Alþýðublaðið - 28.04.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.04.1942, Blaðsíða 7
Imðjtidagur 28. apríl 1942. AU»TÐUBLAÐ1Ð f |Bærinn í dag. l Næturlæknir er Jóhannes Bjömsson, Sólvallagötu 2, sími 5989. Næturvörður er í ■ Laugavegs- apóteki. ÚTVARPIÐ: 12,15—13,00 Hádegisútvarp. 12,55 íslenzkukennsla, 3. fl. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 1830 Dönskukennsla, 2. fl. 19,00 Enskukennsla, 1. fl. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: Siðskiptamenn og trúarstyrjaldir, XIII: Oliver Cromwell (Sverrir Krist- jánsson sagnfr.). 21,00 Tónleikar Tónlistarskólans (Björn Ólafsson og Ámi Kristjánsson): Sónata í c- moll Op. 30, fyrir fiðlu og píanó, 'eftir Beethoven. 21,20 Hljómplötur: Píanókonsert í A-dúr eftir Lizst. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. H júkrunarkvennablaðið 1. tbl. þessa árgangs er nýkomið út. Efni: Hvað verður um hjúkr- unarkonurnar? eftir S. B., Notkun „Sulfa“-lyfjanna útvortis og inn- vortis, eftir S. B., Heilsuvemd á stríðstímum, Ársskýrsla Félags ís- lenzkra hjúkrunarkvenna o. m. fl. Ri tst j óri H j úkr unarkvennablaðs- ins er Jakobína Magnúsdóttir, en útgefandi er F.Í.H. Frá Rauða krossi íslands. Aðalstjórn Rauða kross íslands hélt fund þ. 18 .þ. m. Á fundinum var kosin stjóm og framkvæmda- nefnd fyrir Rauða kross íslands. Fyrrv. formaður Gunnlaugur Ein- arsson læknir hafði eindregið beð- izt undan endurkosningu sem for- maður. Formaður var kosinn Sig- urður Sigurðsson berkalyfirlækn- ir og varaform. Jóhann Sæmunds- son tryggingayfirlæknir. í fram- kvæmdanefnd voru auk þess kosn- ir Þorsteinn Scheving Thorsteins- son, Magnús Kjaran, Bjöm E. Ámason, Haraldur Árnason og Sigurður Thorlacius (til vara). Á fundinum var ákveðið að senda fyrrverandi formanni Gunnlaugi Einarssyni þakkarávarp fyrir frá- bæran dugnað og áhuga í starfi sínu sem formaður R.K.Í. á árun- um 1938—1942. Heimilisfeður, þér, sem vinnið úti allan daginn. Eruð þér öruggur um líf konu yð- ar og barna, sem heima dvelja, ef gerð verður loftárás á bæinn? Hafa þau öruggan stað í húsinu, þar sem þau geta leitað sér skjóls, ef þörf krefur? Þetta eru sam- vizkuspumingar, sem þér skuluð nú þegar gera upp við yður. Þér getið ekki svarað þeim neitandi, -án þess að hefjast hið fyrsta handa um að útbúa loftvarnabyrgi í hús- inu yðar fyrir heimilisfólkið: Ef svo hagar til ,að þér getið ekki út- búið öruggt byrgi í húsinu sjálfu, ættuð þér að semja um að fá af- not af byrgi í nágrannahúsunum, þar sem betur kann að haga til. Þér getið ekki útbúið byrgi í hús- um yðar, sem þola að sprengja hitti húsið. En líkurnar fyrir því eru hverfandi fyrir hvert einstakt hús. Það, sem þér eigið að gerg er að útbúa byrgi, sem öruggt er gegn sprengjubrotum, og þolir að húsið hrynji að meira eða minna léyti, , vegna þrýstingsins frá sprerígju, sem fellur í nágrenni þess. Þetta er auðvelt í flestum steínhúsum bæjarins og þeim timburhúsum, sem hafa steinkjall- ara. Það