Alþýðublaðið - 30.04.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.04.1942, Blaðsíða 4
s AU»YOUBLA0IB Fimmtudagm- 30. aprfl 1942» fUj)<jðnbta5ið Útxefandl. Al|»ýSuflokfc urítui Bltstjóii: Stefán Pjetnrsson Ritstjórn og afgreiSsla í Al- þýðuhúsimi vi3 Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902 Símar aígreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmið|an h. f. I Lansn sjáltstæðls- EINS og allir vita, var á vetr- arþinginu í fyrra samþykkt með atkvæðum allra flokka og allra þingmanna, að samband- inu við Danmörku skyldi slitið að fullu og að stofnað skyldi al- gerlega sjálfstætt og óháð ís- lenzkt lýðveldi. Hins vegar var skotið á frest að ganga endan- lega frá sambandsslitunum, lýðveldisstofnuninni og fram- tíðarstjórnarformi landsins að öðru leyti. Alþýðufiokkurinn lýsti því yfir fyrstur allra íslenzkra stjómmálaflokka haustið 1940, á þingi Alþýðusambandsins þá, að hann væri því íylgjandi, að stofhað yrði sjálfstætt íslenzkt lýðveldi. Um næstu áramót á eftir tók formaður Framsóknar- flokksins Jónas Jónsson að skrifa um, að rétt væri að leysa •sjálfstæðismálið til fullnustu á næsta þingi. Það kom þó fljót- lega í Ijós, að flokkur hans stóð ekki á bak við hann í þessu máli. Hermann Jónasson, forsætisráð- herrann, lagðist mjög fast gegn því, að sjálfstæðismálið yrði leyst strax, taldi það „áhættu- leið“ vegna þess, að vafasamt væri, að viðurkenning stórveld- anna, sérstaklega Breta og Bandaríkjanna, fengist á full- veldi landsins og lýðveldisstofn- uninni. Á flokksþingi Fram- sóknarmanna í fyrra sigraði þessi afstaða forsætisráðherr ans. Einnig kom í ljós, að skipt- ar skoðanir voru í Sjálfstæðis- flokmun um, hvort leysa bæri málið strax. Má m. a. minna á greinar Jóhanns Þ. Jósefssonar alþingismanns í Vísi um þetta efni. Alþýðuflokkurinn var þeirrar skoðunar, — jafnframt því, sem hann hvikaði í engu frá því, að ísland yrði sjálfstætt lýðveldi, -— að þjóðarnauðsyn væri, að allir flokkar stæðu saman um lausn sjálfstæðismálsins og að forðast bæri allar deilur og flokkadrætti um þetta helgasta mál þjóðarinnar. Með yfirlýsingu alþingis í fyrra var sýnt, að það var að- -eins tímaspursmál, hvenær allir flokkar landsins gætu samein- azt um sameiginlega lausn máls- ins, og gat Alþýðuflokkurinn vel unað við þá niðurstöðu, og það því fremur, sem hann áleit það vera óhæfu, að nokkur flokkur færi að gera lausn sjálfstæðis- I málsins að sérstöku flokksmáli sínu. Að sjálfstæðismálið var ekki •endanlega leyst í fyrra, stafaði því fyrst og fremst af opinberri og ákveðinni andstöðu Fram- sóknarflokksms gegn þvx, að svo yrði gert. En síðan alþingi samþykkti ályktun sína í sjálfstæðismál- inu, sem fyrr um getur, hafa gerzt á ný þeir atburðir, sem að vissu leyti hafa breytt mjög við- horfi málsins. í sambandi við hervemd Bandaríkjanna feng- ust hátíðleg loforð þeirra og I Bretaveldis fyrr því, að full- | veldi og sjálfstæði íslands feng- ist viðurkennt að stríðslokum. „Áhættan“, sem forsætisráð- herrann óttaðist mest, er því úr sögunni og getur því ekki átaðið í vegi fyrir lausn sjálfstæðis- málsins lengur. Nú hafa komið fram raddir úm það í blaði Framsóknar- flokksins, að hin mesta óhæfa væri