Alþýðublaðið - 29.04.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.04.1942, Blaðsíða 3
MiSvífcudagur 29. apríl 1942. ALPYÐUBLAÐiÐ Japönsk steypiflugvél Miklar loftárásir gerðar á Köln í»essi flugvél — eða réttara sagt flak af flugvél — er japönsk og var skotin niður af Ame- ríkumönnum á Hawaii eyjum. Var það ein af steypiflugvélinn þeirra, en Ameríkumennimir hafa grandað miklum f jölda þeirra. Franskí hershöf ðinginn Glraud komlnn tll Sviss ....+» -.. ^ti'auk úr kastalafangelsinu Königs- stein hjá Dresden. RANSKI HERSHÖFÐINGINN GIRAUD, sem fyrir nokkru flúði úr þýzku fangelsi, er nú kominn til Sviss, -eftir því, sem fréttastofufregn hermir. Ekki er þó getið um það, hvert hann muni halda. Þjqðvenjar höfðu sent þúsundir le,ynilögreglúmanna til að leita að Giraud, og hafði stórfé verið heitið hverjum þeim, sem gæti gefið upplýsingar, er leiddu til handtöku hans. Einnig hafði lýsingu af honum verið útvarpað. Sviar áMnir að íyigja fordæmi Norðmanna, ef á ðá verður ráðizt. FYBIR NOKKBU fór hinn þekkti Englendingur, Sir Kenneth tlark, í fyrirlestraferð til Svíþjóðar. Fór hann loftleið- is þangað, en eins og kunnugt er, halda Bretar uppi flugsamgöng- vun við Svíþjóð, þótt flugvél- arnar verði að fljúga yfir Dan- xnörku. Sir Kenneth kynnti sér allvel viðhorf Svía, og segir hann, að þrír af hverjum fjórum Svíum hafi samúð með bandamönnum. Svíar hafa hina dýpstu samúð með Norðmönnum og banda- mönnum þeirra, Bretum. Á hinn bóginn búa þeir enn yfir sögu- legu hatri til Rússa og hafa hina mestu samúð með Finnum. Þannig var það fyrir nokkru, að haldin var sýning á finnskum málverkum í Svíþjóð til styrkt- ar fyrir norsk börn. Sir Kenneth segir frá því, að hann hafi víða í Svíþjóð séð myndir af Churchill, en nær hvergi af Hitler. Svíar búast ekki við að drag- ast inn í stríðið, en þeir eru á- Giraud var geymdur í kastal- anum Königsstein, sem er við ána Elben, skammt frá Dresden. Er enn allt á huldu um það, hvernig hann komst á brott, en enginn vafi er á því, að hér er um einn ævintýralegasta flótta stríðsins að ræða. En sennilega verður þess íangt að bíða, að sagt verði nánar frá honum. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, stjómaði Giraud 9. her Frakka í orrust- unni um Frakkland. Hann var einnig tekinn til fanga í síðustu heimsstyrjöld, og flúði hann þá einnig frá Þýzkalandi og komst til Bretlands. HITLER hefir gefið út fyrir- skipun, þar sem landsstjór- um hans er gefið ótakmarkað vald til að kalla tií þjónustu | alla þá menn, konur og börn, sem að gagni mega koma við framleiðslu Þýzkalands. A.PANIR hafa gert loftárás á Darwin í Norður-Ástralíu og tóku 26 flugvélar þátt í henni. Orrustuflugvélar skutu niður 7 af þeim. kveðnir í því að verjast, ef til þess kemur. Það er metnaður Svía, að fylgja fordæmi Norð- manna. Brezkir kafbátar sðkkva 4 skipnm ð Miðjarðarhafi. Stórn skipi sðkkt við Nor- egsstrendur. • • i _____ BREZKIR k-afbátar hafa sökkt fj&rum skipum á Miðjarðarhafi. Var þetta til- kynnt af flotamálaráðuneytinu í London í gær, og var þess þá einnig getið, að brezkur kaf- bátur hefði sökkt stóru flutn- ingaskipi við strendur Noregs. Skipin, sem sökkt var í Mið- jarðarhafi, voru öll á leið til Libyu með birgðir fyrir her Rommels, en Þjóðverjar senda nú eins mikið til hans og þeir framast geta. Er sagt, að þeir muni senda til hans, þar til síð- asta ítalska skipinu hefir verið sökkt. Eitt þessara fjögurra skipa, sem nú síðast hefir verið sökkt, var stórt flutningaskip, annað var stór skonnorta, drekkhlaðin vörum, hið þriðja var lítið flutningaskip og hið fjórða var tundurduflaslæðari. í stóra flutningaskipinu varð sprenging mikil og er talið, að það hafi verið hlaðið skotfær- um. Það var hinn frægi kafbátur Trident, sem sökkti stóra flutn- ingaskipinu við strendur Nor- egs. Hann hefir áður getið sér mikla frægð m. a. fyrir að hitta stórt þýzkt beitiskip með tund- urskeyti og var talið, að það hefði verið Prinz Eugen. RÚSSNESKIR fangar, 24 að tölu, sem Þjóðverjar höfðu flutt til Noregs, hafa sloppið úr fangabúðum, þar sem alls voru um 4500 fangar. Munu flótta- mennirnir hafa komizt til Sví- þjóðar. Reykjavíkurannáll sýnir revyuna Halló, Ameríka! í kvöld kl. 8. og Þrándhelm. Engir blaðamenn fá enn að koma til Rostock. Bretar hafa opnað nýjar víg- stöðvar, segir sænskt blað. ....