Alþýðublaðið - 30.04.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.04.1942, Blaðsíða 6
I ALÞYÐUBLAÐIÐ Fímmtadagur 30. apjril ÍOÍÍ. •4I/S & M, jm, . fl? Afengismálin Frh. af 4. síðu. hafa sýnt þegnskap hinna ýmsu Kvennaflokkur Ármanns, Kvennaflokkur Ármanns við staðæfingar undir beru lofti. Yfir 500 æskufoeno hafa sínnd- að iprötíir hfá Ármanni i vetnr. Mlkll Ipréffawlka hefsf lijá ié- lagsmi á lamgan’daglaBn kemaai9. borgara og þrekleysi stjórnár- valdanna, ásamt þeim eyðilegg- ingarmætti, sem fylgt hefir, og siðleysi samkvæmislífsins, þeg- ar áfengið er með. Við höfum séð auglýsingar frá ríkisstjórn- inni, auglýsingar þar sem gert er ráð fyrir þeim möguleika, að aaeð aðeins tveggja stunda fyr- ir Vara þurfi að flytja fólkið úr bæhum, auk ýmissa fleiri ör- yggisráðstafana, svo sem dreif- ingu matvæla o. fl. Þegar á allt þetta er litið, allt það, er við daglega heyrum og sjáum, all- ar þær þjáningar, sem fólkið líður annarsstaðar, en sem við enn sem komið er höfum slopp- ið við, þá sýnist manni að Al- þingi og ríkisstjórn hafi full- komlega gildar ástæður til þess að fara eftir vilja meiri hluta kjósenda í landinu, með það að láta ekkert áfengi af hendi, með.an erlent herlið dvelur hér. Það eru léttvægar ástæður nú, þó að einhverjir borgarar séu áleitnir um undanþágur, og þó að þeir sjálfir eða ömmur þeirra eigi afmæli. Enda eru sagðar broslegar sögur um til- efni til hinna ýmsu undanþága, er stjórnin hefir veitt. En gam- anið við þær gránar, þegar at- hugað er, hvað af þeim hefir stundum hlotizt, þegar athug- að er það áþyrgðar- og alvöru- leysi, sem í þessu sukki felst. Og þegar vitað er, að verði á- fram haldið á þessari braut, mun áfengissalan fljótt færast í aukana. Það er þegar sýnt, því fyrri helming marzmánað- ar var meira látið úti af áfengi, en allan janúax, enda farið að veita leyfin út um land og jafn- vel með símskeytum. Að síðustu þetta: Ég get fullvissað háttvirta al- þingismenn og ríkisstjórn um það, að þess er með óþreyju beðið af fjölda kjósenda um land allt, að Alþingi afgreiði þingsályktun þessa tafarlaust. Ef alþingismenn eru í vafa um fylgi málsins, er hægurinn hjá, að fá úr því skorið með at- kvæðagreiðslu í sambandi við næstu alþingiskosningar. Fyrir þeim dómi munu menn beygja sig. En þeir kjósendur, sem látið hafa skoðanir sínar á þessu máli í ljós með áskorun- um og amþykktum og á annan hátt, þeir munu fylgjast með málinu og ekki gera sér það að góðu, að það verði ennþá einu sinni svæft. Felix Guðmundsson. Þegar grein þessi var rituð, hafði tillagan, sem um ræðir, ekki verið tekin á dagskrá. Nú hefir hún verið til umræðu, en var ekki afgreidd, heldur vís- * að til nefndar. Sýnir það tregðu þingsins á að afgreiða málið, svo það sem sagt er í greininni á fullkomlega við. F. G. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Frh. af 4. síðu. ef það ímyndar sér, að Alþýðu- flokkurinn bíði bara eftir því að fá tilboð .um sæti í stjórn á ný — upp á áframhaldandi frestun kosninga og frestun kjördæma- málsins!! FIR 500 manns hafa æft íþróttir hjá Glímufélag- inu „Armanni“ í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Æfðir hafa verið fimlefkar, glíma, handknattleikur, hnefaleikar og fleiri íþróttir. En þeir eru miklu fleiri, sem stundað hafa íþróttalíf á vegum þessa myndarlega félags, því að til viðbótar koma þeir, sem æft hafa sund og