Alþýðublaðið - 05.05.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.05.1942, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. raaí 1942» Rikisstjórnin verður sjálf að brjóta kúgunarlögin! ..... Dagsbrúnarkaup boðið í vega- vinnu austur í Árnessýslu, ♦ ■ . ‘ SJÁLF RÍKISSTJÓENIN hefir nú opinberlega brotið gerðardómslögin, sem hún gaf út sem bráðabirgðalög í vetur og er nú að láta samþykkja á aiþingi. I gærkveldi fekk Alþýðublaðið símskeyti frá frétta- ritara sínum á Stokkseyri, svohljóðandi: „Umboðsmaður vegamálastjóra hér eystra gengur nú milli verkamanna og biður þá að koma í vegavinnu. Býður hann sama kaup og greitt er verkamönnum í Reykjavík og að auki einn eftirvinnutxma, sem greiddur verði með fullu eftirvinnukaupi' eins og gerist í Reykjavík, Full dýrtíðar- uppbót á vitanlega að koma á þetta kaup. Allmargir menn hafa þegar ráðið sig til vegavinnunnar upp á þessa skilmála. Sanmningsbundið kaup verkamanna hér í dagvinnu er kr. 1,30 um tímann, og áður hefir ekki þekkzt, að eftirvinnu- kaup væri greitt við vegavinnu. Það hefir heldur aldrei þekst, að greitt væri fyrir vegavinnu í Árnessýslu taxta- kaup Dagsbrúnar í Reykjavík. Hess“. Til viðbótar skal þess getið að Dagsbrúnartaxtinn er í dagvinnu 15 aurum hærri en á Stokkseyri. — Af þessu er Ijóst, að ríkisstjórnin hefir sjálf ákveðið að brjóta gerðar- dómslög sín og viðurkennir þar með að þau séu óframkvæm- anleg. Ætlar hún samt að láta samþykkja þau á alþingi? L Ivað pýðir laftvananerki, sem stendir i 15 mfnðtar? Ráðstafanir loftvarnanefndar, ef ekki verður hægt að birta almenningi til* kynningar i útvarpi og blöðum. LOFTVARNANEFND vinnur áfram að því að skipu- leggja loftvarnir hér í Reykjavík, þar er að segja þann hluta þeirra, sem við sjáum urm björgunarstarfið. Daglega gefur nefndin út einhvprs konar aðvaranir til almennings og leiðbeiningar' um það, hvernig honum beri að haga sér, ef til loftárásar komi Fyrri tilkynningin, sem þegar hefir vexið gefin, út, er svo hljóðandi: Jafnframt heldur nefndin fundi með starfssveitum sínum, og á sunnudagsmorguninn, þeg- ar loftvarnamerki var skyndi- lega gefið kom í Ijós, að þessu starfi miðar vel áfram og að lið- sveitirnar bregða nú betur við en þær áður gerðu. Urðu þó smávegis mistök, sem ekki mega koma fyrir. Einastaka menn komu allt o£ sciat til miðstöðv- anna, jafnvel ekki fyr en urix sama leyti, sem merki um að hætta væri liðin Iijá, var gefið. Fyrir nokkrum dögum gaf loftvarnanefnd út tilkynningar til almennings og límdi þser upp á 200 stöðum í bænum. Sagði Sveinn S. Einarsson framkvæmdastjóri loftvarna- nefndar við Alþýðublaðið í gær- kveldi, að loftvarnanefnd myndi halda áfram að birta slíkar til- kynningar á þeim stöðum, sem þessar tilkynningar hafa verið birtar á. Verður að hvetja fólk til að kynna sér efni þessara til- kynninga, því að vitanlega velt- ur allt á því, ef til árásar kem- ur, að almenningi sé vel kunn- ■ugt um þær reglur, sem loft- vamanefnd starfar eftir. „Athugið! Á þessum stað verða birtar auðlýsingar, sem al- menning varða um loftvamir, skyndibrottflutning • eða aðrar þær ráðstafanir, sem nauðsyn- legt reynist að grípa til fyrir- varalaust, og því ekki hægt að tilkynna almenningi fyrirfram í blöðum eða útvarpi. Ef slíkar auglýsingar verða birtar, verður almenningi gefið merki um það rneð löngum óslitnum són frá loftvarna- flautunum, í 15 mínútur, og jafnframt verður athygli al- mennings vakin með gjallar- horni á götum úti. Kynnið yður tafarlaust inni- hald auglýsinggnna ef slíkt merki verður gefið“. Loftvarnanefnd.. Hin tilkynningin er með stóra mynd af lögregluþjóni, sem stjórnar umferð á götu. Á henni sést og götuauglýsing, sem er syohljóðandi: „Öll umferð bönnuð. Hætta. Ennfremur stendur í þessari tilkynningu: Frh. á 7. síðu. Skíðalandsmótið á Akureyri: Þegar sigurvegararnir frá Siglufirði komu heim. .. » ..6i.. Samtal viö sHðabðng islands, Jénas ísgeirsson Það hefir verið óvenju hljótt urn skíðalandsmótið. Ástæðan mun vera sú, að það var haldiQ á Akureyri að þessu sinni og Reykvík- ingar tóku ekki þátt í því. Fréttaritari Alþýðublaðsins á Siglufirði átti viðtal við skíðakónginn, Jónas Ás- geirsson daginn, sem hann kom heim til Siglufjarðar, og fer viðtalið hér á. eftir: IDAG komu skíðamennirn- ir úr för sinni til Akur- eyrar, en þar hafa þeir dvalið undanfarna daga, vegna þátt- töku í skíðalandsmóti því, sem þar var háð, — hinu 4. í röðinni. Voru skíðamennirnir hinir ánægðustu, enda höfðu þeir -staðið sig með ágætum. Þeir tóku öll verðlaun í göngu,, stökki og samanlögðu í báðum flokkum. Þeir eru gi'amir yfir því, að sunnlenzku og þó sér- staklega vestfirzku göngugarp- arnir skyldu ekki mæta til leiks á þessu móti. Virðist þarna gæta nokkurs áhugá- leysis á þessum annars vinsælu íþróttagreinum, og einustu vetrarleikum íslenzkrar æsku iá þessum vettvangi. — Getur varla verið um gjörbreytt við- horf að ræða til íþróttaiðkana, heldur kunna margvísleg og vaxandi viðskipti, sem skap- ast hafa vegna „ástandsins,11 að vera orsök til þverrandi á- huga íþróttamanna á þessum í- þróttum, sem öðrum. Ég átti tal við Jónas Ásgeirs- son, skíðakóng: — Hvernig gekk ferðin: „Hún gekk nú bærilega. Við fengum gott veður til Akur- eyrar, og daginn eftir að við komum þangað, var keppt í göngu, en svo varð að fresta mótinu í nokkra daga vegna stórhríðar, og þegar svo upp stytti, var loksins hægt að keppa í stökki og svigi.“ — Og þið stóðuð ykkur vel? „Guðmundur varð fyrstur í göngunni, og þó varð hann svo óheppinn, að lenda á númer eitt — eins og forðum í Thule- mótinu. Hann hleypti aldrei neinum fram fyrir sig og kom langfyrstur að marki. Ég tel það mesta afrekið á mótinu, hann er efalaust bezti göngu- maðurinn af okkur Siglfirðing- unum. Sigurgeir stökk lengst í þetta sinn og hlaut þess vegna meistaratitilinn í stökkinu. Ás- grímur Stefánsson náði bezt- um tíma í sviginu, en af því hann var B-flokksmaður, varð Björgvin Júníusson meistari í A-flokki. Annars vorum við ó- heppnir í sviginu og misstum A flokksbikarinn í hendur Akur- eyringum, en unnum þó B- flokksbikarinn í staðinn. Marg- ir okkar beztu svig-manna gátu ekki tekið þátt í mótinu, svo sem Ketill Ólafsson, Helgi Sveinsson, Jóhannes Jónsson og Jón Þorsteinsson.