Alþýðublaðið - 05.05.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.05.1942, Blaðsíða 3
1»riðjudagur 5. maí 1942. ALfYÐUBUÐIÐ Miklar loftárásir á hafnir Bretar kasta sprengjnm á Hamborg, Kristianssand, Le Havre og St. Nazaire Þar sem menn deyja úr hungri Braaðhleifur seldur fyrir 100 kr. i Grikklandi. i ... i ' GRÍSKVR sjóliðsforingi, — sem fyrir nokkru kom til LiOndon, hefir sagt nokkuð frá ástandinu í Grikklandi, en hann komst þaðan til Egypta- lands mjög nýlega. Hann segir, að það sé ekki áalgengi, að menn hnigi niður örendir á götum úti af sulti. Verst er ástandið í nágrenni við Aþe\m og Pireus. Þar dóu 40 000 manns fyrstu tvo mán- uðí ársins. Samkomulagið milli ítalanna <og Þjóðverjanna er afar slæmt og hafa Þjóðverjar hina megn- ustu fyrirlitningu á ítölunum. Oft hefir komið til óeirða milli þeirra og hafa nokkrir ítalir farizt í þeim. Matvælaskortur er geysilegur eins og vitað er. Er ómögulegt fyrir almúgann að fá almenni- legt fæði, en hinir auðugu hafa ýmsar aðferðir til þess. Ein er ,sú — að kaupa matinn af setu- liðsmÖnhum, sem hafa nóg af honum. En hermennirnir nota sér skortinn og selja dýrt. Eru dæmi til þess, að einn brauð- hleifur hefir verið seldur á 100 krónur. Þjóðverjar upp- ræta leyuífélag í Hollaidi. 72 menn skotnir. L. 11 ÞAÐ var tilkynnt frá út- varpsstöðinni í Hilvers- um í Hollandi í fyrradag, að þýzka lögreglan hefði komizt jyrir víðtækan leynifélags- skap þar í landi. Var sagt, að félag þetta hafi starfað gegn Þýzkalandi og rekið miklar njósnir fyrir Bandamenn. Þýzkur herréttur hefir nú <dæmt í málinu. Voru hinir á- kærðu 79 talsins, og fengu 72 þeirra líflátshegningu, en hinir 7 voru dæmdir í ævi- langt fangelsi. Munu þessir 72 Hollendingar þegar hafa verið skotnir. 55 Frakkar skotnir. ÞJÓÐVERJAR hafa skotið 55 gísla einhvers staðar skammt frá iðnaðarborginni OFTSÓKN BRETA er haldið áfram af fullum krafti ^ og er henni beint gegn siglingúm Þjóðverja og höfnum þeirra. Hafa árásirnar verið gerðar allt frá Noregi suður til Frakklands. Margar árásir hafa verið gerðar á skip úti fyrir ströndum meginlandsins. í fyrrinótt var mikil árás gerð á Haniborg og var sprengjum kastað á skipasmíðastöðvar og aðrar herstöðvar. Margar sprengjuflugvélar af stærstu tegundum tóku þátt í árásinni, þar á meðal Stirling, Halifax, Wellington óg Hampden, Þetta er 90 loftárásin, sem Bretar gera á Ham- borg, enda eru þar bæði miklar verksmiðjur, skipasmíða- stöðvar og svo er þar ein mesta hofn í Evrópu. Sérstaklega erú það skipasmíðastöðvar, þar sem fjöldinn allur af kaí- bátum er smíðaður, sem Bretar hafa nú augastað á. Eru þessar stöðvar mjög stórar o ggeta t. d. í aðeins tveim þeirra vérið 35 kafbátar í smíðum í einu. í sambanai við þessa árás er minnzt á árásina í Augsburg, sem fræg er orðin. Þar eru miklar Dieselvélaverksmiðjur, og eru' vélarnar notaðar í kafbáta. Auk Hamborgar var allmikil * árás gerð á Kristiansand í Nor- egi,, og köstuðu Hampden- sprengjuflugvélar þar sprengj- um á flugvöll og hermanna- skála. Margar árásir liafa verið gerðar á þýzliar skipalestir undan ströndum Noregs og Hollands. Kom upp eldur í nlörgum skipum og öðrum var sökkt. Flestar þessar árásir voru gerðar af Hudson-flugvélum strandvarnaliðsins. Enn voru gerðar árásir á ýmsa staði í Frakklandi. í fyrri nótt var kastað sprengjum á söfnina í St. Nazaire, þar sem ein mesta kafbátastöð á At- lantshafsströndinni er. í birtu í gær voru brezkar sprengju- og orrustuflugvélar yfir Le Havre og kom þar til loftorr- u$tu. Þjóðverjar draga nú enga dul á, að árásir þeirra á Eng- land eru gerðar á gamlar og sögulegar borgir og aðeins í hefndarskyni. í gær var bað aftur borgin Exeter á suður- ströndinni, sem fyrir árás varð og varð allmikið tjóh þar og margir menn létu lífið. Um 30 flugvélar tóku þátt í árás þessari' og voru 5 skotnar nið- ur yfir Englandi, en tvær til viðbótar yfir flugvelli í Fraklc- landi ,er þær voru að koma aft- ur. Var það frægur enskur flug maður, sem skaut þær niður og hefir hann aðeins aðra hendina. Hina missti hann I af slvsförum fyrir nokkrum ár- um. Lille í