Alþýðublaðið - 03.05.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.05.1942, Blaðsíða 3
Þetta er skipið Kiltavaira frá Lithauen, sem var sökkt úti fyrir ströndum Ameríku fyrir nokkru. Myndin var tekin af einni af flugvélum ameríkska flotans, sem flaug yfir skipið skömmu eftir að kafbáturinn skaut að því tundurskeyti. Smmudagur ! L maí 1942.' ALÞYÐUBLAÐIÐ JJJXÍf! wi m f § fl’ I é I l»ar er aifkll kafbáia mtm ftala. SEX DEILDER enskra Wöl- lington sprengjuflugvéla fóru í gær til árása á hina míklu kafbátástöð, sem ítalir hafa á Tylftareyjum. Var mikkt af sprengjum kastað á stöðina, og hafði hver flugvél meðferfBs hálfa aðra smáiest af þeim. Varð tjón mikið og urðu miklar sprengingar. J ,9 Frá því hefir verið skýrt í Kairo, að ítalir hafi imdanfarið aukið fylgd þá, sem þeir veita skipalestum þeim, sem flytja birgðir og hergögn til Rommels. Er það vafalaust af því, að á- rásir bæði kafbáta og flugvéla Breta hafa verið svo ákafar tmd- anfarið, að ítölum mun þykjn nóg um. Kongressf lokkurinn indverski ákveður að grípa ekki til vopna gegn Japðnum. Þeim verðor aðeins sýnd óvirfe andstaða. " Sjáffboðaliðar streyma þó stöðugt í itidverska herinn. ----♦ — A -iLSHERJARNEFND indverska Kongressflokksins lýsti því yfir í gær, að það mesta, sem Indverjar gætu gert, ef Japanir ráðast inn í landið, sé að veita þeim óvirka andstöðu, en geti ekki gripið til vopna við hlið Breta, þar eð þeir hafa ekki veitt Indlandi fullt frelsi. Segir í yfirlýsingunni, að Indverjar megi hvorki aðstoða né vinna með nokkrum þeim, sem starfa að vörnum landsins undir erlendri yfirstjórn. Er þar án efa átt við brezku og bandáríksku hersveitirnar, sem eru til varnar í landinu. Óvirk andstaða, sem Indverjar eru svo frægir fyrir, þar eð þeir hafa beitt henni gagnvart Bretum, felst í því að eiga engin viðskipti við þann, sem þeim er beint gegn, skella skolleyrum við fyrirskipunum hans, en á hinn bóginn sýna honum ekki vopnaða andstöðu. Þessi aðferð er mjög að vilja Gandhis, sem er mjög mikill friðarvinur og vill ekki vopnaðar uppreisnir. Menn munu minnast þess, er Sir Stafford Cripps átti viðræður sínar um landvarnir Indlands við helztu leiðtoga landsmanna, að þá tók Gandhi engan þátt í þeim, en fór þegar í stað til heimilis síns. GANDHI Rússar ógna Finnum með sókn. FRÉTTIR, sem borizt hafa frá Stokkhólmi, segja frá því, að Rússar leggi -nú fast að Finnum að hætta þátttöku í stríðinu. Segir enn jremur, að þeir hafi jafnvel Jiótað því að hefjá öfluga sókn á öllum norðurvígstöðv nnum, ef Finnar hætti ekki að berjast. Ýmsir geta sér þess til, að slík sókn, ef hún verður gerð, eigi að stefna til Norð- \ur-Noregs og komi þar á móti innrás Bandamanna af sjó. Eins og kunnugt er, hafa Þjóðverjar flutt mikið lið til norðurhéraða Noregs til við- bótar því, sem fyrir var, og enn fremur standa nú yfir miklar byggingar víggirð- inga meðfram allri norsku ströndinni. Þess er þó að gæta, að Kon- gressflokkurinn er sá eini allra indversku flokkanna, sem stend- ur að þessari ákvörðun. Margir aðrir flokkar hafa lýst algeru fylgi sínu við þá stefnu, að styðja Breta og bandamenn