Alþýðublaðið - 06.05.1942, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 06.05.1942, Qupperneq 2
 ALÞYÐUBUÐIÐ Miðvikudagm- 6. maí 1942» Setuliðsviniaan: Samningum rikisstjórnarinn ar við setuliðin er nú lokið. —~— » En ríkisstjórnin heldur ákvæðum þeirra leyndum lyrir almenningi! Jón Gfslason mnrari dé af slysíörum i iær. JÓN GÍSLASON, múrari, Barónsstíg 22, beið bana af slysförum í gær. Hann var 57 ára að aldri. Slysið varð kl. 1.25. Jón mun hafa verið á reiðhjóli, og er hann kom á gatnamót Lauga- v. og Hverfisg., kom brezk fólksbifreið á móti honum og varð Jón fyrir henni. Kastað- ist hann í götuna og-var fluttur meðvitundarlaus í Landsspít- alann. Þar lézt hann kl. 4.20. Hafði höfuðkúpan brotnað. Jón Gíslason var hið mesta valmenni. Hann var bráðvel gefinn, alvörumaður mikill og trygglyndur. Hann var félagi í Dagsbrún og hafði verið í því félagi í fjölda mörg ár. Yfir leitt var hann allt af boðinn og búinn til starfa, þegar alþýðu- samtökin 'þurftu á honum að halda. Er að Jóni Gíslasyni hinn mesti mannskaði. T LOKKSBLAÐ FORSÆTISRÁÐHERRANS, Tímiirn, skýrði svo frá í gær, að samningum ríkisstjórnarinn- ar og yfirmanna setuliðsins um hernaðarvinnuna, muni nú lokið. Segir það árangurinn hafa orðið þann, að talsverð fækkun muni verða í hernaðarvinnunni, einkum sumarmán- uðina, og allar ráðningar muni verða í höndum opinberrar vinnumiðlunarskrifstofu. Kemst „Tíminn4 svo að orði, að þetta megi eftir atvikum telja viðunandi úrslit, þar eð búast hefði mátt við að setuliðsstjómirnar vildu heldur fjölga en fækka verkamönnum í hernaðarvinnunni vor- og sumar- mánuðina. Engin opinber tilkynning hef- ir verið gefin út af ríkisstjórn- inni um það, að þessum samn- ingum sé lokið, og því síður hafa samningarnir sjálfír veri birtir. Verður það að teljast mjög merkilegt, að ekki skuli vera gerð nánari gein, fyrir þessu máli. Hér er þó um ráðstafanir að ræða, sem snerta ekki að eins þá verkamenn, sem með slíkum samningum ríkisstjórnarinnar eru sviptir atvinnunni hjá setu liðunum og ofurseldir vinnu- miðlunareinokun ríkisvaldsins, þær snerta allar verkalýð lands- yfirleitt, því að engum Bændaglima sfnd á igróítaviku Armanns í kvöid. IKVÖLD er næstsíðasti dag- ur íþróttaviku Ármanns og er þetta glímukvöld. Þor- steinn Einarsson íþróttafulltrúi flytur erindi um íslenzku glím- una, þá sýna um 20 menn glímu, en síðast fer fram bændaglíma að fornum þjóðlegum sið. Glíma hefir verið æfð af kappi í vetur og aldrei hefir verið svo mikil þáttaka í skjald- argl. Ármanns sem í vetur. í dag verður ábyggilega margur Frh. á 7. síðu. Vandræði sjðkrahnsanna nn í hann veginn að leysasí. — '» Allmikið af starfsfóiki hefur gefið sig fram, en þó vantar nokkrar stúlkur. SKRIFSTOFUR RÍKIS- SPÍTALANNA hafa, eins og kurmugt er, auglýst eftir starfsfólki svo að segja viðstöðulaust í hálfan mánuð. Var Ííka allt áð íkomast í vandræði vegr? vöntunar á starfsfólki hæði í Lands- spítaíanum. á Vífilstöðum og á Kleppi. Á Kleppi var ekki hægt að taka til afnota nýja og fullkomna sjúkradeild af þessum ástæðum og svo leit út að Vífilstaðahælið yrði að draga saman búskapinn. En þetta hefir nú