Alþýðublaðið - 26.04.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 26.04.1942, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 26. april 1942.. Undirbúningl hátíðahaldanna 1. maí er að verða lokið. ' ' "♦- Stórkostleg krðfuganga verkalýðsins nm aðal götur bæjarins fyrirhuguð. Beriinarútvarpið segir: Vopnnð islenzk skip hafa rððizt ð pýzka kafbðta! fj AÐ MUN vera lítið um *** það að íslendingar hlusti á stuttbylgjuútvarps- sendingar á íslenzku frá Ltondon og Berlín. London sendir einu sinni í viku, en Berlín útvarpar á íslenzku á hverjum degi. Venjulega er hér um fréttasendingar að ræða og auk þess smávegis áróður. Nýlega hefir til dæmis í Ber- línarútvarpinu nokku,ð verið rætt um fiskveiðar íslendinga á umliðnum öldum og vitan- lega verið reynt af fremsta megni að telja fólki trú um að Englendingar hefðu eyðilagt fiskimiðin okkar. Núna einn daginn var nokkuð brugðið út af umræðuefninu í útvarpinu frá Berlín. Var þar sagt, að íslendingar hefðu orðið fyrir allmiklu ófriðartjóni, þar á meðal á mönnum. Ættu Bret- ar þar aðalsök, því að tjón ís- lendinga væri mest af ótrygg- um brezkum tundúrduflum. Hins vegar væri því ekki að neita, að Þjóðverjar hefðu ráðizt á íslenzk skip og sökkt þeim, enda höfðu vopnuð ísl. skip ráðizt að fyrra bragði á þýzka kafbáta og reynt að sökkva þeim! Væru íslending- FYBSTA MAÍ-NEFNDIN hefir starfað af mikium áhuga undanfarna daga að undirbúningi hátíðahaldanna á degi verkalýðsins. Er xmdirbúningi þegar langt komið, þó að ýmislegt sé enn eftir að gera. Éins og kunnugt er er það Fulltrúaráð verkalýðsfé- laganna, sem stendur fyrir hátíðahöldunum. Kaus það stóra nefnd til að annast undirbúninginn ,en þessi nefnd bætti síða við sig fulltrúum frá Dagsbrún og Iðju, tveimur frá hvoru félagi. Fullkomin eining er um daginn. Verða bornir rauðir fánar í kröfugöngunni ásamt íslenzkum fánum og fánum verkalýðs- og iðnfélaga, kröfuspjöld og kröfuborðar áletraðir o. s. frv. Snarpur jarðskjðlfta- kippur á Siglufirði í gærkveidi. Siglujirði í gærkveldi SNARPUR jarðskjálfta- kippur kom hér kl. 8,25 í kvöld, og stóð um 1 0 sek- úndur. Hús léku á reiðiskjálti og féllu innanstokksmunir og jafnvel börn um koll. Ekki er þó vitað, að neinar skemmdir hafi orðið. Snjóskriða féll úr Staðar- hólsfjalli, en ekkert tjón hlauzt af henni. Viss. ar og í þjónustu Breta og flyttu fisk á hafnir þeirra í Englandi. Var og hótað að sýna þeim enga miskunn í þessu stríði. Það er í fyrsta skipti sem við íslendingar heyrum um það að íslenzk skip hafi ráðizt á þýzka kafbáta, og á þessi þvættingur sennilega að afsaka morðin á íslenzku sjómönnunum. MaAir fremnr siðferOis- brot gegn Þriggja ára telpn. Kæra barst sakamálalitoreoluani t fyrra kvðld. Maðurinn var handtekinn/þegar i stað SÁ LJÓTI ATBURÐUR gerðist hér í bænum í fyrramorgún að þrítugur maður framdi siðferðisbrot gagnvart þriggja ára gömlu stúlkubarni. Var málið kært til sakamálalögreglunnar kl. 6 í fyrra kvöld og tókst rann- sóknarlögreglunni að hand- sama manninn svo að segja samstundis. Situr hann nú í varðhaldi og