Alþýðublaðið - 02.05.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.05.1942, Blaðsíða 2
Laug&rd&gm- 2. maí 1942. Þúsundir laun- þega tóku þátt í hátíðahöldum verkalýðsins. Tflrann fhaldsins til a® feljáfa raðir lann- fiega nistékst algerlega Hátíðahöld verka- LÝÐSFÉLAGANNA í gær, 1. maí, voru f jölmennari en nokkru sinni fyrr hér í Reykjavík. Dagurinn varð gleðilegur vottur um vaxandi haráttuhug alþýðusamtak- auna, mátt þeirra og faglega einingu. Kröfugangan, sem verka- lýðsfélögin efndu til, var stærri en nokkur önnur hópganga eða kröfuganga, sem fram hefir farið áður hér á landi. Tóku margar þúsundir manna úr öllum stéttum launþega þátt í henni. Mjög mikill fjöldi fána var borinn í göngunni, en auk þess var þar mikið af áletruðum spjöldum og borðum. Var kröfugangan og hátíðahöldin yfirleitt samtökunum til sóma, enda fóru þau fram með miklum virðuleik og festu. Tilraun Sjálfstæðisflokksins til að kljúfa samtök laun- þeganna á þessum hátíðisdegi þeirra mistókst gersamlega. Við Varðarhúsið, þar sem Sjálfstæðismenn höfðu boðað til útifundar, mættu að eins fáar hræður, og bar þar mest á starfsliði flokksins og öðrum handbendum hans. Kröfugangan á leiðinni niður Bankastræti. htiil hluti hennar sest. Veðrið var dásamlega gott, logn og hiti, svo að allir gátu íarið út á götuna, jafnt konur og böm sem karlar. Fánar voru dregnir að stöngum mjög víða um bæinn snemma um morgun- inn. Hátíðahöld verkalýðsfélag- anna hófust þegar eldsnemma í gærmorgun. Starfslið samtak- aruia mætti í skrifstofunum, þar sem starfsemi dagsins var imdirbúin. Tóku menn þar merki til að selja, fengu að vita um starfshlutverk sitt um dag- inn o. s. frv. Klukkan 11 predikaði síra Sig- urbjöm Einarsson úr útvarps- sal og talaði hann meðal annars um verkfærin og mennina. Var auðfundin samúð prestsins og skilningur hans á baráttu verka lýðsstéttarinnar fyrir bættum kjörum og réttlátara þjóðfélagi. Krðla gangan. Klukkan 1,15 fór fólk að safnast saman við alþýðuhúsið Iðnó. Mættu þar fyrstir fána- berar félaganna, svo og þeir, sem báru spjöld og áletraða borða í göngunni. Klukkan rúmlega 2,30 ávarpaði Jón Sig- urðsson framkvæmdastjóri Al- þýðusambandsins mannfjöld- ann af svölum Iðnó. Skýrði hann frá þyí, hvemig starfsemi dagsins yrði hagað, um hvaða götur yrði gengið o. s. frv. Að því loknu sagði hann: „í fyrsta skipti um mörg ár kemur verkalýður Reykjavíkur nú sameinaður út á götur bæj- arins, eða ég kalla það, því að ég geri ekki ráð fyrir því að það sé mikið af launþegum, sem hlýða kalli höfunda kúg- unarlaganna um að kljúfa rað- ir samtakanna í dag. Nú er og þörf á sameiginlegum átökum í verkalýðsmálunum, því að samtökunum og afkomu laun- þegans er nú sótt hart og fast. Við skulum sýna andstæðing- um okkar í dag, að við erum einhuga og að við erum þess albúin að heyja harða og sleitu- lausa baráttu fyrir frelsi sam- takanna og sjálfsákvörðunar- rétti launþeganna.“ Þegar Jón Sigurðsson hafði lokið máli sínu, var gefin skip- un um að leggja af stað í göng- una. Hafði fólk þá safnazt sam- an umhverfis Iðnó, í Vonar- stræti og í Templarasundi und- ir fánunum, en fremst fór Lúðrasveit Reykjavíkur. Sér- stakir verðir voru hafðir til þess að gangan færi skipulega fram, en þeir reyndust of fáir. Var nú lagt af stað og farnar þær götur, sem ákveðið hafði verið að fara. Skal þess getið til þess að sýna, hve gífurlegur mannfjöldi tók þátt í göngunni, að þegar Lúðrasveitin var að óeygja upp á Frakkastíginn, voru síðustu þátttakendurnir í göngunni enn í Hafnarstræti. gata, Lækjartorg og Banka- Var það tilkomumikil sjón að sjá allan þennan mannfjölda í Hverfisgötu undir skógi af fán- um og áletruðum borðum. DtifnndHrifln við Baokastræti. Ræðupallur hafði verið reist- ur á túninu fyrir framan brauð- gerðarhúsið í Bankastræti. Þeg- ar mannfjöldinn kom niður Bankastræti fóru þeir, sem báru fána verkalýðsfélaganna, inn á túnið og skipuðu sér í fylkingu kringum ræðustólinn. Lúðrasveitin kom einnig inn á túnið, en aðrir