þarf ekki að kosta mikið að útbúa slíkt byrgi, það kostar aðeins framtakssemi, lítils hát'tar fyrirhöfn og verksvit. Þeir munu fáir, sem ekki vilja leggja það af mörkum fyrir öryggi sinna nán- ustu. Frámvegis verða birtar í blöðunum stuttar leiðbeiningar með skýringármyndum um útbún- að og vál á slíkum loftvarnabyrgj- um. FylgiSt vel með þessum leið- beiningum og veljið það úr, sem hentar yður bezt. Ægir vann boðsund- ið ð snndmeistara- mðtinn i gærkveidi. SUNDMEISTARAMÓT ís- lands hófst í gærkveldi í Sundhöllinni og voru þátttak- endur 44 frá þremur félögum, Ármanni 16, K.R. 13 og Ægi 15. í gærkveldi var keppt í 100 m. frjálsri aðferð karla, 200 m. bringusundi, 100 m. baksundi, 100 m. bringusundi drengja og 4X50 m. boðsundi. í 100 m. frjálsri aðferð karla varð meistari Stefán Jónsson (Á) á 1 m. 5,2 sek., annar varð Guðmundur Guðjónsson (Á) 1 m. 9,3 sek., en þriðji Rafn Sig- urjónsson (KR) á 1, 9,6 sek. í 200 m. bringusundi varð fyrstur Sigurður Jónsson (KR) á 2 mín. 57,8 sek., annar Sigur- jón Guðjónsson (Á) 3 mín. 5,1 sek. og þriðji Magnús Krist- jánsson (Á) 3 mín. 6,0 sek. í 100 m. þaksundi varð fyrst- ur Jón D. Jónsson (Æ) á 1 mín. 23,0 sek., annar Hermann Guð- jónsson (Á) 1 mín. 31,6 sek., þriðji Pétur Guðjónsson (Á) 1 mín. 36,2 sek. í 100 m. bringusundi drengja varð fyrstur Ingvar Jónasson (Æ) 1 mín. 31,4 sek., annar Hannes Sigurðsson (Æ) ] mín. 35,2 sek. og þriðji Magnús Thorvaldsen (KR) 1 mín. 44,7 sek. Boðsundið vann sveit Ægis á 1 mín. 56,7 sek. Annar varð A- sveit Ármánns á 1 mín. 58,4 sek. og þriðji B-sveit Ármanns á 1 mín. 59,5 sek. DriMinn blfreífcr stjðri veiur W- reiðarslysi. BIFREIÐARSLYS varð á veginum fyrir sunnan Hafnarfjörð snennna í gær- morgun. Vöruflutningabifreið var að koma sunnan og var á leið til Hafnarfjarðar, er hún ók skyndilega út af veginum og valt þar. Fjórir menn voru í bifreiðinni og skrámuðust þeir lítils háttar. Réttarhöld stóðu í málinu lengi dags í gær, og hefir sann- azt, að bifreiðarstjórinn var drukkinn, er hann ók bifreið- inni. Bíður hann nú dóms. ---->»«■—.. ðrlofsframvarplð Frh. af 2. síðu. hafa verið eðlilegast, að ríkis- stjórnin hefði flutt frumvarp um þetta efni. En það varð þó ekki, og tók Alþýðuflokkurinn ti! sinna ráða og ilutti frv. einn. Sigurjón sagði frv. þetta að verulegu leyti, byggt á sam- svarandi löggjöf á Norðurlönd- um, einkum orlofslöggjöf Dana. Frv. var vísað til 2. umr. með 10 samhlj. atkv. og til allsherj- arnefndar með 12 samhlj. atkv. Stefán Dorkeisson fimmtngnr. EG get ekki stillt mig um að geta að nokkru þessa vin- ar míns á þeim tímamótum, sem hann stóð á 18. þ. m., enda þótt ég viti að ekkert sé fjær honum en að láta sín að nokkru getið, því í kyrrð vinn- ur hann öll sín störf og án of- metnaðar. Stefán Þorkelsson er fæddur 18. apríl 1892 að Hnausum í Húnaþingi og hefir hann allan sinn aldur verið þar í nágrenni, utan eitt ár er hann var í Reykjavík við trésmíðar, sem hann hefir