Alþýðublaðið - 25.04.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.04.1942, Blaðsíða 3
OLaugardagur 25. apríl 1942. ALK»YÐUBLAÐBÐ Chiaog Kai-Shek og Hay Liog. WÁTT UPPI í fjöllum í Suður- Kína er höfuðborg landsins, Chungking. Þar hafa þau Chiang Kai-Shek og kona hans May-Ling Soong aðset- ur sitt og þaðan stjórna þáu Kínaveldi í baráttu þess við Japani. Þau hjónin búa ekki í sjálfri borginni, heldur skammt utan við hana. 3ÞEIR, SEM talað hafa við May- Ling segja, áð þeir hafi á svipstundu, sannfærzt um, að allt, sem sagt hefir verið urri hana, er satt.Hún gæti heillað fuglana niður úr trjánum og hún veit nákvæmlega, hvað hentar hverjum fugli. Hún er fögur kona og er eins vel vaxin og nokkur kvikmynda- leikkona. 3ÞAU HJÓNIN Chiang og May- Ling eru mjög samrýnd og hafa unnið stórfellt starf í þjónustu Kína. Hann sér um yfirstjórn hermálanna og állt, sem þar að lýtur. Hún hefir á hendi yfirstjórn ým- issa velferðarmála, hjálpar- starfsemi og fleira. Chiang tálar ekki ensku, og verður hún því oft að túlka fyrir hann. MAY-LING SEGIR eftirfar- andi sögu af sjálfri sér: „Þeg- ar ég var nýgift, heyrði ég hræðilegar sögur um mann minn. Orðrómurinn hermdi, að hann ætti 5 milljónir doll- ara i bönkum í Ameríku. í tvö ár bar ég hryggð mína yfir þessu. Ég hugsaði: Hann hlýtur að treysta mér! Hann hlýtur að segja mér frá því! Það voru ekki peningarnir, sem ég hugsaði um. Mér féll það þungt, ef hann segði mér ekki frá öllu. Ég hafði miklar áhyggjur út af þessu. Loks þoldi ég það ekki lengur. Ég fór til móður ! minnar. Hún sagði við mig: „Annaðhvort elskav þú mann þinn til hlítar og treystir hon- um, eða þú tekur pjönkur þínar og kemur strax heim!“ Ég reyndi að hugsa ekki um Þá hitti ég konu Chang hershöfðingja. Hún sagði mér, að maður hennar ætti 5 milljónir dollara í Ameríku. Svona var það: Chang herfor- ingi átti peningana, ekki Chiang, maðurinn minn.“ JAPANIR HAFA gert fjölda- margar loftárásir á Chung- king. Meðan á þessum árás- um stendur, situr MayLing venjulega í byrgi sínu og þýðir kafla úr sögu Kínaveld- is. „Að hugsa sér,“ sagði hún einu sinni við blaðamann, „að í Kína var blómleg menn- ing, þegar Evrópubúar voru klæddir í dýraskinn og átu hver annan!“ Blaðamaðurinn varð að viðurkenna þetta. EINU SINNI sögðu vinir May- Ling, að það \ væri tíu her- fylkja virði, ef hún færi í fyr- irlestraferð til Bandaríkj- anna. Hún spurði Chiang að því, hvort hún ætti að fara. Whitley-sprengj uflugvél. Whitley sprengjuflugvélarnar virðast nú hafa litið sitt fegursta og eru aðrar stærri, hrað- fleygari og í alla staði betri komnar í þeirra stað. Þó hafa þessar gömlu flugvélar enn ver- ið á ferðinni nýlega og tekið þátt í árásum á Norður-Ítalíu og síðast í árásunum á Rostock. Stórkost hafnar of tárás á þýzku ar til Svfþjóð" borg- Stjórnar árárinni. ina „brennandi víti“. Margar stærsíu sprengjuflug- i árásiuni. BREZKI FLUGHERINN gerði í fyrrinótt stórkostlega árás á þýzku hafnarborgina Rostock við Eystrasalt, og tóku f jöldamargar flugvélar af nýjustu og stærstu gerð þátt í árásinni. Stórkostlegar skemmdir urðu í borginni og voru eldarnir, sem komu upp í henni svo miklir, að þeir sáust í Malmö, sem er á sænsku ströndinni, hinum megin við Eystrasaltið. Reyksúlurnar náðu upp í 300 m. hæð og sagði brezka útvarpið í gærkvöldi, að borgin hefði verið „brenn- andi víti“, þegar flugvélarnar héldu á brott. Allar nýjustu sprengjuflugvélategundir Breta tóku þátt í árásinni þar á meðal Lancaschire, Stirling, Mancester, Hampden, Wellington og Whitleyflugvélar. Voru þyngstu tegundir sprengja, sem til eru, notaðar, og urðu sprenging- arnar ógurlegar. Rosttock er ekki stór borg, íbúar eru um 70 þús., en hún er hernaðarlega mikilvæg af mörgum ástæðum. Borg- in er ein Helzta samgöngustöð við Eystrasalt og því miðstöð herilutninganna til norðurvígstöðvanna í Rússlandi. Enn- fremur eru hinar frægu Heinkel flugvélaverksmiðjur í borginni og höfnin er mikil