þátttakendur í göngunni héldu áfram inn í Lækjargötu og alla leið að Amtmannsstíg. Var Lækjar- stræti, svo og túnin þama í grénnd svört af fólki, sem hlýddi á ræðurnar, sem nú fóru fram, og lögin, sem Lúðrasveit Reykjavíkur lék, en það voru aðallega baráttu- og hátíða- söngvar verkalýðsins, auk þjóð- söngsins. Þegar fólk hafði staðnæmzt á þeim stöðum, sem að framan eru taldir, hófust ræðuhöldin og var útifundinum stjórnað af Jóni Sigurðssyni. Fer hér á eftir útdráttur úr raéðum þeirra, sem töluðu, en þeir voru 6, fulltrúar stærstu verkalýðsfélaganna: Sigurjón Á. Ólajsspn, for- maður Sjómannafélags Reykja- víkur og forseti Alþýðusam- Sigurjón Á. Ólafsson talar á útifundinum við Bankastræti. bands íslands: Hann hóf ræðu sína með því, að biðja menn að sýna hinum stríðandi félags- bræðrum í öðrum löndum virð- ingu og samúð með mínútu þögn og var það gert. Síðan sagði Sigurjón meðal annars: „Á þessp ári hafa verkalýð landsins verið færðar gjafir: Á gamlárskvöld flutti forsætis- ráðherra landsins ræðu og með henni rauf hann friðinn í land- inu og efndi til ófriðar. Hann kom í veg fyrir friðsamlegt samkomulag launþega og at- vinnurekenda, hóf stríð milli þessara aðila og lagði grund- völlinn að næstu gjöfinni. 8. janúar taldi forsætisráðherra og lagsbræður hans í Fram- sóknarflokknum og Sjálfstæðis- flokknum að jarðvegurinn væri nógu undirbúinn, og ríkis- stjórnin setti hin alræmdu kúgunarlög gegn verkalýðnum. Með þeim var verkalýðsstéttin svift samningsréttinum, samn- ingar, sem gerðir höfðu verið á friðsamlegan hátt, gerðir ógild- ir og jafnframt efnt til enn meiri óvildar. í gærkveldi sam- þykkti alþingi kúgunarlögin og er ekki hægt að líta á þá sam- þykkt alþingis daginn fyrir há- tíðis- og baráttudag alþýðunnar öðruvísi en sem ögrun við verkalýðsstéttina. Þetta var þriðja gjöfin. Og nú er verið að undirbúa þá fjórðu: Allsherjar vinnumiðlunarskrifstofu, sem ríkisstjórnin ætlar að nota til þess að kúga verkalýðinn til þess að taka boðum, sem eru verri en hann annars þyrfti að sæta. Um þetta er ríkisstjórnin nú að semja við herstjóraina. Við fylkjum nú liði gegn öllu þessu. Við stöndum saman í baráttunni gegn kúguninni og ranglætinu, og ég get fullvissað þá, sem berjást nú gegn verka- lýðssamtökunum, að þau ætia Frh. á 7. síðu. AmeríkskQ f bermean _ ‘- i nota strætisvagna frð kL ' : ■ X<y 6.31 e. b. tii kl. 6 f. h. Herstjjórnin sér peint fyrir farkostf á Jíess- nm tinia. C TJÓRN bandaríkska ^ setuliðsins hér á landi hefir gefið út fyrirskipun til hermannanna um það, að þeir megi ekki nota íslenzka strætisvagna á tímabilinu frá klukkan 6,30 að kvöldi til kl. 6 að morgni. Jafnframt hefir hermönnun- um verið tilkynnt, að herstjóm- in muni reyna að sjá þeim fyrir farkosti á þessu tímabili. Segir enn fremur í tilkynningunni, að herstjórnin gefi þessa fyrirskip- un vegna þess, að strætisvagn- arnir eigi fullt í fangi með að fullnægja þörfum íslendinga sjálfra. Eins og kunnugt er, hefir oft verið á það minnst hér í blaðinu, að það ylli miklum vandræðum, hve hermennirnir nota mikið strætisvagnana, sérstaklega á vissum leiðum og á vissum tím- um. Var þeirri fyrirspurn meðal annars beint til herstjórnarinn- ar nýlega, hvort ekki væri mögulegt, að hún sæi hermönn- um sínum fyrir farkosti á til- greindum leiðum og á tilgreind- um tíma. Nú hefir herstjórnin orðið við þessari 4>eiðni, og ber að þakka •þá nærgætni, sem hún sýnir. Samvirma um svona mál er nauðsynleg, og það er gleðilegt,. þegar hún tekst. Einar N. Einarsson skipherra flnmtugBr EINAR M. EINARSSON P INAR M. EINARSSON skipherra, er fimmtíu ára í dag. Einar er einn af kunnustu skipstjórum þessa lands. Hann var lengi skipherra á varðskip- inu „Ægi“ og gat sér mikinn orðstír fyrir dugnað yið 'land- helgisgæzlu og frækilega fram- göngu við björgunarstörf: Götulíf í New Vork heitir framhaldsmyndin, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlut- verkið leikur Jackie Cooper.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.