þeirra við varnir landsins. Dag- lega ganga mörg hundruð sjáK- boðaliða í indverska herinn víðs vegar um landið, og er ekki að sjá, að nein breyting hafi orðið þar á, þrátt fyrir ákvörðun alls- herjarnefndar Kongressflokks- ins. Þessi allsherjarnefnd, sem tekur ákvarðanir sem þessa, er ráð, sem flokkurinn kýs til að ákvarða stefnu flokksins. Getur fjöldi nefndarmanna verið allt að 300. Ameríkskar hersveit ir í MiðjarðarhafS' lðndonum. AÐ VAR TILKYNNT í Washington í gærkveldi, að ameríkskar hersveitir væru komnar til Miðjarðarhafsland- anna og mundu þær berjast við hlið Breta og annarra Banda- manna þeirra þar. Russel, her- Ótti við innrás bloss- ar npp í Ístralíu. OTTINN við innrás í Ástra- líu hefir nú blossað upp að nýju. Hafa japanskar flug- vélar undanfarið haft sig all- mikið í frammi og flogið lengra suður í Ástralíu en nokkru sinni áður. Hafa þær verið yfir borg- inni Townsville, sem er álllangt suður á ströndinni. í fyrradag var haldinn stjórn- arráðsfundur í Róm, og var Mus- solini í Forsæti. Skýrði hann stjórnarráðinu frá því, sem fór á milli hans og Hitlers, og voru samþykktar hvorki meira né minna en 20 tillögur ýmiss efnis, en þó flestar tilslakanir við Þjpðverja. Var eitt það, að mik- ið þýzkt lögreglulið verður flutt til Ítalíu á næstunni. Þá hefir málpípa Mussolinis, Signor Gayda, skýrt frá því í blaði sínu, að innan skamms muni verða sent mikið þýzkt lið til Ítalíu, en aftur á móti muni ítalskt herlið fara til annarra stöðva eða vígstöðva. Þykir foringi,. stjórnar. hersveitum þessiup. Mandalay fallin. . —. r ’.i Kfnverjar bérjast enn að baki japðnskn vinlinnnnm. APANIR tilkynntu í gær, a& þeir hefðu náð Mandalay á sitt vald, en samkvæmt fréttum Bandamanna í gærkvéldi er nú barizt í úthverfum borgarinnar. Það getur þó ekki verið langt þangað til borgin verður á váldi Japana, ef hún er það ekki nú þegar. tak á ítölum og vilji treysta það, að ekki komi til uppreisna gegn Mussolini og fasistum. Munu þeir alls ekki treysta ítalska hernum til að bæla niður slíkar uppreisnir, þar eð þeir óttast, að hann muni ekki reynast tryggur. Bezta sönnun þess, hversu Þjóðverjar óttast að ítalir semji sérfrið, er það, hversu oft og vandlega þýzfea útvarpið hef- ir hamrað á því, að allar fréttir um það væru tilhæfulausar. Þá hefir þýzkt stórblað getið þess í grein, að það hafi verið frekar lítið af jafn fjölmennri þjóð og ítalir eru, að senda ekki nema þrjú herfylki til austur- vígstöðvanna. ÞJöðverJar óttast nð nm tryggð ítala. jðg Miklð þýzkt lið verður innan skamms sent til ftaliu. ÞAÐ BENDIR Æ FLEIRA til þess, að Þjóðverjar ótt- ist um tryggð bandamanna sinna, ítala, og séu hræddir um, að þeir muni semja sérfrið við Bandamenn. í gær var sagt í fréttum frá Sviss, að Hitler hefði á fundi þeirra Mussolinis sagt honum hreinlega, að þeir yrðu að standa og falla saman. Mun Hitler hafa sagt Mussolini, að hann mundi draga hann með sér, ef hann tapaði • stríðinu, svo að nú væri að duga eða drepast og leggjast á eitt. þetta benda ótvírætt til þess, að Þjóðverjar vilji hafa trauáta-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.