Alþýðublaðið - 29.04.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.04.1942, Blaðsíða 5
Miðvikoðágtcr 2&. apxð 1042. AU>YOUBLAOW mmmm* •mrnmmmmmmmtm <i i iéii. —uwilwi»■—» ■»—' Flugvél á pjóðveginum. Myndin sýnir eina af hinum fraegu könnunarflugvélum ameríkska hersins. Hefir hún orðiS benzínlaus, en gert sér lítið fyrir og lent á nœsta þjóðvegi. Amerfbmneínn gera sér miklar vonir um þessar flugvélar og hyggjast að gera þær ahnenningseign innan fárra ára eftir stríðið. Blái herini i Tékkéslévalíi. Jðrabrantarmennlrii' ir, sem berjast vopn lansri, en þrantseigri baráttn gegn iitler. FEÁ upphafi hafa Þjóðverj- ar látið í ljós mikinn á- huga á því að vernda hin miklu járnbrautarkerfi herteknu land- anna, því að þau eru þýðingar- mesti þátturinn í samgöngimum frá Þýzkalandi til Balkan, Pól- lands og Rússlands. Þá hafa þeir og sýnt mikinn áhuga —- en af öðrum ástæðum þó — á starfsemi tékkneskra jámbraut- armanna. Samband tékkneskra jámbrautarmanna var, fyrir stríðið, prýðisvel skipulagt og tékkneskir járnbrautarmenn bára af starfsbræðum sínurn í öðmm löndum. — Þeir voru hreyknir af hinu ágæta sam- göngukerfi sínu og kölluðu sjálfa sig „bláa herinn“. Þegar Þjóðverjar lögðu Tékkóslavíu undir sig og þjóðin hóf laumu- stríð sitt gegn Þjóðverjum, varð „blái herinn“, sem fram að því hafði verið mjög friðsamur „her“, mjög þýðinganmikill liður í baráttunni. Það eru engar skýrslur til yfir það, sem þessar nafnlausu hetjur hafa afyekað. Hefði hinn blái her ekki verið til, hefðu x hundruð tékkóslaviskra stjórn- málamanna ekki getað komizt úr landi, til þess að halda á- fram baráttunni erlendis frá, heldur hefou þeir verið hneppt- ir í fangabúðir af kúgurunum eða teknir af lífi. Járnbrsutar- mennimir hjálpuðu þessurn mönnum til að sleppa úr landi. Járnbrautarmennirnir geta gef- ið ýmsar mikilsverðar upplýs- ingar um hemaðarleyndarmál. Þeir vita til dæmis, hvað þeir flytja, hversu rnikið af hverri tegund og hvert á að fara með það. Þessar upplýsingar geta þeir gefið þeim, sem heyja hina Ieynilegu baráttu gegn kúgurunum. J ámbrautarmennirnir vita líka ifm öll feáðalög þýzkra embættismanna, svo framarlega sem þeir ferðast með jámbraut- um. Þannig var það, þegar Göbbels ætlaði einu sinni að ferðast leynilega til Tékkó slóvakíu, að öll þjóðin vissi um komu hans. Honum til mikill- ar hrellingar vissu Tékkó- slóvakar líka, hvernig hann hafði hegðað sér í svefnvagnin- um og hver hafði verið í fylgd með honum. Líkt kom fyrir þegar von Neurath yfirgaf verndarríkið og fór til Berlínar rétt fyrir nýjárið 1942; Tékkn- eska þjóðin vissi nákvæmlega hversu margar ferðatöskur hann hafði meðferðis og vissi, að þær voru allar fullar af mat, sem tekinn hafði verið frá fólki, sem hálfsyalt. * Járnbrautarmennirnir hafa tekið öflugan þátt í hinni leyni- legu baráttu tékknesku þjóðar- innar, bæði með óvirkri and- stöðu og eins með hreinni skemmdarstarfsettni. Svokölluð óvirk andstaða er þannig, að starfsmennirnir hlýða fyrir- skipunum eins og blindir menn, (of bókstaflega, og getur það valclið tmflunum. Um langan aldur hafa starfsmennirnir not- að þessa aðferð, þegar þeir hafa viljað fá einhverjum kjarabót- um framgengt. Á flestum járn- brautarlínum era ennþá í gildi