Alþýðublaðið - 07.05.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.05.1942, Blaðsíða 6
ALrtCUBUBW Þetta er bókin! Njósnar í herráði Þjóðverja. Frásögn eins af fífld|örf<- ustn og slyngnsfu n|ósnuruns Breta. Pramúrskarandi, spenn- andi og skemmtileg. Svik Franséknar vil vinstri stefnnna Frh. aí 4. sáðu. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. yfixleitt marga fleiri bíla, sem kostaðir eru af opinberu fé. Það er því í lófa lagið að hafa nægan bílakost á lögreglustöðinini, ef vilj- insn til þess er fyrir hendi hjá við- komandi mönnum, og þar sem lög- reglan auðvitað á að vera öðrum til fyrirmyndar í ráðvendni, þykir sjálfsagt að álykta, að hún muni þegar með öllu afnema það snatt, sem lögreglubílamir stunda nú svo mikið.“ Hannes á horninu. BJÖRGUNARBÚNINGUR Frh. af 2. síðu. sagt frá því, að það sé hægt að fara í fötin á minna en eirmi mínútu og það er alveg ástæðu laust að bíða með að fara í þau, þar til slys er orðið, því að vel er hægt að vinna í þeim. Þegar hætta er á ferðum, er alveg sjálfsagt að allir, sem standa í brúnni og eru „á vakt uppi“ séu í þeim. Einu sinni var skipstjórinn í fötimum í 14 klukkustundir samfleytt. i’að var ekki erfitt, en stígvélin ex|u nokkuð þung, því að oftast er látið blý neðan í sólana, svo að maðurinn verði upprétt.ur, þegar hann lendir í sjónum. — Þegar tundurskeytið hæfði skipið, kastaðist þriðji stýri- maður meðvitundarlaus fyrir borð. Var hann þar góða stund — þar til hann kom til sjálfs sín og gat hrópað á hjálp. — Hann stóð uppréttur í sjónum og leið vel eftir atvikum. Þá er það líka talinn stórkostleg- ur kostur við þessi björgunar- föt, að þó að maður stökkvi í þeim fyrir borð úr mikilli hæð, þá sakar það manninn ekki, því að lo^tið í íötunum verndar hann frá hörðu falli. Læknir nokkur, sem var með skipi, er sökkt var á Atlants- hafi í vetur, en af því björguð- ust 21 maður, þakkar það þess- um ágætu fötum eingöngu. •— Skipbrótsmennirnir flæktust um hafið í bát í 10 sólarhringa, nn þeir, sem voru í fötunum, gátu haldið á sér hita og varið sig gegn vosbúðinni. Hins veg- ar dóu þeir, sem ekki vorú í fötunum. Sagt er að fötin séu nokkuð dýr og allmiklu dýrari en bau björgunartæki, sem áður hafa verið notuð. En sjómannslífið er dýrmætt og þess vegna má ekki horfa í kostnaðinn. Það ætti að vera krafa okkar íslend inga, að svona föt væru til handa öllum þeim, sem stunda millilandasiglingar, bæði*á tog- urunum og í vöruflutninga- skipum okkSr. Alþýðublaðið snéri sér í gær til Jóns Bergsveinssonar er- índreka Slysavarnáfélagsins og spurði hann, hvort Slysavarna- félaginu væri kunnugt um þessa nýju uppfinningu. Hann kvað sig hafa fengið sýnishorn af ýmsum björgunarfötum, en að líkindum þekkti hann ekki þessi nýju föt. Sagði hann að „lokun“ hinna ýmsu tegunda björgunarfata væri erfiðasta viðfangsefni. Verður þetta mál nú vonandi rannsakað til hlít- og vondu, er að bæri á hinum válegu tímum. Viðburðir síð- ustu mánaða sanna þó hið gagn- stæða og undirstrika um leið þá viðurkenndu réglu, að án sam- taka og baráttu ná hinar vinn- andi stéttir aldrei rétti sínum. Þegar vitað er um þá bar- áttu, sem með þurfti til þess, að fá viðurkenndan rétt launþega til greiðslu dýrtíðarbóta, þ. e. að halda raunverulega sama kaupi og þeir áður höfðu, -fyrir stríð, verður ljóst, hve fjarri