Alþýðublaðið - 25.04.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.04.1942, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBUÐIÐ Laugardagur 25. apríl 1942, Útgefandi: ASþýðuflokkurinn Bitstjóri: Steíán FJeturssoa Ritstjóm og afgreiSsla í Al- þýðuhúsinu við Hveríisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902 Sfmar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. AlþýSuprentsmiðjan h. f. Tílfap fiísla Síelassonar. ÞAÐ er í sjálfu sér enginn skaði. þó að tillaga skuli nú' vera fram komin á alþingi um það, að kosningum skuli enn frestað um óákveðinn tíma. Því að með afgreiðslu hennar fæst þó að minnsta kosti Íoksins úr því skorið, hvort kosningar fara fram í vor eða ekki. Hitt hlýtur að vekja nokkra undrun, hver það er, sem hefir borið þessa tillögu fram. Gísli Sveinsson var einn af fyrstu þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins, sem tók úndir kjördæma- skipunarfrumvarp Alþýðu- flokksins við fyrstu umræðu þess í neðri deild. Og með tilliti ■til þess þvættings, sem þá þegar var haldið á lofíi af Framsókn- armönnum á móti frumvarpinu, að fullnaðaraf greiðslu sjálfstæð- :ismálsins væri stefnt í hættu við það, að kjördæmamálið væri tekið þannig upp út af fyrir sig, 3>enti hann mjög skilmerkilega og skorinort á það, að ekkert gæti verið við það að athuga, að kjördæmamálið, sem allir vissu að væri deilumál milli flokk- anna, yrði afgreitt fyrst, enda lægi fyrir sameiginl. samþykkt allra flokka á alþingi um það, hvernig sjálfstæðismálið skyldi afgreitt, og eftir væri aðeins að taka ákvörðun urn, hvenær sú samþykkt skyldi koma til fram- kvæmda. — Síðan hefir Gísli Sveinsson þó ekki að eins — einn allra þeirra níu manna, sem sæti eiga í stjórnarskrár- nefnd — stungið upp á því, að bæði málin, kjördæmamálið og sj álfstæðismálið, skuli tekin fyrir til fullnaðarafgreiðslu sam. tímis, heldur hefir hann og nú, eftir að það var fellt, borið fram þingsályktunartillöguna umþað, að kosningum til alþingis skuli enn frestað um óákveðinn tíma. Það hlýtur að vekja nökkra furðu; því að vitanlega getur ekki orðið um neina afgreiðslu kjöi'dæmamálsins á þessu þingi að iræða, ef ákveðið yrði, að eng- ar kosningar skyldu fara fram í vor. ❖ i . En hvað sem komið hefir Gísla Sveinssyni til þess að ílytj a þin gsályktunartillöguna um áframhaldandi frestun kosn- inga, þá er alveg ástæðulaust að harma það, að hún skuli vera fram komin; því að með af- greiðslu hennar verður, eins og sagt var, að minnsta kosti bund- imi endi á þá óvissu, sem hingað GIJMNLAUGUR OSKAR SCHEVING; Listaaeiffl og Menntamálaráð. UNDANFARNA MÁNUÐI hafa birzt greinar í Tíman- um eftir formann menntamála- •i ráðs, Jónas Jónsson, um listir og skáldskap og ágreining þann, er komið hefir upp milli mennta- málaráðs og listamanna. Greinar þessar eru sem heild lítt til þess fallnar að varpa skýru ljósi á meginatriði máls- ins, og væri ekki úr vegi að gera npkkra grein fyrir orsökum þessa ágreinings og athuga, hvernig þessum málum er hátt- að í hinum stærri dráttum. Myndlistarmenn hafa æskt þess, að kunnáttumaður með sérþekkingu á myndlist væri hafður til þess að leiðbeina menntamálaráði við ihnkaup á listaverkum fyrir ríkissafnið. Þá hafa þeir óskað þess, að formað- ur