Alþýðublaðið - 06.05.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.05.1942, Blaðsíða 8
f Miðvikudagur 6. mai 1942. ALÞTOJBLAÐID PÁLMI, SKÁLHOLT OG LEWINDIN PÁLMI rektor Hannesson hejir svo sem kunriugt er lagt til að menntaskólinn verði jluttur 'úr Reykjavík til Skál- holts. í þingræðu, sem hann flutti um þetta mál, komst hann með- al annars að orði eitthvað á þá leið, að verulegur hluti af hók- menntaáhuga íslendinga mundi vera leiðindum að þakka. Þá ktxtð Bjarni Ásgeirsson vísu þessa: „Ef í Skálholt skólinn fer skróp og leti eyðist, mestur þroski og þróttur er þar sem mönnum leiðist.“ V' rINIR Mark Twain í New York mundu allt í einu eftir því, að hann átti afmæli, en vissu ekkert hvar hann var niðurkominn. Þeir sendu því símskeyti með svohljóðandi ut- anáskrift: „Mark Twain, guð má vita hvar.“ Nokkrum vikum síðar fengu þeir orðsendingu frá Italíu, og voru það aðeins þessi orð: „Hann vissi það.“ * VEGABRÉF 1805 np ORFI prófastur Jónsson, jL bróðursonur Hannesar biskups Finnssonar, bjó í Hruna 1805. Vinnumaður fluttist frá honum. til Reykjavíkur, og skrifaði sr. Torfi með honum passa, eða prestseðil, eins og kallað vcyr. Á passann skrifaði prófastur: Upp í sig tekur og í nef, í tóbakspípu munar. Sízt bið ég hreppi sálarkvef í Svæluvíkur funa. Útgefið utan gys 18. nóvembris Attestis orð ódimm 1805 testerar Torfi í Hruna. * BLAÐIÐ Isafold birti í marz 1911 mynd af ráðherrábú- staðnum. Undir myndinni stendur meðal annars: ’> I „Stendiir það (þ. e. húsið) svo sem kunnugt fer syðst í Tjarnargötu. Er því húsið all- utarlega í bænum og tálin þang- að „þingmannaleið" — og mun satt vera.“ spurði Harry, sem nú var kom- inn til þeirra. Þau gengu inn í salinn og Harry fleygði sér ofan á stól og þurrkaði sér um ennið. — Hvað voruð þið að ræða um? — Við vorum að tala um þjóninn þinn, sagði Rocking- ham og brosti eínkennilega. — Mér finnst það einkennilegt, að Ðona skyldi ekki leyfa neinum að koma inn til sín nema hon- um. — Já, mér lízt ;ekki á hann, það er skuggalegur náungi, það verð ég að segja. Ég myndi ekki treysta honum, ef ég væri í þín- um sporum, Dona. Hvað finnst þér við hann? — Hann er þögull og gengur hljóðlega um. Þess vegna ákvað ég, að hann. skyldi hjúkra mér og enginn annar. — Það er mjög gaman fyrir þjóninh, sagði Rockingham og fægði neglur sínar. — Já, hreytti Harry út úr sér. — ÍRockingham hefir á rétíu að stanöa. Það var ai’ar ógætilegt af þér að ráðstafa þessu svona. Þú liggur fárveik og þessi ná- ungi er einn inni hjá þér, og við þekkjum hann ekkert. Þetta er ekki einn af gömlu þjónun- um okkar. Hann hefir þá ekki verið í þinhi þjónustu fyrr? sagði Roc- kingham. — Nei, Rockingham, við höf- um ekki komið til Navron síðan þessi maður kom í mína þjón- ustu. Og ég nenni aldrei að afla mér upplýsinga um þjóna míná. Ég er að hugsa um að reka hann úr vistinni. — Það gerir þú ekki, sagð4 Dona. —- William verður hér svo lengi sem mér þóknast. — Jæja, jæja, ekki förum við að rífast út af því, sagði Harry, — en það virðist ofurlítið ein- kennilegt að hafa þjón á rölti um svefnherbergi sitt. Þarna kemur hann nú og er með bréf. Hann lítur út eins og hann þjá- ist af hitaveilp sjálfur. Dona horfði á dyrnar, og þarna kom William með bréf í hendi enn fölari en venjulega. — Hvað er að? spurði Harry. — Hér er bréf frá Godolphin lávarði, svaraði William. — Sendimaður frá honum kom með það, og hann bíður eftir svari. Harry reif upp bréfið og rétti því næst Rockingham það hlæj- andi. — Þeir eru að búa sig undir veiðiförina, sagði hann. Við lendum áreiðanlega í ævin- týri. Rockingham las bréfið bros- andi og reif það því næst í tætl- ur. , — Hverju ætlarðu að svara? spurði hann. Harry horfði á hundana sína stundarkorn og sagði þyí næst: — Segið Godolphin lávarði að ég muni með ánægju táka á rnóti honum og mönnum hans til kvöldverðar í kvöld. — Ágætt, herra, sagði Willi- am. -— Hverjum ertu að bjóða hingað í kvöld? spurði