að breyta stjórnarskránni til þess að leysa kjördæmamál- ið, án þess að leysa sjálfstæðis- málið um leið. En það hefir komið greinilega í ljós, að þessi skrif Tímans eru ekkert annað en ábyrgðarlaus loddaraleikur til þess að reyna að tefja kjör- dæmamálið undir einhverju yf- irskini. í fyrsta lagi er einsætt, að tæp- lega er hægt á þessu þingi að leysa sjálfstæðismáiið, þar sem málið er að mestu eða öllu ó- undirbúið af hálfu stjómarinn- ar, sem að sjálfsögðu hefði átt að hafa forustu um undirbúning. í nefnd þeirri, sem fjallar um kjördæmamálið, kom fram til- laga frá Gísla Sveinssyni um að leysa sjáKstæðismálið þegar á þessu þingi. Þá bregður svo und- arlega við, að allir 4 Framsókn- armennirnir í nefndinni greiða atkvæði gegn tillögunni, og sést bezt á því, hver heilindi liggja á bak við skrif Tímans. I öðru lagi væri mjög var- hugavert að leysa þessi tvö mál með sömu stjórnarskrárbreyt- ingunni. Kjördæmamálið er og hlýtur að vera viðkvæmt deilu- mál, en um sjálfstæðismálið verða allir flokkar landsins að standa saman. Það er því bein- línis' verið að tefla því í tvísýnu, að leysa bæði málin sameigin- lega. í þriðja lagi er sá munur á, að til þess að leysa kjördæma- máiið og láta breytingima koma til framvæmda, þarf tveimar kosningar, en til þess að leysa sjálfstæðismálið að- eins einar. Það er því ekkert ti! fyrirstöðu, að afgreiða kjördæmamálið á þessu þingi. Lokaafgreiðsla þess og sjálf- stæðismálsins getur samt far- ið fram við sömu kosningar. Fulltrúi Alþýðuflokksins í stjórnarskrárnefndinni, Ásgeir Ásgeirsson, hefir lagt til í nefndinni, að þessi leið verði farin í afgreiðslu þessara tveggja stórmála, og fékk þessi tillaga hans góðar undirtektir og kemur vafalaust fram síðar, þegar kjördæmamálið kemur frá nefndinni. Tillaga Ásgeirs Ásgeirssonar er í stuttu máli þesi: Kjördæmamálið verði sam- þykkt á þessu þingi, en jafnframt verði sett milli- þinganefnd til þess að koma sér niður á endanlega lausn sjálfstæðismálsins. Síðan fara fram kosningar. Hið ný- Felix Guðmundsson; ÞÍROsályktnn um þjððarvilja F RÁ ÞVÍ hefir verið skýrt í dagblöðunum, að fjórir alþingismenn flytji í sameinuðu þingi þingsályktunartillögu, sem hljóðar svo: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina: 1. Að hvika í engu frá þeirri ákvörðun, sem ríkisstjórnin tók á s. 1. ári um lokun áfengisverzl- ana ríkisins, og láta nú þegar falla niður allar þær tilslakanir, sem gerðar hafa verið í þessu efni, og verði þeirri framkvæmd eigi breytt án samþykkis Al- þingis, meðan erlent herlið dvelur í landinu. 2. Að vinna að því við stjórn- ir þeirra ríkja, sem herlið er komið frá hingað til landsins, að komið verði í veg fyrir öll vínútlát til íslendinga frá her- liðinu.