Alþýðublaðið - 07.05.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.05.1942, Blaðsíða 3
IPínMntudagur 7. maí 1942. ALI»TÐMBUÐ1Ð Frakkar veita Brétum aukna Hermenn heiðraðir. Þótt Bandaríkjamenn biðu mikið tjón í árásinni á Pearl Harbour, misstu Japanir einnig margar flugvélar. Þessir piltar sáu um það. Sá, sem er til vinstri á myndinni, er George Weieh, og skaut hann niður 4 flugvélar, en hinn, sem verið er að afhenda heiðursmerki, er Kenneth M.* Taylor, sem skaut niður 2 flugvélar. á. Matagaskar, Landstjórinn á eynni segir, að ástandið sé alvarlegt. —----»----—.. ¥w©Im slclpiiiii Frakka sikfete —.—— ..........-....... TO RAKKAR Á MADAGASKAR veita Bretum aukna andsföðu og eru allmiklir bardagar við flotastöðina Diego Suiarez. Samkvæmt fréttum seint í gærkvöldi, var þá barizt í óthverfum borgarinnar. Flugvéiar frá brezku flugvélamóðurskipi hafa gert árásir á flotastöðina, en ekki mun hafa verið að ræða um nokkrar vamir í lofti, enda mun flugstyrkur Frakka á eynni lítill. Landsstjóri Frakka á eynni hefir sent orðsendingu til Vichy. Segir hann þar, að ástandið sé alvarlegt. Bretar hafa sökkt tveim frönskurri skipum við Diego Suarez og voru það kafbátur og 2000 smálesta fallbyssubátur. Reyndu þessi tvö skip að hindra landsetningu brezku herskipanna. í gær var sagt frá því, að brezka flotadeildin hefði fengið allmik- inn liðstyrk. -♦ Stöðugar aftök ur Þjóðverja í Frakklandi. 4® skœtttBME* í U©2*" Miasedie. T ALA þeirra Frakka, sem láta lífið fyrir byssum þýzku höðlanna, fer stöðugt vaxandi. í gær báruSt fregnir af því að enn hefðu 40 franskir gíslar verið skotnir og var þess jafnframt getið, að 10 til við- bótar yrðu teknir af lífi í dag. Flestar þessar aftökur fóru fram í Normandíe, þar sem járn brautarlest hlaðin skotfærum sett af sporinu og sprengd í loft upp. Hafa Þjóðverjar gert sér mjög far um að komast fyrir þetta hermdarverk, en þar er eins og menn muna í annað skipti, sem járnbrautarl. er sett af sporinu í Normandie. Háfa þýzkir lögreglumenn leitað í hverju húsinu á fætur öðru í nágrenni við staðinn, þar sem verkið var framið, en það mun hafa verið árangurslaust. Hér fer á eftir skrá yfir helztu fjöldamorð Þjóðverja á megin- landinu síðustu daga: 72 drepnir í Hollandi, 55 drepnir í Lille, Frakklandi. 34 drepnir í Tékkóslovakiu, 18 drepnir í Noregi, 40 drepnir í Normandie, Frakklandi. Það er atþyglisvert, að Bretar senda mjög litlar fréttir af inn- rásinni, segja aðeins, að allt gangi vel, og mannfall sé lítið. Hins vegar hafa Frakkar birt margar fregnir í Vichy, en Bret- ar hafa ekki staðfest neitt af þeim enn. Búast má þó við að Bretar muní innan skamms segja nánar frá viðburðunum* á Madagaskar. í gær var haldinn stjórhar- fundur í Vichy og var þar gefin skýrsla um viðburðina á Mada- gaskar. Þá ræddi Laval nokkuð um þessa atburði, en ekki er enn kunnugt, hvað hann sagði. Cordell Hull, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefir nú fengið svar Lavals við aðvörun stjórnarinnar 1 Washington til Vic'hystjórnarinnar. Mun hann vera að-íhuga það. Hvarvetna um lýðræðislönd- in hefir fregnunum um innrás Breta á Madagaskar verið tek- ið með miklum fögnuði og er bent á það, að hér sé um alvar- lega röskun á áætlunum öxul- ríkjanna. Stórblaðið New York Times segir um þetta: Óvinirnir hafa nú um langa hríð átt frum- kvæðið að hemaðaraðgerðum, en nú eru það Bandamenn. Loftárás á Midway. FIRMAÐUR BANDA- RÍKJAFLOTANS í Kyrra hafi er nýkominn úr eftirlits- ferð um stöðvar flotans. Hefir hann skýrt frá þvi, að Japanir hafi undanfarið gert fjórar loft- árásir á eyna Midway, sem er alllangt vestan við Hawaieyjar Hafa Ameríkumenn þar nú all öfluga flota- og flugstöð. Danskír verkameaD flottir til UkraiHD. P RÁ ÞVÍ VAR SAGT í út- varpi frá finnskri útvarps stöð fyrir nokkru, að Þjóðverj- ar hefðu undanfarið flutt all- marga Dani til Ukrainu. Munu þeir eiga að vinna að endur- reisn landbúnaðarins þar, enda ekki vanþörf á því eftir eyði- legging þá, sem rússneski og þýzki 'herinn skildi eftir sig. Var einnig sagt frá því, að innan skamins mundu margir fleiri Danir vérða fluttir þang- að austur. Hiklar loftðrásir Breta á Stittsart Einnig árásir á kafbátastöð- ina í Maníes. E KKERT LÁT er á loftsókn brezka flughersins og er henni haídið áfram dag og nótt. Síðastl. 