bíður dóms. Fulltrúi sakadómara, Þórður Björnsson, skýrði Alþýðublað- inu frá þessum atburði í gær- kveldi og fórust honum þannig orð: Klukkan um 6 á föstudags- kvöld kom maður til sakamála- lögreglunnar og tilkynnti henni, að hann hefði ástæðu til að ætla, að framið hefði verið sið- ferðisbrot, eða tilraun gerð til1 þess, gagnvart þriggja ára gam- alli dóttur hans. Skýrði maður- inn ennfremur frá eftirfarandi: Rétt fyrir klukkan 10 um morguninn hafði telpan farið til leika í porti, sem er við heimili hennar. Leikur hún sér oft í þessu porti og kemur það varla fyrir að hún fari út úr því. Er telpan hafði verið úti nokkra stund, fór faðir hennar að svip- ast eftir, henni og sá hana hvergi.Héft hann leitinni áfram og allt í einu sá hann, hvar hún kom af Bjarnarstíg á Skóla- vörðustíg og var fullorðinn maður í fylgd með henni. Föð- | urnum þótti það einkennilegt, Frh. á 7. síðu. í aðalatriðum verða hátíða- höldin með eftirfarandi hætti: Strax um morguninn verða seld merki dagsins á götum bæjarins, og verður síðar til- kynnt hvar hægt verður að fá þau til sölu. Klukkan 1,15 verð- ur safnazt saman við Iðnó, en þaðan verður gengin kröfuganga um Vónarstræti, Suðurgötu, Túngötu, Ægisgötu, Vesturgötu, Hafnarstræti, Hverfisgötu, Frakkastíg, Skólavörðustíg og staðnæmst í Bankastræti. Verð- ur reistur ræðupallur á tún- inu fyrir neðan brauðgerðar- húsið og þar fara fram ræður. Þar tala Sigurjón Á. Ólafs- son forseti Alþýðusambandsins og formaður „Sjómannafélags Reykjayíkur“, Sigurður Guðna- son, formaður „Dagsbrúnar“, Jóhanna Egilsdóttir, formaður „Verkakvennafélagsins Fram- sókn“, Björn Bjarnason for- maður „Iðju“ og Magnús H. Jónsson formaður „Hins ís- lenzka prentarafélags". Um kvöldið verða skemmtan- ir í Iðnó og Alþýðuhúsinu, en nánar er ekki búið að ákveða um fyrirkomulag þessara skemmtana. Þá verður og skemmtun í Alþýðuhúsinu kvöldið 30. apríl. Alþýðusambandinu er ætlað- ur tími í dagskrá útvarpsins um kvöldið 1. maí. Ollum verkalýð bæjarins ber að fylkja sér saman þennan þénnan dag í eina órofna fylk- ingu, og auk þess öllum, sem styðja vilja að framgangi mál- efna verkalýðsins. Milli 50 og 60 púsnnd krónur komnar in fyrlr barnadaginn. V GÆRKVELDI var vitað um 55,800 krónur, sem komið höfðu inn fyrir starf- semi barnadagsins. Var þó eftir að fara til hinna hundrað fyrirtækja, sem beiðnir höfðu verið sendar til og baukar frá vinnustöðvunum höfðu ekki verið sóttir. í gær gaf norski flugherinn hér 225 krónur til starfsemi bamadagsins. *' i," w; Orlofsfrumvarpið flutt af . í efri Eftir að sýnt þóttí, að stjórnin ætlaði að stinga því undir stól. Þingmenn ALÞÝÐUFLOKKSINS í EFRI DEILD, Sig- urjón Á. Ólafsson og Erlendur Þorsteinsson hafa nú lagt fram frumvarp um orlof fyrir alla launþega landsins, ekki minna en 12 daga á ári. Er það samhljóða frumvarpi r» / því, sem orlofsnefndin samdi og áður hefir verið lýst hér í blaðinu. Það var eins og kunnugt er Stefán Jóh. Stefánsson, sem skipaði nefnd til að athuga þetta mál, rpeðan hann var félagsmálaráðherra, og gera tillögur um það. Nefndin