“ Enginn efi er á því, að þetta mál mun hafa að baki sér vilja meirihluta kjósenda í landinu. Þarf ekki annað en minna á áskoranir meira en 22 þúsund kjósenda á því svæði, sem á- fengið hefir verið selt. Áskoran- ir hæjarstjórna í hinum ýmsu bæjum og ótal samþykktir fjórðungs- og landssambanda og einstakra félaga um land allt. Þar fyrir utan má minna á álit og reynslu ýmissa opinberra starfsmanna, sem um mál þessi fjalla og mesta reynslu hafa í 'þessum efnum, svo sem lög- reglustjórar landsins, lögreglu- þjónar, fangavörður við aðal- fangahúsið og fjöldi annarra manna. Ennfremur presta sveitarstjórna og yfisleitt álit allra þeirra manna, sem í alvöru hugsa um þessi mál og starfa að því að friða landið fyrir hverskonar ófögnuði, sem áfenginu alltaf fylgir, en alveg sérstaklega á þeim alvöru- og hættutímum, sem við nú lif- um á. Til viðbótar kröfum meiri hluta kjósenda þeirra, er þetta mál snertir mest, álit og reynslu allra þeirra manna, er áður er lýst, kemur svo reynslan, sem ætti að vera raunhæfasta sann- leiksvitnið um þessi mál sem önnur. En það er sameiginleg reynsla allra þeirra, er bezt þekkja til, að þann tíma, sem áfengisverzlununum hefir verið alveg lokað, hafi bæirnir verið óþekkjanlegir samanborið við það, er áður var. Og að ef ekki kjörna þing samþykkir svo bæði málin, kjördæmamálið I síðara sinn og sjálfstæðis- málið í fyrra sinn. Síðan fara á ný fram kosningar eftir hinni nýju kjördæmaskipun, og næsta þing afgreiðir svo sjálfstæðismálið endaniega, án þess að neinar aukakosn- ingar þurfi að fara fram þess vegna. Getur það orðið þegar í haust. Um þessa lausn málsins ættu ailir þeir flokkar að geta sam- einazt, sem meina nokkuð með því, að þeir vilji eins flýta laucn sjálfstæðismálsins og kostur er á úr því, sem 'komið er. hefði verið lokað, þá hefði ekki verið lífvænt í þeim eins og á stendur. Það er vitanlega ómögu legt að vita, hversu miklu af vandræðum hefir verið afstýrt með þessari ráðstöfun. Það eitt er víst, að þau eru mörg og margvísleg. Það, að næstum því allir þeir árekstrar, sem orðið hafa milli íslendinga og setu- liðsmanna, hafa orsakast af á- fengi beint eoa óbeint, gefur til kynna hvemig farið hefði, ef áfengið hefði verið frjáist. Allir, sem vildu, hefðu getað haft það daglega. Hvað þá hefði hent, hygg ég að fáir vildu bera ábyrgð á. Hvernig stendur nú á því, að Alþingi hefir ekki gefið ríkis- stjórninni ákveðin fyrirmæli um þessi mál, svo mjög, sem þess hefir verið óskað, og svo mikið, sem á því getur oltið, að það marki skýrar línur í mál- iau? Tækifærin hefir ekki vant- að og nú er enn einu sinni kom- in fram tillaga í málinu. Því er hún ekki tafarlaust afgreidd? Getur það verið, að nokkur þingmaður vilji komast hjá því, að verða við svo ákveðnum ósk- um kjósenda eins og fyrir liggja um þetta mál? Því er erfiti að trúa, því jafnvel beir þingmenn, ef nokkrir eru, sem vilja hafa áfengið laust, hvað, sem kjós- endumir segja, og hvað, senx reynslu og þekkingu líður, ættu. að hafa karlmennsku til að segja „Nei“ og bera svo ábyrgð á því gagnvart sínum kjósend- um, og alþjóð, séu þeir svo margir, að þeir geti komið því til vegas að áfengið verði látið laust. Annars skal ekki getum að því leitt, af hverju svo treg- lega gengur að fá alþingi til aS taka formlega og opinberlega afstöðu til þessa máls, svo stórt og alvarlegt, sem það er fyrir þjóð vora. Og þótt flokkum og einstök- um þingmönnum hafi stundum reynzt helzt til lítill þungi og alvara bak við vilja bindindis- manna í landinu, þá skulu þeir varlega treysta því nú. Það er alveg tilgangslaust, að þyrla upp tylliástæðum, sem rétt- læta eiga það, að hafa áfengið laust. Meðan svo er