Alþýðublaðið - 26.04.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.04.1942, Blaðsíða 5
$jma«dagur 26. apríl 1942. AUÞY0UBLAOIÐ i ÞAÐ HiLJÓTA a6 vera mjög margir foringjar á brezk- itm tundurspillum og korvett- ffln, sem hafa séð og talað við J>ýzka kafbátahermenn. Þeir Biunu hafa tekið eftir framkomu fanga sinna, til þess að komast að raun um, hvernig áhrif hernaðurinn hefir á þá. Flestir munu vera sammála um, að þýzku kafbátahermenn- irnir séu harðgerðir menn, taugasterkir, vel æfðir og hreyknir af starfi sínu, í raun og veru samboðnir andstæðingar þeim, sem starfa að því á tund- urspillum og vopnuðum togur- nm að granda kafbátum óvin- anna. En auk þess munu brezku foringjarnir hafa veitt athygli sérstökum stirðbusahætti og luntalegu yfirlæti í framkomu hinna ungu nazista. Þeir eru í raun og sannleika illa upp aldir En meðal aldri foringjanna eru ef til vill margir, sem auðveld- ara er við að eiga og eru þægi- legir í framkomu og ekki eins hátíðlegir. Það er þess vert að veita því athygli, að meðal kafbátalið- anna þýzku eru tvær tegundir manna, mjög ólíkar. Það eru gömiu sjóliðarnir, sem aldir voru upp í sjómennskunni áður «n Hitler kom til valda, menn, sem muna eftir heimsstyrjöld- inni og bera virðingu fyrir brezka flotanum. Hins vegar eru ungu meimirnir, innan við þrítugt, sem hafa verið aldir upp undir stjórn nazistanna. Þeir eru þröngsýnir og ofstækis- fullir. iÞeim hefir verið kennt að fyxirlíta óvini Þjóðverja og trúa því, að allt, sem nazistar geri, sé rétt. Þessh- menn hafa rsínar veiku hhðar. Þeir- geta komizt að raun um, að sjóhern- aðurinn sé öðru vísi en þeim var sagt, og að styrkur óvinanna sé meiri en þeir bjuggust við. Þeir geta komizt að því, að þeir hafi ekki fengið sem heppilegastan undirbúning, og þegar þessi sannleikur rennur upp fyrir þeim, geta hinir undarlegustu atburðir skeð. Við skulum fylgja ferli ungs nazista, sem er um borð í kaf- háti. Við getum kallað hann Giinther og sagt sem svo, að haam sé 22 ára gamall, en hafi verið 14 ára, þegar Hitler kom til valda. Frá 14—18 ára hefir Tónlistafélagið. flljdmleikar í Fríkirkjunni í dag. kl. 5V4 e. h. Flutt verður: ,,SSequiem“ eftir Mozart. Blandaður kór. Einsöngur. Hljómsveit Reykjavíkur Stjórnandi dr. Urbantschitsch. Aðgöngumiðar seldir við innganginn. Þýzkur kafbátur kemur heim í höfn. vernig áhafnir þýzku kaffoátanna eru æfðar. Doenitz, aðmíráll, sá er hefir á hendi yfirstjórn alls kafbáta- flota Þjóðverja. Gúnther verið í Hitlersæskunni. Hann hefir fengið bæði andlegt og líkamlegt uþpeldi nazistanna, áður en styrjöldin hófst: líkams- æfingar bæði meðan hann var í skóla og eftir það, útilegur og heræfingar á frídögum og um helgar. Á Gúnther hefir nazista- flokkurinn haft meiri áhrif en foreldrarnir og skólinn. Þekk- ing hans á öðrum þjóðum er mjög takmörkuð, og í mann- kynssögu kann hann mjög lítið en það er nauðsynlegt til þess að hægt sé að sannfæra hann um ágæti nazismans. Átján ára gamall fer hann í þegnskylduvinnu. Þar er hann alinn upp við aga og harðrétti og fær fræðslu um kenningar nazismans Þegar hann er 21 árs að aldri hefir hann gegnt her- þjónustu í tvö ár. En hvers