skilaði störfum fyrir nokkrum vikum og lagði frumvarþ um málið fyrir ríkisstjórnina. Var búizt við, að ríkisstjórnin myndi sjá sóma sinn í því að flytja frumvarpið á þessu þingi. En ekk- ert hefir heyrzt frá ríkisstjórninni, enda virðist svo sem félagsmálaráðuneytið hafi verið lagt niður um leið og fuli- trúi Alþýðuflokksins fór úr ríkisstjóm. Slíkri meðferð þessa mikla menningarmáls allra laun- þega í landinu vildi Alþýðuflokkurinn ekki una og þess vegna hafa fulltrúar hans í efri deild nú borið frumvarpið fram upp á eigin spýtur. Getnr Ferðafélagið ekii skipnlagt somarferðalðg að pessn sinni? -------a— Um 3600 félagar eru nil fi FerDafélaginu* ♦ Samtal við Kristján Ó. Skagfjörð. Ætlar ferðafélag ÍSLANDS ekki að skipuleggja ferðalög um landið í sumar eins og mörg undanfarin sumur? Alþýðublaðið lagði þessa spurningu fyrir Kristján Ó. Skagfjörð, framkvæmdarstj. Ferðafélagsins í gær, en aðal- fundur félagsins verður hald- inn n.k. þriðjudagskvöld í Iðnó. Kristján Skagfjörð svaraði: „Við erum enn ekki byrjaðir á því að skipuleggja sumar- ferðalögin ,enda er ekki laust við að við séum hálfhræddir við það. Það eru svo miklir erfiðleikar á að fá bifreiðar, að við erum í vanda staddir. — í fyrra skipulögðum við mikil ferðalög og reyndum allt hvað við gátum að fylgja áætlunum okkur, en það gekk ekki vel — vegna skorts á bifreiðum. Auk þess varð félagið fyrir nokkru tapi á ferðunum, og það er al- veg óhæft, enda alls ekki gert ráð fyrir því, að félagið tapi á þeim ferðum, sem það gengst fyrir.“ —- Hvað eru nú margir fé- lagar í Ferðafélaginu? „Þeir eru orðnir margir eða um 3500. Fjölgað hefir mjög mikið í félaginu á þessu félags- ári. Inn hafa gengið um G00 nýir félagsmenn. Eg held, að það sé langmesta fjölgun, sem orðið hefir í félaginu á einu ári.“ Ungir Reykvíkingar, og raunar margir hinna eldri líka, munu verða fyrir miklum von- brigðum, ef Ferðafélagið sér \ sér ekki fært að skipuleggjs hópferðalög í sumar, eins og það hefir allt af gert áður. — Vonandi gerir félagið þetta og yfirstígur þá örðugleika, sem eru á því, að fá nægilegan far- kost fyrir þá, sem vilja tak® þátt í ferðalögum félagsins. Sttndmeistaramót íslands hefst attiiað kfðid. EINN STÆRSTI íþróttavið- burður ársins. Sund- meistaramót íslands hefst ann- að kvöld í Sundhöllinni. Stend- ur það í tvo daga, einnig á fimmtudagskvöldið. Þátttakendur eru frá þremur íþróttafélögum: Ármanni, Ægi og KR., en alls eru keppend- urnir yfir 40 að tölu og þar á meðal helztu sundgarpar lands ins. Fyrsta dag mótsins, annað kvöld verður meðal annars keppt í 100 metra frjálsri að- ferð karla, 200 metra bringu- sundi karla, 100 metira bak- sundi karla. Beztu sundmenn bæjarins taka þátt í þessum keppnum og má meðal aníiars nefna: Stefán Jónsson Á. Rafn Sigurvinsson KR Edvard Fær- seth Æ., Sigurður Jónsson KR. Magnús Kristjánsson Á. Jón D. Jónsson Æ. Þá verður og ann- að kvöld keppt í einu vinsæl- asta sundi mótsins: 4 sinnum 50 métra boðsundi, og má bú- ast við mjög harðri keppni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.