af hin- um og var án efa lang bezta atriðið, var ,,Lótusblómið“, — sem Sif dansaði ein. — Lótus- blómið lifir aðéins einn dag og deyr að kvöldi. Sýndi darisinn líf blómsins, þegar það vaknar — blómgast, folnar og deyr. Backmann sá um ljósaútbún- aðinn og gerði það prýðilega að vanda. Gunnar Stefánsson tflkynnti atriðin. Reykjavíkurannáll h.f. sýnir revyuna Halló Ameríka n.k. föstudag kl. -8.30. Sumarfagnað heldur Félag - Árneshreppsbúa í Reykjavík n.k. föstudag kl. 8 30 í Félagsheimili verzlu.narmanjia, Vonarstræti 4. . ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.