skíðaíþróttir. Félagið hefir í vetur haft 10 íþróttákennurum á að skipa, þar af hafa 5 verið áhugamenn, það er, þeir hafa ekki fengið kaup fyrir kennsluna, en 5 hafa fengið kaup. Að meðaltali hafa farið fram æfingar eða íþróttakennsla á vegum félagsins í vetur 5—6 tíma á hverjum degi. Starfsemi Ármanns, þ. e. a. s. vetrarstarf- semin, hefst 1. október og henni lýkur síðast í apríl. Auk íþróttastarfseminnar hef, ir „Ármann“ haldið uppi fræðslu- og skemmtilífi innan félagsins, svo og málfunda- flokki. Þetta hefir þó verið með minna móti í vetur en undan- farna 2 vetur og er það afleið- ing af hinni miklu atvinnu. Af þeim rúmlega 500, sem stundað hafa íþróttanám hjá „Ármanni“ í vetur, eru 141 stúlkur og 363 karlmenn. Fim- leika hafa stundað: í 1. flokki: 30 stúlkur, í 2. flokki 60 og í telpnaflokki 23. Handknattleik hafa stundað 28 stúlkur. Karl- menn hafa stundað leikfimi eins og hér segir: í 1. flokki 26, í 2. flokki 125, í drengjaflokki 30 og „Old Boys“ 20. Glímu hafa stundað 54, og er það meira en oftast áður, sem staf- ar af því, að menn utan af landi, sem hér vinna, hafa mjög sótt æfingar. Frjálsar íþróttir hafa stundað 34, handknattleik 32 og hnefaleika 42. Jens Guðbjömsson, hinn öt- uli formaður „Ármanns“, skýrði blaðamönnum frá þessu í gær. ! Hann sagði enn fremur: „Og nú er vetrarstarfsemi okkar að þessu sinni að ljúka. Af því tilefni, og þó sérstaklega vegna þess, að Í.S.Í. er nú 30 ára, efnum við til íþróttaviku, sem hefst á laugardaginn kem- ur. Fyrsta sýningin er fyrir boðsgesti, en síðan sýnum við í 6 kvöld í röð í íþróttahúsinu. Á þessari sýningu viljum við gefa almenningi hugmynd um starf- semi okkar. Við munum því sýna nær allar íþróttagreinar okkar. Við ætlum og að sýna bændaglímu og taka 20—30 Ár- menningar þátt í henni, en síð- asta kvöldið verður háð hnefa- leikamót „Ármanns“. Við í „Ármanni“ leggjum ríka áherzlu á það við félaga okkar og nemendur, að þeir iðki íþróttirnar íþróttanna vegna og stefni um leið að því að þroska sig bæði líkamlega og andlega. Ég hygg að svona starfsemi sé mjög mikils virði fyrir þjóðfélagið sem heild og framtíð okkar.“ Alþýðublaðið vill taka undir þessi síðustu orð formanns „Ár- manns“. Það er áreiðanlegt að sú skýrsla, sem hér hefir verið gefin af starfsemi „Ármanns“ í vetur, kemur mönnum á óvart, það miklar sögur hafa gengið um hirðuleysi reykvíksks æsku- lýðs og slór hans í frístundum. Hér hefir verið sagt frá starf- semi eins íþróttafélags í bæn- um, en fleiri eru starfandi, og þó að starfsemi þeirra hafi ef til vill ekki verið eins mikil og „Ármanns“, þá hefir þar og verið unnið. Nýlega var tekin mikil kvik- mynd af starfsemi Ármanns, og mun hún verða sýnd innan skamms. Má þá fara svo, að fólk sjái enn betur, hversu mikil gifta fylgir starfi íþróttafélaga, sem vinna markvisst fyrir æskulýðinn og með honum. Sex lítil lög til söngs og leiks, heitir nýút- komið nótnahefti eftir Hallgrím Helgason tónskáld. Ennfremur eru i nýkomin út eftir hanm tuttugu og I tvö íslenzk þjóðlög. Verfiar bálstefan bú loksiDS byggð? ÐALFUNDUR Bálfarafé- lags íslands var haldinn þ. 18. apríl þ. á. á skrifstofu fé- lagsins, Hafnarstræti 5. Fund- arstjóri var Ágúst Jóspfsson heilbrigðisfulltrúi. Formaður gaf skýrslu um starf félagsins 1941, og verður hún síðar prentuð og send fé- lagsmönnum og dagblöðum. Gjaldkeri, Björn Ólafsson stórkaupm., lagði fram