vegna þurfa kafbátahemenn að iðka heræfingar? munu menn ef til vill spyrja. Samkvæmt hugmyndum Þjóðverja eru her- æfingar grundvöllur alls hern- aðar. Gunther hefir aldrei á sjó komið. Hann var ættaður úr Rínarlöndunum. Minna en helmingur allra kafbátaliða Þjóðverja er fró strandahéruð- unum þýzku. Svo kemur stríðið árið 1939. Og árið 1941 er mikil þörf á kafbátaáhöfnum, og Gúnther er í varaliðinu. Það er óskað eftir sjálfboðaliðum á kafbátana. Gunther lætur hríf- ast af kvikmyndum og frásögn- um iaf kafbátahernaði, og hann gengur í sjóhðið sem sjálfboða- liði. Á sérhvern kafbát þarf 40— 50 yfirmenn og óbreytta sjóliða. Það er auðveldara að framleiða kafbáta en að æfa kafbátaáhafn- ir. Þess vegna er hver maður æfður til síns sérstaka starfs, því að það tekur langan tíma að æfa hann í almennum störfum. •Það er því engin furða þó að yf- irmerm kafbátanna kvarti yfir því, að Hitlersæskan hafi verið blekkt, sjóliðarnir séu stirð- busalegir, þrætugjarnir og hætti við sjóveiki. Þetta, sem nú hefir verið sagt, I á við ungu mennina eingöngu, en þeir eru í meirihluta á þýzku kafbátunum um þessar mundir. Þýzki kafbátaflotinn hefir að vísu í þjónustu sinni gamal- reynda sjóliðá, en það þarf að dreifa þeim um allan flotann. Erfiðleikum Þjóðverja í þessu tilliti verður bezt lýst með því að taka dæmi. Við skulum taka til dæmis kafbátinn U 111, 740 tonna kafbát, sem sökkt var í októbermánuði síðast liðnum af 400 tonna togaranum Lady Shir- ley. Flestir sjóliðanna höfðu fengið þriggja mánaða æfingu, en sumir höfðu enga æfingu fengið. Áðeins fimm yfirmann- anna höfðu tekið þátt í kafbáta- hemaði. Fyrir ári síðan var allt öðru vísi um að litast. Þá gátu Þjóð- verjar sent vel æfðar kafbáta- áhafnir á sjóiim undir stjórn foringja, sem langa reynslu höfðu í sjóhernaði. En þeh- dag- ar eru liðnir. En ennþá líta kaf- bátaliðarnir á sjálfa sig sem úr- valsmenn. Ef þeir koma heim til sín eftir að hafa gert eitthvert gagn, er gert mikið veður út af því. Þeir fá heiðursmerki með mikilli viðhöfn. Kafbátaáhafnimar hafa gott viðurværi. Þær fá miklu meira og betra fæði en þýzkir borgar- ar. Ástæðan er auðsæ. Það er ekki til hættulegra starf en að vera sjóliði á kafbáti. Ungu mennimir þykjast miklir af því að vera trúað fyrir kafbáti, en gömlu mennirnir vita, að brezk herskip eru dugleg að granda kafbátum. Þeir vita, að brezku sjóliðarnir nota vísindalegar að ferðir við hemað sinn. En það vita ungu mennimir ekki. Þeir verða að læra það, þegar flug- vélarnar, tundurspillamir og korvetturnar koma á vettvang og kafbátarnir þora ekki upp á yfirborðið klukkutúnum saman. Niðurstaðan , er því sú, að fjöldaframleiðsla Þjóðverja á kafbátum og heppni banda- manna við að sökkva þeim verkaf- á þann hátt, að Þjóðverj- ar verða að setja lítt æfðar á- hafnir á kafbátana. Þeir eru neyddir til að dreifa hinum gömlu og reyndu sjóliðum um flotann, til þess að bæta upp hina óreyndu. Með hverjum kafbáti, sem sökkt er, farast nokkrir af hinum fáliðaða hópi æfðra sjóliða. Kafbátamir verða að herja fjarri heimaströndum sínum og vera lengi f j arverandi. Þeir verða að hafa bækistöðvar í framandi höfnum. Þeir eyða leyfistíma sínum meðal þjóða, sem em þeim fjandsamlegar og milli yfirmanna og undirgef- inna er enginn kunningsskapur. En því verður ekki neitað, að þýzku sjóliðarnir eru harðgerð- ir menn, hafa fengið miklar lík- amsæfingar frá blautu barns- beini, og bæði yfirmenn og ó- breyttir sjóliðar hafá ofstækis- fulla trú á „foringjanum.