Alþýðublaðið - 28.04.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.04.1942, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐiQ Nú eru þau gift Fyrir nokkru birti Alþýðublaðið mynd af MicXy Rooney og konuefni hans, Eva Gardner. — Hér sjást þau rétt eftir giftinguna, og eru svaramenimir með þeim. Fjórar auðugar fjðlskyldur ráða lögum og lofum í Japan Þríðjþidagur 28. apríl 1942. FYRIR um öld síðan var utanríkisverzlunar Japana að engu getið. En rétt áður en Evrópustyrjöldin hófst, nam utanríklsverzlun þeixra í am- eríkskri mynt um 1,6&9 mill- jónum dollara. Þeir birta mjög lítið af töluan yfir utanríkis- viðskipti sín, en hins vegar er hægt að komast nærri sannleik- anum á þann hátt að ná kunn- ingsskap við japanska kaup- sýslumenn. Hinn japanski kaup- sýshimaður lifir tvöföldu lífi, ef svo má að orði komast. Að öðr- um þræði er hann vestrænn í siðum og háttum, en að hinum algerlega japanskur. Skrifstofa hans er útbúin öllum þægindum vestrænna manna, og búningur hans, framkoma, fas, látbragð og afstaða til kaupsýslu er svip- uð og tíðkast meðal vestrænna manna. Bjóðið honum til há- degisverðar eða neytið hádegis- verðar heima hjá honum, og yður finnst þér vera heima hjá yður. En að skrifstofustörfum sín- um loknum dag hvem, er hann ekki lengur vestrænn í háttum sínpm. Sé hann ríkur maður og búi í húsi, sem byggt er sam- kvæmt vestrænum byggingar- stíl, fer hann ekki til iþeirra herbergja, er hann tók á móti yður í. Hann hverfur til hinna japönsku herbergja hússins. Ef hann er ekki auðugur maður, á hann samt h'tið hús, smíðað úr tré og pappa, algerlega jap- anskt í sniðum, og þar nýtur hann hvíldar að loknu dags- verki. En hvort sem heldur er, fer hann strax í innislopp, dreg- ur skóna af fótum sér og sezt á gólfið með krosslagða fætur, með þykka gólfábreiðu undir fótunum. Engin húsgögn eru í stofunni að undanteknum löngum bekk ,sem er um eitt fet á hæð. Oftast er þar raf- hitunartæki, rafljós og sími. Til skrauts er ef til vill eitt mál- verk, postulínsmunir og blóm, Þarna inni fær hann sér te- bolla, sem þerna réttir honum. Kvöldmáltíðina borðarhannmeð prjónum, en hún er að mestu hrísgrjón, og að máltíð lokinni mun hirin siðfágaði viðskipta- vinur þinn stynja hátt af vel- líðan og ánægju. Nú er hann bú- inn að hreinsa bæði sál og lík- ama af hinni saurugu, vestrænu kauphyggj u og er horfinn eina öld aftur í tímann, þegar Japan- , ir báru ekki skyn á utanríkis- verzlun og kærðu sig ekki um það heldur. Hið japanska þjóðlíf er gagn- sýrt slíkum andstæðum sem þessum. Meðal æðstu stéttar- innar er peningavald, sem lík- ist hinu vestræna peningavaldi, en er þó, ef betur er að gáð, að eins skrípamynd af því. Ef til vill hafið þér einhvprntima staðið fyrir framan sp'éspegil, sem sýnir yður afskræmdá mynd af yður. Fjórar óhóflega auðugar fjölskyldur ráða vfir þriðjungnum af utanríkisverzl- un Japana: Mitsui, Mitsuishi, Sumitoms og Yasuda. Þrjár þeirra eiga helminginn af skipa- smíðastöðvum Japana. Sérhver þessara fjölskyldna á stóran banka, og þessir fjórir bankar mynda samanlagt einn þriðja af allri bankastarfsemi