Alþýðublaðið - 28.04.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.04.1942, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 28. apríl 1942. ALÞVÐUBLAÐIÐ Major-General Bonesteel. Ameríkamenn taka við her- stjórn á Islandi ÞAÐ var tilkynnt í Wash- ington í gær, að Amer- íkumenn hefðu tekið við yj- irherstjórninni á Island. Engin nöfn ] voru nefnd í tilkynningxinni, en eins og kunnugt er, er Major-General Bonesteel yfirmaður amer- íkska hérsins hér á landi. Er hann þaulreyndur herforingi og tók meðal annars þátt í síðustu heimsstyrjöld í Frakklandi. Hinn fráfarandi hershöfð- ingi er Major-General Cur- tiss úr enska hernum. Mun hann vera farinn af landi hurt. læða Boosevelts m fitgjöld Bandarikj' anna. ROOSEVELT forseti hélt í fyrradag ræðu, þar sem hann ræddi stríðsútgjöld Banda ríkjanna og þær fórnir, sem fborgarar þeirra þurfa að færa. Forsetinn sagði frá því, að hernaðarútgjöld ríkisins væru nú orðin 100 millj. dollara á dag, en mundu hækka um helming áður en stríðinu lyki. Roosevelt gat um áætlun stjórnarinnar til að mæta þess- um útgjöldum, en hún er í fimm atriðum: 1) Hærri skattar. 2) Óbreytt laun. 3) Óbreytt verðlag. 4) Skömmtun. 5) Fjársparnaður einstak- linga. Forsetinn sagði að lokum, að nú væri röðin komin að borg- urum Bandaríkjanna að taka þátt í baráttu siðmenningarinn- ar fyrir lífi sínu. SENDIHERRA Bandaríkj- anna í Vichy, Lehy aðmír- áll, hefir gengið á fund þeirra Pétain og Lavals. Er það í síð- asta sinni áður en hann fer heimleiðis. Norðmenn neyddir til vinnu við viggirð ingar i Prándheimi. Uppþot og skemmdarverk í borginni, Ávarp Riis Larsen til Falkenhorst Þ JÓÐVERJAR hafa nú rekið fjölda manns frá heimilum þeirra í Þrándheimi í Noregi og sett þá í hermanna- , skála, sem eru utan við borgina. Þar eru Norðmennirnir neyddir til þess að vinna við víggirðingar, sem Þjóðverjar eru í skyndi að koma sér upp meðfram allri ströndinni vegna ótta við innrás Bandamanna. Gengur þeim hér sem annars staðar erfiðlega að fá verkamenn, og hafa þeir því gripið til þessara svívirðilegu aðferða. ' Norðmenn una þessu auðvitað illa og hafa orðið-mörg uppþot í borginni. Hafnarverkamenn hafa neitað að ferma eða afferma skip, og skemmdarverkum fer stöðugt f-jölg- andi. Dularfullir eldar hafa komið upp á ýmsum stöðum,: m. a. í brú einni, sem er mikilvæg fyrir samgöngur Þjóð- verja, og í einni af birgðaskemmum þeirra. Þá kom upp eldur í tveim húsum, þar sem þýzkir liðsforingjar bjuggu. Neituðu norskir brunaliðsmenn að fara á staðinn, og leiddi það til þess, að foringi þeirra var handtekinn. í norska útvarpinu frá Lond- on í gær flutti yfirmaður norska flughersins í Bretlandi, Riis Larsen, ávarp, sem hann beindi til yfirmanns þýzka hersins í Noregi, von Falken- horst. Hann sagði m. a.: „Von Falkenhorst! Þér vit- ið„ að þýzka leynilögreglan hefir í frammi hinar svívirði- legustu pyntingar gagnvaft norsku þjóðinni, og þær eru brot á alþjóða lögum og svo ómannúðlegar, sem mest má verða. Þér vitið einnig, að þetta getur ekki farið fram nema undir vernd, þýzka hersins. Um það bil fjórir fimmtu hlutar allra íbúa jarðarinnar hafa hinn megnasta viðbjóð á þessum pyntingum. Slík framkoma við sigrað- an óvin er hin mesta smán, sem enginn þýzkur hermað- ur ætti að þola til lengdar. Því sný ég mér til yðar, von Falkenhorst, og skora á yður að stöðva hinar villi- mannlegu pyntingar leyni- lögreglunnar. ímyndið yður að kona yðar og börn ættu við slík kjör að búa heima í Þýzkalandi. Minnist þess, að fram- komu Þjóðverja í Noregi nú verður aldrei gleymt.