“ íslenzku stúlkurnar og vestur-fslenzki öldungurinn, sem var skotinn í þeim. — Bréf frá gömlum menntaskóla- nemenda um foma frægð og gamla siðu. EG HEFI ÁÐUR birt nokkur orS úr ferðasögu Soffoníasar Thorkelssonar hingað til lands, en hún er nú að birtast í blöðum okkar vestan hafs. í pistlinnm, sem ég birti nm daginn frá Soffoníasi, fór hann dálítið þnngnm orðum um stúlkurnar okkar út af ástand- inu og öllu því. En í dag færi ég stúlkunum aðdáun hans. Það er alveg eins og maðnr sjái gamla manninn brosandi og hýran við gluggann sinn vera að horfa á „blessaðar fallegu íslenzku stúlk- urnar sínar, sem ekki voru í á- standinu“. SOFFONÍAS segir meðal ann- ars: „Þá var annríkið ekki minnst i hárgreiðslu- og snyrtistofum kvenna; það brá svo við hermanna komuna, að ekki varð öllum þeim ósköpum sinnt, sem hárgreiðslu- dömunum bauðst að gera. Stúlkur, sem höfðu komið þangað reglu- lega mánaðarlega til að láta laga hár sitt og athuga útlitið, komu þar nú vikulega, því nú reið á miklu að líta vel út. enda gerðu þær það; hvergi finnst mér ég hafi séð meyjar fegurri. íslenzkar stúlkur hafa ljómandi fagran hör- undslit, en reyna þó að bæta hann sleitulaust með farða. En yfirleitt bætti hann ekki útlit þeirra; gat það ekki; gulbjárta hárið .langt niður á bak með velgerðu kögri af krullum fer þeim forkunnar vei og á svo vel við þeirra eðlilega hörundslit, að varla verður feg- urra fundið eða á betra kosið fyrir minn smekk.“ „ÉG DÁÐIST að því hvað þær voru þrautseigar að ganga ber- höfðaðar, þótt kalt væri veður og úrkoma mikil, sennilega af þægð við áhorfendur, að lofa þeim að sjá gullfallega hárið sitt og dáðst að, hvað það var vel gert upp í vöngunum og vel greitt yfir koll- inn, allt miður að krullukögrinu á bakinu, sem hossaðist til léttilega er þær vöppuðu um veginn, mér fundust þær verá mesta bæjar- prýðin, sem ég sá í Reykjavík. Urðu þær til að minna mig á orð skáldsins að „konur væru drottins bezta smíði“.“ „MÉR VIRTIST sem margar þeirra hefðu tamið sér sérstakt göngulag, sem líktist allmikið óð- inshana-hreyfingu, svo hárkögur þeirra hreyfðist mátulega mikið við hvert spor, er þær stigu. Þær voru mátulega hastar í ganginum til þess að viðkunnanlega mikið bar á prýðisfagra hárinu; stundum virtist mér, sem þær gerðu svo- litla höfuðhreyfingu við hvert spor, svo hárið hreyfðist. Þetta fór þeim ljómandi vel, og það veitti mér marga skemmtistundina, að horfa á það út um gluggana á stofum mínum.“ „EN ÞAÐ VORU EKKI stúlk- urnar einar af ungu íslenzku þjóð- inmi, sem ég dáðist að; piltarnir eru engu síður fallegir og margir þeirra framúrskarandi karlmann- legir, háir vexti, svara sér vel og prúðmannlegir í framkomu. Varð mér oft á að segja við sjálfan mig: íslenzka þjóðin er einstaklega vel Frh. á 6.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.