gamlar reglugerðir, sem eru orðnar úreltar og ekki ætlazt til að þeim sé fylgt bókstaflega, enda getur það verið beinlínis hættulegt. Auðvitað er slík starfsemi sem þessi hættuleg, þar sem fangavist eða líflát liggur' við, ef eitthvað fer af- laga. Mikið hefir dregið úr þessari starfsemi síðan nazist- amir tóku yíirstjóm samgöngu- málanna í sínar hendur. í hinum óleyfilega matvæla- flutningi hafa járnbrautar- mennirnir líka tekið drjúgan þátt. Það ber oft við, að þeir verða varir við hina ólöglegu matvælaverzlun, sem fer fram bæði í stórum og smáum stíl, en þeir svíkja ekki „smyglar- ana“ í hendur nazistum. Þeir eru þeirrar skoðunar, að ef þeir látast ekki sjá þessa ólöglegu verzlun, séu þeir að hjálpa til í baráttu gegn Hitler. Slík dæmi sem þessi gerast oft í þessu hertekna landi, og það er erfitt að koma í veg fyr- ir þau, því að Þjóðverjum reyn- ist gersamlega ókleift að nafa lögreglueftirlit um allt landið allan sólarhringinn. Það þyrfti áreiðanlega einn S.S.-liða eða S. A.-liða til þess að halda vörð um hvern jámbrautarmanna allan sólarhringinn, ef slíkt ætti að heppnast. Allir járn- brautarstarfsmennimir eru samtaka um það að gera sam- göngumar svo hægar og ótrygg ar sem kostur er á. Afleiðingu þessarar eyðilegg- ingarstarfsemi má sjá á því, að flutningar frá Vínarborg til Diæsden, en það er tvö hundruð og fimmtíu mílna vegarlengd, sem stóðu áður yfir í tvo daga, standa nú yfir í mánuð. Þjóð- verjar þora ekki að senda verð- mætan varning með járnbraut- arlestum herteknu landanna. Afköst tékkoslóvakísku járn- brautastarfseminnar höfðu minnkað í júni í fyrra um 75 prósent frá því sem var fyrir stríð og höfðu um átta hundruð menn verið teknir fastir fyrir skemmdarstarfsemi. • Um skemmdarstarfsemina er það að segja, að ókleift er að sanna, hvort hún er unnin af járnbrautarmönnunum eða ein- hverjum öðrum samtökum. Þó er það staðreynd, að þar hafa fleiri „slys“ kotmið fyrilr frá því í marzmánuði 1939 en á tuttugu síðustu árunum fyrir heimsstyrjöldina. Flest „slysin“ skeðu, þegar Þjóðverjar voru að flytja her sinn með járnbraut- unum. Skömmu eftir innrásina í Pólland var aðaljárnrautin frá Prag til Bmo og Slóvakíu stór- skemmd hvað eftir annað á mörgum stöðum og alltaf á þeim tímum, þegar verst gegndi. Brýr voru skemmdar, jám- brautarteinar rifnir upp. Sím- inn var í ólagi í hvert skipti, sem þýzki herinn þurfti að nota hann, og birgðasendir.gar til hersins voru hindraðar um allt landið. Sumstaðar vom vöru- geymslumar sprengdar í loft upp. Margskonar skemmdarstarf- semi var unnin meðan Þjóð- verjar háðu baráttu sína á Balk- anskaga. Á einni viku urðu fimm alvarleg „slys“ á tékkó- slóvakiskum járnbrautum og slösuðust margir þýzkir her- menn og dóu. Stundum fór lest- ORÆKJA“ skrifar mér og vekur aíhygli mísa á því, að það fasrist í vöxt, að börn betli á götmr. úti. Sérsíaklega vill það brenna við, að þau elti hermcnn- ina og biðji þá að gefa sér. Segir „Órækja“ þetta ógeðslegt og óþol- anfii og verði með einhverjum ráðum að koma i veg fyrir þetta. ÉG VEIT — að það er rétt, að börn gera töluvert að því að betla af hermönnunum. En þetta er hermönnunum sjálfum að kenna. Þeir gera mikið að því að rétta bömum súkkulaðimola og aura. Þegar