þjóðarinn- ar. Tryggingafélög þessara fjöl- skyldna ráða lögum og lofum í allri tryggingastarfsemi lands- ins. Þessar f jórar f jölskyldur og fáeinar aðrar í viðbót — Zaibatsu-auðklíkan svokallaða, ráða yfir öllum vélaiðnaði, bruggun, blaðakosti, lyfjafram- leiðslu, sykurframleiðslu, námu vinnslu, stáliðnaði, olíuhreinsun oliuverzlun og rafmagnsiðnaði landsins. Þessi vellauðuga klíka hefir og gríðarmikil pólitísk á- hrif. Ríkið á allt undir fram- leiðslu og iðnaði þessarar klíku, og ekki aðeins heimaríkið, held- ur einnig allt japanska heims- veldið. Hinn japanski kaupsýslumað- ur nútímans, sém er í háttum sínum eins og vestrænir menn, þegar hann talar við þá og á samskipti við þá, er í raun og veru milíill harðstjóri og hefir geysimikið vald yfir lííi og af- komu fjölda manna. Áður en stríðið brauzt út milli Kínverja og Japana voru um 4tlá milljón manna af um 80 milljónum við iðnaðar- og framleiðslustörf. Um 70 prósent af þessum mönn- um unnu við fyrirtæki, sem höfðu færri en fimmtíu menn í þjónustu sinni. Frá þessum litlu fyrirtækjum komu hinar ódýru vörur, sem einkennt hafa utan- { ' ríkisverzlun Japana, svo sem ýmiskonar smávarningur, prjónavörur, sokkar. reiðhjól og þess háttar. Sokkarnir eru framleiddir í litlum, óglæsileg- um húsakynnum. Reiðhjólin eru framleidd þan ig, að einn hlut- urinn er smíðaður á einum stað annar á öðrum og loks eru þau sett saman á sérstöku verkstæði. Þessi írarrileiðsluaðferð er ein- kennandi fyrir japanska smá- iðnaðinn. Það, sem enn fremur einkenn- ir japanská framieiðslustarf- semi er verksmiðjuvinna lágt launaðra kvenna. ÞaS er eink- um í stórum verksmiðjum, sem konur eru látnar viiina. Meira e(n þrfr fjórðu starifeliðsins í baðmullar cg ullariðnaðinum japanska eru ungar stúlkur ut- an úr sveit, sem umboðsmenn fyrirtækjanna útvega. Sam- kvæmt síðustu opinberum töl- um frá Japan er um helmingur japansks verksmiðjufólks kon- ur. Það væri ef til vill of djúpt tekið í árinni að kalla þær am- báttir,ven svo mikið er víst, að þær njóta mjög takmarkaðs frelsis. Þær fá aðeins tvo hvíld- ardaga í mánuði og rúma krónu í kaup á dag. Vinnudagurinn er 12—14 klukkutímar. Hæsta kaup, sem starfsmenntuðum karlmönnum er borgað, er 5 AÐ ER mikið kvartað und- an jþví um þessar mundir, að til stórkostlegra vandræða horfi með að fá starfsfólk til nauðsyn- Iegra verka. Er nefnt sem dæmi, að ekki sé hægt að fá nægilegt starfsfólk í sjúkrahúsin og t. d. á Kleppi sé ástandið þannig, að ekki sé hægt að taka heila, nýja, full- gerða deild til afnota, vegna þess, að starfsfólk vantar, og þó bíða sjúklingar eftir rúmi. I»á er vitað að mjög er nú þegar óskað eítir fólki til landbúnaðarstarfa, en ekki lítur út fyrir að það fáist, nema þá ef til vill að litlu leyti. HVERNIG HALDA svo menn. að það gangi að fá verkamenn til að vinna í hitaveitunni, þegar þar að kemur? Til þess þarf að minnsta kosti 800 verkamenn, — eftir því sem verkfræðingar bæj- arins hafa skýrt frá, og er þá mið að við að hitaveitan verði íull- gerð í haust. Menn sjá því að það horfir til vandræða. En hvers vegna? ÞAÐ ER KUNNUGT, að menn vilja