Alþýðublaðið - 29.04.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.04.1942, Blaðsíða 8
 JULStYÐUB&AQID Mi'ðrvikudagm- 29. april 1942. SKRIFSTOFUMAÐVR í stofnun einni kom inn í skrifstofu forstjárans og bað urn hálfsmánaðar orlof. Forstjórinn tók honum kurt- eislega eins og vtont var, en sagði, að hann yrði að senda skriflega umsókn. — Afsakið, sagði skrifarinn, ég hélt það væri óþarfi, þegar ég tála við forstjórann. — Þetta verður svo að vera, var svarið. — Jæja, þá fer ég heim og skrifa umsóknina. — Nei, þess þarf ekki. Gerið þér svo vel, þarna eru ritföng. Skrifarinn settist niður og skrifaði, og eftir nokkra stund ar umsóknin tilbúin. — Nú þurfið þér ekki annað að gera en skrifa undir, eða er hað? sagði skrifarinn. — Fáið mér hana, sagði for- jtjórinn. Síðan fægði hann gleraugun vandlega, setti þau á nefið, og las skjalið með at- hygli. Svo sagði hann í virðu- legum embættistón: — Orlofsumsókn sú, er oss hefir borizt, hefir verið lesin, og tilkynnist yður nú, að vér sjá- um oss ekki fært að verða við ósk yðar. Verið þér sælir. * JÖN litli fékk ketsúpu með gulrófum til matar, en hann þverneitaði að eta róf*- urnar. „Guð verður reiður við þig, ef þú gerir ekki eins og þér er sagt og borðar ekki góðan mat eins og hitt fólkið,“ sagði móðir hans. En Jón sat við sinn keip og át engar rófur. Eftir háttatíma gerði versta þrumuveður og eldingum sló niður. Mamma Jóns litla flýtti sér inn í herbergi hans. En þar var enginn Jón. Hún fann hann í eldhúsinu, þar hamaðist hann við að eta gulrófur. Þegar hann hafði kingt síðustu rófunni, leit hann til veðurs út um glugg- ann. „Skárri er það nú gauragang- urinn út af fáeinum rófum,“ sagði hann sárgramur. * E* INHVER ömurlegasta sjón á jörðu hér er verkamað- ur með auðvaldsblað í hendinni eða vasanum. Dan Griffiths. ekki um borð. Því að þessa nótt eða aðrá slíka munum við aldrei eignast framar. — Ég veit það, sagði hann. Þess vegna kom ég með á- breiður með mér og svæfla, til þess að leggja undir höfuðið á þér. Hún leit upp,' en gat ekki séð framan í hann, því að nú var orðið dimmt og glæðurnar kulnaðar. Svo stóð hann á fæt- ur og gekk niður að bátnum, en kom fljótlega aftur með á- breiður og svæfla undir hend- inni. Hann breiddi brekánin á jörðina fremst á árbakkanum í rjóðri undir krónum trjánna. Nú var farið að fjara aftur og leirurnar voru að koma upp úr. Ofurlítill hjúfurblær bærði trjágreinamar, Næturgalamir voru hljóðir og allir fuglar sváfu. Himinninn var rökkvað- ur og tungl var ekki á lofti, en svartar öldur fljótsins gjálfr- uðu við bakkana. — Snemma í fyrramálið fer ég til Navronhúss, sagði hún. Ég fer um sólarupprás, áður en þú vaknar. — Já, sagði hann. — Ég ætla að ná í William, áður en þjónustufólkið kemur á fætur, og ef börnunum líður vel og mín er ekki þörf, ætla ég að koma aftur. — Og hvað þá? — Ég veit það ekki. Þú verð- ur að ákveða það. Það er ó- skynsamlegt að láta konu taka ákvörðun. Ráðagerðir fara oft í hundana. — Þú getur komið aftur, og við getum borðað saman morg- unverð. Og á eftir getum við tekið bátinn og róið niður efíir ánni í veiðiför. Þú verður ef til vill heppnari en síðast. — Við munum veiða marga fiska. Og þegar við erum hætt að veiða, skulum við synda í ánni um nónbilið, þegar sólin skín á vatnsflötinn og hlýjast er í ánni. Á eftir skulum við borða og sofa stundarkorn á ströndinni. Og hegrinn verður ef til vill á leimnum, og þú getur lokið við að teikna hann. — Nei, ég ætla ekki að teikna hegrann, sagði hann. f þetta sinn ætla ég að draga 5AY ITVÍAS AiOðT RESKETTA0LE >00 PIP NOT FUYOVER A F£W MINUTES EARUéR/ TH£N J 5H0ULD NOTHAVS HAP TO PE5Tf?0y VOUR PLANS.T >py pssiRoyep our 'PLÁNE? yOUPONT EXPEC.T MST0...HCW COULP you HAVS PONE mynd af- káetuþjóninum mín- um. — Og þannig getur það orðið dag eftir dag, en við hugsurn ekki um framtíðina, að eins líðandi stund. — Og í dag er Jónsmessa. Hefirðu gleymt því? — Nei, sagði hún. — Því hefi ég ekki gleymt. Þegar hún vaknaði var farið að birta, en mistur lá yfir vatn- inu og svanimir vora á leið- inni upp eftir voginum. Askan eftir eldinn frá því kvöldið áð- ur var nú örðin hvít. Ræn- ingjaforinginn lá sofandi við hlið hennar, og hún hugsaði um það, hvernig á því stæði, að menn væru svo líkir börn- um, þegar þeir svæfu. Allir drættir voru þurrkaðir út úr svip hans, og hann var eins og lítill di-engur. Hún skalf