hjarta- lagi Sjálfstæðismanna það er í raun og veru, að vinnustéttir landsins haldi sínu. Um ástæður er ekki spurt, því síður nauðsyn og réttlæti. Vitað er þó, að ekki komu undanfarandi kreppu- og atvinnuleysisár hvað minnst niður á þeim. Þrælatök gerðar- dómsins þurftu því engum, að koma á óvart nema að því leyti, hvað þlutdeild Framsóknar- manna að þeim er ósamríman- leg stefnu þeirra, jafnframt því að vera einhver ógeðSlegasta þjónkun við afturhaldið, er um getur. Því það, sem farið var fram á af hálfu þeirra félaga, er fyrir barði laganna hafa orðið, var hvorki annað né meira en það, að fá að nokkru bætta þá kaupskerðingu, er gerð var með gengislækkuninni 1939. Höf- undar gerðardómslaganna hafa þar með undirstrikað þá skoðun sína, að kjör verkamanna eigi að vera þau sÖmu á góðum og vondum árum, og að allar breyt- ingar þar á, svo lengi sem þeir fá nokkru um ráðíð, komi ekki til greina. Meðan þessir menn ráða getur því ekki verið um neina þróun lífskjarabóta að ræða. Hlutskipti vinnustéttanna nú er það eina rétta að þeirra áliti, nema ef vera kynni að enn einu sinni þyrfti að grípa til sömu ráðstafana og 1939, þeim sjálfum til framdráttar. Og hver er - þá ávin'ningur Framsóknarmanna af þessu samstarfi? Ekki getur það verið málefnum bændastéttarinnar til framdráttar, ekki öðrum vinnu- stéttum til hagsbóta. Yfirleitt ekki neinum menningar og mannúðarmálum til framvindu. Hins vegar líkindi til, verði þessir menn mikils ráðandi um stjórnarfar landsins í framtíð- inni, geti svo við borið, að til þurfi að grípa sömu eða svip- aðra úrræða og 1939 til bjargar höfuðatvinnurekstri okkar, sjávarútveginum. Jöfnuði hall- ! ans að beinrii nefskattaleið á alla jafnt, með nýju skattfrelsi, nýrri gengislækkun. Verður þá ekki um seinán fyrir formann Framsóknarflokksins að gerast róttækur forvígismaður bænda og hrinda í framkvæmd skatt- lagningu stríðsgróðans og fleiri fríðindum fátækra vinnustétta? Hverju harin nú hótar Sjálf- stæðismönnum, gangi þeir með til breytingár á kjördæmaskip- un landsins með Alþýðuflokkn- um! En það mun vera nokkurn- vegirin það eina framfaramál, sem Sjálfstæðisflokkurinn vill lána fylgi sitt. En sé róttækni, eins og form. Framsóknarflokksins telur, nauðsynleg til lýðhylli og þjóð- megunar, því þá ekki að skatt- leggja hinn óvænta stríðsgróða meðan hann er fyrir hendi sem slíkur? Og hvern tilgang hefir það í raun og veru fyrir bænd- ur, og veita Framsóknarfl. brautargengi, þegar sýnt er, að valdastreita einstakra manna innan hans ræður meiru um reifun og nýskipun mála, en nauðsyn umbjóðendanna? Þessum og því líkum spurn- ingum velta bændur nú fyrir sér, og er nokkur von til. Það er að vísu seint, en þó betra en ekki. Um niðurstöðuna er ekki að efast. Þeir hljóta að komast • að þeirri raun og þeirri einu, að Framsóknarflokkurinn sé vegna pólitískra einkahagsmuna for- ráðamanna hans, vikinn af fyrri leið og stefnu, frá skapandi baráttu fyrri ára til athafnaleys is og andlegs dauða, í faðmi afturhalds og kyrrstöðu. Hlýtur svo að lokum hver sitt, að verð- leikum. Sumarmál 1942. Alexander Guðmundsson. Ellefi aýjar hjákr- unarhoDur. ANN 1. maí s.l. var sagt upp hjúkrunarkvenna- skólanum í Landsspítalanum. í þetta skipti útskrifuðust 11 hjúkrunarkonur, eftir 3ja ára nám, og fara nöfn þeirra hér á eftir: Aðalheiður 