mikið lag- azt. Auglýsingar skrifstofa ríkisspítalanna hafa nú boríð þann árangur,að mest af nauð- synlegu starfsfólki er þegar ráð- i, þó vantar enn nokkrar stúlk- *r, tvær til dæmis í Landsspítal- ann og eins á Klepp. Karlmenn, sem vantaði eru hins vegar ráðnir. Eru þetta mikil og góð tíðindi, því að það hlaut að hafa ófyrir- sjáanlegar afleiðingar ef sjúkra- mmmmmmmmmmmm ú, . , -vr húsin yrðu að draga saman reksturinn vegna vöntunar á starfsfólki. Framkvæmdastjóri ríkisspítalanna Guðmundur Gestsson skýrði Alþýðublaðinu svo frá í gær, að hann hefði góðar vonir um, að nægilegt starfsfólk fengist fyrir og um 14. þessa mán., en þá skipta stúlkur oft um vistir. Vinna á ríkisspítölunum er talin góð, matur góður og húsnæði mjög vel við unandi. Kaup er líka sæmilegt, að minnsta kösti er ekki kvartað undan því. Það er ljóst dæmi um það hve ástandið hefir breyzt í þess- um málum að fyrir styrjöldina voru allt af tugir stúlkna og pilta á biðlista hjá skrifstofu ríkisspítalanna, en n,ú hafa sjúkrahúsin verið í hreinustu vandræðum. — Talið er líklegt að hin nýja deild á Kleppi geti tekið til starfa í þessum mánuði, enda er á því mikil nauðsyn, því sagt er að maxgir sjúklingar bíði. ms blandast hugur um, að hér er ekki að eips um tilraun að ræða af hálfu ríkisstjórnarinnar til að tryggja innlendri framleiðslr nægilegt vinnuafl, heldur er meining hennar með þessum samningum — og ekki síður en hitt —• að kúga verkalýð landsins undir gerðardómslögin, sem enn þá hefir ekki tekist, af því að ríkisstjórnin hefir ekki verið einráð um atvinnumögu- leika hans. Þess verður að krefjast, að ríkisstjórnin birti tafarlaust samninga þá, sem hún hefir gert við yfirmenn setulið- anna, og geri á þann hátt fulla grein fyrir því, hvað hún hefir á bak við tjöldin samið af launastéttum landsins Það er ekki til neins fyrir ríkisstjórnina, að afsaka samn inga sína með vinnuþörf fram leðislunnar hér innan lands. Því hefir verið yfirlýst af Alþýðu sambandi íslands, að það sé reiðubúið til samvinnu við hana um skipulagningu vinnuaflsins þannig að hin innlenda fram- leiðsla sé tryggð — svo fremi að kaupkúgunarákvæði gerðar- dómslaganna séu úr gildi feld. En því neitar stjórnin, það sýn- ir bezt, að það er ekki fyrst og fremst vinnuþörf framleiðsl- unnar, sem hún er að hugsa um heldur framkvæmd kúgunar- Iaganna. St|órnarflokkarnlr á méti genglshækkun! ... *-------, Fulltrúar þeirra í fjárhagsnefnd hafa nú tekið ákveðna afstöðu gegn gengishækkunarfrumvarpinu FJÁBHAGSNEFND NEDRI DEILDAR, s-em um langt skeið hefir haft gengishækkunarfrumvarp Alþýðu- flokksins til athugunar, hefir nú klofnað út af því. Hafa fulltrúar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Bændaflokksins tekið ákveðna afstöðu gegn því, að gengi krónunnar verði hækkað og stendur því fulltrúi Alþýðu- flokksins í nefndinn einn með því. Meiri hluta fjárhagsnefndar, sem þannig hefir lýst sig andstæðan gengishækkun, skipa Framsóknarmennimir Skúli Guðmundsson og Sveinbjöm Högnason, Sjálfstæðis- maðurinn Jón Pálmason og Bændaflokksmaðurinn Stefán Stefánsson. En fulltrúi Alþýðuflolcksins í nefndinni, sem leggur til að