helzt vinna hjá setuliðun- 9 krónur á dag. í árslok 1940 höfðu vinnulaun bækkað um 25 prósent, en húsaleigan og viðurværi hafði hækkað meira í verði, en sem því svaraði. Kin pólitísku áhrif auðklík- unnar hafa fram að þessu get- að komið í veg fyrir verkalýðs- löggjöf. En ungir herforingjar, sem ættaðir eru úr sveitum landsins, hafa reynt að koma á breytingum á þessu sviði með stuðningi samvimiufélaga. En andúð hinna japönslcu herfor- ingja á auðklíkunni byggist ekki á stéttvísri verkalýðshyggju, heldur valdabaráttu hersins. Það er óþarfi að taka það fram, að enginn maður, flokkur eða klíka í Japan myndi vilja end- urskoða hag keisarans, sem er mjög auðugur maður, áreiðan- lega einn af auðugustu mönn- um í Japan, ef ekki hinn auð- ug'asti jarðeigancfi þar. Þannig er þá háttað um fram- leiðslu, iðnað og kaupsýslu Japana. Eins og hver maður get- ur séð er kaupið svo lágt, að hverfandi lítill kostnaður er við hergagnaframleiðsluna, saman- borið við önriiur lönd. Japan notaði innflutning sinn til þess að safna sér birgðum til hemað- arins, en ekki til þess að bæta hag fólksins. Þetta vissu banda- menn, og því reyndu þeir að takmarka útflutning sinn til Japan. Japanir hafa nú náð valdi á Austur-Indíum Hol- lendinga og þar með hráefn- um þeim, sem þeim voru nauð- synleg til þess að geta háð stríðið. En bandamömium er nauðsynlegt að stemma stigu fyrir samgöngum þeirra á sjón- um, þannig að þeir geti ekki komið þessum hráefnum heim til sín. um. Ástæðan er sú, að það virðist vera álit þeirra, að þeir hafi meira upp úr sér hjá setuliðun- um, hvort sem það er rétt eða ekki. Það er til dæmis ekki undar- legt, þó að okkur gangi illa að £á sendisveina, þegar ameríkska setuliðið býður drengjum á aldr- inum 13—16 ára um 150 krónur á viku og fæði, og lætur þá tvo borðbúnað og bera á borð. EN HVAÐ veldur þessu öllu? Hvers vegna erum við að komast í vandræði? Þegar þjóðstjórnin var sett á laggimar, var því lýst yfir af öllum, að jafnt skyidi ganga yfir alla, og vitanlega var því aðeins hægt að halda friði, að það yrði gert. En Framsóku og Sjálfstæðisfloikkurinn sviku það samkomulag. Verkalýðurina var sviptur rétti til að bæta kjör sín — á sama tíma, sem aðrir rökuðu saman fé. Það fé var hins vegar látið kyrrt. Þarna er a5 leita að meininu.' Eftir að þetta hafði verið gert, hlaut að síga á ógæfuhliðina. Þjóðin var klofin af samvizkulausum mönnum, sem (Frh. á 6. síðu.) Nemendasamband Verzlunarskóla íslands. Ársbátf sambandsins verður haldin í Oddfellowhúsinu fimmtu- daginn 30. apríl næstk. og hefst með borðhaldi kl. 8 síðd. RÆÐUHÖLD — SÖNGTJR — DANS. Áskriftarlisti að borðhaldinu liggur frammi í Bóka- 1 verzlun ísafoldar. Síðustu forvöð eru í dag að skrifa sig á listann. Aðgöngumiðasala í Oddfellowhúsinu þriðjudag og miðvikudag kl. 5%—7. Dansað uppi og niðri. STJÓRNIN iHimiwmiwn ii nimm i MMatp—TOMwaKeaugmiitfetffigaBMwggsaaBi Setuliðsvinnan. — Sjúkrahúsin. — Landbúnaðarstörf- in. Hvað veldur? — Þegar fjandinn var leiddur inn í herbúðirnar. Hverjir styðja okursveinana við kvikmyndahúsin. 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.