Alþýðublaðið - 29.04.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.04.1942, Blaðsíða 4
£tU»YmJBUMÞÍÐ Miövikudagnr 29. apríl 194Z* j*ljnj&uí>U&i& ÚtgBfaaai: Alþý8ufl«fcknrÍB» Bttstjóri: Stefáa Pjetnrsson Ritstjóni og aigreíösla í Al- þýSsthúsinu við Hverfisgötu Siœar ritstjórnar: 4901 og 4S02 Stmar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. AEþýðnpreatsMtSían b. f. liernianvndinregt- Insln á kjðrdææa- sHnuninin verka? ÞAÐ hefir verið meira en broslegt, að lesa Tímann, blað Framsóknarflokksins, síð- ustu tvær vJkurnar, eða síðan xnót fóru að sjást á þeim mögu- leika, að Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn tækju höndum saman í bili til þess að breyta kjördæmaskipun og kosnmgafyrirkomulagi landsins á þann hátt, að kjósendur nytu nokkurn vegin jafnréttis til á- hrifa á stjórn landsins og stjórn- málaflokkarnir fulltrúatalu á þingi í samræmi við atkvæða- f jölda við kosningar. f Framsóknarblaðinu hafa allan þennan tíma skipzt á hin- ar fáránlegustu frýjanir í garð Alþýðuflokksmanna og Sjálf- stæðismanna í sambandi við hin ar fyrirhuguðu breytingar á kjördæmaskipuninni og kosn- ingafyrirkcmulaginu. Einn dag- inn hefir því verið haldið fram að Sjálfstæðisflokkurinn væri að gleypa „tálbeitu" eða ganga í snöru, sem Alþýðuflokkurinn hefði lagt fyrir hann; hinn dag- inn, að Alþýðuflokkurinn hefði ekkert upp úr því, þótt kjör- dæmaskipunarfrumvarp yrði samþykkt. Sjálfstæðisflokkur- inn einn myndi bæta við sig þingsætum við breytinguna, og Alþýðuflokkurmn sitja eftir með sárt ennið. Þannig hefir Framsóknarblaoið streitzt við að vekja óvissu og óánægju í röðum þeirra flokka,. sem að k j ördæmaskipunarfrumvapinu verða að standa, ef það á að ná fram að ganga — í von um að geta fyrirfram spillt samvinnu þeirra um málið. * Hér skal nú lítilega tekið til athugunar það af þessum þvaitt- ingi Framsóknarblaðsins, sem ætlað er að verka á Alþýðu- flokksmenn, en það er sú stað- hæfing, / að Alþýðuflokkurinn myndi ekkert foera úr býtum við breytinguna á" kjördæma- skipuninni og kosningafyrir- komulaginu; það yrði Sjálfstæð isflokkurinn einn, semaá hermi hagnaðist. Slík frýjunarorð til AJiþýðu- flokksmanna eru mjög einkenn- andi fyrir hugsunarhátt Fram- sóknarhöfðingjanna: Ef einhver flokkur -— í þessu tilfelli Al- þýðuflokkurinn — getur ekki hegnazt á réttlætinu, þá á hann að vera á móti því! Þetta er hugsunarháttur Framsóknar- höfðingjanna. Og þess vegna berjast þeir aaú líka eiris hálf- sturiaðir menn fyrir viðhaldi ranglætisins á sviði kjördæma- stópunarinnar og kosningafyrir- komulagsins. Því að á því ranglæti byggist valdaaðstaða FramBóknarflokksins að veru- legu leyti. Én út í þessa hlið málsins skal ekki farið lengra hér. Það er óþarfi; því að stað- hæfingar Framsóknarblaðsins hafa ekki við nein rök að styðj- ast. Þær eru bláber ósannindi. Þær breytingar, sem gert er ráð fyrir í kjördæmaskipunar- frumvarpi Alþýðuflokksins, I eru: 1) að þingmönnum Reykja- víkur verði fjölgað úr 6 upp í 8; 2) að Akranes, Siglufjörður og Norðfjörður verði gerðir að sérstökum kjördæmum með 1 þingmanni hvert, og 3) að hlut- fallskosningar verði teknar upp í núverandi tvímenningskjör- dærnum, 6 að tölu. Skal nú at- hugað, hvað áhrif þessar breyt- ingar myndu hafa á fulltrúa- tolu flokkanna á þingi. Það er nokkurn veginn víst, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi vinna af Framsókn annað þing- sætið í öllum tvímenningskjör- dæmunum, 6 að tölu. En við það myndi hann hins vegar tapa uppbótarsætum, sem hann hef ir orðið, og þau skiptast á Al- þýðuflokkinn, Kommúnistafl. og Bændaflokkinn. Um hitt er ekki hægt að segja með neinni vissu, hvaða flokk- ur eða flokkar myndu vinna hin nýju þingsæti í Reykjavík, Akranesi, Siglufirði og Norð- firði. LíMegt virðist þó, eftir úrslitum