endur- skoðaðan reikning fyrir 1941. Byggingarsjóður jókst á árinu um rúmar 50 þús. krónur og nam í árslok kr. 83 324,86. Gjaldkeri gat þess, að Éálafar- félagið ætti á næstunni von á 70 þús. kr. fjárstyrk úr Bæjar- sjóði Reykjavíkur og ríkissjóði, gegn 35 þús. króna framlagi, sem Bálfarafélagið útvegar úr annarri átt. Úr stjóminni átti að ganga dr. G. Claessen, en var endur- kosinn. Formaður gat þess, að búið væri að sækja til viðskipta- málaráðuneytisins um leyfi til kaupa á byggingarefni til bál- stofunnar. Ef það leyfi fæst, verður þegar í stað hafizt handa um bygginguna á Sunnuhvols- túni. En þar hefir Bæjarráð Reykjavíkur ákveðið bálstof- unni stað, og útvísað Bálfara- félaginu stóra lóð til byggingar- innar. Myndasafn Reglunnar. TÓRSTÚKA ÍSLANDS hefir ákveðið að stofna sérstakt myndasafn, sem í séu myndir af öllum ’þeim templur- um, sem nokkuð hafa látið til sín taka, svo og myndir frá starfsemi Reglunnar, hópmynd- ir frá fundum og þingum o. s. frv. Gæti safn þetta með tíman- um haft mikið sögulegt gildi, ef það yrði fullkomið. Reglan hefir starfað nú hér á iandi í nær 60 ár, og á þeim tíma hafa verið teknar fjölda margar myndir af samkomum Templara, sérstaklega Stór- stúkuþingum, ferðalögum o. s. frv. Mun að sjálfsögðu veitast .SMA' erfitt að grafa upp allar þær myndir, því þær eru í fórum manna víðvegar um land. Eru það því vinsamleg tilmæli Stór- stúkunnar til allra þeirra, er hafa slíkar myndir undir hönd- um, að þeir láti framkvæmda- nefnd Stórstúkunnar fá þær, annað hvort að gjöf, eða <þá að ándvirði sé greitt fyrir þær. Einnig gæti komið til mála að þær yrðu aðeins léðar til þess að taka nýjar myndir eftir þeim. Væntir framkvæmdanefnd Stórstúkunnar þess, að menn bregðist vel við þessari mála- leitan, og skilji hverja þýðingu hún hefir. En geta skal þess, að þá er um hópmyndir er að ræða, þá er mjög æskilegt að .þeim fylgi skýring og upplýsingar um nöfn allra þeinra, sem á myndinni eru. Myndirnar sendist skrifstofu Stórstúkunnar, Kirkjuhvoli, Reykjavík. ,Goðablót‘ í Cbicago SLENDINGAR í CIIICAGO höfðu hið svonefnda „Goðablót“ sitt 6. febrúar. Þátt- takendur voru nokkuð á annað hundrað manns. íslendingafé- lagið „Vísir“ stóð fyrir sam- komunni, en forseti þess er Dr. Árni Helgason raffræðingur. „Máltíðin var góð, skyr og rjómi á eftir, og svo kleinur, pönnu kökur, vínarterta og fleira með kaffinu“. Aðalræðum. kvöldsins var Thor Thors sendiherra, en auk: hans voru gestkomandi Guðmundur Grímsson dómari frá Norður-Dakota, og Stein- grímur Jónsson rafmagnsfræð- ingur frá Reykjavík. — Daginn eftir „Goðablótið11 var Thor Thors og frú hans haldið sam- sæti áður en þau héldu aftur suður til Washington. (Frá Þjóðræknisfélaginu). Börn og íillorðnir sem vilja selja 1. maí merki verkalýðsfélaganna, komi í skrifstofu V. K. F. Framsókn í Alþýðuhúsinu í kvöld frá kl. 6—9 og á morgun frá kl. TYa fyrir hádegi. I. mal skemmtanir verkalýðsfélaganna Kvöldskemmtun í Alþýðuhúsinu við Hverf isgötu heldur 1. maí nefnd fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna kl. 9 síðdegis í kvöld, fimmtudag 30. apríl. SKEMMTISKRÁ: J I. I. maí ræða: Jón Rafnsson. §[ ■„ II. Upplestur: Halldór Kiljan Laxness. III. Einsöngur: Þorsteinn Jónsson. IV. Dans. Aðgöngumiðar eru seldir á skrifstofu Iðju, skrifstofu Sjómannafélagsins og við innganginn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.