Alþýðublaðið - 07.05.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.05.1942, Blaðsíða 8
i ‘SVFXpt aUTKWABIÐ Fimmtudagur 7. maí 1942. ■■■■,, II .II— ■ »■ . . "■!■■!■ II . ■ . iÐUR þrammaði ejtir H verjisgötunni með göngustaf, sem var allt of lang- ur til þess að geta verið þægi- legur. Hann mætti kunningja sínum. „Þetta er snotur stafur“ sagði kunninginn, „en væri ekki betra að saga dálítið neð- an af honum?“ „Þýðir ekkert. Það er hérna að ofanverðu, sem hann er of langur, skömmin sú ama,“ svaraði stafkarlinn. INSTON CHURCHILL með vindilinn í munnin- um, — minnir á fallbyssutum, sem fallbyssuhlaup stendur út úr. 1 (Time). ❖ HAUSINN í SANDINN 00 strútar voru boðnir í veizlu á Kaliforníuströnd. 499 þeirra komu til veizlunnar í tæka tíð, en þeir voru svo hneykslaðir á óstundvísi þess fimmhundraðasta, að þeir stungu allir hausunum í sand- inn. í sömu svifum k&m sökudólg- urinn skálmandi. Þegar hann kom á veizlustaðinn, skyggndist hann um undrandi. „Hvar er allt hitt fólkið?“ spurði hann. BÍLVEIKI ARÞEGI kom út úr stræt- isvagni náfölur og aum- ingjalegur útlits. Kunningi hans mælti honum og spurði hann hvað gengi að honum. ,,Bílveiki,“ svaraði sá föli, „ég verð alltaf lasi.nn í þessum bölvuðum strætisvögnum, þeg- ar ég sit í sætunum, sem snúa aftur.“ „Hví í ósköpunum haðstu ekki þann, sem sat hinum meg- in í'sætinu, að hafa sætaskipti við þig, svo að þú gætir snúið þér fram?“ spurði kunninginn. „Mér datt það so sem í hug,“ stundi sjúklingurinn. „En þar sat þá enginn.“ * . . . stundum dcktur hann um sannleikann, en hann sprettur undir eins upp aftur og hamast áfram eins og ekkert hafi í skorizt.“ (Winston Churchill.) hvernig í málinu lá, en hann hafði orðið var einhverrar breytingar á framkomu hennar og jafnvel útliti. Og hann grun- aði, að ekki væri allt með felldu viðvíkjandi dvöl hennar hér ásamt þjóninum William, enda virtist hún fráhverf manni sínum og vildi ekkert hafa saman við Rockingham að sælda. Hún var miklu þöglari nú en áður, þvaðraði ekki, stríddi Harry ekki, eins og hún íiafði gert í gamla daga, en sat steinþegjandi á grasflötinni og reytti upp gras með fingrunum eins og hún væri í draumi. Öllu þessu veitti hann eftirtekt, og hún vissi, að hann var að at- huga hana gaumgæfilega. And- rúmsloftið var eins og hlaðið rafmagni og eitthvað uggvæn- legt lá í loftinu. Henni virtist hann vera gæddur árvekni varðhundsins, sem læddist milli trjánna, en sjálf var bún fugl- inn, sem kúrði í grasinu og beið eftii- tækifæri til að sleppa, En Harry svaf letilega og hafði ekki hinn minnsta grun um neitt. Dona vissi, að einmitt um þessar mundir voru sjóræningj- arnir að reyna að' koma skipinu á flot. Hún gat hugsað sér, hvernig þeir litu út, berfættir og á skyrtunni og svitinn myndi streyma af þeim, en Máfurinn rnyndi hallast út á aðra hliðina. Harm hlaut að vera að vinna með þeim með hrukkur á enni og samanbitnar varir með hinn ákveðna svip, sem hún hafði lært að elska og virða, því að viðgerðin á skipi hans gat ríðið á lífi og dauða, því að nú vax verið að draga netið fastar og fastar að honum. , Hún varð að fara niður að víkinni einhvern tíma fyrir kvöldið og biðja hann að sigla með næsta flóði, enda þótt gat væri á skipinu, því að engu mátti hætta lengur Skipið hafði sézt sigla upp að ströndinni, að því er Rock- .ingliam hafði sagt henni, og síðan var sólarbxingur liðinn, og á þeim tíma var hægt að framkvæma mikinn undirbún- ing. Ef til vill höfðu varðmenn verið settir á hæðirnar og í skógana, og í kvöld myndu Go- dolphin, Rashleigh og Eustick verða í Navron og ekki var gott að vita, hvað þeir höfðu í huga. — Þú ert hugsandi, Dona, og áhyggjufull, sagði Rockingham, og þegar hún ieit á hann sá hún, að hann hafði lagt bókina til hliðar, hallaði undir flatt, kipr- aði augun og horfði á hana. — Það hlýtur að vera hitaveikin, sem hefir breytt þér svona, hélt hann áfram, — því að í borg- inni gaztu aldrei þagað í fimm mínútur. — Ég er að verða gömúl, sagði hún og tuggði strá, sem hún hafði stungið upp í sig. — Eftir fáeinar vikur verð ég þrí- tug. — Einkennileg hitaveiki, sagði hann, án þess