Alþýðublaðið - 08.05.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.05.1942, Blaðsíða 6
Leikflokkur Hafnarfjarðar: Æfintýri á gðngnfor f' verður sýnt í G.-T.-húsinu í kvöld kl. 8V2 Sýningin verður ekki endurtekin. í/ Aðgöngumiðar hjá Jóni Matthiesen frá kl. 1—4. Sími 9102. Tilkynning Tý*p: Frá og með deginum í dag ef loftvarnabyrgið í kjallara Oddfellowhússins lagt niður. í stað þess koma byrgi í kjöllurmn húsanna 1 nr. 10, 10 A, 10 B og 10 C við Tjarnargötu. Reykjavík, 8. maí 1942' \ LOFTVARNANEFND Reynslan af gerðardóminum. ALPYÐUBLAÐIÐ 1S- lenska sjómenn i Fieetwood ------♦.. Siysfarir íslenzkra sjómanna þar eru að verða alvarlegt áhyggjuefúi. C JÓMENN hafa átt uppá- j um séu viðskipti í búðtim í Eng- ^ stunguna að bvi, að landi ekki hagkvæm, margt eins Frh. af 4. síðu. En það er engu síður ástæða til nú, að ræða þá hlið málsins, hvort kaupgjaldsákvæði gerðar- dómslaganna séu yfirleitt fram- kvæmanleg, meðan gróðamögu- leikar atvinurekendanna eru jafnmiklar og nú og eftirspurn eftir vinnu launþeganna jafn gífurlég. Dómur reynslunnar nm þetta éfni er nú, eftir 4 mán- uði, þegar farinn að segja til sín, svo ekki verður um villzt, ef mexrn hafa opin augun og vilja virða staðreyndir einhvers. Ég skal geta þess, að hagfræð- inganefnd, sem Þorsteinn Þor- steinsson hagstofustjóri og Ól- afur Björnsson hagfræðingur áttu sæti í ásamt undirrituðum, og skipuð var til að láta í té umsögn um skyldusparnað, seg- ir m. a. þar sem ræðir um höml- ur gegn kauphækkunum: í .......Sem kunnugt er, er nú víða skortur á vinnuafli, svo hætt er við, að auk launþeg- anna myndu einnig atvinnu- rekendur sjá sér hag í að fara í ^ringum álíka löggjöf, t. d. með því að bjóða kauphækk- anir í öðru formi, svo sem með því að gefa starfsfólkinu ríflegar jólagjafir, afmælis- gjafir o. s. frv. Bann gegn kauplækkunum er því aðeins líklegt til þess að ná tilgangi sínum, að jafnframt því séu gerðar aðrar öflugar dýrtíðar ráðstafanir.“ Þetta er ritað um síðustu ára- mót. Var þá almælt að fjöldi verzlana og fyrirtækja hefði gefið starfsfólki sínu mjög ríf- legar jólagjafir, sem jafngilt hefðu verulegum grunnkaups- hækkunum. Myndu fyrirtækin hika við að gefa starfsfólkinu gjafir, ef þau sæju fram á það, að það væri nauðsynl. til þess að geta haldið áfram rekstrinum? Og myndi gerðardómurinn nokkru sinni frétta um slíkar dulbúnar grunnkaupshækkan- ir? Auk þess eru hundrað aðrar léiðir til þess að fara í kring um kaupgjaldsákvæði gerðardóms- laganna. og bókstaflega engin leið fyrir gerðardóminn að kom- ast að slíkum brotum, nema með því að vera með nefið niðri í 'hvers .konar atvinnurekstri og beita með hörku sektarákvæð- um gerðardómslaganna. Það var því þegar í upphafi fyrirsjáanlegt, að kaupgjalds- ákvæði laganna myndu að mestu verða tómt pappársgagn, nema á eftir kæmu þvingunar- ráðstafanir til þess að tryggja framkvæmd þeirra, þvingunar- ráðstafanir, sem aðeins eru hugsanlegar í einræðislöndum, eða eru að minnsta kosti stórt spor í áttina til fullkomins ein- xæðis. Reynslan hefir þegar sýnt að þetta eru ekki neinar hrakspár, gerðardómslögin hafa skapað fullkomið öngþveiti í kaup- gjaldsmálunum, „skorturinn á vinnuafli“, sem svo er kallaður, gerir nú alls staðar vart við sig, svo formælendur gerðardóms- laganna lýsa því yfir hver eftir annan að fullkominn þjóðarvoði Vofi yfir. Það er því að eins um tvennt að veljá sem stendur: Að af- nema kaupgjaldsákvæði gerðar- dómslaganna, eða setja ný miklu róttækari þvingunarl., t. d. um vinnuskyldu. Það er þetta, sem fylgismenn gerðardómslaganna eru nú farnir að sjá fram á, en þeir virðast enn ekki vera búnir að gera upp við sig hvor leiðin skuli farin. Ég mun í annarri grein ræða ‘ nánar ,um kaupgjaldsákvæði gerðardómslaganna og