2 nætur liafa miklar ár- árir verið gerðar á iðnaðarborg- ina Sfúttgart í Suður-Þýzkal. Þar cru miklar verksm., sem framleiða mótora í flugvélar þær, sem smíðaðar voru í verk- smiðjunum í Rostock. Eru þetta Daimler-Benz verksmiðjurnar, sem c/.u heimsfrægar, ein'nig eru í Stuttgart Vossverksmiðj- umar, sem víðfrægar eru. Sömu nætur voru gerðar aðrar árásir á ýmsa staði á ströndum Frakklands þar á með. al Nantes, sem er allmikil kaf- bátastöð. í gær voru gerðar 6 árásir á ýrnsa staði á ströndum Frakk- lands og Belgíu. Tóku bæði Hurricane- og Boston sprengju- flugvélar ásamt mörgum orr- ustuflugvélum þátt í þeim. Sprengjum var kastað á aflstöð í Normandie og ýmis mannvirki í Calis og Boulogne. Framleiösluráð i Þýzkalandi. Flupélaframleiðsla Þjóðveria op Bandamanna. ÝZKA STJÓRNIN hejir nú skipað nýtt fram- leiðsluráð, sem á að auka framleiðsluna á hergögnum og flugvélum. Skipun þessa ráðs pykir ótvírætt dæmi um ör- vinglan þá, sem er í herbúð- um nazista, þar eð vorsóknin er enn ekki hafin, en Banda- menn hafa veríð mjög á stúf- unum það, sem af er vorínu. Það þykir bersýnilegt, að Hitl- er hafi ekki nóg af mönnum og því síður hergögnum, meðal annars vegna tjóns þess, sem vetrarsókn Rússa olli honum. Það er talið, að flugvéla- framleiðsla Þjóðverja sé 2700 flugvélar á mánuði, en það er 500 minna en álitið var fyrir ári síðan. Nú er álitið, að sam- eiginleg flugvélafraníleiðsla Breta og Bandaríkjamanna sé j 8300 flugvélar. Er því ekki | einkennilegt, að Þjóðverjar S Corregidor gefst upp. 650® menn vnrn á eynni. M ERSVEITIR Bandaríkje- manna á éyvirkinu Corr- eggidor hafa nú gefizt upp fyxir Japönum. í gær bárust frétiir um að Japanir hefðu sett lið á land þá um nóttina og mun þa® hafa tekizt, og varnfa* orðið tíl- gagnlausar úr því að japönsfaa hersveitirnar náðu fótfestu á eynni. Vörnum Bándaríkjamanna á Filipseyjum er þó enn ekkí a® fullu lokið, því að enn berjast hersveitir þeírra á eyjunum Mindanau og Sebu og á Luzosa eru öflugir smáskæruflokkar, sem í er bæði Bandaríkj amen» og Filippseyingar. Gera þeír' Japönum mikið tjón og hrella þá á allan mögulegan hátt. Á Corregidor munu hafa verið um 6500 menn, og voru það menn úr hernum, flotanum og landgönguliði flotans. ÁH- mikið lið komst undan til eyjar- innar, þegar vörnum hætti á Bataanskaga, og var því mua . fleira af fólki á eynni, en r᧠hafði verið fyrir gert, og því nokkur vistaskortur. Engar fréttir hafa borizt af Wainwright hershöfðingja. sem stjórnaðí vömum eyjarinu- ar, en líklegt er, að hann sé ná fangi Japana ásmt hermönnum sínum. Chiang Kai-Sjek kom iiD tii landamæra Burma. Bandamenn horfa i ivæir áttla*. Hersveitir banda- MANNA í Burma hörfa í tvær áttir, Kínverjar í áttina til Kína, Bretar í áttina til Ind- lands. Nokkrar kínverskar her- sveitir berjast ennA að baki Japana og gera þeim skráveifur. Kínverjar tilkynna, að þeir hafi stöðvað Japani skammt innan við landamærin, þar sem þeir sækja eftir Burmabrautinni. Chiang-Kai-Sjek er nú kominn til landamæranna og dregur hann þar að sér mikið lið til varnar. Stillwell herforingi, sem stjórnaði kínversku herjunum í Burma, er kominn heill á húfi til ónefnds staðar og eru með honum margir kínverskir her- foringjar. Ameríksku flugmennirnir, sem berjast með Kínverjum, hafa enn skotið niður að minnsta kosti 8 japanskar flugvélar, sem gerðu árás á landamæra- borg eina. auka flugvélaframleiðsluna. — Hins vegar gerir brezki flug- herinn allt, sem hann getur til að draga úr framleiðslunni og hefir tekizt að eyðileggja marg ar verksmiðjur, t. d. Heinkel- verksmiðjurnar í Rostock, Daimler-Benz mótorverksmiðj- urnar í Stuttgart o. fl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.