bæjarstjórnarkosning- anna í vetur að dæma, að við- bótarsætin tvö í Reykjavík myndu skiptast á milli Alþýðu- flokksins og Kommúnistaflokks- ins. Miklu vafasamara virðist, hver úrslit yrðu á Akranesi, Siglufirði og Norðfirði. En jafn- vel þótt gert væri ráð fyrir þeim möguleika, að Alþýðuflokkur- synni ekkert þessara kjördæma, myndi hann í staðinn fá hlut- fallslega þeim mun meira af uppbótarsætunum en sá flokk- ur eða þeir flokkar, sem unnið hefðu þessi þrjú nýju kjördæmi. Hér skal ekki farið út í neina nákvæma spádónia um það, hvernig kosriingar myndu fara nú, eftir að bneytinganriair á kjördæmaskipuninni og kosn- ingafyrirkomulaginu væru komnar á. Hér hefir aðeins ver- ið bent á líkur og möguleika um það. En lesendum til meiri glöggvunar skal að endingu sagt hvað útreikningar sýna, að orðið hefðu sem næst úrslit síðustu alþingiskosninga, 1937, ef þessar breytingar hefðu þá verið komnar á, og geta menn þá séð, hve sannar, eða hitt þó heldur staðhæfingar Framsókn- arblaðsins eru um það, að Al- þýðuflokkurinn hafi ekkert við breytingarnar að vinna. Má þó í því sambandi gera ráð fyrir með tilliti til bæjajrstjórnar- kosninganna í vetur, að breyt- ingarnar á kjördæmaskipuninni og kosningafyrirkomulaginu myndu tryggja Alþýðuflokkn- um að minnsta kosti eins góða og sennilega töluvert betri út- komu nú heldur en þær hefðu gert þá. Alþýðuflokkurinn fékk við (Frh. á 6. síðu.) Fylkið Uði 1. maíS » .....¦ Ávarp stéttarfélaganna til verkalýðsins og allrar alþýðu í Reykjavik. . » FYRSTI SUMABDAGUB VEKKALÝ»SDíS, alþjóðlegur samtaka- og baráttudagur alþýðustétt- arinnar í öllum löndum, 1. maí, rennur upp að tveim nóttum liðnum. Tvö ár eru liðin, síðart vinnustéttinni leyfðist að ganga frjálsum skrefum um götur höfuð- borgarinnar og sýna vilja sinn og bera fram kröfur sínar, og á þessum tveimur árum hafa gerst mikil tíðindi, mikil tíðindi og ill. Landið hefir verið numið herskildi, og valdamenn þjóðarinnair hafa orðið að biðja um hervernd. Þjóðin hefir verið sett til framleiðsru í stríðsþarfir, og landiS er að kalla má orðið að útvígi eins mesía stAnreldis í hehni. Ógrynni fjármuna hafa streymt ínn í landið og þjóðarauðurinn vaxið gífurlega, en ójöfnuðurinn í skiptingu auðæfanna hefir auk- ist að sama skapi. Að vísu hefir vinnustéttin ekki orðið fátækari en hún var, en eignastéttin hefir orðið margfalt auðúgri og þar með voldugri en áður, svo að stéttamunurinn hefir vaxið stór- kostlega. Þette eru þó ekki verstu tíðindin, jtótt full ill séu. Merki sjást þegar til uppsiglingar- hinnar verstu óaldar, ef ekki verður rönd við reist í tíma. Árið 1938 voru sett í landinu lög um stéttarfélög og vinnudeilur. Þrátt fyrir ýmsa galla » þeirri löggjöf, sem hefði getað staðið til bóta, var með henni viðurkennt jafnrétti stéttanna » þann hátt, að vinnustéttin gæti sjálf kveðið á' um lífskjör sín, kaupgjald og vinnuskilyrði, með frjálsu samkomulagi við eignastéttina, atvinnurekendur. Með þessari löggjöf var í rauninni gerS- ur þjóðfélagssamningur milli stéttanna um friðsamlega lausn þeirra vandamála, sem óhjákvæmi- lega skapast af hagsmunaandstæðum þessara þjóðfélagsstétta, meðan stéttaskiptingin er ekki afmáð. Nú hefir þessi þjóðfélagssamningur verið rofinn. Með bráðabirgðalögum rOdsstjórnar at- vinnurekenda um gerðardðm í kaupgjalds- og verðlagsmálum frá í vetur sem leið, er tekinn af vinnustéttinni sá takmarkaði réttur, sem henni hafði verið tryggður með vinnulöggjöfinni, og eignastéttinni fenginn nær ótakmarkaður réttur til að ákveða með valdboði, hversu mikið verka- lýðurinn skuli bera úr býtum fyrir vinnu sína. Jafnrétti þegnanna hefir þar með verið fóturo troðið af valdhöfunum, og er með þessu stofnað til ranglætis, er ekki má þola. Fyrir rúmlega 940 árum sagði vitur maður á alþingi fslendinga, að frásögn Ara fróða, „að> honum þótti þá komið hag manna í ónýtt efni, ef menn skyldu eigi hafa allir ein lög á landi hér^ og taldi fyrir mönnum á marga vega, að það skyldi eigi láta verða, og sagði, að það myndi a$ því ósætti verða, er vísa von var, að þær barssmíðir gerðist á milli manna, að landið eyddist af. Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn," kvað hann^ og var það hans ráð, „að allir skyldu ein log hafa", allir sama rétt, fullkomið jafnrétti. Þetta er ráðið ehn í dag, en enginn tekur það ráð nú, ef þeir, sem ranglætið bitnar á, rísa ekki upp gegn því. Því er það, að verkalýðurinn, öll vinnustéttin, hefir aldrei síðan verkalýðshreyfingin hófst hér á landi, haft jafn knýjandi ástæðu til að rísa upp, kasta verkfærunum og fylkja Uði til mót~ mæla gegn ranglæti og ójöfnuði og bera fram í órjúfandi fyUtingu einingar og samtaka kröfur sínar um jafnrétti fyrir lögunum, jöfnuð í skiptingu verðmætanna og sómasamleg lífskjbr fyrir starf sitt og strit. Fyrir því skorum við undirrituð í nafni samtaka okkar á allan verkalýð í hvaða atvinnustétt sem er og alla þá, sem lifa á kaupi fyrir vinnu sína, og ennfremur alla aðra, sem teljast á ein» eða annan hátt til vinnustéttarinnar, eða hafa samúð með henni, að ganga í fylkiugu okkar l^ maí næstkomandi, svo að hun verði sem stærst og voldugust. f þeirri fyUiingu á stétt okkar a8> sýna mátt okkar og megin, — sýna, að við heimtum jafnrétti við hina stéttina, að við munum ekki þola henni ranglæti og einræði, — sýna, að við erum vinnufólk, en ekki vinnudýr, senfc eignamennirnir geti farið með að vild sinni, —: sýna, að við viljum ekki vinna til þess eins a9. afla þeim gróða, heldur til þess að efla þjóðina að mætti og menningu, — sýna, að við viljum ekki Iáta þræla okkur út fyrir fjármagnið, heldur viljum við láta fjármagnið vinna stríð lífsins fyrir mannfólkið. Þetta viljum við sýna með fylkingu okkar, — en hvað viljið þið sýna, stéttarsystkini okk^ ar, sem hafið ekki hingað til tekið þátt í göngununi með okkur, heldur staðið hjá og horft á? Athugið það, að á slíkt verður ekki litið, er ekki unht að líta öSru vísi á nú en svo, að þið vUjið samþykkja ranglætið, — viljið leggja blessun ykkar yfir ójófnuðinn, — viljið ganga f lið með þeim, sem kúga okkur og ykkur, — viljið auðmýkja ykkur og ganga undir ok ójafnaðar-* ins eins og meinlausar skepnur, — viljið heldur daðra við peningana en virða vinnuna. Nei, því verður ekki trúað, að nokkur vinnandi manneskja velji sér viíandi vits svo aum- legt hlutskipti nú, þegar svo mikið liggur við. Nú er ekki heldur nein ástæða til að láta ágrein^ ing í stjórnmálum aftra sér frá þátttöku. I samtökum okkar er fólk úr öllum stjórnmálaflokkum og tekur þátt í fylking stéttarinnar. Mestu varðar, að sem albra flest fólk sé í göngunni, því a$ við erum sannfærð um, að ef fylkingin aðeins verður nógu fjölmenn, — ef það sýnir sig nóglS greinilega, að hin kúgaða stétt okkar er voldug og sterk,, — þá verður ¦ orðalaust látið undan kröfum okkar. Rísum því upp. Köstum frá okkur verkfærunum og áhyggjum hversdagsstritsins. Göngum fram og skipum okkur í fyUiingu stéttar okkar til vaxandi og batnandi samtaka og einingar í baráriunni fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi allra manna. Reykjavík, 29. apríl 1942. / 1. maí-nefnd Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna: f ^ Sæmundur Elías Ólafsson. Hallbjörn Hálldórsson. Karl Karlsson.* Sigurður Guðnason. Gíslína Magnúsdóttir. Helgi Guðmundsson. [ Björn Bjarnason. Halldór Pjetursson. Runólfur Pjetursson. \ Jóhanna Egilsdóttir. Hólmfríður Ingjaldsdóttir. i F. h. Verkamannafélagsins Dagsbrún. "ff Sigurður Guðnason. Helgi Guðmundsson. Hannes Stephensen. Emil Tómasson. Eðvarð Sigurðsson. (Frh. á 6. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.