að hirða um orð hennar, — sem gerir sjúk- linginn sólbrenndan. Kom nokk ur læknir til þín? — Ég var minn eigin læknir. — Með aðstoð Williams. En hve hann hefir einkennilegan fram- burð. Hann hefir erlendar á- herzlur. — Hann 'talar eins og Corn- wallbúar. — En a‘ð því er ég hefi kom- izt næst, er hann alls ekki Corn- wallbúi. Að minnsta kosti sagði hestasveinninn mér það í morg- un. — Hann er þá e£ til vill frá Devon, Ég hefi aldrei spurt William um uppruna hans. — Og svo virðist sem enginn hafi verið í húsinu fyrr en þú komst. Hinn óvenjulegi maður, ¥/illiam, tók það á sína ábyrgð að stjórn heimilinu án nokkurs þjónaliðs. — Ég vissi ekki fyrr, að þú legðir eyrun við eldhússþvaðri þjónustufólksins, Rockingham. — Vissirðu það ekki, Dona? Það er þó ein af höfuðskemmt- unum mínum. Alltaf frétti ég skemmtilegustu hneykslissög- urnar hjá þjónum mínum. — Og hvað hefirðu getað hlerað bak við stigana í Nav- ron? — Nægilegt, Dona, til þess, tm NY3A BlÖ S8B RITZ-BBÆÐUR og ANDSEWS-SYSTUR í Argentiskar nætur ÍArgentine níghts) Ameríksk skopmynd. Sýnd kl. 5, 7 og 9. að grunur miim er vaknaður. — Einmitt það? — Ég hefi komizt að raun um, að hennar tign, húsmóðirin hérna á heimilinu, hefir unun af löngum gönguferðum í sol- skininu á daginn. Hún gangur í gömlum kjólum og þegar hún kemur heim, er hún öll ötuð leir og auri. — Þetta er dagsatt. -— Frúin borðar ekki heldur á réttum tíma. Stundum sefur hún fram eftir degi og biður um ■ GAMLA BIO j „Cyclops“ Ameríksk litkvikmynd með ALBERT DEKKER og JANICE LOGAN Sýnd kl. 7 og 9. Framhaldssýning kl. 3V2-6V2 Reno Amerísk kvikmynd með RICHARD DIX og ANITA LOUISE. morgunverð, þegar komið er fram yfir miðjan dag. En stund- um bragðar hún ekkert frá nóni og fram til klukkan tíu um kvöldið, þegar þjónarnir eru háttaðir. Þá færir hinn tryggi William henni kvöldverð. — Þetta er líka satt. — Svo verður hún skyndi- lega veik og fer í rúmið og lok- ar allt þjónustufólkið úti frá sér og jafnvel börnin sín, af því að hún hefir fengið kvef og hita. Og enginn fær að koma til læknir, og mér hefir verið falið það hlutverk að vaka yfir heilsufari borgarstjórans; það er skylda mín að sjá um, að þér borðið ekkert það, sem getur verið óhollt fyrir yður. Ég mundi hregðast embættis- skyldu minni, ef ég léti yður borða rétti, sem ég veit, að eru yður óhollir, eins og þessir, sem nú hafa verið bornir fyrir yð- ur.“ Hver úrvalsrétturinn á íagtur öðrum var nú borinn fyrir San- kó, en allir voru þeir teknir burtu jafnharðan, því að alltaf gaf læknirinn merki um, að svo skyldi gert. Þegar máltíð- ínni lauk hafi?i börgarstjórinn ekkert fengið að eta nema eit.t- hvert lítilfjörlegt snarl. Næstu daga stjórnaði Sankó Barataríu með svo mikilli stjórnvizku og lagni, að gáfum hans ög vinsældum var við- brugðið. Og það er engin lygi, að sum lagafyrirmælin, sem hann setti, voru svo viturleg, að eftir þeim er farið enn þann dag í dag. Þótt Sankó rækti ^skyldur sínar með mestu prýði, fannst honum ekki eins gaman að því að vera borgarstjóri og hann hafði búizt við í fyrstu. Hann hafði aldrei stundlegan frið, alltaf voru menn að biðja hann áð koma að miðla málum og gera hifct og þetta. Og allt, sem hann gerði, varð að fara fram með mikilli viðhöfn og hátíð- leik, og ofan á allt þetta bættist at hann var alltaf hálf-svangur, vegna þess, að læknir hans bannaði honum að eta nema einstaka mat. Þegar ein vika var liðin, fannst honum hann vera fús til að skipta á borgar- N1HDASS6A NOW G£T INTO H-tAf CA0/ ' IU ORJVE/ lee.yootake the GUH ANO DON'T HESrWT^- •—r -d use it/ THAf'S MOKE u<£ 1 r/ rES.'VES' DO NOT PÖiNf 1tiE 6UN.' 1 m 00 as voí) / í SAY/ ,NOWTHB>' TfC glGHT , L «WITtH/ / Örn: Hreyfðu nú rétta takk- ann og taktu strauminn af! Dr. Dumartin: Já, já, miðið ekki á mig byssunni! Ég skal gera eins og þér segið! Önu Þetta er betra! Dr Dumartin opnar hurðina, sem nú er ekki rafmögnuð lengur. Örru -Farðu upp í bílinn! Lillí, taktu við byssunni, og hikaðu ekki við að nota hana! Lillí: Með ánægju! Öm sert upp í ekilssætið og fer að athuga stýrisútbúnaðinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.