♦ O ÓKN BREZKA LOFTHERSINS var í fyrrinótt aðal- ^ lega beint gegn tveim borgum, Köln í Ruhrhéraðinu og Þrándheimi í Noregi. Aðeins könnunarflugvélar fóru til Rostock við Eystrasalt, og logaði þar enn í rústum Heín- kelverksmiðjanna. Engum blaðamönnum hefir enn verið leyft að skoða borgina, en þeim, sem beðið hafa um það, hefir verið neitað. Eitt af sænsku blöðunum segir um loftsókn Breta, að nú þegar hafi verið myndaðar nýjar vígstöðvar í Vestur- Evrópu. Engar nánari fregnir hafa enn borizt af árásunum á Köln, en það er þriðja stærsta borg Þýzkalahds og ein mesta iðnaðarborg landsins. Um árásina á Þrándheim er einnig tíðindalaust, en vitað er, að þar er nú verið að gera geysimikla flotastöð, og eru þegar mörg af stærstu her- skipum Þjóðverja komin þangað, t. d. von Tirpatz, systur- skip Bismarcks. Bretar misstu í árásunum 18 flugvélar. í gær voru orrustuflugvélar og sprengjuflugvélar allan dag- inn á flugi yfir Norður-Frakk- landi og gerðu þær árásir á verksmiðjur, járnbrautarstöðv- ar og flugvelli. Það er enginn vafi á því, að Bretar eru með þessum miklu árásum orrustuflugvéla sinna að reyna að knýja Þjóðverja til að flytja sem mest af flugstyrk þeirra til Vestur-Evrópu. og þannig létta af Rússum. Einnig er vel líklegt, að tilgangurinn sé sá, að lokka orrustuflugvél- arnar þýzku suður á bóginn til að minna verði af þeim norðar, þar sem brezku sprengjuflug- vélarnar fara yfir á leiðinni til Norður-Þýzkalands. Það er oft, að brezku flugvél- arnar fljúga langar leiðir yfir franska grundu, jafnvel langt inn í land, án þess að mæta þýzkum flugvélum. Venjulega slær þó einhvers staðar í bar- daga, en flugvélatjónið er enn mjög lítið. í gær 'misstu Bretar t. d. aðeins 6 orrustuflugvélar. Árásir hafa aftur byrjað á Malta eftir dálítið hlé. Nú taka ekki aðeins þýzkar, heldur og ítalskar flugvélar þátt í árásun- um. í gær voru skotnar niður 5. Þjóðverjar hafa „í hefndar skyni“ gert all harða árás á bæ einn í Mið-Englandi og varð þar allmikið tjón og margir fór- ust. DE GAULLE hefir birt á- skorun til Frakka um að sameinast í þögn kl. 6 1. maí n.k. Segir í fréttinni, að þetta sé gert samkvæmt óskum, sem borizt hafa frá Frakklandi sjálfu. Mikil loítárás Japana ð Lassio í Bnrma. Ameríkamenn skjóta niðnr 11 flngvélar. —! F ! JAPANIR sækja nú af mikl- um ákafa að járnbrautinni, sem er á milli Lassio og Man- dalay í Burma. Sækja þeir upp Sittang-dalinn í þrem deildum og stefna tvær þeirra að jám- brautinni, en ein reynir að ein- angra kínverska hersveit sunn- ar í dalnum. Mikil loftárás hefir verið gerð á Lassio og mun borgin vera í báli. Ameríksku orrustu- flugvélamar komu of seint á vettvang og mættu japönsku flugvélunum, þegar þær komu frá árásinni. Lögðu þær þegar til orrustu og skutu niður 11 af flugvélum Japana, en misstu enga sjálfir. BEA.VERBROOK lávarður, sem nú er í Bandaríkjun- um, hefir haldið ræðu, þar sem hann lagði áherzlu á það, að nú væri rétti tíminn til að hefja sókn gegn Þjóðverjum í Vest- ur-Evrópu. Hinn frægi sænski iðjuhöldur, Axel Wenner-Gren, hefir verið settur á hinn svarta lista Banda- ríkjastjómar, sem tekur yfir alla þá erlenda iðjuhölda, sem talið er að selji nazistum vaming sinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.