menntamálaráðs, sem er þar mestu ráðandi, væri réttsýnn og listamönnunum velviljaður. Listamennirnir hafa einnig ósk- að þess, að gerð væri opinber- lega grein fyrir hvernig fé því væri varið, er ríkið veitir til list- styrkja og kaupa á listaverkum. Það er ólíklegt, að nokkrum réttsýnum manni finnist þessar kröfur öfgafullar eða ósann- gj arnar, og þær aru þannig, að auðvelt er að uppfylla þær En svo undarlegt sem það kann að sýnast, hefir reyndin orðið sú, að eftir að myndlistamenn báðu alþingi að taka þessar ósk- ir til greina og rökstuddu beiðni sína með nokkrum aðfinnslum á afskiptum menntamálaráðs af myndlistamálum (erindið var sent alþingi fyrir rúmu ári síð- an, hefir formaður rhenntamála- ráðs brugðizt hið versta við og hafið herferð á hendur lista- mönnum landsins með ósæmi- legum skrifum. Árið 1941 voru ekki keypt verk af þeim listamönnum, er höfðu undirskrifað umrætt er- indi til þingsins, og þar sem það hafði verið venja undanfarin ár að kaupa á sama tíma eða rétt fyrir jólin á hverju ári, mun hér hafa verið um einhvers konar hirtingu að ræða. í stað hinnar venjulegu jólaglaðningar fengu listamennirnir nokkurra vikna. skammagrein í Tímanum, þar sem þeim og öllum almenningi var tilkynnt, að Jónas Jónsson, form. memitamálaráðs, hefði æðsta úrskurðarvald um það, hvað væri list og hvað ekki. Þeir, sem leyfðu sér að hafa aðr- ar skoðanir á þessum málefnum, voru að dómi J. J. andlega vol- aðir, en jafnframt hættulegir, aumingjar. Myndlistamenn létu skrif þessi ekki á sig fá, og mun J. J. hafa komizt að því, að listamenn hefðu í hyggju að ítreka beiðni sína til þingsins. Nú voru góð ráð dýr. J. J. lætur tilkynna listamönnunum, að mennta- málaráði þóknist að líta á mynd ir, og að kaiíp muni vera í vændum. En listamennirnir höfðu fengið nóg af skrifum J. J. og ráðsmennsku hans í heild, •svo þeir listamenn, er virtu list- heiður sinn að einhverju, sáu, að J. J. hafði gengið svo langt í ó- sæmilegum skrifum um listir og skáldskap, að það var niðurlæg- ing fyrir þá sem listamenn, að hafa skipti við hann sem for- mann menntamálaráðs í fram- tíðinni, og vildu því langflestir af myndlistamönnum ekki selja ráðinu að svo stöddu. Út af þess- ari neitun reiddist J. J. einum listmálaranum svo mikið, að hann hótaði honurn að íbúðar- hús hans skyldi tekið af honum. Fyrir tæpu ári síðan birti menntamálaráð í fyrsta skipti opinberlega skrá yfir innkaup á listaverkum síðast liðin tíu ár, eða síðan mermtamálaráð var stofnað. Myndlistamenn bentu á, að upphæð sú, sem keypt hafði verið fyrir samkvæmt þessari skýrslu, var mn sjötíu þúsund krónum lægri en fé það, er veitt hafði verið til lista- verkakaupa. Maður skyldi nú ætla, að menntamálaráð hefði brugðið við og gefið skýringu á þessum misrnun. En svo hefir ekki orðið. Ráðið 1 hefir ekki minnzt einu orði á þessa mis- fellu. Aftur á móti hefi J. J. full- vissað alla, bæði listamenn sem aðra um það, að fjárreiður menntamálaráðs væru í því himnalagi, að yndislegri reikn- ingar en ráðsins væru óhugsan- legir. Það verður vart sagt, að lista- menn landsins hafi unnið sér til óhelgi, þó að þeir leyfi sér að óska þess, að velviljaðir og sérfróðir menn hafi með mál þeirna að gera fyrir ^iönd hins opinbera. Og það verður