stundað sem aðal- starf síðan. Þó námið væri ekki lengra, getur hann áreiðanlega boðið mörgum byrginn, sem lært hafa í 4 ár og meira, því það sannast á honum, að „nátt- úran er námi ríkari“. Hefir hann smíðað jöfnum höndum húsgögn sem hús. Síðastliðin 21 ár hefir hann búið á Blönduósi og getið sér þar góðan orðstír sem annars staðar með sinni prúðu fram- komu og áreiðanleik og skap- festu, sem bezt hefir sýnt sig í þeim félagsskap, sem hann hef- ir starfað í. Hann er félagslyndur mjög. Stefán er einn af stofnendum Ungmennafélagsins á Blöndu- ósi og hefir flest árin eða nú í 18 ár verið í stjórn þess félags annaðhvort sem aðal- eða vara- maður, gegndi t. d. gjaldkera- störfum þess í 10—12, ef ég man rétt. Hann er einn af stofn- endum Verkalýðsfélags Austur- Húnvetninga og ^etið þar í varastjórn í mörg ár og jafnan reynzt þar góður félagi sem annars staðar. Enn freipur er hann stofn- andi Iðnaðarmannafél. A.-Hún- vetninga og er nú formaður þess. Stefán er ekki neinn hávaða- maður á fundum, en vinnur því betur að sínum hugsjónum eins og áður er sagt í kyrrð og ró- legheitum, en það, sem hann leggur til málanna á fundurn, er jafnan fyrirfram hugsað og yfirvegað, svo ekki er gott í móti að mæla Þótt hárin séu farin að grána og svipur ellinnar að færast yf- ir hann hið ytra, þá er eitt víst, að sálin er ung og starfar enn með vor í hjarta. Heill þér, vinur, á fimmtugs- afmælinu og þökk fyrir þína góðu vináttu og oft góðu leið- beiningar og holl ráð. Vinur.. Drsiit hrepgsnefndar kosninga á Hvanras- tanga. Hreppsnefndarkosn- ING fór fram á Hvamms- tanga á sunnudaginn vegna þess, að kosningin 25. janúar var dæmd ógild. Úrslitin urðu þessi: A-listi, Al- þýðuflokks- og Framsóknar- manna, fékk 75 atkvæði og tvo menn kosna, B-listi, SjálfstæðLs- Minningarathöfn um SIGURÐ ODDSSON OSE GUÐMUND S. PÉTURSSON sem fórust við vesturland 9. apríl, verður haldin í Ðómkirkjunní miðýikudaginn 29. þ. m. kl. 2 e. h. Athöfninni verður útvarpáð. Herdís Jónsdóttir og böm.. Sigríður Þorsteinsdóttir. flokkurinn, fékk 33 atkv. og engan kosinn, og C-listi, Kom- núnista, 35 atkv. og einn kosinn Við kosningamar 25. jan. fékk A-listinn 73 atkv, og 2 kosna, B-listi 24 og engan kosinn og C- listi 25 og einn kosinn. Dekktnr jafnaðar- maðnr f Kanada látinn p* YRIR nokkru síðan lézt í * Vancouver foringi C.C.F. flokksins, Mr. J. S. Woods- worth, 68 ára að aldri; hann hafði átt sæti á sambandsþingi fyrir Mið-Winnipeg kjördæmið hið nyrðra í 21 ár, og var því sem að líkum ræður um jafn fjölgáfaðan hugsjónamann vin- margur hér í borginni. Mr. Woodsworth var jafnaðarmað- ur í þess orðs sönnustu merk- ingu; eigi aðeins í orði heldur og á borði; hann hataðist við stríð og hélt því einarðlega fram í ræðu og riti, að það yrði hin víðf eðma samvinnuhug- sjón, er á sínum tíma yrði þess megnug, að nema á brott þær orsakir, er til hjaðningavíga leiddu; honum fannst örbirgð- in í heiminum vera með öllu óverjandi, og vitnaði