fram- kvæmd þeirra. Flensborgarskólamim í Hafnarfirði hefir nýlega verið sagt upp. Nemendur voru 126 í vetur og luku 34 brottfararprófi. í heimavistinni voru 22 nemendur. komið yrði upp sjómanna- stofu í Fleetwood, svo að þeir gætu snúið sér þangað, þegar þeir stíga á land. Fiskifélag Islnds hefir veitt tvö þúsund krónur til slíkrar sjómanna- stofu, ef stofnuð yrði, en eng- inn hefir haft forystu fyrir þessu nauðsynjamáli eða hrint því í framkvæmd. Þá hefir líka verið stungið upp á því, að hafður yrði sérstak- ur erindreki fyrir sjómenn í þessari borg, en í því hefir heldur ekkert verið gert. Er það mikill skaði, að þessu máli skuli ekki vera fylgt eftir, því að fréttirnar, sem stöðugt eru að berast um. slysfarir og hvarf íslenzkra sjómanna í þessari erlendu hafnarborg, sýna. að þess er virkilega þörf, að þeifn sé skapað heimili þar, svo að þeir hafi einhvers stað- ar höfði sínu að að halla. Það. hlýtur að vera orðið mikið áhyggjuefni fyrir. okkur Islendinga, hversu margir ís- Ienzkir sjómenn farast í erlend- um höfnum. í fyrra hurfu 4 .ís7 lenzkir sjómenn í enskri höfn og það sem af er þessu ári hafa þrír sjómenn látið lífið þannig. Aðalástæðan fyrir þessum slysum er talin vera myrkvun sú, sem er alls staðar erlendís, að minnsta kosti í hafnarborg- unijim, eh auk þess eru hætt- urnar þar svo að segja við hvert fótmál., Ymsar sögur hafa gengið um þessi slys og hafa borizt fregn- ir af því, að íslenzkir sjómenn fari ekki nógu varlega, þegar þeir eru erlendis. Þá hel'ir og verið á það bent, að aðstaða sjómannanna þegar út kemur sé mjög slæm. Þegar þeir knma í land hafa þeir ekkert að snúa sér, nema þá í hafnarknæpurn- og þar eru freistingarnar ög misjafn sauður í mörgu fé. Sjómannablaðið Víkingur, sem nýlega er kömið út, gerir þetta mál að umtalsefni. Þykir Alþýðublaðinu hlýða að birta smákafla úr greininni, svo að lesendur þess sjái hvernig sjó- menn líta á þetta mál. Sjó- mannablaðið Víkingur segir: „Styrjaldartímar breyta flest um viðhorfum og athöfnum manna .Þá viðhafa menn oft til orðs og æðis það, sem þeir myndu ekki gera á öryggis- og jafnvægistímum. Menn hafa þá oft peninga fram yfir þarfir, og örvar það til ýmissa athafa, sem ekki eru skoðaðar niður í kjölinn, áður en þær eru fram- kvæmdar. — Kemur það meðal annars fram í peningaúttektum manna á skipunum, sem al- mennt munu vera frá 25—100 £ í söluferð, á mann. —Úttekt hvers togara nú til skipverja, kemst í námunda við meðal ís- fiskssöluverð þeirra fyrir stríð. . Nú er talið, að í mörgum tilfell- dyrt og her heima, og úrval sízt meira. Hvað er þá unnið við að verzla þar, þegar vafasamur hagnaður er á því? Ég held, að það sé frekar af gömlum vana en af hagsýniskennd. Fyrir stríðið fengu menn 2—5 £ á mánuði í Englandsferð. Fyrir þetta var keypt meðan það ent- ist. Nú fá menn 10—20-falda þá upphæð, og kaupa þarft og ó- þarft fyrir hana líka.“ „Því er haldið fram; að sjó- mennirnir séu „votir“ í erlend- um höfnum. Því ber ekki að neita, að þeir eru almennt ekki templarar. Ég hygg, að þeir séu ekki „votari“ en landsmenn. Þeir verða að sætta sig við skemmri tíma en aðrir, þess vegná her meira á þeim. Hver láir sjómanni, þó hann skoli sig niður eftir milliferð, eins og þær gerast nú, upp og niður? Það er annað mál, að nú eru viðsjártímar. Allt er myrkvað utanhúss í ófriðarlöndunum, hvergi skíma, dimma' og drungi yfir öllu. — Það, sem var öllum fært.