ofur- lítið í morgunsvalanum, svo svipti hún af sér ábreiðunni, — steig berfætt upp á öskuhrúg- una og horfði á svanina á vík- inni, unz þeir hurfu inn í móð- una. Svo laut hún eftir skikkj- unni sinni og sveipaði henni utan um sig og gekk inn í 'skóg- inn í áttina til Navronhúss. Hún reyndi að gera ^sér í hugarlund, hvernig umhorfs væri heima. Börnin í rúminu, James rjóður í kinnum með litlu hnefana kreppta, Henri- etta liggjandi á grúfu eins og venjulega og litlu lokkamir á svæflinum, Prue svæfi við hlið þeirra með munninn opinn, en William myndi gæta hússins, trúr og tryggur bæðí henni og húsbónda sínum. Bráðum myndi móðan hverfa og sólin koma upp yfir trjá- toppana hinum megin við ána. Þegar hún kom heim að gras- flötinni sá hún, að sólin glamp- aði á húsþakinu, en allir virt- ust vera í fasta svefni. Svo geklc hún yfir grasflötina, sem var silfruð af dögg og ýtti á hurðina. Hún var harðlæst, — auðvitað. Hún beið stundarkorn, en gékk því næst aftur fyrir hús- ið, því að þeim megin var her- bergi Williams og verið gat, að hann heyrði til hennar, ef hún r BSB MYJA BtO 810 Eyja hiaaa for- dæffldo. (Island of Doomed Men). Spannandi sakamálamynd, leikin af Peter Lorre og Rochelle Hudson. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. ' Fjórat hjákruti** arkonur (Four Girls in White) Ameríksk kvikmynd með FIORENCE RICE, ANN RUTHERFORD, ALAN MARSHALL. Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Sýning kl. 5: Framhildssýning kl. ðVz-ðVz. GÆFUBARNIÐ. G-ÖTULÍF í NEW YORK Söngvamvnd með (Streets of New York) Gloria Jean. 1 "“CooP"' kallaði til hans. Hún nam stað- ar undir glugganum hans stundarkorn og hlustaði. — William! sagði hún lágt — William, heyrirðu til mín! Ekkert svar. Hún laut niður og tók upp fáeina smásteina og fleygði upp í gluggann. Eftir ofurlitla stund kom William út í gluggann og lagði fingurinn á munn sér til merkis um, að hún mætti ekki hafa hátt. Því næst hvarf hann. Hún beið með eftirvæntingu, því að hann var náfölur í andliti, það var andlit manns, sem hafði verið andvaka. James er veik- ur, hugsaði hún, ef til vill dá- inn. Svo dró hann slagbrand- ana hljóðlega frá dyranum. — Eru börnin veik? spurði hún. En hann hristi höfuðið þegj- andi og benti henni að hafa ekki hátt. Hún kom inn í forsalinn og þá skildi hún allt. Hún sá, að Hertoginn skipaði þjónum sínum að umgangast Doninn eins og hann væri tiginn ridd- ari á gullaldardögum riddar- anna. Óðara og hann kom í höllina var hann settur í heið- urssæti við borðið. Hertoginn og frú hans og allir aðrir á- vörpuðu riddarann með mikilli hæversku, rétt eins og hann hefði unnið frækileg afreks- verk. Don Q. var nú sannfærðari um það en nokkru sinni fyrr, að hann væri sannur riddari. Það var leikið á hann á marg- an hátt, og oft urðu hertoga- hjónin að bæla niðri í sér hlát- urinn, en hann tók ekki eftir því, og var graíalvarlegu'r á svipinn. Sankó ávann sér fljótlega hylli hertogafrúarinnar með einfeldni sinni og heiðarleik. Hann sagði henni frá því, að húsbóndi hans hefði lofað að gera hann að jarli. yfir ein- hverri eyju, þegar Doninn hefði lagt undir sig kóngsríki. Her- togafrúin sagði manni sínum frá þessu, og þeim datt það nú í hug, hjónunum, að gaman væri að láta Sankó verða að þessari ósk sinni. Daginn eftir boðaði hertog- inn Sankó á sinn fund. „Mér .hefir borizt það til eyrna, Sankó,“ sagði hann, — „hvaða launum húsbóndi þinn hefir heitið þér fyrir dygga þjónustu. Nú stendur svo á, að engin ey er til í hertogadæmi mínu, en hins vegar vantar mig mann til að stjórna einni af borgum mínum. Fyrir hönd húsbónda þíns vil ég nú bjóða þér þessa stöðu, en auðvitað með því móti, að þú treystir þér til að stjórna vel og vitur- lega.“ „Gefðu mér bara tækifæri til þess, og þá skaltu bara sjá,“ hrópaði Sankó ofsakátur yfir þessum glæsilegu framtíðar- MYNDASAGA Maðurinn: Það var leiðin- legt, að þig fluguð ekki yfir fyrr. Þá hefði ég ekki þurft að eyðileggja flugvél ykkar! Örn: Hvernig gátuð þér .. ? Maðurinn: Það er svo margt, sem heimurinn neitar að við- urkenna! Þetta verk, hiustið á það, Svo dásamlegt, þó svo ein- falt? J Lillí: Þér finnst hann skemti- legur — eða hvað? Örn: Við þurfum að komast til botns í þessu máli! Örn: Þér sögðuð, a6 þér lát- ið flugvélar hrapa ZZ7? Maðurinn: Já, það «r ekkert auðveldara.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.