“ Þannig fórust hinum norska herforingja orð í útvarpinu frá London í gær. Flngvélar Rússa sökkva finm sfeip- um á Svirtahsfi. E' LUGVÉLAR Svartahafs- flotans rússneska hafa fyr- ir nokkru sökkt mörgum þýzk- um skipum og skotið margar flugvélar þeirra niður. Meðal skipanna eru einn kafbátur, 5000 smálesta olíuskip, tvö flutningaskip,, annað 12 þús. hitt 4000 smálesta stór. Enn fremur hafa flugvélarnar skot- ið niður tvær þýzkar flugvélar í loftorrustum og eyðilagt 19 á jörðu niðri. Bardagar hafa aukizt á Krím- skaga, enda eru skilyrði þar nu góð fyrir hvers konar hernað. Annars staðar á Rússlandsvíg- stöðvunum er mest barizt á Sallavígtöðvunum í Finnlandi, sem menn munu minnast úr fyrra finnsk-rússneska stríðinu. Tilkynna Rússar, að þeim veiti betur og mannfgll Finna sé mikið. Molotov, utanríkisráðherra Rússlands, hefir mótmælt grimmilegri meðferð Þjóðverja á Rússum í hinúm hertekna hluta landsins. Segir hann í mótmælunum, að mörg hundruð þúsund Rússa hafi verið flutt til Þýzkalands og Póllands til I þrælavinnu í verksmiðjum naz- i ista. Brezku varðskipi sökkt við tsland. ÞÝZKA útvarpið tilkynnti í gær að þýzk flugvél hefði sökkt brezku varðskipi suður af íslandi. Skyldi þetta.ekki vera sami viðhurðurinn og árásln á Sur- prise? Þeir kunna að segja frá lilutunum, Þjóðverjamir. T> ANDARÍKSKT herlið er á leiðinni til Nýja Sjálands, eftir því sem tilkynnt hefir ver- ið í Washington. * MKLIR bardagar eru nú háðir í Norður-Burma. Eigast aðallega við japanskar og kínverskar hersveitir. Stefna Japanir til Mandalay og efri hluta Burma-brautarinnar. Kín verjar, sem eru undir stjóm ameríkska hershöfðingjans Stillwell, gera stöðugt gagná- hlaup. „Steinsteypt orustuskip“ Þetta eru fallbyssuvirki á ameríksku eynni Fort Drum, sem er- eitt af eyvirkjunum í Manilaflóa. Verjasí Bandaríkja- rnenn þar eins og á Corregidor. Þetta má sannarlega kalla „steinsteypt orrustuiskip“, ogj en ekki undajrlegt, þó að Japönum gangi illa að ná því á sitt vald. Ibáarnir úr brennandi rústnm Hostocbbnr Fjórða stórkostlega árásin á borgina. ------------------------+.. HefsBgiarárás PJéáverJa á i»æinn Haiti á Suðar - Englandl. 4-------- TK EGAR brezku sprengjuflugvélarnar komu yfir Rostock í fyrrinótt í fjórða sinn í röð, loguðu enn eldar frá fyrri árásum. Ibúarnir flýja í þúsundatali, og sjást langar raðir af þeim á myndum, sem brezku flugmennirnir hafa tekið. AIls hefir verið kastað 800 smálestum af sprengjum á borgina, og eru hafnarmannvirki, járnbrautarstöðin, birgðastöðvar og flugvélaverksmiðjur nú brennandi rústir. Þetta er þrisvar sinnum meira en nokkru siiþni var kastað á Coventry, þegar árásirnar á þá borg voru svo harð- ar, að Þjóðverjar tóku upp orðið „að coventrera“ um „að gera geysiharðar árásir á“. í gærdag gerðu brezkar flugvélar miklar árásir á borg- ir í Norður-Frakklapdi, og stóðu þær frá dögun til kvölds. Tóku mörg hundruð Boston og Hurricane sprengjuflugvélar ásamt orrustuflugvélum þátt 1 þessum árásum, og kom til allmikilla bardaga við þýzkar orrustuflugvélar. í einni af þessum arrustum börðust ameríkskir flugmenn úr Amar-flugdeildinni við 25 af hinum nýju Fw 190 orrustu- flugvélum. Skutu Ameríku- mennirnir niður 5. Sprengjum var kastað á verk- smiðjur í Lille og Ostende. Þá hefir hinn frægi brezki flug- maður, Puddy Finucane, skotið niður 31. flugvélina. Þjóðverjar hafa gert harða loftárás á bæinn Bath í Suður- Englandi. Átti það að vera hefnd fyrir árásirnar á Rostock. Margir borgarar fórust í bæn- um, en hernaðarlegt tjón varð lítið. Fjórar þýzkar flugvélar voru skotnar niður. XT ÝJUM sænskum tundur- spilli var hleypt af stokk- unum í Gautaborg í fyrradag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.