'Árnadóttir, Kópa- skeri. Ásrún Sigurjónsdóttir, Litlu- Laugum, Reykjadal. Guðrún Jóna Bjarnadóttir, Borgarfirði, eystra. Guðrún Einarsdóttir, Rvík. Guðrún Helga Vigfúsdóttir, Keldum, Vallahreppi. Gyða Thoroddsen, Powel-Riv- er, B.C. (Canada.). Sigríður Finnsdóttir, Hvilftf Önundarfirði. Soffía Kristín Sigurjónsdóttir, Eskifirði. Svána Vernhárðsdóttir, Hvíta- nesi, Ögurhreppi. Vilborg Þorsteinsdóttir, í Hurð- arbaki, Brirgarfirði. Þórdís Kristjánsdóttir, Suður- eyri, Súgandafirði. Að þessu sinrii fór hundr- aðasti neminn úr hjúkrunar- kvennaskólarium, og var þess minnzt sérstaklega við athöfn- ina. Alls hefir skólinn menntað 110 hjúkrunarkonur þau 11 ar. Snmsrdvalarnefnd tllkynnir: Öll þau börn, sem sótt hefir verið um dvöl fyrir á vegum nefndarinnar, hvort sem tilætl- unin er að koma þeim á sveitaheimili eða sameiginleg barnaheimili, svo og börn þau er sótt hafa um dvöl við Silungapoll, mæti til læknisskoðunar í Miðbæjarbarnaskólanum — inn- gangur um aðaldyr —, sem hér segir: Börn fædd árið 1934 fimmtudaginn 7. maí kl. 4—7 e. m. Börn fædd árin 1932 og 1933 föstud. 8. maí kl. 4—7 e. m. Börn fædd árin 1931 og fyr laugardaginn 9. maí kl. 4—7 e. m. Samtímis verður ákveðið um væntanlega dvalarstaði barnanna og gengið frá samningum um greiðslu meðlaga. Er því nauðsynlegt að framfærandi mæti sjálfur með hverju bami. Fhnmtudagur 7. maí 1942. HjOrtur Bjðrnsson frá Skálðbrekku JARÐARFÖR HJARTAR BJÖRNSSONAR fer fram frá dómldrkjunni í dag. Örlög hans voru þau, að missa heils- una á mesta blómaskeiði æf- innar og falla fyrir örlög fram. Hann lézt á Vífilsstöðum 25. apríl eftir margra ára sjúkdóm. Ekki skal hafa harmatölur um látinn vin, enda væri með því illa til hans gert, því að aldrei heyrðist hann mæla æðruorð. Ég hefi engum manhi kynnzt, sem vísa Þóris Jökuls, sem han orti áður en hann gekk undir öxina á Örlygsstöðum, ætti betur við að öllu leyti: Upp skaltu á kjöl klífa, köld er sjávardrífa, kostaðu huginn at herða, hér muntu lífit verða. Skafl beygjattu, skalli, þó at skúr á þig falli, Ást hafðir þú meyja, eitt sinn skal hverr deyja. Hjörtur fæddist að Skála- brekku í Þingvallasveit 21. marz 1896 og ólst þar upp. — Hneigðist ungur að smíðum og tréskurði, sem hann síðar lærði hjá Ríkarði Jónssyni; þyrsti mjög í allan fróðleik, einkum þann, sem varðar sögu lands og þjóðar. Hann batt mikla ást við íslenzka náttúru, og það hygg ég', að honum hafi verið þungbærast af öllu, að verða að leggja niður ferðalög um landið eftir að heilsan bil- aði. Bók hans, „Sumar á fjöll- um,“ er gjörð af þeim minn- ingaauði, sem hann ávann sér á mörgum gleðistundum æf- innar. Hún verður endurprent- uð á þessu ári í vandaðri út- gáfu. Hjörtur Björnsson var vitur maður og mikill og góður vinur vina sinna, enda mun minning hans ekki fyrnast þeim, sem þekktu hann bezt. Jón Magnússon. ár, sem hann hefir starfað. Hér á landi eru við störf 106 hjúkrunarkonur. — Af þeim starfa: 80 við sjúkrahús, 19 við heilsuvernd, 3 við einkahjúkrun, 4 við annað, er heyrir undir þjóðfélagsmál. H j úkrunarkvennaskólanum stendur það mjög fyrir þrifum, að hentugt húsnæði vantar handa nemum og fyrir kennsl- una, enda getur ekki heitið að skólanum sé ætlað neitt sér- stakt húsnæði í Landsspítalan- um. (Frá forstj. Landsspítalans).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.