bömin venjast þessu af hermönnunum er engin furða þótt þau fari að elta hermenn og bú- ast við „gotti“ í murminn frá þeim. — Hér þarf enginn að betla, sem betur fer, hvorki börn né fullorðnir. HINS VEGAR er það alveg rétt, að betl barna er ákaflega hvimleitt og gjafir hermannanna eru ekki vel þegnar af foreldrum barnanna, þó að hermönnunum gangi í flestum tilfellum ekki annað til en góomennskan ein. — Börnin hafa ekkert gott af því að haanast að hinum ókunnugu mönnum og íslenzk böm fá áreið- ardega svo mikið sælgæti í heima- húsum, að ekki er á það bætandi. FRÁ DÓRA OG PALLA fékk in út af sporinu eSa klettar hrundu ofan á lestina í fjalla- skarði. Mikið af birgðum og vopnum eyðilagðist. Það mætti eyða löngu máli um póststarfsemina, en tékk- nesku póstmennimir vinna líka skermndarstörf til þess að ná sér niðri á kúgurum sínum. Sendingar til þýzkra hermanna frá vinum þeirra og ættingjum „týnast“ stundum á grunsam- legan hátt, og sum bréf koma aldrei fram. í lok ársins 1939, þegar Þjóð- verjar ákváðu að breyta nöfn- um tékkneskra borga og nefiia þær þýzkum nöfnum, varð ógurlegur glundroði í tékk- nesku póststarfseminni. Eng- inn tékkneskur póstmaður „kannaðist við“ borgimai' með þýzku nöfnunum. Þegar þýzku yfirvöldin kvörtuðu undan þessu, sögðu þeir, að þeir gætu ekki munað þýzku nöfnin eða rugluðu þeim saman. Þeir lof- uðu að láta prenta lista yfir þessar borgir og hengja hann upp í pósthúsunum, en töf varð á að það væri gert, því að prenturunum fannst ýmislegt annað meira áríðandi. Margir tékkneskir jámbraut- armenn og póstmenn hafa fóm- að lífi sínu í þessari leynilegu baráttu. Þeir era unnvörpum teknir fastir og dæmdir til dauða. En áður en þeir eru tekn- ir af lífi verða þeir að þola ógurlegar pyntingar. „Blái herinn“ tékkneski not- ar sín eigin vopn og vígstöðvar hans eru um gervallt jám- brautarkerfi Tékkóslóvakíu. Og þegar þetta kerfi allt er notað til þess að hindra ílutninga Þjóðverja, þá má búast við, að árangurirm sé mikill. ég eftirfarandi bréf í gæi*: „Það barzt í tal dálítið eðlisfræðilegt atriði hérna um daginn, þegar við vorum að vinna saman nokkrir fé- lagar. Varð út af því smávegis á- greiningur, sem endaði með því að samkomulag nóðizt um að leita ráða þkma — og biðja þig um upplýsingar varðandi þetta atriði." „SVO ER MÁL með vexti, að þenna dag var talsvert frost, og varð mér það ó að færa í tal, að mun kaldara væri hér sunnan- lands í 7 gróðu frosti, heldur en norðanlands, t. d. Akureyri, í 7. gr. frosti. Sem sönnxrn þessa — rökræddi ég mólið eitthvað á þessa leið: „Vegna þess, að loftið hér sunnanlands er rakara, og þar af leiðandi móttækilegra fyrir myndun kulda (heldur en loftið norðanlands, sem er þynnra og ekki eins móttækilegt) — þá hlýt- ur að myndast hér meiri kuldi og af þeim ástæðum að vera kaldara hér í 7 gr. frosti ,en fyrir norðan á sömu gráðu.“ „ÞETTA vildi félagi mimi einn ekki fallast á, og hélt því fram, að 7. gr. frost væri alltaf — og alls staðar 7 gr. frost — hvar sem að væri á landinu og þess vegna (Frh. á 6. síðu.) Börnin, sem betla á götuutn og gatnamótum. Bvort er kaldara í Reykjavík eða á Akureyri, þegar 7 gráða frost er á báðum stöðum?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.