ástatt £ landi hér, sem nú er. Allar þær fiirur hafa verið marghrakt- ar, og sú undanlátsemi ríkis- stjórnarinnar, að taka upp hin- ar hneykslanlegu og alræmdu undanþágur, hafa flestu fremur, sýnt hvers vænta má, verði á- fengisbúðirnar opnaðar. Og þær (Frh. á 6. síðu.) ~Jéc*<zd ÞAÐ var ekki hátt, risið á Morgunblaðinu í gær, þeg- ar það var að skýra lesendum sínum frá afgreiðslunni, sem þingsályktunartill. Gísla Sveins- sonar fékk í sameinuðu þingi á þriðjudaginn. Hér fer á eftir frá sögn blaðsins: „Þa3 var óvenju mikill mami- j fjöldi samankominn á áheyrenda- pöllum sameinaðs iþings í gær og bersýnilegt, að nú væntu menn mikilla tíðinda í þinginu. Ekki gat verið neinn vafi á því, hvað það var, sem dró þenna áheyrendaskara niður í þinghús; það var fyrsta málið á dagskránni — þingsályktutnartillaga Gísla Sveinssonar, „um staðfesting á þingsályktun frá 15. mai 1941, um frestun almennra alþingis- kosninga." Það var þetta mál, sem athygli fólksins beindist að. En svo komu vonbrigðin. Er forseti hafði lýst framlögðum skjölum og komið var að sjálfri dagskrámii, lýsti hann yfir því, að fyrsta málið væri tekið út af dagskránni, „samkvæmt ósk tveggja hæstv. ráðherra.“ Svo bætti íorseti við: „En væntanlega verður málið tarátt tekið á dag- ckár.“ — Vonbrigði áheyrenda voru greinileg; þeir smátíndust út af pöllunum og brátt urðu áheyr- endasvæðin eins auð og mannlaus og þau haia oftast verið á þessu þingi.“ Þetta er allt og sumt, sem Morgunblaoið hafði um þennan atburð að segja. Ekki eitt orð um það, hverjir þeir „hæst- virtu iráðherrar" voru, sem ollu vonbrigðum áheyrenda. Það voru nefnilega „hæstvirtir ráð- he'rrar“ Sj álfstæðisflokksins. Á öðrum stað í Morgunblað- inu í gær, lætur blaðið í Ijós mikla undran yfh- því, hvað þingið ætli eiginlega að gera — ekis og það standi á nokkrum,. að segja til um það, nema á flokki Morgunblaðsins sjálfs?! — og skrifar meðal annars: „Hvað ætlar þingið að gera? Það er enn óráðin gáta. Um þetta eru alls konar getgátur, en hið sanna er, að engimn veit ennþá, hvað ofan á verður. Eftir því, sem ráðið verður af samtölum við þingmenn — bak við tjöldin — virðist allt benda til þess, að samkomulag náist um lausn stjórnarskrórmálsins, milli þeirxa flokka, sem þar hafa hags- muna að gæta. Virðist því ekk- ert geta hindrað framgang þessa máls á þessu þingi, ef kosningai" fara fram. Og kosningar virðast ,óumflýjanlegar“ eins og viðhorf- ið hefir verið á alþingi og er enn. Það eina sem gæti breytl viðhorfinu, er víðtækt samstarf allra aðalflokka þingsins, en þess gætir ekki að neinu leyti, að finnanlegur sé nokkur grund- völlur fyrir slíku samstarfi.“ Eins og menn sjá, vill Morg- unblaðið ekki alveg viðurkenna að kosningar séu óumflýjanileg- ar í vor — það hefir orðið óum- flýjanlegar í gæsalöppum! Og bað skimar í allar áttir, hvort ekki sé með einhverjum ráðum hægt að komast hjá kosningum og þá vitanlega einnig hjá af- greiðslu kjördæmamálsins á þessu þingi. Nú virðist blaðið helzt gera sér von um að þetta mætti takast með „víðtæku samstarfi allra aðalflokka þings- ins“! Það verður ekki sagt, að Morgunbl. vanti hugarflugið, (Frh. á 6. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.