“ — Þú varðir konungstign Jónas Ásgeirsson skíðakóngur íslands. Guðmundur Guðmundsson ís- landsmeistari í skíðagöngu. Bak við hann stendur Sigurgeir Þór- arinsson íslendsmeistari í stökki þína í þriðja siph, en samt minnist þú ekki á þig einu orði „Vertu þolinmóður, ég er nú svona að hugsa mig um. Eg varð annar í göngu og stökki og fyrstur í samanlögðu, en var óheppinn í sviginu, fékk byltu í fyrri . brekkunni og varð að gera mér að góðu að verða númer tvö í A-flokki.“ — Hver var hættulegasti keppinautur ykkar? Frh. á 7. síðu. Stauníngs minnzt á þingi í gær. T7' L. 1.30 í gær var skotið & fundi í sameinuðu aU þingi. Forseti, Gísli Sveinsson, tilkynnti þingmönnum, að fregn hefði borizt um það, að Thorvald Stauning, forsætis~ ráðherra Dana, væri látinn. Forseti kvaðst ekki mundu rekja æviatriði hins látna stjómarforseta, en óhikað mætti segja, að hann hefði ver- ið meðal hinna atkvæðamestu, stjórnmálamanna á Norður- löndum, og þótt víðar væri. leitað. Stauning hefði borið vinarþel í brjósti til íslands og hefði þess gætt í skiptum hans við íslendinga, þótt skoðanir hefðu stundum verið skiptar. Forsetinn vottaði dönsTcu þjóðinni samúð alþingis og bað- þingmennina að rísa úr sætum sínum i virðingarskyni við’ hinn látna stjómmálamann. nmr. í efrí deild. EG harma það, að 'til skyldi vera í landinu forsæíisráð- h., er farið gat svo gáleysislega að ráði sínu í þýðingarmestu málum, og Hermann Jónasson gerði, er hann flutti þjóðinni svokallaðan nýjársboðskap sinn í vetur, þegar hann steig það óheillaspor að torvelda sam- lcomulag verkamanna og at- vinnure kenda.“ Þánnig fórust Sigurjóni Á. Ólafssyni orð 1 ræðu um gerð- ardómslögin í gær. En þau eru nú komin til efri deildar og voru þar til 1. umræðu. Núr eftir meðferðina í neðri deild^ Frh. á 7. síðu. Akveðið næstu daga hvar bðrnin verða. Dvöl hvers barns mun kosta 120 kr. á mánuði, en hægt er að sækja um afslátt. DAG og næstu daga boð- ar Sumardvalarnefnd öll börn, sem óskað hefir verið eftir að nefndin útvegaði dvöl í sveit til að mæta til lækn- isskoðunar í Mibðæjarskólan- um. Jafnframt verður ákveðið hvar börnin verða. og er því nauðsynlegt, að foreldrar eða aðrir aðstandendur barnanna mæti með þeim til samtals við nefndina. Þá verður og gengið frá samningum um greiðslur fyrir börnin. Sumardvalarnefnd tel- ur samkvæmt sínum útreikn- ingum að dvöl hvers barns muni kosta 120 kr. á mánuði og verður lk krafið um pá greiðslu. Hins vegar vill nefnd- in taka tillit til afkomu fólks og ástæðna þess. Verður þ-«/í þess vegna gefinn kostur á að sækja um afslátt á gjaldinu og verða sérstök eyðublöð til taks hjá nefndinni, þar sem fólk getur skrifað umsóknir sínar um afslátt á. Hér í blaðinu í dag birtist tilkynning frá sumardvalar- nefnd um þetta mál, og verður fólk að kynna sér hana til bess að sjá, hvaða dag börn þess eiga að koma. Enn er ekki vitað með vissu hvenær byrjað verður að flytja börnin burtu, en það mun ekki dragast lengi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.