gengishækkunarfrumvarpið verði samþykkt, er Haraldur Guðmundsson. Meiri hlutinn hefir enga ástæðu fært fyrir þeirri afstöðu, sem hann hefir nú tekið til málsins. l UppeMisheinilið í Borgar- flrðl byrjar i pessnm mánaðl Ungmennadómstóllinh er nú þegar foú- inn að dæma í 6 málum. T TNDANFARIÐ hefir verið unnið mjög að því, að finn& lausn á vandamáli, sem mikið hefir verið rætt, en þa8 er vandræði unglinga, sem leiðst hafa út á glapstigu, ekk- ert heimili eiga, eða sama og ekkert, og foreldrarnir, eða aðrir aðstandendur, ráða ekkert við. Það var svo komið, að hið opinbera varð að hafa ein- hver afskipti af þesu máli og þess vegna, meðal annars, voru sett bráðabirgðalög um eftirlit með ungmennum í desember síðast liðnum. Þetta frumvarp svo og annað f sambandi við þetta vandamál, hefir nú legið fyrir til at- hugunar hjá alþingi og verið rætt þar í nefnd og í deildum. Starfsfyrirkomulag þessa uppeldisheimilis, sem er raun- verulega fyrsta uppeldisheimil- ið hér á landi, mun verða snið- ið eftir beztu reynzlu, sem feng- izt hefir af rekstri uppeldis- heimila á Norðurlöndum. Þar verður unglingunum, sem allt munu verða stúlkur, sköpuð vinna, bæði innivinna svo og útivinna, garðrækt og þess hátt- ar. Mun forstöðukona þegar hafa verið ráðin fyrir heimilið svovog annað starfslið þess. ÞjófnaSur. í fyrradag kvað sakadómari upp dóm yfir manni, sem hatði stolið armbandsúri. Fékk hann 45 daga fangelsi og var sviptur kosn- ingarrétti og kjörgengi. Hafði þessi maöur áður fengið dóm fyr- ir þjóínað, en skilorðsbundið. En unglingaeftirlitið hefir unnið að því undanfarið að koma þessu máli — og þá fyrst og fremst björgunarstarfi fyrir unglingana — í sæmilegt horf. Hefir unglingaeftirlitið ráðið í sina þjónustu eftirlitsmann: Ingimar Jóhannesson kennara, sem manna bezt má treysta til þess að vinna að þessum málurn af þeirri nærgætni og sam- vizkusemi, sem nauðsynleg er í afskiptum af svo miklu tilfinn- ingamáli, sem hér um ræðir. Nokkurs konar upptöku- heimili hefir verið stofnað hér í bænum til bráðabirgða og er það í „Sóttvarnahúsinu“. Er, eins og að framan segir, ætlazt til, að þangað séu unglingar, sem eru á glapstigum, settir til bráðabirgða. Síðan verði þeir fluttir á uppeldisheimili. Þetta uppeldisheimili verður að Kleppjámsreykjum í Borgar- ,firði, en það er prýðisgóð jörð og mjög fallegt þar. Þetta heim- ili átti að vera tekið til starfa, en erfitt hefir verið að fá ýmsar framkvæmdir á húsakynnum þar, en því mun nú að mestu lokið og mun heimilið taka til starfa í þessum mánuði.' Það er ungmennadómstóll- inn, sem þeir eiga sæti í Jóna- tan Hallvarðsson sakadómari, Ármann Halldórsson uppeldis- fræðingur og skólastjóri og ÓI- afur Sveinbjörnsson lögfræð- ingur, sem úrskurðar ungmenní á þessi heimili, en auk þess mun barnaverndarnefnd einnig ráð- stafa unglingum þangað. Það» þarf ekki að taka það fram, að mjög verður vandað til allrar þessarar starfsemi, bæði rann- sóknar á málum ungmennanna, svo og aðbúð og starfrækslu heimilanna og verður að gera ráð fyrir, að dvölin á úþpeldis- heimilinu að Kleppj árnsreykj- Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.