heldur ekki talin óhæfa, sem J. J. hefir þó oftsinnis gefið í skyn, að lista | mennirnir leyfi sér að koma með réttmætar aðfinnslur, þegar gengið er á rétt listarinnar yfir- leitt. Og er það ekki réttmæt krafa að gerð sé grein fyrir, hvernig fé því er varið, sem veitt er til listaverkakaupa fyrir xúkissafnið? til hefir leikið á því, hvort kosið verður í vor eða ekki. Og verður nú fróðlegt að sjá, hvaða afstöðu flokkarnir taka til þess máls, þegar á hólminn kemur. Ef trúa má þeim yfirlýsingum flokkanna, sem þegar eru fram komnar í því efni, ætti ekki að vera mikill efi á, hver afdrif þingsályktunartillagan fær. Miðstjórn Framsóknarflokksins samþykkti þó nokkru eftir að þing kom saman í vetur, að lýsa því yfir sem sinni skoðun, að ó- hjákvæmiiegt væri að láta kosn- ingar fara fram í vor, og bæði Hermann Jónasson forsætisráð- herra og blað Framsóknar- flokksins hafa hvað eftir annað, blaðið síðast á sunnud. eftir að tillaga Gísla Sveinsonar var fram komin, endurtekið þá yfir- lýsingu. Það ætti ekki að vera mikill vafi á því, hver afstaða Framsóknarflokksins verður til kosningafrest'unartillögunnar. - Afstaða Alþýðuflokksins er kunn: Hann hefir fyrir löngu krafizt þess, að kosningar verði látnar fara fram í vor, svo fljótt sem unnt er, og telur það alger- lega óverjandi, að fresta þeim lengur, eftir að sú samvinna um stjórn landsins, sem kosninga- frestunin beinlínis byggðist á, hefir verið rofin. Um afstöðu Kommúnistaflokksins ætti held- ur ekki að þurfa að spyrja. Og þar sem þessir þrír flokkar hafa til samans meirihluía á þingi, virðast örlög þingsályktunartil- lögunnar varla geta orðið nema á einn veg, hver svo sem afstaða Sjálfstæðisflokksins og Bænda- floksins kynni að verða — þ. e. a. s., ef gefnar yfirlýsmgar og gerðar samþykktir hafa nokk- urt gildi. Mun nokkrum þeim, er hafa kynnt sér þessi mál, geta fund- izt annað en að listam. landsins hafi verið beittir mikilli rangs- leitni, er einmitt sá maður, er mest allra íslendinga fyrr og síðar hefir svívirt og rangfært málstað listamanna, skuli vera hafðúr til þess að ráða yfir mál- efnum þeirra fyrir hönd hins opinbera? J. J. og fylgismenn hans í Tímanum geta ásamt Guðmundi Finnbogasyni haldið áfram á- róðri sínum gegn listamönnum landsins, en þeir munu vart auka heiður sinn með því. Reyndin hefir orðið sú, að skrif þeirra hafa talað ennþá meira á móti J. J. en gagnrýni lista- mannanna, sem hann hefir þo ekki í einu einasta atriði getað hnekkt. Gunnlaugur Óskar Scheving. TÍM'INN gerði á sunnudag- inn þingsályktunartillögu Gísla Sveinssonar, forseta sam- einaðs þings, um áframhald- andi frestun kosninga til al- þingis að umtalsefni, og tók mjög ákveðna afstöðu á móti henni. Tíminn skrifar: „í þessum hugleiðingum sínum sleppir forseti sameinaðs þings þeirri staðreynd, að kosninga- frestun myndi eins og nú er kom- ið skapa sízt rniirni ókyrrð í stjórn- málalífinu en kosningar, þar sem stjómarandstaðan myndi nota hana til harðra ádeilna á ríkis- stjórnina. Forsetinn gleymir því einnig, að flokkur hans hefir allan tímamx síðan kosningum var frestað verið með stöðugan kosningaótta og því verið lítt starfhæfur, og er líklegt aö ' slíkt geti haldizt á næsta ári, fyrst þannig hefir gengið til síð- astliðið ár. .Eina leiðin til að Losa flokkana við þennan kosn- ingaótta, sem þeir bera stöðugt, þrátt fyxir kosningafrestunina. er að Xáta fara fram kosningar í vor.