Alþýðublaðið - 23.04.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.04.1942, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. apríl 1942. ALÞYÐUBLAÐIÐ Bretar gera strandhögg hjá Boulogne í Frakklandi. -------------•Hersveitip peirra brutust gegnum ámeríkskar hersveit- varnarifnurnar á 800 m. svæði. ir I Indlandi Bretarnir voru 2 klst. í íandi. JOHNSON, fulltrúi Roose- velts í Indlandi hefir sagt ýrá því í New Delhi, að ame- iríkskar hersveitir séu komnar til Indlands. Munu þær taka þátt í vörnum landsins við hlið brezku og indvérsku herj- ■anna. Þá hefir verið sagt frá því í Colombo á Ceylon, að hol- lenzkar flugvélar séu nú á eynni og taki þátt í vörnum landsins. Frakbar iiaida and- stððn sinni ðfrasi. ÞJÓÐVERJAR virðast vera að gugna á herferð þevrra gegn andstöðu Frakka, þar eð þeir hafa látið lausa 20 gísla, sem dæmdir höfðu verið til dauða. Þó hafa 15 verið skotnir fyrir árásir á þýzka hermenn í París. Höfðu 50 manns verið teknir fastir fyrir þessa árás og hötað að taka þá alla af lífi, ef tilræðismennirnir gæfu sig ekki fram þegar í stað. Nú vildi svo til, að enn ein árás vav gerð á hermenn í París en árásarmennirnir náðust. I Banninu um að öllum skemmtistöðum í París skyldi lokað til föstudags, hefir einn- ig verið aflétt. Fréttir þessar voru sagðar í útvarpinu í Par- ís. Þjóðverjar óttast æ meir strandhögg á Frakklandsstrend ur og gera þeir víðtækar ráð- stafanir til várnar. Hafa þeir tekið melming allrar sements- framleiðslu landsins til að hyggja steinsteypt strandvirki á ströndunum. Brezka útvarp- ið bætir við þessa frétt, að það hafi verið steinsteypt virki í St. Nazaire. SIR Stafford Cripps tal- aði við blaðimenn í London í gær. Sagði hann, að hann hefði þar til tveim dögum áð- ur en samningaumleitunum lauk, trúað því, að samkomu- lag mundi nást. Þá varð h!on- um ljóst, að Kongressflokkur- inn mundi ekki viðurkenna stjórn, sem væri ábyrg gagn- vart varalýjnunginum. Hann sagði, að útlitið væri alls ekki slæmt, þótt það gæti verið betra. Grundvöllur væri fyrir frekari samningaumleitunum, en nýjar tillögur yrðu að koma frá Indverjum. Hann sagði, að leiðtogar Indverja hefðu full- vissað sig um það, áður en hann fór, a ðþeir og flokkar þeirra mundu verða landi sínu tryggir og vinna að vörnum landsins af alefli. FLUGVÉLAR Astrah'u- manna hafa enn gert miklar á- rásir á borgirnar Rabaul og Koepang BREZKU VÍKINGASVEITIRNAR hafa enn verið á ferðinni. Snemma í gærmorgun voru þær settar á land á ströndinni hjá Bolougne, sem er handan við Ermar- sundið, og höfðust þar við tvær klukkustundir. Andstaða Þjóðverja var mjög lítil og algerlega brotin á bak aftur, svo að Bretar gátu farið víða um ströndina, eyðilagt samgöngu- stöðvar og slitið símalínur og þannig hindrað, að Þjóðverj- arnir gætu sent boð eftir liðsauka. Brezku herskipin, sem fluttu liðið yfir sundið, mættu nokkrum þýzkum togurum og löskuðu einn þeirra og kom upp eldur í öðrum. Síðan sigldu hermennirnir til strandar í smábátum og gengu á land. Aðeins einn þýzkur hermaður varð á vegi þeirra. Hann hefir að líkindum ekki áttað sig á því, hvað vár á seiði, því að hann hrópaði: Stanzið. Vélbyssuskothríð var svarið. Síðan gátu Bretarnir farið mörg hundruð metra upp ströndina án þess að verða varir við Þjóðverjana. Munu þeir hafa ruglazt á skothríðinni, er herskipin börðust við togarana, og ekki áttað sig á því, að um landgöngu var að ræða, þegar Bretar komu að gadda- vírflækjunum, sem eru um ströndina alla, hófst loksins vél- byssuskothríð frá virkjum Þjóðverja, en hún fór að mestu yfir höfuð strandhöggsmanna. Brutust brezku sveitirnar í gegnum varnarlínur Þjóð- verja á 800 m. svæði. Tókst þeim að rjúfa símalínur áður en boðum varð komið og því kom enginn liðsstyrkur. Þegar brezku hermennirnir höfðu lokið hlutverki sínu, héldu þeir aftur til strandar og voru þeir allir teknir um borð í skipin með öllum útbúnaði þeirra. — Manntjón Breta var mjög lít- ið. Tilkynningin frá London segir aðeins, að hér sé um að ræða „könnunarferð í smáum stíl.“ Kl. 10 í gærkveldi hafði þýzka útvarpið enn ekki sagt hlustendum sínum frá árás- inni. Brezku hermennirnir voru allir svertir í andlitinu, til að þeir sæust síður í rökkrinu. — Allir voru þeir í skóm með þykkum gúmmísólum, nema einn sérvitringur, sem var á inniskóm! Meðal hermamianna, sem tóku þátt í árásinni, voru menn frá 52 herdeildum, allir sér- staklega æfðir til strand- höggvanna. Eru þeir sumir frá SkoMandi, aðrir frá Norður- Álandi og jafnvel frá Suðúr- íi’landi. Hersveitir þessar eru undir stjórn L. Montbatten, lá- varðar, sem stjórnar strand- höggunum. ALLMARGIR embættismenn í sendisveit Vichystjórnarinnar í Washington hafa sagt. af sér störfum og lýst fylgi sínu við frjálsa Frakka. Hefir einn þeirra skýrt frá því, að. hann hafi Lséð það á skjölum, sem borizt hafa til sendisveitarinn- ar, að Þjóðverjar þröngvuðu Pétain til að láta undan kröf- um þeirra. ALLMIKILL liðssafnaður er á báða bóga í Ukrainu. Eru Þjóðverjar í ákafa að gera við allar brýr og skipa samgöngu- málum í lag eftir veturinn. — Ameríkskir fréttaritarar skýra frá því, að stöðugur straumpr rússneskra hersveita sé nú til vígstöðvanna. Er þetta vel æft varalið, sem verið hefir í Aust- ur-Rússlandi í vetur og ekki tekið þátt í orustum. BIFREIÐASTÖÐIN BIFRÖST \ / óskar öllum sínum viðskiptavinum með þakklæti fyrir veturinn. BIFRÖST, sími 1508. GLEÐILEGT SUMAR! og pökk fyrir veturinn Kexverksmiðjan Esja. GLEÐILEGT SUMAR! Verksmiðjan Venus h.f. GLEÐILEGT SUMAR! Gísli J. Johnsen. GLEÐILEGT SUMAR! Félag hifvélavirkja. GLEÐILEGT SUMAR! V.K.E. Framtíðin. GLEÐILEGT SUMAR! Hið íslenzka prentarafélag. GLEÐILEGT SUMAR! Verkamannafélagið Dagsbrún. GLEÐILEGT SUMARl Veggfóðursverzlun Victors Helgasonar. GLEÐILEGT SUMAR! Marteinn Einarsson & CO. GLEÐILEGT SUMAR! VESTA Laugavegi 40. GLEÐILEGT SUMAR! i Stýrimannafélag íslands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.