á friðartímum, um bæi og „dokkur“, getur nú valdið ald- urtila og hefir valdið of mörg- um slysum, sem af er. Vegna breyttra aðstæðná hefir slysa- hættan.stóraukizt í landi, þar er á sína vísu kafbátahætta, sem / fer vaxandi, aðferðin sú sama og á sjónum, þeir, sem dragast aftur úr, verða fyrir árás, eins hinir, sem álitlegir eru til fjár. Dæmin eru þegar mörg, að menn hafa verið slegnir niður og rændir öllu fémætu, stund- um tugum punda, eftir því, hve mikið þeir höfðu á sér. Þessar og þvílíkar athafnir fara í vöxt, að sögn sjómanna. Þessi rán eru framkvæmd utan húss og inn- an. Gáleysi sjómannanna gétur örvað til þessara athafna, 'þar sem þeir á knæpunum eru stundum með á sér tugi punda, laust í vösunum, eins og gömul spil eða bréfarusl. Þar sjá mis- yndismennirnir, sem eiga ef til vill ekki eins mörg penny (ca. 11 aurar) og landinn á af pund- um, að þar sé tækifæri til þess að skipta á efnum, þó það verði ekki gert eftir venjulegum við- skiptareglum. Svo er setið fyrir mönnum í skúmaskotum, eða boðið heim og skiptin fara fram samkvæmt áætlun. Fýrir þessu verða einstaklingar aðallega, sem 1 eru á ferð, og ölvaðir menn. Það er á valdi sjómann- anna sjálfra, hvort þessu farg- ani verði afstýrt. Meðan þeir gefa tilefni, verða þeir fyrir á- framhaldandi árásum. Taki þeir upp varkárni, t. d. í fjármálum á vafasömum stöðum, í samráði við skipstjóra, að menn megi ekki fara frá og til skips færri en tveir eða þrír saman, hversu stór hópurinn er, að hann ekki tvístrist meðan landgangah er Ieyfð.“ Föstudagur 8. maí T&42. I filæsileg afhoma Sanpfelags verka manna i Akorejrri Verzlunarveltan óx stór- kostlega á árinu. AÐALFUNDUR Kaupfélags Verkamanna Akureyri var haldinn 26. f. m. Hagur félags- ins stendur nú með meiri blóma en nokkru sinni fyr. Vöru sala í búðum félagsins hafði vaxið s. 1. ár Um fuU 46% frá því árinu áður og 101% frá því er var 1939. Ber í sambandi við þetta að líta á það, að félagið verzlar eingöngu með erlendan varning — mest nauðsynjavör- ur og hleypir því ekki hin mikla hækkun innlendra afurða um- setningunni upp eins og hjá svo mörgum öðrum kaupfélögum. Er því hér um mikið aukna um setningu að ræða fram yfir al- menna verðhækkun varanna. Félagsmönnum fjölgaði á árinu. Lækkun skulda viðskipta- manna félagsins — skulda, sem myndazt hafa undanfarin at- vinnuleysis- og kreppuár — nam um 45% af því, sem þær voru í ársbyrjun. Ástæður fé- lagsins út á við bötnuðu um 35%. Inneignir félagsmanna í innlánsdeild og stofnsjóði höfðu hækkað mikið. Eru þær, ásamt fé í eiginsjóðum félagsins nú full 68% af rekstrarfé félags- ins. Samþykkt var að greiða 10% uppbót á ágóðaskyld viðskipti félagsmanna, en áður var búið að greiða 5% gegn staðgreiðslu og uppgjöri mánaðarreikninga. Raunverulega fá því félags- menn 15% uppbót á öllum við- skiptum sínum við félagið, en vöruverð þess hefir verið nokkru lægra en leyfilegt hef- ir verið samkvæmt gildandi verðlagsákvæðum. Viðskiptin við félagið hafa því verið og eru mjög hagkvæm. Félagið hefir nú í undirbún- ingi framkvæmdir til aukning- ar og tryggingar verzlunar- rekstrinum, og það sem af er þessu ári, hefir viðskiptavelt- an verið allt að helmingi meiri en á sama tíma s. 1. ár. Hafr. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN Frh. af 4. síðu. að til sátta dró milli mjög and- stæðra flokka um lausn slíks höf- uðmáls. Það mun heldur enginn hugsandi maður ininan þessara tveggja flokka hneykslast á því nú, að samkomulag verði um lausn kjördæmamálsins, heldur líta á það sem sjálfsagðan og óhjá- kvæmilegan hlut.“ Sjálfsagt er þetta rétt, að því er snertir yfirgnæfandi meiri- hluta Sjálfstæðismanna. En hvað hefir þá dvalið ákvörðun Sjálfstæðisflokksins svo lengi í kjördæmamálinu? Það skyldi þó aldrei vera, að einhver inn- an flokksforystunnar sjálfrar hafi ekki alveg litið á það, sem „sjálfsagðan og óhjákvæmileg- an hlut“ að fara úr stjórnar- samvinnunni við Framsókn til þess að taka höndum saman við Álþýðuflokkinn um „réttlætis- málið“? T. d. sjálfur eftirmaður Jóns Þorlákssonar?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.