“ í sömu greininni mótmælir Tíminn þó harðlega, að kjör- dæmamálið sé afgreitt á þessu þingi, og að kosið verði um það í vor. Það, sem hann býð- ur Sjálfstæðisflokknum upp á, er sem sagt þetta: Að Sjálf- stæðisflokkurinn felli kjör- dæmaskipunarfrumvarpið og láti síðan reka sig út í kosn- ingar með svikin við launa- stéttir landsins í gerðardóms- málinu og svikin við sína eig- in kjósendur í kjördæmamál- inu á herðunum! Það er girni- legt tilboð fyrir Sjálfstæðis- flokkinn — ekki satt? * í annarri grein í Tímanum á sunnudaginn minnir Jónas frá Hriflu Sjálfstæðisflokkinn á það, að Framsókn hafi bjargað honum frá því, að íeggja út í bæjarstjórnarkosningar hér í Reykjavík í vetur, þegar verst gegndi fyrir hann, og fer fram á, að Sjálfstæðisflokkurinn launi nú Frarnsókn lífgjöfina með því að fella kjördæma- skipunarfrumvarp Alþýðu- flokksins, eða „stjórnarskrá Ásgeir Ásgeirssonar,“ eins' og hann kallar það. Jónas skrifar: „Stjórnarskrá Ásgeirs Ásgeirs- sonar er eðlisverri heldur en sú drengskaparlausa lausn bæjar- stjómarkosninga, sem Alþfl. boð- aði í vetur. Hér er ekki talað um ranglæti í eitt skipti, heldur að gera siðleysið og rangindin að var- anlegu skipulagi." „Siðleysið“ og „rangindin“, sem Jónas talar hér um — það er, að kjósendur Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins séu gerðir jafnréttháir kjósendum Framsóknarflokks- ins, í stað þess að verða að sætta sig við hálfan rétt á við þá eins og hingað til! * í aprílhefti hins nýja tíma- rits „Helgafell,“ sem nú er ný- komið, er það, sem tímaritið kallar „einræði í listum,“ gert að umtalsefni á eftirfarandi hátt: „Það er ekki fyrr en með svart- asta afturhaldi 20. aldarinnar, sem ómenníaðir' ríkisvaldhafar hafa lögfest ákveðnar listastefnur, en bannfært aðrar, eins og gert hefir verið í Þýzkalaindi nazismans, en þar hafa listamenn sætt líkamleg- um refsingum fyrir að handleika pensilinn öðruvísi en foringjanum þóknast, jafnfrþmt því, sem verk ýmsra helztu meistaranna hafa ýmist verið seld út úr landinu, til ágóða fyrir nazismann, eða verið lokxið niðri í dimmum kjöllurum. þar sem þau hafa ekki getað angr- að fegurðarsmekk manna. í júlí 1937 var enn fremur í Þýzkalandi haldin sýning á úrkynjaðri list, sem svo var kölluð, og skyldi hún vera listamönnum og öllum al- menningi til viðvörunar, enda var þar, að dómi kunnáttumanna, flest það samankomið, sem lífvænlegast mátti teíja í þýzkri nútímalist. Samtímis var opnuð þar önnur sýning á svokállaðri þýzkri list, fyrirmyndarlistinni, en við það tækifæri hélt foringinn ræðu, þar sem hann virðist hafa orðið fyrir ótrúlega miklum áhrifum af ís- lenzkri listgagnrýni, eins og hún hefir kornið blaðalesendum fyrir sjónir síðustu máúuðina. í ræðu sinni lýsti hann brautryðjendunum í listastefnum nútímans sem. ,!áti- leysingjmn, sem Guo hefir synjað um alla getu íil að skapa listaveck og yfirieitt synjað um alla hæfi- leika til asmars en þess að skruma og blckkja“. (Þeir geta bara skrökvað). Hanm kvað sig meira að segja hafa séð verk eftir Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.