tíðum í það, hve Norðurlandaþjóðunum hefði orðið mikið ágengt í því efni, að útrýma slíkum óvina- fagnaði; hann var sterktrúaður á þær hugsjónir, er Þjóða- bandalagið grundvallaðist á, og harmaði mjög þá ska-mmsýni, er varð því að falli. Hinn langi þingferill Mr. Woodsworths bar ríkulega á- vexti í mannúðarátt; hann var hinn vökuli málsvari þeirra allra, er vegna öfugstreymis stóðu höllum fæti í lífsbarátt- unni; stunaum var hann ofsótt- ur, eins og títt er um hyggju- heita málafylgjumenn og boð- bera frjóvgandi hugsjóna; en einkum þegar svo var ástatt, reis hann persónulega hæst. Mr. Woodsworth naut djúprar virð- ingar af hálfu samþingsmanna sinna án tillits til flokka, og bar slíkt órækt vitni þess hvað í manninn var spunnið. Framan af æfi gegndi Mr: Woodsworth prestsembætti, og hann gaf sig ósleitilega við köllun prédikarans til daganna enda. Mr. Woodsworth mun jafnan verða talinn í hópi hinna stærri spámanna sinnar samtíðar, í stjórnmálalífi hinnar canadisku þjóðar. (Lögberg.) ReykjavikuranuáH h.f. sýnir revyuna Halló, Ameríka! annað kvöld kl. 8. Nýji stútentagarð- urinn (Frh. af 2. síðu.) er. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að verja úr rík- issjóði á árinu 1942 allt að 150 þús. kr. til þess að reisa nýjan stúdentagarð í Reykjavík og að takast á hendur ábyrgð á allt að 150 þús. kr. láni í sama skyni.“ í greinargerð segir: „Húsnæðismálum stúdenta, sem nám stunda í háskólanum, er, svo sem kunnugt er, í fullt óefni komið um sinn, og þykir ekki verða hjá því komizt, að ríkissjóður rétti hjálparhönd til þess að bæta úr því, svo sem lagt er til í tillögunni, og það því fremur, sem sýnt er, að reka muni að því áður en langir tím- ar líða, að auka þurfi við það húsnæði, sem stúdentar höfðu til afnota áður en til greina komu þær sérstöku ástæður, sem nú eru fyrir hendi.“ Skotætingsskðii I handa iðgregiunni! Frh. af 2. síðu. betur, því að nokkru síðar var byrjað að byggja skálann. Unnu lögregluþjónar jafnvel að undirbúningi í eftirvinnu. Átti skálinn að vera um 22 metrar á lengd og hið mesta hús, enda var gert ráð fyrir, að hann myndi kosta upp kominn um 75 þúsundir króna. En einn góðan veðurdag var framkvæmdum hætt. Einhverj- ir munu ekki hafa getað sætt sig við skálabygginguna, að minnsta kosti ekki þarna, og farið fram á að henni yrði hætt. En síðar var þó aftur byrjað, og var nú unnið skamma stund, en þá kom aftur einhver bobbi í bátinn, og vinna hætti. Hefir setið við það síðan. Það virðist ekki vanta fram- kvæmdasemina í þessu máli. Það vantar ékki byggingarefni x skotæfingaskála. Hins vegar er ekki hægt að byggja sjúkrahús eða íbúðarhús. —- Á þessari skot- skálabyggingu sést og, hvort það var ekki rétt, sem Jón Axel Pét- ursson sagði í vetur, að verið væri að vopná lögregluna. Skotið verður af loftvamabyssum í ná- grenni Rvíkur og Hafnarfjarðar í þessari vku kl. 9 f. h. og kl. 4 e. h. ÍJtbreiðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.