kafbátastöð. Fyrir nokkru var mikil árás gerð á Lúbeck, sem er skammt vestan við Rostock og að mörgu leyti sambærileg hvað mikilvægi snertir. í báð- um borgunum mætist mikill fjöldi járnbrautalína, t. d. 6 í Rostock. Þetta er A. T. Harris, for- ingi sprengiflugvéladeildar brezka flughersins. ' Hefir hann því á hendi stjórn vor- sóknarinnar. Árásin stóð yfir í tvær klukkustundir og voru aðeins 4 af brezku flugvélunum skotn- ar niður. Er það tiltölulega af- ar lítið. Ein af hinum stóru nýju Lancaschire-flugvélum hafði fengið Heinkel verksmiðjurnar að skotmáli. Flugvélin renndi sér niður í 1000 m. hæð og flaug yfir verksmiðjurnar. — Sprengjum af stærstu tegund var kastað á verksmiðjurnar og geysileg sprenging varð. Margir flugmanna, sem tóku „Segðu vinum þínum,“ svar- aði hann, „að það sé 20 her- fylkja virði fyrir mig að hafa þig hér.“ þátt í þessari árás segja, að hún hafi verið harðari en árás- in á Liibeck, þegar tæpur helmingur af aðalhluta þeirr- ar borgar var lagður í rústir og 1500 hús eyðilögðust. Þýzkt herlið til Svalbarðo. nu ÞJÓÐVERJAR hafa aftur sent herlið til Sval- barða, en þar hefir ekkert her- lið verið, síðan Bretar fóru þangað og eyðilögðu þar öll mannvirki í fyrrahaust. — Þá fluttu þeir einnig flesta eða alla íbúana með sér á brott. narar settir I íánaMoir. ÞÚSUND norskir kennarar hafa verið settir í fanga- búðir í Noregi fyrir andstöðu gegn Quislingstjórninni. Fréttir frá Stokkhólmi segja frá því, að margir þeirra hafi verið fluttir í opnum bátum til Norður-Noregs, þar sem þeir hafi verið látnir í fangabúðir. Margir þeirra veiktust af volkinu og aðrir urðu vitskert- ir. Meðferðin á þeim var svo * grimmúðleg, að jafnvel einn af 1 minni spámönnum Quislings | sendi kæru til Oslo yfir því. í Quisling svaraði kærunni sjálf- i ur og sagði, að kennararnir hefðu gert sig seka um glæpi og verðskulduðu því refsing- una. Bnndsted fer til Handtökur vegna straadheggs Hretu* RUNDSTEDT, marskálkm, hinn nýskipaði yfirher- foringi Þjóðverja í FrakklancK hefir undanfarið verið í eftir- litsferð í Hollandí, en hann hélt þegar í stað til Boulogne, ér hann frétti um strandhögg Breta þar. Hefir hann hafið rannsókn á því, hvernig á því stóð, að varnimar voru svo lé- legar og Bretar gátu komið áð öllum óvörum. Munu nokkrvr herforingjar þegar hafa verið teknir fyrir vanrækslu. Þá munu íbúar á staðnum hafa aðstoðað Breta og haf» fjöldamargir þeirra, sumar fregnir segja 150, verið teknir' höndum. í Frakklandi hafa tvær sprengingar orðið í borginni Mont Pellér. Var sprengju kastað inn í skrifstofu blaðs- ins, sem foringi franska fas- istaflokksins á, og varð allmik- ið tjón, en enginn fórst. Hinni sprengjunni var kastað inn í skrifstofu frönsku hersveitar- innar, sem berst á austurvíg- stöðvunum. Sl. mánuð tóku Þjóðverjar af lífi 123 Frakka og fjöldamargir aðrir voru settir í fangelsi. Pólskar hersveitir fyrstar aftvr ð Póiska gmnd. Loforð Stalins. PÓLSKAR hersveitir eru nú bæði í Rússlandi, Iran og í Miðjarðarhafslöndunum. Sagði Andrés, foringi hersins í Rússlandi, að Stalin hefði lof- að því, að pólskar hersveitir skyldu verða þær fyrstu, sem stigu fæti á pólska grund, þeg- ar að því kæmi. Andrés sagði ennfremur, að það væri mikilsvert, að vor- sókn Þjóðverja yrði hrint. Það gæfi að vísu ekki sigur í ár, en það gerði líkurnar fyrir sigri næsta ár mun meiri. Þá skýrði hann frá því, að Stalin hefði tjáð sér, að Rússar væru mjög ánægðir með brezku skriðdrekana og ennfremur, að aðstoð Breta við Rússa hefði orðið fyllilega eins mikil og lofað var. Nygaardsvoldkoninn til Ameríkn. v JOHAN NYGAARDSVOLD, forsætisráðherra norsku stjórnarinnar í London er kom- inn til Ameríku, þar sem hann mun dvelja um eins til tveggja mánaða skeið. Kom hann til New York í fyrradag, en hélt þegar í stað áfram ferðinni til Washington. Hann mun ræða bæði við ameríkska og norska menn vestra um baráttu Norðmanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.