Dona og hagræddi hári sínu. -- Það eru George Godol- phin, Tommy Eústick, Philip Rashleigh og fáeinir náungar með þeim. Nú á að láta til skar- ar skríða. Dona sagði ekkert, en þegar hún leit í spegilinn sá hún, að Rockingham horfði á hana. — Þetta verður skemmtilegt samkvæmi, heldurðu það ekki? sagði hann. — Það leyfi ég mér að efast um, sagði Dona, — fyrst Harry verður gestgjafi. Þið verðið all- ir lagstir undir borðið um mið- nætti. Hún fór út úr herberginu, og þegar hún hafði lokað hurðinni kallaði hún á William, og hann kom til hennar ofurlítið próleg- ur á svipinn. -— Hvað er að? spurið hún. — Þér eruð svo órólegur á svip- inn. Godolphin lávarður og fé- lagar hans, geta ekkert gert. Þeir koma of seint. Máfurinn verður farinn, þegar þeir koma. — Nei, frú mín, Máfurinn verður ekki farinn, sagði hann. — Ég fór niður að víkinni til þess að aðvara húsbónda minn, og þá varð ég þess var, að þegar fjaraði í morgun hafði skipið strandað. Þeir voru að reyna að NVJA BIÚ BITZ-BBÆBUB og ANDEEWS SYSTUB i Argentiskar nætur (Argentine nights) Ameríksk skopmynd. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ná því á flot, þegar ég kom of- an eftir. Það verður ekki fært til siglingar fyrr en eftir sólai:- hring. Hann leit undan, en Dona leit við og sá, að dyrnar höfðu ver- ið opnaðar og Rockingham stóð í dyrunum og fitlaði við hand- stúkur sínar. XVII. KAFLI Hinn langi dagur var nú lið- inn að kvöldi.., Kluklmrnar hringdu ömurlega, loftið var iGAMLA BI0 8B „Cyclops“ jAmeríksk litkvikmynd með ALBERT DEKKEB og JANICE LOGAN Sýnd kl. 7 og 9. ramhaldssýning kl. 33/2-6I4 Heno Amerísk kvikmynd með RICHARD DIX og ANITA LOUISE. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. grátt og tilveran öll fremur öm- urleg. Það leit út fyrir þrumu- veður með kvöldinu. Harry hafði lagzt fyrír úti á grasflotinni og steinsofnað með háum hrotum, og hundarnir hans snuðruðu í kringum hann, en Rockingham sat með bók í hönd, ári þess þó að fletta við blaði. Og þegar Dona leit á hann annað slagið, sá hún, að hann starði á hana græðgisleg- um augum. Auðvitað vissi hann ekki. sal, sem búinn var ríkmann- legum húsgögnum. Hljóðfæra- fóru þeir óðara að leika á leikarar sátu í einu horninú, og hljóðfæri sín, þegar hann sett- ist við endann á stóra borðinu. Borðið var hlaðið vistum, og Sankó gaf miklu meiri gaum að matnum en hinni fögru hljómlist, því að hann var glor- hungraður. « Þjópn kom og setti matarfat framan við Sankó Á fatinu voru ýmis konar lostætir á~. vextir. Sankó ætlaði að fara að krækja sér í einn, en áður en honum tókst það, tók mað- ur nokkur, sem stóð við hliðina á honum, sig til og snerti fatið með sprota, sem hann hélt á. í sama vetfangi tók þjónninn ávaxtafatið og bar það burt. , Nú var annað fat borið fyrir Sankó. Að þessu sinni var það ^kjöt, sem var á fatinu, og það leit út fyrir að vera mesta in- dæliskjöt, og vatn kom fram í munninn á Sankó, þegar hann sá það og íann af því lyktina. En áður en Sankó gat fengið sér bita fór sami maðurinn og áður á kreik og snerti fatið með sprota sínum og var fatið þá( borið' burtu eins og það fyrra. Nú v„ar Sankó nóg boðið. Hann leit reiðulega á manninn með sprotann. Þetta var lang- leitur maður, mjög hátíðlegur á svipinn. „Hvað á þetta að þýða?“ æpti Sankó. ,,Á ég að láta mér nægja reykinn af réttunum, eða hvað? Ef svo er getur liðið langur tími áður en ég verð saddur.“ „Göfugi borgarstjóri,“ J svar- aði hátíðlegi maðurinn. „Ég er Önn: Þú sagðist hafa látið flugvélarnar hrapa. Ég vildi gjarnan lofa yfirvöldunum að heyra það af þínum eigin munni. Komdu með okkur! Dr. Dumartin: Og ef ég neita að fara .. ? Örn: .. neita ég að taka mót- mæli yðar til greina! Áfram nú! Öm: Opnið þér hurðina, Dr. Dumartin! Dr. Dumartin: Nei, nei, hún er enn rafmögnuð! ÍÉg tók raf- magnið ekki af! Örn: Mér datt það í hug! LilH: Bölvaður, þorparinn! i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.