Norður-Frakklandi. Voru þeir teknir af lífi fyrir dráp tveggja hermanna. Þetta fjöldamorð virðist vera sömu tegundar og aftaka Norð- fyrir nokkru. Tveir menn mannanna 18, sem skotið voru að handsama tilræðismennina drepnir, Þjóðverjum tekst ekki og til hefndar láta þeir taka af lífi alsaklausa gísla í tugatali. Njgaardsvold í Washingtofl. Wí YGAARDSVOLD,1 forsætis ráðherra norsku stjórnar- innar í London er nú kominn til Washington á ferð sinni. Til- kynnti talsmaður í norsku sendisveitinni þar í gær, að forsætisráðlierrann mundi í vik- unni eiga tal við Roosevelt for- seta um samvinnu Norðmanna og Band aríkjamanna. Nygaardsvöld verður að lík- indum tvær vikur í Washing- ton, en eftir það heldur hann norður til Kanada, þar, sem hann mun skoða æfingastöðvar Norðmanna. Orrusta í Norður-íshafi. ÞJÓÐVERJAR sögðu i gær frá miklum orustum, sem átt hafi sér stað ‘í Norður-ís- hafinu. Áttust þar við brezk. skipalest og fylgdarskip og þýzk herskip og flugvélar. — Veður var mjög óhagstætt, stormur og kuldiJ Þjóðverjar halda fram, að í fylgd með brezku skipalestinni, en hún var á leið til Mur- mansk, hafi verið 2 orustuskip, eitt flugvélamóðurskip, 3 stór beitiskip, margir tundurspillar og minni skip. Skipalest þessi var með her- gögn og vistir til Murmansk og átti hún, samkvæmt þýzku fréttinni að rétta við hlut Rússa á þeim vígstöðvum. Samkvæmt þessari þýzku frétt var einu beitiskipi sökkt. Bretar hafa enn ekki minnst á þessa orustu. Stauning látinn. Thorvald Stauning SÚ FREGN barzt hingað á sunnudaginn, að Thorvald Stauning, forsætisráðherra Danmerkur, hefði látizt á sunnudagsmorgun eftir langa vanheilsu. LBanamein hans var hjaftabilun. Með Thorvald Stauning er fallinn í valinn einn af stór- brotnustu stjórnmálamönnum, sem fram hafa komið á Norðurlöndum og einn af mikilhæfustu stjórnmálamönnum jafnaðarstefnunnar um allan heim. Hann var fæddur í Kaupmannahöfn 26. október 1873, og því ekki fullra 70 ára, þegar hann lézt. Hann var af al- þýðufólki og átti ekki kost á að njóta frekari skólamennt- unar en venjulegt er á meðal þess, Eftir fermingu Iagði hann stund á járnsmíði, en gerðist síðar tóbaksiðnaðarmaður. I þeirri iðn komst hann í kynni við verkalýðsfélags- skapinn og jafnaðarstefnuna og þar fékk hann þann skóla, sem mótaði hann sjálfan og allt hans ævistarf. Árið 1896 var hann kosinn formaður í félagi sínu, aðeins 22 ára að aldri. Tæpum þremur árum síðar, 1898, var hann kosinn í miðstjórn danska Alþýðuflokksins. Tólf árum síðar, 1910, var hann orðinn forseti flokksins og gegndi því trúnaðar- starfi einatt síðan fram á sumar 1939. Stauning varð snemma einn af aðkvæðamestu leiðtog- um danska Alþýðuflokksins á sviði stjóríunálanna og varð í fyrsta sinn ráðherra, fyrstur allra danskra jafnaðarmanna, í hinni róttæku vinstristjórn Zahles árið 1916. Var skömmu * síðar að hans undirlagi stofnað sérstakt félagmálaráðuneyti og varð Stauning fyrsti félagsmálaráðherra Danmerkur. Árið 1924 myndaði Stauning x fyrsta sinni stjórn í Danmörku, hreina jafnaðarmannastjórn. Sat sú stjórn við völd í tvö ár. En það leið ekki á löngu þar til hann var aftur kallaður til að taka við stjórnartaumunum. Það var árið 1929 þegar hann myndaði samsteypustjóm jafnaðar- manna og róttækra vinstrimanna, en síðan hefix hann alla tíð, eða samfleytt þrettán ár, verið stjórnarforseti í Dan- mörku. Munu þess fá eða engin dæmi í lýðræðislandi, að einn og sami maður hafi svo lengi verið við völd og má meðal annars þar af marka vinsældir hans meðal þjóðar sinnar. Við íslendingar viturn af reynslu að Stauning var einn af beztu vinum íslands erlendis. Hann sýndi það í öllu og meðal annars með því að heimsækja landið fjórum sinnum, þrátt fyrir allar axmir heima fyrir. Það var árin 1924, 1930, 1936 og 1939. Var hann mörgum íslendingum persónulega kunnugur og naut hér meiri alþýðuhyllj en nokkur annar útlendingur. Stefán Jóh. Stefánsson, sem mxm lxafa þekkt Stauning bezt allra íslendinga síðan Jón Baldvinsson Ieið, mun minn- ast hans í ítarlegri grein í Alþýðublaðinu ixman skamms.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.